Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 48
FRÉTTIR 48 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FAÐIRVORIÐ er átveimur stöðum í Nýjatestamentinu, annarsvegar í Matteusarguð-spjalli, 6. kafla, versum 9-13, þ.e.a.s. í Fjallræðunni, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kafla, versum 2-4. Nokkur munur er þar á bænunum og það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Orðrétt segir þar í nútímaþýð- ingu: En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vor- um skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.] Óljóst er hvort lokasetningin (innan hornklofa) tilheyrir frum- gerðinni, því hana vantar í sum grísku handritanna. En elstu útgáfu bænarinnar á íslensku, sem vitað er um, má að líkindum finna í Íslensku Hóm- ilíubókinni, sem er frá því á 13. öld. Þar er bænin svona: Faðir vor, er ert á himnum. Helgist nafn þitt. Til komi ríki þitt. Verði vilji þinn svo sem á himni og á jörðu. Brauð vort hversdagslegt gefðu oss í dag. Fyrirgefðu oss skuldir órar svo sem og vér fyrirgefum skulderum órum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur leys þú oss frá illu. Auk þessa er bænin til í nokkr- um myndum í ýmsum handritum íslenskum, en orðalagið þó alls staðar mjög keimlíkt þessu. Nýja testamentið var síðan gef- ið út í heild árið 1540, í þýðingu Odds Gottskálkssonar, og þar birtist Faðirvorið í Matteus- arguðspjalli nánast í sömu gerð og við notum það, rúmum 460 ár- um síðar: Faðir vor, sá þú ert á himnum. Helgist nafn þitt, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirlát oss vorar skuldir svo sem vér fyrirlátum vorum skuldunautum. Og inn leið oss eigi í freistni, heldur frelsa þú oss af illu. Því að þitt er ríkið, máttur og dýrð um aldir alda, amen. Í raun og veru er þessi helg- asta bæn kirkjunnar upphaflega svar Jesú við ósk eins lærisveins- ins, er sagði: „Herra, kenn þú oss að biðja“ (Lúkasarguðspjall 11:1). Hún er einnig nefnd „hin Drott- inlega bæn“, vegna þess að hún kemur til okkar beint frá meist- aranum sjálfum. Hún er óaðskilj- anlegur partur sérhverrar at- hafnar, þar sem Guð er ákallaður; við skírn, fermingu, hjónavígslu, messu, útför. Og er jafnframt á tungu og vörum í fjölmörgum öðrum kringumstæðum, ekki hvað síst á ögurstundum. Gylfi bróðir minn, sem ungur fór til sjós og lenti í ýmsu á þeim vettvangi, sagði mér, að einhvern tímann hefði skipstjórinn verið búinn að kalla alla saman út á dekk; þetta var í miklu óveðri, holskeflur gengu yfir. Þar voru skipverjar í einum hnapp, vissir um að þeir væru að farast. Og þarna, mitt í angistinni, með ægi- hramm dauðans yfir sér, báðu all- ir saman Faðirvorið, einum rómi. Öllum fannst hinsta stundin vera komin, ekki möguleiki á neinu öðru. En þá gerðist eitthvað. Ofsinn gaf sig, vindinn lægði, öldurnar sjötnuðu. Og þeir komust í land um síðir. Þetta er bara eitt lítið dæmi af óteljandi, þar sem leitað hefur verið á fund almættisins með orð- um þessarar gömlu, en sígildu, bænar. Eflaust á margur sjómað- urinn eitthvað af þessum toga geymt í minningunni, djúpt í hjarta sér. Og aðrir fleiri lands- menn í viðlíka sporum. Ég lýk þessu í dag með broti úr hugleiðingu séra Árelíusar Níels- sonar, frá árinu 1980, sem er að finna í bókinni Kristnar hug- vekjur, fyrra bindi. En þar ritar hann: Segja má, að í upphafi, tveim fyrstu orðum þessarar miklu en þó örstuttu bænar, samt er „Faðir vor“ sjö bænir, sé kjarni alls kristins dóms, líkt og kím í frækorni. Tvö fyrstu orðin: „Faðir vor“ nægir til að tjá hina fegurstu og fullkomnustu lífsskoðun mannkyns. Faðir – það er Guð. Krafturinn huldi en samt alls staðar nálægi, sem mynd- ar allt og mótar. Allt frá stærstu og fjarlægustu sól vetrarbrautar til minnstu frumu í blómi eða barnslíkama ... Og sambandið við þennan kraft köllum við bæn. En hann má tjá með hugsun, andvarpi, tónum, söng og tári. Það er líkt og tengsl lindar við uppsprettu, rafljóss og kraftar við orkustöð fossins, æðar við hjartslátt barnsins. Og litla orðið næst við Faðir – Guð. Orðið „vor“. Það er Faðir okkar. Hin sameiginlega orkulind lífs og ljóss. Uppspretta lífsins alls. Ekki aðeins þeirra, sem taldir eru góðir og göfugir að manna dómi, hvítra, fagurra. Ekki aðeins katólskra og mótmælenda, hind- úa og shita, heldur allra jafnt á jörðu ... Svartur og hvítur kristindómur er ekki til heldur aðeins einn, boðskapur elsk- unnar, hvar og hvernig sem hann birt- ist. Kjarni hans er kærleikur, sann- leikur, réttlæti og frelsi. Tvær æðstu hugsjónir mannsandans birtast því í orðunum tveim: Faðir vor. Guðstrúin á sigurmátt hins góða. Bræðralagshugsjónin, sem birtist í friði, frelsi og mannréttindum öllum til handa. Í Jesú Kristi gildir aðeins guðstrú, sem ber ávöxt í kærleika. Faðirvorið Fyrsta bænin sem Jesús kenndi lærisveinunum var Faðirvorið, sem er grundvallarbæn kristinna manna og hefur verið svo allt frá öndverðu. Sigurður Ægisson lítur á uppruna hennar og sögu. sigurdur.aegisson@kirkjan.is ÚT er komið nýtt tölublað af Barnagátum. Það inniheldur krossgátur og annað efni sem ætlað er byrjendum. Lausn fylgir hverri gátu. Útgefandi er Ó.P. útgáfan. Blaðið fæst á öll- um helstu blaðsölustöðum. Barna- gátur komnar út DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, opnaði nýjan vef Heimdallar, Frelsi.is á fundi Heimdallar og SUS í Valhöll í fyrradag. Á vefnum verða sagðar fréttir úr stjórmálum, birtar greinar og pistlar auk þess sem finna má þar tengla á aðra vef- miðla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fram að kosn- ingum verður vefurinn einnig kosn- ingavefur ungra sjálfstæðismanna. Ritsjórar og ábyrgðarmenn verða Jón Hákon Halldórsson og Magnús Þór Gylfason og aðstoðarritstjórar Helga Árnadóttir og Ragnar Jón- asson en alls munu 34 ungir sjálf- stæðismenn, 16 konur og 18 karl- menn, starfa við vefinn sem umsjónarmenn ýmissa málaflokka. Nýr vefur Heim- dallar opnaður Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.