Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 35
sé nokkur hundruð metrum austan við Dæluhúsið á Landeyjasandi við hlið í sandrifin nokkuð vestan við ósa Markarfljóts. Það sem kemur mörgum á óvart er ætlaður kostn- aður þar sem reiknað er með tveimur milljörðum plús eða mínus í hafnaraðstöðuna og 700–900 milljónir í ferju sem væri um 50 metrar á lengd, 12 metra breið og risti 3 metra. Núverandi Herjólfur er 71 metri á lengd. Að sjálfsögðu hljóta menn að reikna með því að ferjumannvirki á Bakkafjöru væri hluti af Vestmannaeyjahöfn, því annað myndi kalla á óendanlega tortryggni og hagsmunatog vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra í frekari uppbyggingu í framtíðinni. Á hinn bóginn er mjög líklegt að ef til koma jarðgöng milli lands og Eyja eða ferjuhöfn að þá kunni Vestmannaeyjar, Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla að sam- einast í eitt sveitarfélag. Ef ný Bakkafjöruferja gengur 11–12 míl- ur væri siglingatíminn rétt tæpar 30 mínútur en auðvelt er að auka vélarafl þannig að hefðbundinn siglingatími væri um 20 mínútur eða sami tími og það myndi taka að aka 20 km löng göng milli lands og Eyja. Ótrúlega hagstætt að byggja ferjuhöfn á Bakkafjöru Í fyrstu tillögum Siglingastofn- unar er gert ráð fyrir ferjulægi innst á milli tveggja garða sem byggðir verða 500 metra langir út frá ströndinni, samsíða með 150 metra á milli. Siglingaleið ferjunn- ar frá Vestmannaeyjum væri þannig að skipið stefndi á hlið sem opnast um 1.000 metrum austan við ferjulægið sjálft. Þá kæmi skipið að hliði sem er um 700 metra frá landi, beygði þvert til vesturs með ströndinni og að ferjulæginu þar sem beygt yrði þvert í stjór inn í höfnina. Lyklarnir að þessum möguleik- um eru fyrst og fremst þeir að Vestmannaeyjar sjálfar verja sigl- ingaleiðina milli Eyja og Bakka- fjöru í erfiðustu vindáttunum sem valda mestu hafróti og hitt er að af náttúrunnar völdum eru hlið á Bakkafjöru sem virðast mjög stöð- ug. Umfangsmiklar öldumælingar Siglingastofnunar fyrir allar áttir hafa til að mynda leitt í ljós að þegar ölduhæð er 8,5 metrar fyrir vestan og austan Eyjar í sunnan- og suðvestanáttum og suðaust- anáttum þá er ölduhæð á siglinga- leiðinni Eyjar-Bakki aldrei meiri en 4 metrar. Út frá þessu er stærð skips miðuð og með tilliti til flutn- ingagetu. Í fyrstu tillögum er mið- að við 400 farþega og u.þ.b. 25–30 bíla í ferð. Fjórar ferðir á dag með 25 bíla jafngilda flutningsmögu- leikum Herjólfs með bíla til Þor- lákshafnar í dag, en auðvelt er að fjölga ferðum á svo stuttri sigl- ingaleið sem Bakkaleiðin er. Reiknað er með af grjótið í Bakkafjörugarðana verði tekið við Seljaland eða um 20 km frá ferju- læginu. Reiknað er með 570 þús- und rúmmetrum af grjóti í sjó- varnargarðana og að dýpka þurfi innan garða um 300 þúsund rúm- metra. Kostnaður er sem fyrr seg- ir ætlaður um 2 milljarðar plús eða mínus í hafnarmannvirkið og 850 millj.kr. í skip, eða alls um 3 millj- arðar króna sem er um helmingur af því sem um þessar mundir fer í Herjólf á 7 árum miðað við eðli- lega endurnýjun, stofnkostnað, fjármagnskostnað, styrki og rekst- ur. Ferjuaðstaða á Bakkafjöru er því borðleggjandi dæmi fjárhags- lega. Gísli Viggósson verkfræðing- ur hjá Siglingastofnun sem hefur stýrt undirbúningi málsins frábær- lega, hefur sagt að þetta verkefni sé mest krefjandi verkefni sem Siglingastofnun hefur tekist á við og einnig það skemmtilegasta. Ástæða er til þess að þakka Sigl- ingastofnun fyrir markviss vinnu- brögð og frumkvæði í þessu máli til þess að flýta niðurstöðum. Haustið 2004 reiknar Siglinga- stofnunin með að skila af sér end- anlegum niðurstöðum. Ef svo fer sem horfir að málið sé jákvætt þá myndi Siglingastofnun nota hrygg- inn úr árinu 2005 í líkanaprófun og byggingu ferjuaðstöðu á Bakka- fjöru gæti þá lokið í árslok 2006 eða fyrri hluta árs 2007. Það eru aðeins 3–4 ár. Sérsmíðað skip háð aðstæðum er lykilatriði Þriðji valkosturinn sem kanna ber til hlítar fyrir haustið 2004 er endurnýjun Herjólfs á leiðinni Eyjar Þorlákshöfn. Því miður hafa ákveðin gylliboð verið í gangi að undanförnu í þeim efnum, en við getum aldrei gengið út frá öðru en því að Vestmannaeyjaferja flytji eftir þörfum fólk, bíla, flutninga- vagna og gáma og að skipið henti á þeirri erfiðu siglingaleið sem er oft á tíðum milli Eyja og Þorláks- hafnar. Allt annað er út í hött, enginn einn þáttur í þessu efni þolir að vera veikur,og menn mega ekki eyða tíma eða orku í að berja höfðinu við steininn í þeim efnum. Það á að vera nógur tími á næstu 18 mánuðum að kanna valkosti í nýsmíði sem hentar Eyjum-Þor- lákshöfn. Menn hafa fylgst grannt með þróun í þeim efnum og upp- lýsingar eru aðgengilegar. Ef nú- verandi skip hefði verið byggt samkvæmt upprunalegri teikn- ingu, en ekki minnkað með vald- boði Steingríms J. Sigfússonar þá- verandi samgönguráðherra, þá væri vandinn ekki eins aðkallandi og siglingatíminn hefði verið styttri og rekstrarkostnaður minni. En það er búið og gert. All- ar bráðabirgðaákvarðanir sem kosta mikið myndu tefja fyrir mesta mögulega hraða í því að bylta samgöngum á þessari leið með göngum, ferjuaðstöðu eða ný- smíði stærri og hraðgengari Herj- ólfs. Baráttan um fjármagnið er svo hörð að það gengur ekki að vera með mörg kostnaðarsöm járn í eldinum í einu. Þess vegna verð- ur að gera þá kröfu til samgöngu- ráðherra og Vegagerðarinnar að ferðum Herjólfs verði fjölgað eftir þörfum því nóg svigrúm er til þess, að þjónustan verði bætt og gerð meira aðlaðandi og tafir telj- ist til undantekninga. Með því móti er hægt að þreyja þorrann um stund með væntingar um betri tíð í haga í sjónmáli. Vanda verður næsta val Það var af hinu góða að sam- gönguráðherra skipaði starfshóp um samgöngur milli lands og Eyja og skýrsla hópsins er fróðleg og leggur margt ágætt til, en það var mikil skammsýni af ráðherra og nefndinni að taka ekki jarðganga- möguleikann ítarlega inn í sína umfjöllun og það má líka benda á undarlegar niðurstöður í einu og öðru svo sem því að segja að Ís- landsflug hafi eytt þeim vanda sem skapaðist þegar Flugfélag Íslands hætti flugi fyrirvaralaust til Vest- mannaeyjar eftir hálfrar aldar við- skipti við Eyjamenn. Flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefur nánast verið í molum síðan og tengsl við erlenda sem innlenda ferðamenn í flugi eru horfin út í veður og vind. Það hlýtur því að vera forgangsefni í þessum þætti að semja Flugfélag Íslands aftur inn í þjónustu við Vestmannaeyjar. Annað er ekki boðlegt í stöðunni, hvorki af hálfu samgönguyfirvalda né Flugfélags Íslands. Það verður að sætta sjónarmið þeirra sem vilja fara sér hraðar og þeirra sem vilja fara sér hægar. Það á að vera hægt með því að all- ir þrír valkostirnir verði til af- greiðslu á næstu 20 mánuðum. Það vita allir sem þekkja okkar kerfi að ef við viljum stækka Herjólf nú fyrir 1100 milljónir (1⁄3 af því sem Bakkafjörudæmið kostar) eða leigja notað skip í tilraunaskyni á forsendum sem þjóna ekki öllum nauðsynlegum kröfum sem við hljótum að gera, þá erum við ein- faldlega að kasta frá okkur í bið og tafir möguleikum á Bakkafjöru eða jarðgöngum. Valið á milli ferjuhafnar eða jarðganga Ég er ekki í nokkrum vafa um það að næsta skref í stórbættum samgöngum milli lands og Eyja verður annaðhvort ferjuaðstaða á Bakkafjöru eða jarðgöng. Jarð- göng eru fýsilegri kostur en mögu- leikinn ræðst af rannsóknum í sumar. Það er einnig alveg ljóst að það getur ekki liðið langur tími þar til komið verður á ferjusigl- ingum milli Þorlákshafnar og til dæmis Skotlands. Í það verkefni þarf að ganga snarlega Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær og það mun ekkert gera annað en að styrkja ferðamanna- þjónustu á Íslandi og styrkja ferjusiglingar milli Færeyja og Seyðisfjarðar. Það er úrelt að hugsa bara um eitt í einu. Það er í rauninni með ólíkindum að við skulum á næstu grösum eiga möguleika á að velja um þrennt í byltingu samgangna milli lands og Eyja og að það skuli vera hægt að gera það með ferskum hætti á sama tímapunkti. Nýtt skip þýðir 4 ár ef vel er að verki staðið, ferjuaðstaða á Bakkafjöru sömuleiðis 4 ár, jarðgöng 6–7 ár. Það er ekki hægt að sleppa tæki- færinu að velja um þetta þrennt í lok næsta árs ef menn eru ekki að neinu hangsi. Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 35 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-15 Fjölnisvegur Þetta virðulega steinhús á þessum eftirsótta stað er til sölu. Húsið, sem er kj., tvær hæðir og ris, er samtals u.þ.b. 400 fm og skiptist þannig: Á aðalhæð eru 4 saml. glæsilegar stofur með útgangi á lóð til suðurs, stórt eld- hús með borðkrók, forstofa, hol og gestasnyrting. Á efri hæð eru 5 rúm- góð herb., vandað nýlega endurn. baðherb. með hita í gólfi, hornbaðkar með nuddi og flísalagður sturtuklefi. Stórar ca 40 fm suð-vestursv. út af hjónaherb. Í risi hússins er óinnréttað manngengt rými sem býður upp á ýmsa möguleika. Í kj. er þvottaherb. og geymsla auk einstaklingsíb. með sérinngangi. 24 fm bílskúr sem er upphitaður og með rafmagni. Ræktuð afgirt lóð til suðvesturs. Uppl. aðeins veittar á skrif- stofu. Garðastræti Heil húseign við Garðastræti. Húsið er tvær hæðir auk kjallara og er í góðu ásigkomulagi. Tvær 4ra herb. 111 fm íbúðir eru á efri og neðri hæð. Efri hæðin er öll nýlega tekin í gegn. Í kjallara eru 4 herb. auk þvottaherb., tveggja geymslna og kyndiklefa. 4 bílastæði fyrir framan hús. Allar uppl. veittar á skrifst. Steinagerði Nýkomið í sölu 130 fm einbýlishús á einni hæð á þessum eftirsótta stað auk 42 fm bílskúrs. Húsið skiptist í forstofu, flísal. baðherb., eldhús, saml. stofur og 3 herb. auk þvottaherb. og búrs. Ræktuð lóð. Verð 22,0 millj. Snekkjuvogur Nýkomið í sölu 244 fm raðhús sem er kj., hæð og 1 herb. í risi. Húsið er vel staðsett í lokaðri götu í nálægð skóla. Á hæðinni eru forst., saml. stofur, eldhús, 4 herb. og baðher- bergi. Kjallari er undir öllu húsinu og býður upp á ýmsa möguleika t.d. að útbúa séríbúð. Ræktuð lóð m. timburpalli og skjólveggjum. Hiti í stétt- um fyrir framan hús og í tröppum. Verð 26,5 millj. Tjarnargata Mjög glæsileg neðri hæð og kj. í hjarta borgarinnar. Eignin er sam- tals 322 fm og er tvær íb. í dag. Á hæðinni, sem er öll nýlega endurn., eru hol með arni, gestasalerni, rúm- gott eldhús með góðri borðaðst., stofa og borðstofa, rúmgott svefn- herb. og flísal. baðherb. Gegnheilt parket og náttúrusteinn á gólfum. Suðursvalir. Í kj., sem er tvískiptur, er annars vegar ca 80 fm íbúð með sérinngangi og hins vegar er þvottahús, geymsla, baðherb. og 1 herb. auk fataherb. Auðvelt er að sameina kjall- ara í eitt rými. Nýlegar raf- og vatnslagnir. Verð 37,5 millj Bláskógar 284 fm efri hæð og hluti neðri hæð- ar í þessu fallega tvíbýlishúsi í Seljahverfi. Stór stofa, arinstofa, borðstofa auk sjónvarpsstofu, 2 baðherb. auk gestasalernis, rúm- gott eldhús og 2-3 góð herb. Nýlegt massíft parket á gólfum, granít í gluggakistum. Stórar suðursvalir, mikið útsýni af efri hæð. Hiti í stétt og innkeyrslu. 54 fm bílskúr. Húsið í góðu ásigkomulagi að utan. Áhv. húsbr. 5,0 millj. Verð 31,9 millj. Lækjasmári - Kópavogi Mjög falleg og vönduð 111 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð auk stæðis í bílageymslu. Stór stofa, eldhús m. góðri borðaðst., 3 góð herb. og flísal. baðherb. auk þvottaherb. og búrs. Góðar innrétt., parket og flísar á gólfum. Góð staðsetning við opið svæði. Stutt í skóla og leikskóla. Áhv. húsbr. 5,3 millj. Verð 17,8 millj. Furugrund - Kópavogi Mjög falleg og björt íbúð á efri hæð í fallegu fjölbýlishúsi auk rúmgóðs parketlagðs herb. með góðum gluggum í kj. Íbúðin sem er 75 fm skiptist í forstofu/gang, rúmg. eld- hús, stofu með stórum suðursv., flísalagt baðherb. með baðkari og tvö rúmgóð herb. Nýleg gólfefni eru á allri íbúðinni. Áhv. 5,3 millj. Verð 12,1 millj. Hlíðarhjalli - Kópavogi Stórglæsileg, björt, vel skipulögð og mikið endurnýjuð 57 fm 2ja herb. íbúð á efstu hæð með stórum suðursv. og miklu útsýni. Íb. sem skiptist í hol, eldhús, baðherb., þvottaherb., svefnherb. og stofu er öll parketlögð fyrir utan að baðherb. og þvottaherb. eru flísalögð. Stór sérgeymsla í kjallara auk sam. hjóla- og vagnageymslu. Hús að utan og íbúð í mjög góðu ásigkomulagi. Áhv. byggsj./húsbr. 5,1 millj. Verð 11,2 millj. www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 17.00 Sléttahraun 24 – 1. h. v. Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa gullfallegu 90 fm þriggja herbergja íbúð sem er á 1. hæð. Sérþvottahús í íbúð- inni. Íbúðin getur losnað fljót- lega. Áhv. hagstæð lán kr. 8,6 millj. Verð 11,6 millj. Sesselja og Ólafur bjóða ykkur velkomin. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.