Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 19

Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 19
Samningur undirritaður og einkahlutafélag stofnað 11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar var und- irritaður af fulltrúum ríkis og borgar. Stefnt var að einkaframkvæmdarút- boði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004. Áætlaður heild- arkostnaður var sagður tæpir 6 millj- arðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%. Gert var ráð fyrir 1.500 manna tónleikasal, 750 manna ráð- stefnusal og 450 manna æfinga- og tónleikasal, eins og kynnt hafði verið í júní 2001. Auk þess var gert ráð fyrir aðstöðu listamanna, skrifstofum, 16 smærri fundasölum og þjónusturými, alls um 15.000 m². Samtök um bygg- ingu tónlistarhúss létu frá sér heyra og ítrekuðu stuðning við samninginn og fögnuðu því að af hálfu ríkisins skyldi nú vera vilji til þess að hafa hljómsveitargryfju og tæknibúnað í tónleikasalnum. Með því væri unnt að sviðsetja og sýna bæði söngleiki og óperur, en þó með einföldum leik- tjöldum, þar sem ekki væri gert ráð fyrir hliðarsviði eða rými ofan við svið. Húsnæðismál Íslensku óperunn- ar virtust þó enn óráðin, en um leið tengd umræðunni um tónlistarhús. Vilji var til þess að leysa vanda Óp- erunnar, og í júlí spurðist að ríki og borg væru að kanna möguleika á því að Íslenska óperan flytti í Borgarleik- húsið. Í nóvember 2002 sagði Bjarni Daníelsson í Morgunblaðsgrein, að með áherslubreytingu í hönnun minni tónlistarsalarins mætti skapa fram- tíðaraðstöðu fyrir Íslensku óperuna. Það væri ákjósanlegri kostur en að útbúa aðstöðu til óperuflutnings í sin- fóníusalnum. Bjarni sagði sambýli Sinfóníuhljómsveitarinnar og Óper- unnar í tónlistarhúsi ákjósanlegt af mörgum ástæðum. Í desember 2002 var ljóst að ein- hver skriður var kominn á fram- kvæmdir þótt ekki beinlínis væru við sjálfa byggingu hússins. Þá var vinna hafin við stækkun Norðurgarðs Reykjavíkurhafnar til að auka við- legupláss þar, vegna þess rýmis sem höfnin missti við Austurbakka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við tón- listarhúsið. Í febrúar á þessu ári fékk menntamálaráðherra heimild ríkis- stjórnar til að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg um stofnun einkahlutafélags sem sjá myndi um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss. Nú í mars heimilaði borgarráð svo borgarstjóra að ljúka frágangi samninga við ríkið um stofn- un einkahlutafélagsins. Nýr borgar- stjóri, Þórólfur Árnason, sagði þá að framkvæmdir gætu hafist á árunum 2007–2008. Það er því ljóst að þótt svo virðist sem undirbúningur að bygg- ingu hússins sé kominn á skrið, er enn langt í að framkvæmdir við langþráð tónlistarhús hefjist, og enn er verið að fresta framkvæmdum miðað við orð borgarstjóra nýverið. Að viku liðinni verður rætt við Bjarna Daníelsson óperustjóra. begga@mbl.is ’ „Þar með tóku vinstri menn undirályktun landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins og vonir um pólitíska samstöðu glæddust.“ ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.