Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 51 ALMENNUR félagsfundur sem blásið var til hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur síðast liðinn fimmtu- dag fór fram með mesta friði og spekt, en miðað við umtal og upp- slátt í einhverjum fjölmiðlum vik- urnar fram að fundinum hefði e.t.v. mátt ætla að tekist yrði verulega á. Þar voru þó eigi að síður einbeitt skoðanaskipti. Til fundarins var boðað vegna áforma stjórnar SVFR að stofna sérstakt rekstrarfélag um sölu á veiðileyfum til utanfélagsmanna, þar með talið erlendra veiðimanna sem veiða í Norðurá og Hítará. Þá hafa heyrst raddir þess eðlis að formaður SVFR eigi ekki að stofna umrætt fyrirtæki á launum. Er umræðan tilkomin vegna kæru sem barst til Samkeppnis- stofnunar frá keppinauti á hendur SVFR fyrir nokkrum misserum. Bergur Steingrímsson fram- kvæmdastjóri SVFR sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fundurinn yrði „seint kallaður æsingarfund- ur,“ eins og hann komst að orði. Sagði hann að aðeins 35 manns hefðu mætt til fundarins og hefðu þar af 20 stigið á stokk og tekið til máls. „Það var allur gangur á þessu, sumir mæltu á móti þessu, aðrir töldu þetta gott mál, allir töl- uðu málefnalega og kurteislega og rauði þráðurinn var að málið yrði vandað sem allra best og helst lagt fram á næsta aðalfundi. Þetta voru fyrst og fremst skoðanaskipti og stjórnin mun örugglega taka hinar ýmsu athugasemdir til athugunar,“ sagði Bergur. Til mikils að vinna Árni Baldursson, eigandi veiði- leyfasölunnar Lax-á er að undirbúa þjónustubreytingar til handa inn- lendum viðskiptavinum sínum. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér leiddist að heyra stöðugt talað um að hann seldi að- eins erlendum veiðimönnum veiði- leyfi og gerði sér far um að stugga við og svekkja innlenda veiðimenn. „Það er alrangt, ég er með mikinn fjölda innlendra viðskiptavina og það er gífurlega mikilvægur hópur viðskiptavina. Ég hef velt fyrir mér hvernig ég get bætt og aukið þjónustu við þennan hóp og nú er komin hugmynd á koppinn,“ sagði Árni. Hugmyndin er í því fólgin, segir Árni, að hann skipar viðskiptavin- um sínum í þrjá flokka eftir því fyrir hversu háar upphæðir þeir versla við hann. Því meira sem þeir versla fyrir, því hærri afslátt fá þeir af lausum leyfum sem eru í boði með litlum fyrirvara. Þetta gengur svo langt, að þeir sem hafa verslað fyrir eina milljón, sem Árni segir að þó nokkuð margir geri, geta labbað út með veiðileyfi í toppá á topptíma fyrir ekki neitt. „Ég er enn að útfæra þetta og menn munu ekki byrja að bera veiðileyfi úr býtum fyrr en sumarið 2004. Hins vegar byrja ég að skrá menn í þennan klúbb á þessu ári og menn geta byrjað að safna rétt- indum í sarpinn,“ bætti Árni við. Fluguhnýtingar- samkeppni LS Landssamband stangaveiðifélaga gengst fyrir sinni árlegu flugu- hnýtingarsamkeppni á næstunni og er skilafrestur á flugum í keppnina 1. maí næst komandi. Að sögn Bjarna Brynjólfssonar stjórnar- manns hjá LS verður keppnin að sumu leyti með dálítið öðru sniði en verið hefur, t.d. sé bryddað upp á þeirri nýjung að hafa keppni og vegleg verðlaun fyrir frumsamdar flugur og sé tilgangurinn að fá fram nýjar íslenskar flugur. Í fréttatilkynningu sem barst frá LS stendur, að keppt verði í tveim- ur flokkum, fullorðinsflokki og unglingaflokki. Keppendur skili inn þremur flugum eftir fyrirfram gefnum uppskriftum, auk frum- saminna flugna sinna ef þeir kæra sig um. Heimilt er að keppa aðeins í flokki frumsaminna flugna, enda eru sérverðlaun. LS vinnur keppnina í samvinnu við veiðiverslanirnar Veiðihornið og Útivist og veiði og geta menn fengið allar nánari upplýsingar á þeim bæjum, auk þess sem þangað ber að skila afurðunum. Verðlaun eru bæði vöruúttektir og veiðileyfi. Skoðanaskipti á félagsfundi SVFR Morgunblaðið/gg Glaðbeittur veiðimaður með fallegan vorbirting úr Tungulæk. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 Námskeið í HATHA-yoga Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur Fyrirtæki til sölu: Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum, sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Hentar vel til flutnings út á land. Verð aðeins 3,5 m. kr.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.  Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilega kokkur, þjónn eða maður vanur veitingarekstri.  Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.  Skyndibitastaðurinn Kebab-húsið í Kringlunni.  Þekkt dömuverslun með náttföt og sundfatnað. Eiginn innflutningur.  Blóma- og gjafavöruverslun með eigin innflutning, sem upplagt væri að breyta í heildverslun.  Ljósmyndavöruverslun, framköllun og stúdíó. Ársvelta 15 m. kr.  Ein af stærstu og þekktustu húsgagnaverslunum landsins.  Sérstaklega góður söluturn í miðbæ Kópavogs. Yfir 100 m. kr. ársvelta.  Myndlistargallerý leitar að meðeiganda.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð. Góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil, rótgróin prentsmiðja, mikið með föst verkefni. 3 starfsmenn.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími.  Stór og vinsæll pub í miðbænum. Mikil velta.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum. Þægilegt dæmi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki. Frábær staðsetning.  Kaffihús á Vesturlandi. Eigið húsnæði. Auðveld kaup.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtamöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin, Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi á stór-Reykjavíkursvæðinu. 5 bekkir. Verð 5,9 m. kr.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 RAÐGREIÐSLUR Frábært úrval Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning í dag, sunnudag 6. apríl, kl. 13-19 HÚS Á SPÁNI C/Joaquin Chapaprieta, nº 10, 1ºC 03180 TORREVIEJA (ALICANTE), Spáni Sími 0034 65 71 79 85. Fax 0034 65 71 72 94 Netfang:promocioneseym@wanadoo.es GSM hjá Rocio Follana Galant, 0034609 677 660. • Njótið lífsins í eigin húsnæði á Spáni • Trygg fjárfesting • Draumahús á Spáni frá aðeins 90.000 evrum beint frá fasteignasölu • Gæðaþjónusta • Skoðunarferðir í boði Hafið samband við tengilið okkar á Íslandi, Ragnar Haraldsson, í síma 820 3250 Hattamenn — Hestamenn Amerískir leður- og filthattar - stærðir s-xl, 4 litir Kem á herrakvöld og vinnustaðafundi Fínir Hattar sími 848 5269Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.