Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Slæmar fréttir, félagar, við erum ekki í tölu stórvelda. Það var bara ruglast á fánum. Námstefna um karlaheilsu Spannar alla aldursflokka KARLAHEILSA eryfirskrift nám-stefnu sem Lions- hreyfingin stendur fyrir og haldin verður í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag milli klukkan 16.30 og 18.15. Fundar- stjóri er Jón Bjarni Þor- steinsson, heilsugæslu- læknir á Sólvangi í Hafnarfirði, en tekin verða fyrir nokkur heilsufarsleg atriði karlmanna sem mjög hafa verið í umræðunni hin seinni ár og misseri. Nám- stefnan er ætluð körlum, en konum verður þó ekki vísað frá, að sögn Jóns Bjarna sem svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins. Hverjum datt þessi yfir- skrift í hug? „Það var ég sjálfur, en hug- myndina átti ég þó ekki. Ég var staddur á Nýja-Sjálandi sem gest- ur Lionshreyfingarinnar þar í landi. Á fundi hjá Lions þar úti var einmitt fluttur fyrirlestur með þessari yfirskrift, karlaheilsa. Þarna voru aðeins karlar saman- komnir og tóku margir virkan þátt í umræðum sem spunnust. Menn vissu að ég var læknir og hvöttu mig til að koma upp og halda tölu. Eftir á varð mér hugs- að til þessa fundar og þess að Lionshreyfingin er þjónustu- hreyfing. Kjörorð okkar er: Við leggjum lið. Við komum ríkulega að sjónvernd á Íslandi, einnig að aðstoð við aldraða, auk ýmissa menningar- og umhverfismála. Hluti af hlutverki Lionshreyfing- arinnar er því alþýðufræðsla. Þeg- ar ég kom síðan heim með þessa hugmynd í farteskinu þá var henni tekið mjög vel í mínum hópi.“ – Hver verða helstu áhersluat- riðin? „Við höfum þetta fjórskipt og er hver fyrirlestur 12 til 15 mínútur. Fyrsta umfjöllunarefnið er blóð í hægðum - forvörn og fyrirhyggja, en Ásgeir Theodórs, yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúk- dómum, fjallar um þann vanda. Krabbamein í meltingarvegi er hans áhugasvið. Hann starfar á meltingarsjúkdómadeild St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði og Land- spítala háskólasjúkrahúss. Þar á eftir kemur erindi sem hefur yfirskriftina Kynlíf er líka hjartans mál, en þar talar til áheyrenda Gestur Þorgeirsson sérfræðingur í hjartasjúkdómum og yfirlæknir á hjartadeild Land- spítala háskólasjúkrahúss. Mun hann meðal annars koma inn á ristruflanir. Þriðja erindið flytur okkur Ing- ólfur Gíslason, félagsfræðingur hjá Jafnréttisstofu, og hefur er- indi hans yfirskriftina Heilsu- hegðun karla? Síðustu sjö árin hefur Ingólfur unnið að jafnrétt- ismálum, fyrst á skrifstofu jafn- réttismála og síðan á Jafnréttis- stofu auk þess sem hann hefur kennt við Háskóla Íslands á námskeiðunum Kenn- ingar í félagsvísindum og Kenningar í kynja- fræði. Loks tekur til máls Óttarr Guð- mundsson, sérfræðingur í geð- lækningum og yfirlæknir við geðdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss, sem talar um breytingaskeið karla, en við karl- ar göngum vissulega í gegnum okkar breytingaskeið rétt eins og konur. Óttarr hefur kynnt sér þetta efni vel og fjallað oft um ým- is heilbrigðismál á liðnum árum.“ – Verður boðið upp á umræður að ræðum loknum? „Eins og ég gat um, þá verður hvert erindi væntanlega á bilinu 12 til 15 mínútur, en við áætlum að hvert erindi um sig spanni tuttugu mínútur og það ætti því að vera svigrúm til að svara nokkrum fyr- irspurnum í hverju tilviki.“ – Eiga konur e.t.v. erindi á þessa námstefnu? „Konum verður ekki vísað á dyr, en námstefnan er þó vissu- lega ætluð körlum fyrst og fremst og byggð upp með það í huga. Eigi alls fyrir löngu vorum við með sams konar námstefnu sem fjallaði um heilsu kvenna. Sú nám- stefna var að sama skapi fyrst og fremst ætluð konum. Það var hús- fyllir hjá okkur þá.“ – Áttu von á því sama núna? „Ég geri mér vonir um að karl- ar fjölmenni á námstefnuna. Hitt er svo annað mál að karlar eru í grundvallaratriðum öðru vísi en konur í þessu sambandi. Karlar eru ekki með þetta sama þéttriðna net og konur hafa um sig í formi vinkvenna, saumaklúbba og þess háttar. Karlar eru miklu ólíklegri en konur til að ræða saman um getuleysi og hjartasjúkdóma. Við karlar sækjum sjaldnar heilbrigð- isþjónustur heim. Við teljum okk- ur alltaf vera hrausta og það er oft ekki fyrr en maki eða annar ná- kominn sem ýtir okkur af stað, að í ljós kemur að við erum alls ekki eins hraustir og við vildum vera láta. Það er staðreynd að konur sækja sér heilbrigðisþjónustu mun oftar en karlar. Karlar ættu að vera sér meira meðvitandi um heilsu sína og gæta hennar betur.“ – Er þetta fyrir einhvern sér- stakan hóp karla? „Umfjöllunarefnin eru þess háttar að þau spanna alla aldurs- flokka karla, frá ungum körlum og upp úr. Allir karlar eiga erindi til okkar.“ Jón Bjarni Þorsteinsson.  Jón Bjarni Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík 1948. Stúd- ent frá MR 1968 og útskrifaður sem sérfræðingur í heimilislækn- ingum 1980 eftir sérnám í Sví- þjóð. Hefur verið heilsugæslu- læknir á Sólvangi í Hafnarfirði allar götur síðan. Hefur og setið í stjórn fjölda heilbrigðissamtaka og opinberra nefnda og verið umdæmisstjóri, fjölumdæmis- stjóri og fyrrum alþjóðastjórn- armaður Lionshreyfingarinnar. Jón Bjarni er giftur Guðrúnu Yngvarsdóttur, staðgengli for- stöðumanns hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þau eiga tvö uppkomin börn. … þarna voru aðeins karlar saman komnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.