Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 47 BYGGÐASTEFNA á Íslandi og byggðastefna ESB eru um margt með ólíkum hætti að því er fram kom í erindi Halldórs Halldórs- sonar, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ, en hann fjallaði um þetta efni á ráðstefnu um byggðastefnu og ESB sem haldinn var í Háskól- anum á Akureyri nýlega. Að ráð- stefnunni stóðu nemendafélög rekstrar- og viðskiptadeildar og auðlindadeildar. Halldór sagði að byggðastefna á Íslandi hefði mikið byggst upp á lánveitingum en í ESB væri meiri áhersla lögð á styrki og sérstök átaksverkefni, nýsköpun, beina styrki og uppbyggingu grunn- gerða. Byggðastefna á Íslandi væri þó að sveigast meira að stefnu ESB. Halldór sagði löst á byggða- stefnu á Íslandi að hún væri gerð til skamms tíma, líta þyrfti lengra fram á veginn í þessum efnum. Margt væri ágætt í núverandi byggðastefnu sem gilti til 2005, m.a. að leggja ætti áherslu að byggja upp sterka byggðakjarna. Stefna ESB um margt jákvæð Halldór sagði áherslur í byggða- málum innan ESB tengjast jafnt þéttbýli sem dreifbýli, nýjum at- vinnugreinum sem gömlum og ólíkum þjóðfélagshópum. Kjarninn í áherslum á sviði byggðamála inn- an ESB væri að hjálpa svæðum að hjálpa sér sjálf. Hann sagði byggðastefnu ESB um margt ágæta, hún væri gegnsæ og virk- aði og hefði að mörgu leyti komið sér þægilega á óvart. Íslendingar gætu nýtt sér marga þætti hennar á jákvæðan hátt. „Ég verð að viðurkenna að byggðastefna ESB kom mér þægi- lega á óvart,“ sagði Halldór og benti á að Íslendingar ættu að kynna sér hana af kostgæfni. Benti Halldór á að sambandið væri að stækka, ríkjum myndi fjölga um 10 og verða alls 25. Nýju ríkin sem væru að ganga inn myndu taka til sín um helming þess fjár sem ætluð væru til byggðaþróunar í ESB en heild- arpotturinn myndi ekki stækka við inngöngu þeirra og mest allt fjár- magn til landbúnaðarmála myndi renna til þeirra. Við þær aðstæður væri ólíklegt að Ísland fengi nokk- uð í sinn hlut. Halldór taldi að næsta forgangs- verkefni í byggðamálum á Íslandi menn um uppbyggingu á þeim for- sendum sem taldar eru raunhæfar en muni skila arði til lengri tíma ltið. Þetta hefur verið gert innan ESB í byggðamálum við miklu verr stödd svæði og árangur hefur verið eftirtektarverður,“ sagði Halldór. Byggðastefna hefur einkennst af varnarbaráttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar, ræddi á ráðstefnunni um borgarstefnu og byggðastefnu og kom m.a. fram í máli hennar að af- staða Íslendinga til höfuðborgar- innar hefði alla tíð verið mjög sér- kennileg, engum hefði í raun þótt vænt um borgina. Innfædda borg- arbúa skorti líka þá átthagatilfinn- ingu og stolt sem t.d. íbúar ann- arra borga fyndu fyrir gagnvart sinni heimaborg. Reykjavík hefði mátt sæta því að búa við illt og neikvætt umtal nánast alla tíð og því átt erfitt uppdráttar. Nú væri mál að linni. Íbúar landsins yrðu að viðurkenna það mikilvæga hlut- verk sem höfuðborgin hefði og að til staðar væri kraftmikið borg- arsvæði í landinu. Byggðastefnu síðustu 50-60 ár sagði Ingibjörg Sólrún einkum hafa einkennst af varnarbaráttu, menn hafi ekki borið gæfu til að reyna fremur að nýta sér þau sóknarfæri sem til staðar hefðu verið á landsbyggðinni. Fé hefði því oft verið sett í félög sem fyr- irfram hefðu verið vonlaus í stað þess að leita nýrra lausna. Nefndi hún Háskólann á Akureyri og upp- byggingu stóriðju á Austurlandi sem dæmi um hið gagnstæða. Ingibjörg Sólrún nefndi í ræðu sinni að nú væri þörf fyrir nýjan framhaldsskóla í Reykjavík, en taldið væri að um 1.000 nemendur af landsbyggðinni stunduðu nám í framhaldsskólum borgarinnar. Ef menntunin yrði byggð upp nær nemendunum yrði ekki þörf á þessum nýja framhaldsskóla í borginni og unga fólkið gæti verið lengur heima. „Það er allra hagur að fjárfesta í menntun á lands- byggðinni,“ sagði hún. Fjallað um byggðastefnu á Íslandi og í ESB á ráðstefnu á Akureyri Byggðastefnan hérlendis að sveigjast meir að stefnu ESB Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, fluttu ávarp. væri uppbygging í Norðvestur- kjördæmi með svipuðum hætti og áður hefði verið gert á sambæri- legum svæðum innan ESB með góðum árangri. „Þar þarf að leggja áherslu á byggðamálin með því að ganga til liðs við heima- Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, í ræðustóli. Aðrir eru, frá vinstri: Egill Helgason ráðstefnustjóri, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður, Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, og Egill Heiðar Gíslason, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. FJÁRVEITINGAR til verkefnisins Atvinna með stuðningi (AMS) í Reykjavík hafa ekki aukist frá í fyrra þrátt fyrir vilja til að auka þjón- ustuna sem þar er í boði. Úrræðinu er ætlað að aðstoða fatlaða einstak- linga út á almennan vinnumarkað en forstöðumaður AMS segir ómögu- legt að sinna fleiri einstaklingum en nú er og því sé ekki útlit fyrir að bið- listar muni styttast. Morgunblaðið fjallaði um verkefn- ið síðastliðið sumar en þá höfðu 36 fatlaðir einstaklingar fengið vinnu í gegn um AMS. Árni Már Björnsson, forstöðumaður verkefnisins, segir að þessi hópur hafi eitthvað stækkað en meira þurfi til því 45-50 manns séu á biðlista. „Ef vel á að vera þarf að fjölga starfsfólki svo við getum eitt- hvað unnið á þessum langa lista sem við erum með. Þar fyrir utan er svip- aður fjöldi fólks sem er með umsókn- ir eftir einhvers konar þjónustu, þótt það sé kannski ekki jafnvirkur hóp- ur.“ Stöðugildum hjá AMS hefur ekki fjölgað að sögn Árna en þau eru 2,5. „Þetta verkefni er hugsað þannig að við erum að sinna fólki úti á almenn- um vinnumarkaði eins lengi og þörf er á og það eru engin tímamörk hvað það varðar. Meðan svo er verður að fjölga starfsfólki eftir því sem þeim einstaklingum fjölgar sem við erum að sinna. Núna er staðan hjá okkur þannig að við tökum enga nýja inn og getum ekki sinnt þeim umsóknum sem berast. Svo það má segja að við séu í hálfgerðri pattstöðu.“ Fjárveiting í raun minni en áður Hann segir að eina breytingin sem hafi orðið varðandi fjárveitingar vera þá, að í ár hafi verkefnið fengið sjálfstæða fjárveitingu frá hinu op- inbera en fram að því hafi verkefnið verið undir Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík og fengið fjármagn sitt þaðan. Reyndar sé fjárveitingin nú heldur minni en hún var áður en svæðisskrifstofan hafi brúað bilið þannig, að hægt hefur verið að halda sömu stöðugildum og áður. Í grein Morgunblaðsins um málið síðastliðið sumar kom fram að menn litu vonaraugum til hugmynda um að vista verkefnið undir Vinnumála- stofnun Íslands þannig að fjármagn til þess kæmi þaðan. Árni segir það ekki hafa gengið eftir. „Það stóð til að taka fyrir á Alþingi frumvarp til laga um vinnumarkaðsaðgerðir en það var ekki gert. Í þessum drögum að lögum stóð til að atvinnustuðn- ingur og skyld starfsemi færi undir Vinnumálastofnun Íslands. Þetta frumvarp var ekki tekið fyrir þannig að við erum í sömu biðstöðunni og áður.“ Hann bætir því við að hann finni fyrir því, að þungt hljóð sé í mörgum sem leiti eftir stuðningi hjá AMS vegna þessa. „En ég verð einfaldlega að svara á þann máta að ég geti ekki tekið á þeim biðlista sem liggur núna fyrir vegna þessarar stöðu.“ Ekki hægt að taka á biðlistum fatlaðra hjá verkefninu Atvinna með stuðningi í Reykjavík Pattstaða vegna skorts á fjármagni EVRÓPURÁÐSÞINGIÐ í Strass- borg samþykkti í síðustu viku ályktun þar sem fram koma m.a. áhyggjur af því að stríð í Írak grafi undan alþjóð- legri samstöðu í baráttunni gegn hyðjuverkum, ýti undir mátt öfga- hópa og stuðli að frekari ófriði í Mið- austurlöndum. Þá segir þar að Sam- einuðu þjóðirnar verði að vera í lykilhlutverki við uppbyggingu í Írak að stríði loknu. Lára Margrét Ragnarsdóttir, al- þingismaður og fulltrúi á Evrópu- ráðsþinginu, segir skoðanir manna á stríði í Írak mjög skiptar en athygl- isvert sé hversu margir hafi setið hjá í öllum atkvæðagreiðslum. „Það var svolítið sérkennilegt and- rúmsloftið þarna í gær [miðvikudag]. Það var mikil spenna og óþægileg. Það var eins og helst mættu ekki koma fram aðrar skoðanir en þær sem ákveðin kjarnalönd í Evrópu hafa ákveðið,“ segir hún. Að sögn Láru Margrétar voru einungis 187 þingsmenn viðstaddir atkvæða- greiðsluna en af þeim voru um 100– 120 manns reglulegir þátttakendur í henni. Hún segir að berlega hafi kom- ið í ljós að kristilegir demókratar hafi haldið sig til baka. Þá hafi komið henni á óvart hversu margir meðlimir Breska Verkamannaflokksins tóku afstöðu í þá veru gegn sínum eigin forsætisráðherra. Fimmtíu breytingatillögur Alls voru bornar upp fimmtíu til- lögur þinginu og voru flestar í þá átt að réttlæta að einhverju leyti stríð í Írak felldar, að sögn Láru Margrétar. Sjálf var hún með tvær breytingartil- lögur sem báðar voru felldar. Í ann- arri vildi hún að bætt yrði við ályktun þingsins að það harmaði að alþjóða- samfélaginu skyldi ekki takast að af- vopna Írak með friðsömum hætti þrátt fyrir sautján ályktanir SÞ þar að lútandi. Að sögn hennar var mikið rætt um að stríðið væri ólöglegt. Hins vegar hafi þjóðir á borð við Tyrki, Búlgara og Rúmena lýst sig jákvæða gagnvart stríðinu. Heildarályktun Evrópuráðsþings- ins um stríðið í Írak var samþykkt með 81 atkvæði gegn 28. Ályktun Evrópuráðs- þingsins um stríð í Írak Margir sátu hjá við atkvæða- greiðsluna AÐALHEIÐUR Dav- íðsdóttir er meðal þeirra sem hafa fengið neikvætt svar frá AMS eftir að hafa leitað stuðnings þaðan við að komast á vinnumark- að. Hún er 19 ára göm- ul en fyrir sjö árum lenti hún í bílslysi og fékk heilaskaða sem veldur því að hún er heldur hægari til orðs og æðis en þeir sem eru fullfrískir. Tæpt ár er síðan Að- alheiður hafði vinnu en þá vann hún sem blað- beri. Hún hefur einu sinni leitað til AMS áð- ur og fékk þá vinnu við ræstingar sem síðan kom í ljós að hentaði ekki fyrir hana. Síðasta árið hefur hún ítrekað leitað eftir vinnu en ekkert gengið. „Það er bara eins og um- sóknirnar mínar séu hundsaðar,“ segir hún. „Reyndar fékk ég í eitt skipti að prófa mig við afgreiðslu á kassa í verslun. Þá var ég tekin inn á föstudagseftir- miðdegi og þeim fannst ég ekki nógu hröð á kassanum mið- að við hvernig traffíkin var. Þannig að ég fékk ekki starf- ið.“ Nýlega leitaði Að- alheiður aftur eftir að- stoð AMS en fékk þau svör að verkefnið tæki ekki við fleirum í augnablikinu. Hún segir það hafa verið talsvert áfall. Nú stefni hún á að mennta sig frekar en í fyrra stundaði hún nám við Menntaskólann í Kópa- vogi með áherslu á skrifstofustörf. Hún segist binda vonir við að kom- ast í starfsþjálfun hjá Hringsjá, sem er starfsþjálfun fyrir fatlaða, næst- komandi haust. „Þegar ég fór í við- tal hjá þeim í janúar var mér sagt að ég væri eiginlega of menntuð fyrir þá,“ segir hún en bætir því við að málið sé þó í skoðun. „Eins og umsóknirnar mínar séu hundsaðar“ Illa hefur gengið fyrir Aðalheiði Davíðsdóttur að fá starf á almennum vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.