Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 19
Samningur undirritaður og einkahlutafélag stofnað 11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar var und- irritaður af fulltrúum ríkis og borgar. Stefnt var að einkaframkvæmdarút- boði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004. Áætlaður heild- arkostnaður var sagður tæpir 6 millj- arðar króna. Ríkið greiddi 54% og borgin 46%. Gert var ráð fyrir 1.500 manna tónleikasal, 750 manna ráð- stefnusal og 450 manna æfinga- og tónleikasal, eins og kynnt hafði verið í júní 2001. Auk þess var gert ráð fyrir aðstöðu listamanna, skrifstofum, 16 smærri fundasölum og þjónusturými, alls um 15.000 m². Samtök um bygg- ingu tónlistarhúss létu frá sér heyra og ítrekuðu stuðning við samninginn og fögnuðu því að af hálfu ríkisins skyldi nú vera vilji til þess að hafa hljómsveitargryfju og tæknibúnað í tónleikasalnum. Með því væri unnt að sviðsetja og sýna bæði söngleiki og óperur, en þó með einföldum leik- tjöldum, þar sem ekki væri gert ráð fyrir hliðarsviði eða rými ofan við svið. Húsnæðismál Íslensku óperunn- ar virtust þó enn óráðin, en um leið tengd umræðunni um tónlistarhús. Vilji var til þess að leysa vanda Óp- erunnar, og í júlí spurðist að ríki og borg væru að kanna möguleika á því að Íslenska óperan flytti í Borgarleik- húsið. Í nóvember 2002 sagði Bjarni Daníelsson í Morgunblaðsgrein, að með áherslubreytingu í hönnun minni tónlistarsalarins mætti skapa fram- tíðaraðstöðu fyrir Íslensku óperuna. Það væri ákjósanlegri kostur en að útbúa aðstöðu til óperuflutnings í sin- fóníusalnum. Bjarni sagði sambýli Sinfóníuhljómsveitarinnar og Óper- unnar í tónlistarhúsi ákjósanlegt af mörgum ástæðum. Í desember 2002 var ljóst að ein- hver skriður var kominn á fram- kvæmdir þótt ekki beinlínis væru við sjálfa byggingu hússins. Þá var vinna hafin við stækkun Norðurgarðs Reykjavíkurhafnar til að auka við- legupláss þar, vegna þess rýmis sem höfnin missti við Austurbakka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við tón- listarhúsið. Í febrúar á þessu ári fékk menntamálaráðherra heimild ríkis- stjórnar til að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg um stofnun einkahlutafélags sem sjá myndi um byggingu og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúss. Nú í mars heimilaði borgarráð svo borgarstjóra að ljúka frágangi samninga við ríkið um stofn- un einkahlutafélagsins. Nýr borgar- stjóri, Þórólfur Árnason, sagði þá að framkvæmdir gætu hafist á árunum 2007–2008. Það er því ljóst að þótt svo virðist sem undirbúningur að bygg- ingu hússins sé kominn á skrið, er enn langt í að framkvæmdir við langþráð tónlistarhús hefjist, og enn er verið að fresta framkvæmdum miðað við orð borgarstjóra nýverið. Að viku liðinni verður rætt við Bjarna Daníelsson óperustjóra. begga@mbl.is ’ „Þar með tóku vinstri menn undirályktun landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins og vonir um pólitíska samstöðu glæddust.“ ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.