Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Helga mín, nú ertu farin frá okkur en munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Þið hjónin, þú og Guðjón, genguð mér í föðurstað eftir að pabbi dó og hef ég verið hepp- in með það að hafa fengið að njóta ást- úðar ykkar og tryggðar. Maður gat ávallt reitt sig á það að ef eitthvað kom upp á gátu Helga og Guðjón ávallt leyst vandann, huggað og glatt. Ykkur var annt um alla og horfðuð aldrei niður til neins og voru ávallt til staðar fyrir alla. Ég hef alist upp hjá ykkur og þið hafið verið mér sem for- eldrar. Þið byrjuðuð að passa mig strax sem ungbarn og hafið átt hluta HELGA HANNA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Helga HannaMagnúsdóttir fæddist á Akranesi 14. júní 1922. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 22. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 31. mars. af mér og munuð ávallt eiga. Eftir að við flutt- um í sama hús og þið var það venja hjá mér að koma niður til ykkar á kvöldin og kyssa ykk- ur góða nótt. Sofnaði ég oft hjá ykkur og neitaði að fara upp með mömmu, vildi bara vera hjá Helgu og Guðjóni. Þið voruð afskaplega hlý og góð hjón og ein- staklega barngóð og ég man að ef einhver önn- ur börn áttu athygli ykkar varð ég öfund- sjúk og þið sáuð það alltaf á mér og þá hló Guðjón en Helga var vön að koma til mín og knúsa mig og segja að ég vissi nú að ég væri uppáhaldið þeirra. Þið Guðjón voruð fyrirmynd mín og þegar ég var lítil man ég að ég byrjaði að labba útskeif, því að ég hélt nú að maður ætti að gera það fyrst Guðjón labbaði svoleiðis. Þegar ég var sjö ára flutti ég út á land og kom þá til Reykjavíkur á sumrin til ykkar og eyddi sumarfríinu með ykkur. Við fórum alltaf niður að Tjörn að gefa svönunum og öndunum og er það mér minnisstætt að í eitt skiptið sem við fórum þá tók ein gæs, sem ég var að gefa brauð, vettlinginn minn og hljóp Guðjón þá á eftir henni og náði hon- um til baka. Svo í enda sumars var ég vön að fara með ykkur í ferðalag út á land, í sumarbústað á Einarsstöðum og á Seyðisfirði, það var vani að við Guðjón keyptum flugdreka. Svo var farið á hverju kvöldi, ef veður var til að fljúga honum og svo gengið heim og spilað. Þið vilduð öllum vel og amma, systir Guðjóns, sagði mér sög- ur af því þegar dætur hennar þurftu að fara suður þegar eitthvað hafði komið fyrir. Þá voruð þið Guðjón mætt til að taka á móti þeim og hugs- uðuð um þær af ástúð. Þannig voru Helga og Guðjón, allt- af að gefa og hugsa um aðra. Það er erfitt að setja niður á blað í stuttu máli hversu frábær og yndisleg þið voruð. Þið gáfuð mér svo ótrúlega margt og orð fá því ei lýst hversu kær þið eruð mér. Þið voruð bestu foreldr- ar sem hægt var að hugsa sér. Ég sakna ykkar endalaust og það er svo erfitt að lifa þessa daga án ykkar. Þegar ég kom heim var það svo skrít- ið að fara ekki til Helgu og geta tekið utan um hana og sest niður og spjall- að. Það er svo ótal margt sem mig langar að segja um hana Helgu mína en ég kem ekki orðum að því. Minn- ingarnar eru svo margar og allar góð- ar. En ég veit að þið viljið að við höld- um áfram að lifa okkar lífi eins og ekkert hafi gerst en það er erfitt því að nú er stór eyða í hjarta okkar. Eft- ir að Guðjón dó þá dó hluti af henni Helgu minni líka en ég vona að nú hafi hún fengið þann hluta aftur því nú hvílir hún hjá Guðjóni. Ég kveð þig með mikla sorg í hjarta, elsku Helga mín, en minning- ar gleymast aldrei og munu ávallt kæta mig og minna mig á umhyggju ykkar í minn garð. Ég sakna þín og ykkar beggja. Elsa Sæný Valgeirsdóttir. ✝ Gísli Ólafur Jak-obsson fæddist í Reykjavík 17. des- ember 1934. Hann lést á heimili sínu, Lersö Park Alle 43 í Kaupmannahöfn, 29. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jakob Gísla- son, orkumálastjóri, f. 10. mars 1902 á Húsavík, d. 9. mars 1987, og fyrri kona hans, Hedvig Em- anuella Hansen, f. 26. júní 1908 í Kaupmannahöfn, d. 25. nóvem- ber 1939. Albróðir Gísla er Jak- ob, tæknifræðingur, búsettur í Glasgow í Skotlandi, f. 26. des- ember 1937, maki Moira Helen Blakeman, kennari, f. 11. maí 1944 í Glasgow. Seinni kona Jak- obs er Sigríður Ásmundsdóttir, f. 6. ágúst 1919. Börn þeirra, hálf- systkini Gísla, eru: Ásmundur, eðlisfræðingur, f. 5. júlí 1946, Aðalbjörg, félagsfræðingur, f. 18. maí 1949, maki Hallgrímur B. Geirsson, hæstaréttarlögmaður, myndagerðarmaður, f. 29. júlí 1961 í Kaupmannahöfn. Fyrri kona hans er Susanne Bier, kvik- myndagerðarkona, f. 15. apríl 1960. Þau skildu. Sonur þeirra er Gabriel Bier Gíslason, f. 5. júlí 1989. Seinni kona Tómasar er Mette Nikoline Hede Gíslason, f. 24. maí 1970. Sonur þeirra er Tobias Oliver, f. 29. apríl 2001. Barnsmóðir Gísla er Liza Knipschildt Jürgensen, uppeldis- fræðingur, f. 18. nóvember 1953 í Kaupmannahöfn. Dóttir þeirra er 3) Nanna Rósa Knipschildt Jürgensen, f. 27. maí 1987 í Fre- deriksberg. Gísli ólst upp í Reykjavík. Hann nam trésmíði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1957, nam við Köbenhavns Byg- mesterskole 1956–59. Gísli nam arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961–64. Hann vann á Teikni- stofu Stefáns Jónssonar og Reyn- is Vilhjálmssonar 1964–65, á arkitektastofu Peters Breds- dorffs í Kaupmannahöfn 1965–82 og á skipulagsdeild Værlöse Kommune frá 1982 þar til hann lét af störfum á síðasta ári. Útför Gísla verður gerð frá Kildevældskirke á Österbro í Kaupmannahöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 13. júlí 1949, og Steinunn Sigríður, jarðeðlisfræðingur, f. 6. maí 1953, maki Sverrir Hilmarsson, húsasmiður, f. 20. ágúst 1955. Gísli kvæntist 31. október 1953 Jo- hanne Agnes Jakobs- son, f. Götze, f. 17. október 1935 í Kaup- mannahöfn. Foreldr- ar hennar voru Hil- bert Frank Götze, lásasmiður, f. 23. júlí 1899 í Kaupmanna- höfn, d. 21. júlí 1962, og kona hans Ragnheiður Ingibjörg Götze Sigurðardóttir, f. 6. des- ember 1901 í Reykjavík, d. 17. desember 1975. Börn Gísla og Jo- hanne eru 1) Jakob, skrifstofu- maður, skáld og málari, f. 23. desember 1953 í Kaupmanna- höfn. Barnsmóðir hans er Sus- anne Hörup, arkitekt og iðn- hönnuður, f. 23. júní 1956 í Viborg. Sonur þeirra er Alexand- er Hörup, f. 23. júlí 1981 í Kaup- mannahöfn. 2) Tómas, kvik- Gísli Ólafur Jakobsson er látinn. Þegar hann var sex ára skoppaði ég inn í heiminn og hann varð minn afar stóri bróðir – því hann var svo miklu eldri en bróðir hans, Jakob, sem að sjálfsögðu var minn stóri bróðir. Mamma þeirra var dáin og við systkinasynirnir vorum saman í Læknishúsinu á Eyrar- bakka. Aðstæður breyttust er fram liðu stundir en hin fyrsta heimsmynd er undarlega sterk. Johanne og ástin urðu að hjóna- bandi þegar Gísli var aðeins 18 ára og áður en varði var hann horfinn til Danmerkur þar sem hann svo bjó og starfaði. Heimili þeirra í Kaupmannahöfn varð fastur punktur í ferðum margs frænd- fólks af Íslandi og þaðan eru margar góðar minningar. Skemmtilegt var líka að fá jóla- kortin með aðgerðayfirliti liðins árs sem gáfu okkur hlutdeild í til- veru þeirra og styrktu fjölskyldu- böndin. Þau komu nokkrum sinnum til Íslands og fóru stundum vítt um landið í eftirminnilegar ævintýra- ferðir. Alveg sérstaklega var ánægjulegt að eiga saman stundir á síðasta sumri á 100 ára afmæli Jakobs Gíslasonar. Þá komu þeir bræður, Jakob og Moira frá Skot- landi og Gísli og Johanne frá Dan- mörku, með alla fjölskylduna, af- komendur og frændfólk. Þar hittust margir á fagnaðarfundi – og auk þess lék veðrið bjartar og mildar aríur í Elliðaárdalnum, á Snæfellsnesi – og víðar um landið í þessum fyrri hluta júlímánaðar. Johanne, Jakob, Tómas og Nanna Rósa – Jakob og Moira, Sigríður, Ásmundur, Aðalbjörg og Steinunn og fjölskyldur og vinir Gísla – innilegar samúðarkveðjur frá okkur Rögnu Freyju, móður minni og systkinum og frændfólk- inu hér á Íslandi. Gísli Ólafur Pétursson. Sumt lærir maður af því að manni er kennt það. Sumt lærir maður af reynslunni, eins og sagt er, eða af því að maður hefur heyrt eitthvað eða séð. Sumt lærir maður án þess að vita af því. Veit það stundum ekki fyrr en löngu seinna og kannski enn seinna hvar og af hverjum maður lærði það. Gísli var ekki líkur neinum af þeim arkitektum sem ég þekkti þegar ég var ungur. Hann var ekki heldur eins og ég hafði lært, fannst mér, að arkitektar ættu að vera. Hann veiddi til dæmis fiska og bjó til flugdreka. Fiskarnir voru að vísu ekki margir og sjald- an mjög stórir. Drekarnir voru stórir og smáir og flugu bæði vel og illa. Ég veit enn ekki nákvæmlega hvað það var, en í báðum þessum málum var þráður og tilfinning fyrir einhverju elementi og ein- hverjum lögmálum. Já, er það? sagði hann þegar maður þóttist vera að útskýra eitt- hvert arkitektónískt fyrirbæri. Er það virkilega þannig? Ég hugsaði kannski ekki mikið um það þá, en seinna veit ég að í mörgum af þessum samtölum bjó hvatinn sem löngu seinna hafði kallað fram einhver viðbrögð. Ég kynntist Gísla fyrst fyrir fjórum áratugum þegar hann starfaði sumarlangt sem ungur arkitekt á teiknistofu Stefáns föð- ur míns og Reynis Vilhjálmssonar og verið var að skipuleggja Árbæj- arhverfið sem að mestu var ein- býlis- og fjölbýlishverfi, en vest- asti hlutinn á háhæðinni átti að vera þéttari byggð, garðhúsa- hverfi, sambyggð hús, litlir garðar, skjól á háhæðinni, og Gísli vann að þessu verki. Mitt verk var að lita kópíur, grænt gras og rauð hús, og Jakob, sonur Gísla, sem var yngri en ég, var á launaskrá sem ind- íánateiknari. Þá stóð jafnframt yf- ir vinna við Aðalskipulag Reykja- víkur 1962–83 og garðhúsin í Árbæ urðu að þriggja áratuga samstarfi Gísla við Peter Bredsdorff arki- tekt í Kaupmannahöfn og félaga hans við skipulagsmál á Íslandi og Grænlandi, í Kenýa og Köge og víðar og þó einkum í Danmörku. Þar fóru færir fagmenn í skipulagi og skildu kannski meira eftir sig en marga grunar, eins og þeir vita sem gerst þekkja. Á teiknistofunni í Nörregade var stundum eins og maður væri staddur á alþjóðlegum brautarpalli skipulagsmála, þar sem verið var að senda af stað nýj- ar áætlanir í sínu fínasta pússi til nýrra heimkynna og nýs lífs. Yfir þessu vakti Gísli heilan manns- aldur og ekkert var búið fyrr en það var í lagi og gat ekki orðið betra. Lestin fór ekki fyrr en allt var klárt. Ekki hálfklárt. Alveg klárt. Seinna tók hann á móti mér í Kaupmannahöfn, ég kynntist Hönnu og strákunum og ég kynnt- ist Sölvgade og einhverri ró yfir vötnunum undir heiðum himni sem var þar og ekki annars staðar. Annars staðar var annar himinn. Maður var á leiðinni að læra og vildi vita hvað það var sem maður átti að vita. Hafðu engar áhyggjur, sagði Gísli, þetta er eins og með frönsku. Hestur heitir cheval og svoleiðis er það allt saman. Þó að árin liðu og kannski væri ekki talað saman í síma nema endrum og sinnum þá breyttist sambandið ekkert. Þegar fundum bar saman, á Austurbrú eða Arn- arstapa, var þráðurinn tekinn upp og hafði alltaf verið á sínum stað. Viðmótið var alltaf eins, hlýtt, svo- lítið forvitið, sérstaklega um frétt- ir að heiman, um mann sjálfan og allt í kringum mann og síðan komu fréttirnar af honum eða kannski mest af öllum í kringum hann. Það var þéttur hópur af ungu og efni- legu fólki og gömlu og efnilegu fólki, hver og einn hafði sína sér- stöðu og allt var þetta límt saman með tröllataki hjartahlýjunnar. Það er ekki alltaf öruggt hve- nær maður lærir eitthvað eða af hverjum, stundum veit maður það ekki fyrr en löngu seinna. En það má treysta því að hestur heitir cheval og þá kemur allt hitt af sjálfu sér. Við Ólöf sendum Hönnu, Jagga og Tómasi kveðjur okkar héðan, þökkum fyrir kynnin og geymum minningarnar. Stefán Örn Stefánsson. GÍSLI ÓLAFUR JAKOBSSON Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móðursystur minnar, UNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Furugerði 1. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, STEINÞÓR GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Langholtsvegi 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 4. apríl. Jarðarförin auglýst síðar, Lilja Bára Steinþórsdóttir, Kristinn Gunnarsson, Guðrún Steinþórsdóttir Kroknes, Ásvaldur Jónatansson, Ágústa Steinþórsdóttir Kroknes, Ágúst Rafn Kristjánsson, Benedikt Steinþórsson Kroknes, Jóhanna Árnadóttir, Ásgerður Helga Kroknes, Sigurður Enoksdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA PÉTURSDÓTTIR, Holtsgötu 37, Reykavík, lést á heimili sínu föstudaginn 4. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnar Guðmundsson, Dagný Björnsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Gyða Hansen, Pétur Ingi Guðmundsson. barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLIS- og minningargrein- um má skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disk- lingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.