Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tölvumiðstöð sparisjóðanna Fjármálafyrirtæki framtíðarinnar - hagnýting upplýsingatækninnar - Tölvumiðstöð sparisjóðanna stendur fyrir ráðstefnu á Grand Hótel föstudaginn 11. apríl frá kl. 10-17. Meðal efnis • Stjórnun viðskiptatengsla (CRM). • Snjallkort. • Útibú framtíðarinnar. • Er upplýsingatæknin samkeppnismál? Fyrirlesarar koma frá Danmörku, Noregi, Bretlandi og Íslandi. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, fyrirlesara og skráningu má finna á www.tolvumidstod.is. Mánudagur 7. apríl: Nemendur og kennarar reyna með sér í óhefðbundnum íþróttagreinum. Þriðjudagur 8. apríl: Ræðukeppni nemenda. Miðvikudagur 9. apríl: Fjórðu bekkingar gera grín að kennurum. Fimmtudagur 10. apríl: Haraldur Örn Ólafsson tinda- og pólfari heldur fyrirlestur. Föstudagur 11. apríl: Áheitahjólreiðar 4. bekkjar til höfuðstaðarins. Laugadagur 12. apríl 10:00–12:00: Eldri nem- endur hvattir til að nota tækifærið til að hitta fyrrverandi kennara í kennslustofum. Frá kl. 12:30–13:30: Skrúðganga nemenda. Frá kl. 14:00–16:00: Opin hátíðardagskrá í Íþróttahús- inu. Opnun endurnýjaðs vefjar „Icefire.is“ sem er sam- starfsverkefni ML og uppsveita Árnessýslu og afhjúpun söguspjalda menntaskólans. Kl. 16:00–17:30: Veitingar í skólahúsinu. Kl. 20: Hátíðarkvöldverður starfsmanna skólans, afmæl- isnefndar, hátíðarnefndar og skólanefndar í Lindinni. Afmælisvikan 7.–12. apríl 2003 „ANDINN í Menntaskólanum að Laugarvatni mótaðist talsvert af því að nemendurnir voru oft langt að komnir og fóru yfirleitt aðeins heim í jóla- og páskafríum fyrstu árin. Geysileg samheldni ríkti inn- an nemendahópsins og raunar mátti líkja skólastarfinu við frjáls- legt sveitaheimili,“ segir Kristinn Kristmundsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni frá 1970 til 2001. Við erum stödd í vistlegri stof- unni á heimili Kristins og Rann- veigar Pálsdóttur, eiginkonu hans, í Safamýri. Kristinn játar því að hafa sjálfur gengið í Menntaskól- ann að Laugarvatni. „Þegar ég var að alast upp í Hrunamannahreppi var alls ekki sjálfgefið að fátækir bændasynir eins og ég gengju menntaveginn. Menntaskólarnir í Reykjavík og á Akureyri höfðu auðvitað fyrir löngu fest sig í sessi og Verslunarskóli Íslands var ný- farinn að útskrifa stúdenta. Á hinn bóginn hefði verið mun meira fyr- irtæki fyrir foreldra í sýslunni að senda börn sín í þessa skóla heldur en í Menntaskólann að Laugar- vatni. Stofnun skólans olli því að mun fleiri fengu tækifæri til að ganga menntaveginn heldur en ella hefði orðið á þessum tíma.“ Ekki bara lengi að læra Kristinn útskrifaðist frá skólan- um árið 1957. „Eftir útskrift hóf ég nám í íslenskum fræðum við Há- skóla Íslands og lauk því námi árið 1966. Ég var ekki bara svona lengi í náminu af því að ég væri lengi að læra,“ segir hann léttur í bragði, „heldur af því að ég kenndi tals- vert á meðan ég var í náminu til að framfleyta fjölskyldunni, t.d. leysti ég einn kennarann í Menntaskól- anum að Laugarvatni af allan vet- urinn 1960 til 1961. Ég var kennari við Laugarnesskóla árið 1961 til 1964 og við Menntaskólann í Reykjavík frá 1963 til 1970.“ Menntaskólinn við Tjörnina var stofnaður í Miðbæjarskólanum haustið 1969. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að ég var beð- inn um að sækja um skólastjórn í Menntaskólanum að Laugarvatni hafi verið, að með kennslunni í Menntaskólanum í Reykjavík sá ég um daglegan rekstur Menntaskól- ans við Tjörnina veturinn 1969 til 1970. Einhverjir þóttust sjá að ég hefði náð góðum tengslum við nemendurna og lögðu til að ég yrði fenginn til að sækja um skóla- stjórnina að Laugarvatni. Ég þurfti heldur ekki að hugsa mig tvisvar um. Tilboðið var ákaflega spennandi. Menntaskólinn að Laugarvatni var gamli skólinn minn. Þar hafði mér liðið afskap- lega vel – bæði sem nemanda og kennara.“ Togstreita um leiðir Kristinn var fjórði skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni frá upphafi. Sveinn Þórðarson var skólameistari frá 1953 til 1958 og Ólafur Briem var skólameistari frá 1958 þar til Jóhann Hannesson tók við starfinu um áramótin 1959 til 1960. „Með nokkurri einföldun er hægt að segja að eiginlegt þróun- arstarf við skólann hafi ekki hafist fyrr en í skólameistaratíð Jóhanns. Ekki af því að Sveinn hafi verið síður framsýnn en Jóhann heldur af því að allt skólastarf var í afar föstum skorðum á þeim tíma. Eftir að Jóhann kom til starfa komu fram háværar kröfur um aukna þjónustu við nemendur. Í framhaldi af því var komið upp þriggja anna kerfi með auknu val- frelsi nemenda við skólann árið 1965. Sama kerfi var tekið í notkun við stofnun Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1966,“ segir Krist- inn. „Þriggja anna kerfinu var breytt í tveggja anna kerfi í Menntaskólanum að Laugarvatni á áttunda áratugnum.“ Annakerfi og aukið valfrelsi í skólanum var tekið upp að banda- rískri fyrirmynd. „Einn liður í hug- myndinni var að leggja niður yf- irlitspróf að vori og leggja í staðinn fyrir nemendur lokapróf eftir hverja önn,“ segir Kristinn og bæt- ir við að á sama tíma hafi verið stjórnskipaðir prófdómarar við stúdentspróf. „Á milli þessarra tveggja viðhorfa skapaðist óneit- anlega ákveðin togstreita og gætir hennar raunar enn þann dag í dag. Útkoman varð því hálfgerður bast- arður á milli þessara tveggja leiða. Þótt annakerfinu væri komið á dæmdu stjórnskipaðir prófdómarar eftir sem áður stúdentsprófin.“ Nýnemum heilsað með nafni Kristinn er spurður að því hvort að rétt sé að hann hafi yfirleitt heilsað fyrstu bekkingum með nafni við upphaf skólagöngunnar. Hann gerir lítið úr þeirri staðhæf- ingu þótt hann viðurkenni að hafa einsett sér að læra nöfn nemenda sinna eins fljótt og hann gæti. „Eftir reynsluna af því að kenna í Reykjavík var ég meðvitaður um hversu niðurlægjandi var fyrir nemendur að vera bara „þessi“ eða „þú, þarna í horninu hinum meg- in“. Ég hafði heldur ekki mikið fyr- ir því að leggja saman nafn og and- lit þegar ég fór yfir umsóknirnar um skólavist því að ég var lengst af mannglöggur og nemendahópurinn ekki svo stór miðað við nemendur mína í Reykjavík.“ Kristinn er spurður að því hvort að nemendur hafi yfirleitt komið úr sveitum og byggðarlögum í ná- grenninu. „Fyrstu árin var ekkert óalgengt að nemendur kæmu langt að í Menntaskólann að Laugar- vatni. Fjölgun fjölbrautaskóla úti á landsbyggðinni olli því síðan að nemendur úr sveitunum í kring fóru að verða meira áberandi. Stundum kom hvert systkinið á fætur öðru í skólann – allt upp í sex talsins.“ Skrifstofan inni á heimilinu Kristinn játar því skólastjórnin hafi frá upphafi verið ákaflega per- sónuleg. „Við vorum alla tíð í mikl- um samskiptum við nemendurna, t.d. komu nemendurnir í viðtals- tíma til mín á skrifstofuna inni á heimilinu okkar Rannveigar. Við vorum heldur ekki lengi að átta okkur á því að nemendur þurftu á fleirum en félögunum að halda þegar þeir voru langt að heiman. Böndin á milli okkar hjónanna og margra nemenda urðu því oft óvenjusterk. Við eignuðumst fjöldann allan af góðum vinum í gegnum skólann og höfum haft gaman af því að fylgjast með því hvernig þeim hefur farnast á lífs- leiðinni.“ Kristinn var spurður að því að hvort ekki hafi verið mikið annríki hjá honum í starfi skólameistara. „Vissulega,“ játar hann, „og svo vorum við sjálf með stórt heimili – fjögur börn. Við vorum í þessu dag og nótt. Nema um jól og páska þótt stundum hafi reyndar verið hjá okkur nemendur í páskaleyf- um.“ Mótunarár Kristinn játar því að hann hafi komið inn í skólann á erfiðum tíma. „Ég kom náttúrulega til starfa þegar hin svokallaða ’68 kynslóð var í skólanum. Nemendur skólans voru ákaflega meðvitaðir um rétt sinn og háværar kröfur voru uppi um þátttöku þeirra í stjórn skól- ans. Jafn sjálfsagt fyrirkomulag og okkur finnst núna að nemendur taki þátt í stjórnun skólanna mætti krafan lengi vel ótrúlegri tor- tryggni meðal eldri starfsmanna,“ segir Kristinn og bætir við að seta fulltrúa nemenda í skólastjórn hafi verið staðfest með menntaskólalög- um árið 1970. „Þá var einnig lög- bundið að nemendur ættu rétt á ákveðnu vali í framhaldsskólum.“ Með nýjum grunnskólalögum og niðurfellingu landsprófs stóð skól- inn eins og aðrir framhaldsskólar á landinu á tímamótum uppúr miðjum áttunda áratugnum. „Við stóðum frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort að við ættum að leggja áherslu á að veita sem flest- um nemendum einhverja menntun eða takmarka hópinn við þá sem gætu lokið bóklegu menntaskóla- námi,“ segir Kristinn og upplýsir að ákveðið hafi verið að fara síðari leiðina. „Þessi vandi var þó ekki al- farið úr sögunni því að með upp- byggingu fjölbrautaskólanna jókst þrýstingurinn á að taka inn í skól- ann breiðari hóp nemenda. Ár- gangarnir urðu mjög stórir og allt- of algengt varð að nemendur flosnuðu upp frá námi á 1. ári. Eft- ir á að hyggja tel ég að mæta hefði þurft þessari breytingu með ein- hverjum hætti, t.d. með því að fjölga námsbrautum. Ekkert varð úr því á þessum tíma þó að síðar hafi verið stofnuð sérstök íþrótta- braut við skólann.“ Kristinn ákvað að taka sér árs- leyfi frá störfum skólameistara ár- ið 2001. „Eftir að ég fór í fríið ákvað ég svo að biðjast lausnar frá störfum. Inn í ákvörðunina bland- aðist að ég veiktist og var 8 vikur á sjúkrahúsi í fyrra. Mér fannst líka kominn tími til að snúa mér að öðr- um hugðarefnum mínum, eins og ég hef gert með því að stunda nám í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri og í stjórnun við Kenn- araháskólann í Reykjavík.“ Hvernig er svo að setjast aftur á skólabekk? „Þótt ég sé alls ekki jafn minn- ugur og áður er gaman að leggja sig eftir nýjum hugmyndum, vita meira – í dag en í gær.“ Frjálslegt sveitaheimili Morgunblaðið/Golli Kristinn segir að þau hjónin hafi bundist sterkum böndum við marga af fyrri nemendum ML.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.