Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert oftast miðpunktur at- hyglinnar og kannt því vel. En mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef þú ert alltaf að búast við vandræðum, leita þau þig uppi. Leitaðu til einhvers sem getur hjálpað þér með því að miðla af reynslu sinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur virkað þreytandi á aðra að hlusta stöðugt á þínar hliðar á málum. En það er líka eins og það á að vera. Til þess ert þú nú einu sinni þar sem þú ert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera hlut sem þér er þvert um geð. Ræddu við einhvern þér eldri og vitrari því það getur komið sér vel í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að finna farsælan farveg fyrir alla þína innri orku. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur unnið lengi að sér- stöku verkefni og nú er svo komið að þú kemst ekki lengra án aðstoðar annarra. Íhugaðu því vandlega alla val- kosti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt hljóta umbun fyrir erfiði þitt og koma á óvart hversu vel starfinu er tekið. Þú sérð að góðvild og um- hyggja eru mikilvægustu tjáningarform heimsins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú verður þú að axla þá ábyrgð sem þú hefur í raun að þér tekið. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum til þess að áætlanir þínar séu líklegar til að standast. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hrapaðu ekki að neinu. Gefðu þér tíma til að skyggnast und- ir yfirborð hlutanna, aðeins þannig færðu upplýsingar sem þú þarft til að ákveða þig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Náinn vinur reynist kaldrifj- aðri en þú hefur nokkurntím- ann getað gert þér í hug- arlund. Ráðfærðu þig við þá sem næst þér standa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að hnýta ýmsa lausa enda áður en þú getur til- kynnt að þú hafir náð settu marki. Mundu bara að tala skýrt svo aðrir viti hvað þú ert að fara. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fall er fararheill. Líttu bara um öxl og sjáðu hverju þú hefur fengið áorkað. Þá færðu það sjálfstraust sem þú þarft. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að leita uppi þá, sem þú veizt að eru sama sinnis og þú. Þitt framlag getur vissu- lega skipt sköpum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Á NÓTTU Hvar eru ljósin logaskæru er ég lít um ljóra? munu það blikandi, blíðmálugar, heimasætur himins? Eigi er það, – en annað fegra svífur mér að sjónum: það eru augu unnustu minnar, þau í svartnætti sjást. Jón Thoroddsen LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU SVÍNINGAR eru stund- um nauðsynlegar, „einkum þegar maður er kominn út á ystu nöf,“ eins og góður maður sagði. Hér standa tvær svíningar til boða, en ekki er víst að rétt sé að taka þær: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D73 ♥ ÁG6 ♦ 842 ♣Á1097 Suður ♠ 84 ♥ D10983 ♦ ÁD6 ♣KDG Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Stuðningur við hjartað og áskorun í geim. Vestur spilar út spaðaás, fær frávísun frá makker sín- um og skiptir þá yfir í tromp. Hvernig á að spila? Máttur vanans er mikill og við spilaborðið er hætt við að margir myndu svína umhugsunarlaust. En nú er búið að vara lesandann við. Ef austur kemst strax inn á hjartakóng spilar hann auð- vitað tígli um hæl og þá verður tígulkóngurinn að liggja rétt. Norður ♠ D73 ♥ ÁG6 ♦ 842 ♣Á1097 Vestur Austur ♠ ÁK1092 ♠ G65 ♥ 74 ♥ K52 ♦ K97 ♦ G1053 ♣643 ♣852 Suður ♠ 84 ♥ D10983 ♦ ÁD6 ♣KDG Báðar svíningar mis- heppnast, en það er í góðu lagi því hvorug er nauðsyn- leg. Sagnhafi ætti að taka á hjartaás, fara heim á lauf og spila spaða að drottning- unni. Vestur getur ekki sótt að tíglinum og nú er nægur tími til að spila trompi og henda síðan tveimur tíglum niður í spaðadrottningu og lauf. E.S. Þessi leið er ekki al- veg hættulaus. Ef vestur á Kx í spaða og fjórlit í laufi mun hann spila aftur laufi þegar hann kemst inn á spaðakóng og búa þannig í haginn fyrir laufstungu. En það er sönn ánægja að fara niður á móti slíkum varn- arspilara. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 f5 5. d4 exd4 6. e5 Bc5 7. Bg5 Rge7 8. c3 dxc3 9. Rxc3 h6 10. Bxe7 Rxe7 11. Bb3 d5 12. exd6 Dxd6 13. De2 Bd7 14. Hd1 Db6 Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Zoltan Al- masi (2.676) hafði hvítt gegn Alexei Shirov (2.723). 15. Bf7+!? Einnig kom til greina að leika 15. Re5. 15...Kd8?! 15... Kxf7 var betra þó að hvítur hafi frumkvæðið eftir 16. Re5+. Eftir textaleikinn lendir svarti kóngurinn í óyfirstíg- anlegri herkví. 16. Re5 Bd6 17. Rxd7 Kxd7 18. De6+ Kd8 19. O-O Dc6 20. Hfe1 Dd7 21. Db3 Hb8 22. Re2 b5 23. Rf4 Hb6 24. Dc3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÉG Á heldur von á því, að einhverjir staldri við ofan- greint orð. Þó ætla ég, að flestir kannist við það og merkingu þess úr talmáli okkar. Því verður samt ekki neitað, að það er í reynd ógagnsætt í máli okkar. Þá er átt við, að menn átti sig ekki á því án umhugsunar, um hvað það er haft. Hinu verður vissu- lega ekki neitað, að no. kúnni er – eða var – nokk- uð þekkt í íslenzku sem tökuorð úr dönsku um þann mann, sem kallaður er viðskiptavinur. Áður hefur verið vikið að þessu nafnorði. Tilefnið að þessu sinni er á forsíðu DV 14. jan. sl., þar sem stóð með stærsta letri: „Kúnnum í miðborginni snarfækk- ar.“ (Leturbr. hér.) Hér hafa blaðamaður og um- brotsmaður e.t.v. notað no. kúnni vegna þess, að það fór betur á síðunni og orð eins og viðskiptavinur yrði of langt. Engu að síður verður því ekki neitað, að síðara orðið er alveg gagn- sætt og allir skilja merk- ingu þess, um leið og þeir sjá það. Það er einmitt að- al íslenzkunnar. Kúnni er auðvitað hrátt tökuorð úr dönsku og öðrum skandin- avískum málum og þaðan komið úr þýzku. Danir segja um tryggan við- skiptavin, að hann sé „fast kunde“ og þaðan hefur það vafalítið borizt til okkar með dönskum kaupmönn- um á 18. eða 19. öld. Þó eru engin dæmi í OH eða öðr- um íslenzkum orðabókum eldri en frá 20. öld. Orðið kemst fyrst í orðabók, OM 1963 og aftur 1983 og þar merkt sem vont mál, sem beri að forðast. Hins vegar er slakað á klónni í OE 2002 og orðið talið „óform- legt“, sem á víst að skilja svo, að því sé veitt nokkurt brautargengi inn í ritmál okkar. Vissulega er stund- um sagt um þann, sem er í föstum viðskiptum, að hann sé fastur kúnni verzl- unarinnar. Eins mun enn heyrast, „að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér,“ ef við- skiptavinur kvartar undan viðskiptum. Þetta breytir því samt ekki, að æski- legra er að nota alíslenzkt orð í þessu sambandi, eins og OM lagði til. - J.A.J. ORÐABÓKIN Kúnni Hann afi getur ekki gleymt því að hann var einu sinni í eldfjörugu mótorhjólagengi. Enskunám í Englandi fyrir 12-15 ára Íslenskir hópstjórar. Júníferð - 3 pláss laus. Ágústferð - 10 pláss laus. Uppl. hjá Enskuskóla Erlu Ara sími 891 7576. Sjá nánar á simnet.is/erlaara Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Tilkynning Af gefnu tilefni viljum við minna á að við rekum eingöngu verlsun á Nýbýlavegi 12, Kópavogi. Allar aðrar verslanir eru okkur óviðkomandi. Föt fyrir alla frá tvítugu með Ásmundi Gunnlaugssyni 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Ásmundur byggir námskeiðið m.a. á sinni eigin reynslu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst miðvikudaginn 9. apríl – Mán. og mið. kl. 20:00. Jóga gegn kvíða Auðbrekku 14, Kópavogi, símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is Trofe sund- og sportfatnaður Ef keypt er fyrir meira en 6000 kr. fylgir 1 bolur með Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.