Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 2
VERKTAKAR BJARTSÝNIR
Nokkur bjartsýni ríkir nú hjá ís-
lenskum verktökum enda fjölmörg
stór verkefni fyrirhuguð á næstunni.
Breikkun Reykjanesbrautar er nú
þegar í gangi og á næstunni verða
opnuð tilboð í vegagerðir víða um
landið.
Skaði af völdum vatnsfalla
Mikill skaði hefur hlotist af völd-
um vatnsfalla í Austur-Skaftafells-
sýslu. Miklar rigningar og bráðnun
jökla hafa víða skaðað gróðurlendi
og valdið landbroti og öðrum nátt-
úruhamförum. Ástandið virðist
einna alvarlegast við Jökulsá í Lóni.
13 milljarða skattatillögur
Áætlaður nettókostnaður vegna
tillagna Samfylkingarinnar um
skattalækkanir á næsta kjörtímabili
geta numið um 13 milljörðum. Sam-
fylkingin afgreiddi kosningastefnu-
skrá á vorþingi í gær.
Hersveit send inn í Bagdad
Um 30 bandarískir skriðdrekar og
allmargir hermenn voru sendir inn í
miðborg Bagdad í gærmorgun. Írak-
ar veittu sums staðar harða mót-
spyrnu í borginni, beittu rifflum og
sprengjuflaugum sem skotið var af
húsþökum. Einnig var skotið af
brúm og úr verslunum.
Bandamenn stjórni Írak
Condoleezza Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi Bandaríkjaforseta, segir
að bandarískir og breskir herfor-
ingjar verði að fara með yfirstjórn-
ina í bráðabirgðastjórninni sem taki
við í Írak fyrst eftir að átökunum
lýkur. Frakkar, Þjóðverjar, Rússar
og fleiri þjóðir hafa hvatt til þess að
Sameinuðu þjóðirnar taki við stjórn í
Írak að stríðinu loknu en Rice segir
að það sé ekki „til umræðu“ núna.
Vilja bæta hag fatlaðra
Stefnt er að því að vinna í aðgerð-
aráætlun um hvernig bæta megi hag
fatlaðra hér á landi. Páll Pétursson
félagsmálaráðherra fjallaði um
hvernig hægt væri að vinna í átt að
almennum lausnum fyrir sem flesta
þótt að þarfir fólks væru misjafnar.
Sunnudagur
6. apríl 2003
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.985 Innlit 17.721 Flettingar 77.946 Heimild: Samræmd vefmæling
!
!
"
#
$ %&'()
* %&+',--)
"
* .
" //0
! 1
2
1
1
!
! "
$
3 1
/
/
4
#
"
$
/
//0 5
6
$ 7
8 . 9
$ !
% & 6
:
;;;
'
Starf í tölvudeild
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða
starfsmann í tímabundið starf í tölvudeild.
Starfið felst einkum í þjónustu og rekstri á mið-
lægum miðlurum skólanetsins ásamt almennri
net- og notendaþjónustu.
Fræðslumiðstöð rekur ljósleiðaranet og þjón-
ustar í gegnum það grunn- og sérskóla í borg-
inni. Núverandi net samanstendur af 40 mið-
lægum miðlurum ásamt 32 dreifðum miðlur-
um innan skólanna.
Gerðar eru kröfur um þekkingu og reynslu
af rekstri:
Netkerfa.
Windows miðlara.
Linux miðlara.
Þekking á Novell netkerfi er einnig æskileg.
Upplýsingar gefur Ingunn Gísladóttir, starfs-
mannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
netfang: ingunng@rvk.is, sími 535 5000. Um-
sóknarfrestur er til 21. apríl nk.
Umsóknir sendist á Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Laun eru skv.
kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunn-
skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
www.grunnskolar.is .
Í jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar er m.a.
lögð áhersla á að jafna kynjahlutfall innan
starfsstétta og í ljósi þess eru konur sérstaklega
hvattar til að sækja um ofangreint starf.
Menntamálaráðuneytið
Laust embætti
skólameistara
Embætti skólameistara Menntaskólans á
Akureyri er laust til umsóknar.
Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lög-
verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara, framhaldsskólakennara og skól-
astjóra skal skólameistari hafa kennsluréttindi
á framhaldsskólastigi.
Menntamálaráðherra skipar skólameistara til
fimm ára í senn, að fenginni tillögu hlutaðeig-
andi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um
framhaldsskóla nr. 80/1996 og lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr.
70/1996, með síðari breytingum. Gert er ráð
fyrir því að skipað eða sett verði í embættið
frá og með 1. ágúst 2003.
Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjara-
nefndar, sbr. lög nr. 120/1992 um Kjaradóm
og kjaranefnd, með síðari breytingum.
Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn
23. apríl 2003.
Menntamálaráðuneytið,
4. apríl 2003.
Gjafavöruverslun
Meðeigandi/samruni
Eigandi gjafavöruverslunar í mjög stórri
verslunarmiðstöð óskar eftir meðeiganda.
Margt kemur til greina, svo sem einstaklingur
sem vill koma inn í starfandi fyrirtæki sem
meðeigandi (áhugi á fjármálum æskilegur)
eða aðili, sem vill sameina rekstur sinn við
minn og eiga og starfa í fyrirtækinu áfram. Ein-
nig má skoða þann möguleika að kaupa rekstur
eða jafnvel gæti rekstur minn verið til sölu.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi uppl. til augldeild-
ar Mbl., merktar: „Samstarf“, fyrir 15 apríl.
Fullum trúnaði heitið og öllum verður svarað.
Ævintýri á fjöllum
Nemum Götusmiðjunnar
var boðið í ævintýraferð
með jeppum frá Arctic
Trucks. Þau kynntust ís-
lensku óveðri, fóru í sund,
fræddust um fornar hetjur,
elduðu kvöldverð og héldu
kvöldvöku. Guðni Einars-
son og Ragnar Axelsson
fengu að fara með. /8
ferðalögSnjósleðaferð í KlettafjöllumsælkerarÁð í LondonbörnVináttabíóAftur
Ívar leturgrafari
Fjölskylduiðn í fjóra ættliði
„Það eru
600 ár af
Ívarsnöfn-
um í okkar
fjölskyldu.“
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
6. apríl 2003
Yf ir l i t
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 50
Listir 28/31 Bréf 50
Af listum 28 Dagbók 52/53
Forystugrein 32 Krossgáta 54
Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 56
Skoðun 34/36 Fólk 56/61
Minningar 42/46 Bíó 58/61
Hugvekja 48 Sjónvarp 62/63
Þjónusta 49 Veður 63
* * *
SAMVINNUHREYFINGAR eru
ennþá umfangsmiklar í íslensku
samfélagi þrátt fyrir að verulega hafi
dregið úr umfangi þeirra á tíunda
áratug 20. aldar. Þannig voru 95
samvinnufélög skráð í landinu árið
2002 og voru 81 þeirra í virkum
rekstri. Þá er velta íslenskra sam-
vinnufélaga og samstarfs- og dótt-
urfyrirtækja áætluð um 75 milljarð-
ar króna árið 2001. Þetta kemur
fram í skýrslu sem dr. Ívar Jónsson
prófessor vann fyrir Samband ís-
lenskra samvinnufélaga, en hún var
kynnt á blaðamannafundi á Bifröst í
gær.
Fram kom á blaðamannafundi
þegar skýrslan var kynnt að þörf
gæti verið að skapast á ný fyrir sam-
vinnuhreyfingu í dag vegna sam-
þjöppunar eigna og valds og einok-
unartilburða í samfélaginu að sögn
Ívars. Kveðst hann helst vilja sjá það
á sviði mennta- og heilbrigðissviði, í
landbúnaði og lánastarfsemi.
Í skýrslunni eru birtar niðurstöð-
ur rannsóknar þar sem farið var yfir
stöðu samvinnuhreyfinganna á Ís-
landi og systurhreyfingar í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð skoð-
aðar til samanburðar.
Fram kemur að í öllum þessum
löndum hafi samvinnuhreyfingar
farið í gegnum tímabil samdráttar á
níunda áratugnum en viðbrögð
þeirra við breyttu efnahags- og
stjórnmálaumhverfi hafi verið mis-
munandi.
Í Bandaríkjunum spratt t.d. upp
ný kynslóð samvinnufélaga á 10. ára-
tugnum eftir að tekjur bænda höfðu
dregist verulega saman og minni
hluti af verði til neytenda skilaði sér
til þeirra.
100 milljónir viðskiptavina
í Bandaríkjunum
Þar eru nú 47 þúsund samvinnu-
félög með um 100 milljónir viðskipta-
vina eða um 40% íbúanna.
Samvinnuhreyfingarnar í löndun-
um fjórum eru öflugar en á mismun-
andi sviðum, segir í skýrslunni. Ís-
land hafi t.d. ekki haslað sér völl á
ýmsum sviðum sem eru mikilvæg í
hinum löndunum eins og velferðar-
þjónustu, orkuframleiðslu og þjón-
ustu sérfræðinga. Jafnframt séu
samvinnufélög á sviði lánasjóða afar
veik og hér sé enginn samvinnubanki
eins og í hinum löndunum. Bent er á
að vegna þess hversu staða íslenskra
samvinnufélaga er veik á fjármagns-
markaðnum hafi mörg kaupfélög
umbreytt starfsemi sinni, dregið sig
út úr beinum verslunarrekstri,
stofnað hlutafélög og eins byggt upp
eignarhaldsfélög. Markmiðið með
því sé byggðafesta, þ.e. að stuðla að
því að fjárfestingar í atvinnulífi séu á
félagssvæði viðkomandi samvinnu-
félags.
Samvinnuhreyfingar enn
öflugar í samfélaginu
Morgunblaðið/RAX
Skýrslan skoðuð við mynd af forkólfum samvinnuhreyfingarinnar. Frá
vinstri: William Patrie, Hrannar Magnússon, Signý Sigurðardóttir, Ívar
Jónsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
STEFNT er að því að vinna að að-
gerðaáætlun í málefnum fatlaðra,
sem kynnt verður síðar á þessu ári,
um hvernig bæta megi hag þeirra í
samfélaginu. Á ráðstefnu sem fé-
lagsmálaráðuneytið efndi til í gær í
tilefni af Evrópuári fatlaðra voru
væntingar og hugmyndir opinberra
aðila og hagsmunasamtaka í þá veru
reifaðar.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra fjallaði um hugmyndafræðina
að baki „samfélagi fyrir alla“ sem
hann sagði byggjast á því að ætíð
væri unnið í átt að almennum lausn-
um fyrir sem flesta þó svo að þarfir
fólks væru fjölbreytilegar. Páll sagði
að sett yrði á fót samstarfsnefnd
ráðuneyta ásamt fulltrúum frá Ör-
yrkjabandalagi Íslands og Landsam-
tökunum Þroskahjálp sem skoða
myndu hvernig unnt yrði að takast á
við málefni fatlaðra til frambúðar.
Ráðgert væri að fara af stað með
verkefnið í maí og aðgerðaáætlun
kynnt í lok nóvember. Sagði hann að
á árinu yrði hafin endurskoðun á al-
mennu skipulagi og þjónustu við fatl-
aða á Íslandi og væri markmiðið að
leggja áherslu á það sem vel hefði
tekist til með og það sem styrkja
mætti enn frekar, slíkt mat yrði
grunnur að endurskoðaðri áætlun til
framtíðar.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, sagði nauð-
synlegt að skapa fötluðum skilyrði til
atvinnuþátttöku eftir því sem geta
hvers og eins leyfði og hvetja bæri
atvinnurekendur til að ráða fatlaða í
vinnu og tryggja þannig að einstak-
lingurinn sæi hag í því að vinna, bæði
út frá félagslegum og fjárhagslegum
forsendum. Minntist hann í þessu
sambandi á að skerðingarhlutfall á
grunntekjum öryrkja hefði minnkað
niður í 45% um síðustu áramót. Þá
sagði ráðherra að straumhvörf yrðu í
þjónustu við langveik og fötluð börn
á árinu með tilkomu Barnaspítala
Hringsins og nýs hvíldar- og endur-
hæfingarheimilis fyrir langveik börn
sem opna á í haust.
Atvinna í öndvegi
Á fundinum í gær gerðu fulltrúar
ÖBÍ og Landssamtakanna Þroska-
hjálpar grein fyrir væntingum sam-
takanna á Evrópuári fatlaðra. Þá
flutti Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoð-
arframkvæmdastjóri OECD, erindi
um stefnumörkun til að stuðla að at-
vinnuþátttöku og afkomuöryggi
fólks með fötlun. Fjallaði hún m.a.
um niðurstöður sem byggja á nýrri
hugsun í málefnum fatlaðra þar sem
atvinna, fremur en bætur, til fram-
færslu, er sett í öndvegi í stefnu-
mörkun.
Væntingar á Evrópuári fatlaðra til umræðu
Endurskoða á almennt
skipulag og þjónustu
FÍKNIEFNAHUNDURINN
Bella fann í fyrrakvöld
pakka með fíkniefnum sem
komið hafði verið fyrir í
hópbifreið sem var á leið á
Blönduós. Um venjubundna
athugun var að ræða og
fann Bella, sem er í umsjón
Höskuldar Erlingssonar,
lögregluvarðstjóra hjá lög-
reglunni á Blönduósi, pakk-
ann, en í honum voru nokk-
ur grömm af hassi. Maður
sem vitjaði pakkans var
handtekinn og viðurkenndi
að hafa átt efnin og pantað
þau úr Reykjavík og ætlað
þau til eigin neyslu. Málið
telst upplýst og hefur mann-
inum verið sleppt.
Bella þef-
aði uppi
fíkniefni
Morgunblaðið/RAX
HEILKENNI alvarlegrar
lungnabólgu sem fyrst varð
vart í tilteknum héruðum í
Kína hefur verið fellt í þann
flokk sjúkdóma sem eru til-
kynningaskyldir skv. reglu-
gerð sem heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra hefur
undirritað.
Í því felst að verði menn
varir við einkenni bráðrar
lungnabólgu ber lækni að til-
kynna sjúkdóminn og sjúkling-
um ber sömuleiðis að hlýða
fyrirmælum læknis. Alls hafa
tæplega 2.300 manns greinst
með heilkenni bráðrar lungna-
bólgu í heiminum, þar af flestir
í Asíu. Um 80 hafa látist úr
sjúkdómnum.
Að sögn Haraldar Briem
sóttvarnarlæknis er ekki vitað
til þess að tilfelli sem komið
hafa upp í Evrópu hafi smitað
út frá sér.
Lækni ber
að tilkynna
yfirvöldum
um smit