Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stundum er sagt að fegurðin felist í samræmi. En sjarmi miðbæj-arins felst í sundurleitni. Þar ægir saman ólíkum byggingum,styttum og bílum, stefnum og straumum. Fólkið er líka sund-urleitt. Sumir eru sundurgerðarmenn í klæðaburði eins og gín- urnar í verslununum. Og allir vilja stinga í stúf. Einu meðaljónarnir í þessum sundurleita draumi eru stöðumælarnir og ljósastaurarnir. Dagurinn er grámóskulegur og einhvern veginn yfirfærist muggan á svip borgarbúa. Sem þeir mætast á gangstéttunum kinka þeir ekki kolli heldur þramma þunglamalega áfram til móts við eftirhreyturnar af deginum. Ef til vill er það til marks um víðsýni Reykvíkinga að á veggjum Ráð- hússins hanga landslagsmyndir sem teknar eru víða um landið, þó sum- ir hverjir vilji ekki leggja vegi þangað. Eggjabakan á kaffihúsi Ráðhússins bragðast ágætlega. Og útsýnið er þægilegt – dálítið eins og maður sé í baði. Í útvarpinu glymur: – So if you baby love me… Mæðgin sitja á næsta borði. – Ætli þeim sé kalt? spyr stráksi og horfir áhyggjufullur á vaggandi gæsir og svani á úfinni tjörn. Það sitja líka mæðgin á næsta borði á Súf- istanum. Hann er að lesa MAD og hún ELLE. Á for- síðum tímaritanna í rekkanum í anddyrinu eru Bush og Saddam. Tveir drengir virða úrvalið fyrir sér, annar með Súpermanhúfu og hinn með Batmanhúfu. Á götuhorni Hverfisgötu og Snorrabrautar er fá- farnari staður. Þar er enginn bekkur svo blaðamaður sest á stéttina við hliðina á steyptum öskubakka og virðir fyrir sér bíl- ana. Þeir safnast makindalega í langar raðir á rauðu ljósi. Umferðin virðist vera eini staðurinn þar sem fólk kippir sér lítið upp við biðraðir. Þegar hugsað er út í það þá voru engar umferðarteppur á Íslandi áður en farartækin komu til sögunnar. Til hvers erum við eiginlega með alla þessa bíla þegar fólkið á gangstéttunum fer óhindrað allra sinna ferða. Þarna vantaði hljóðkútinn í einn. Drunurnar eru ægilegar og bílstjór- inn felur sig á bakvið stýrið. Guði sé lof fyrir hljóðkútinn. Af hverju ætli manninum sé aldrei hampað sem fann hann upp? Strætó boðar bensínfrelsi. Fremst í vagninum situr gamall maður og talar í farsíma. Hið sama á við um ökumann jeppabifreiðar og gildir einu þó lögreglustöðin sé handan við ljósin. Kannski er hann að gefa sig fram við lögregluna. Ung kona leggur lag sitt við steypta öskubakkann. Hún lítur á blaða- mann og segir: – Ertu að semja ljóð? – Nei, svarar blaðamaður og blygðast sín fyrir framtaksleysið. Hún er þó allavega að reykja. Í fimmunni situr maður fremst í vagninum. Sjö auðum sætaröðum aftar situr annar maður. Þeir eru einu farþegarnir í vagninum. Þannig er sambandsleysið í höfuðborg samskipta- og samgöngutækninnar. Óvíða er meiri steypa en á þessum bletti. Samt er örlítill gróðurskiki við tærnar á blaðamanni. Og brumið að gægjast fram á veiklulegri hríslu. Bíl er smeygt í stæði og kona stígur út. – Góðan daginn. Hún er af kynslóðinni sem ennþá heilsast. Mannfólkið er sundurleitt. Tískan, húsin og bílarnir. En orðin færa okkur saman. – Góðan daginn. SKISSA Pétur Blöndal les í mannlíf og steypu Göturnar mældar í miðbænum Morgunblaðið/Golli BRENNSLA verður ofarlega í huga bæjar- og nefndarfulltrúa á Akureyri og í Hafnarfirði næstu vikurnar því hafin er nefndarbrennslukeppni milli sveitarfélaganna. Það eru þó ekki nefndirnar sjálfar sem eiga að brenna, nema hugsanlega hitaein- ingum sem þeim tilheyra, því keppn- in gengur út á að minnka brennslu á eldsneyti með því að nýta sér um- hverfisvænar aðferðir við að koma sér til og frá nefndarfundum. Keppnin hófst hinn 1. apríl og stendur út maí og fer þannig fram að í upphafi hvers nefndarfundar er fært inn á sérstakt eyðublað hvernig hver og einn nefndarmaður kom til fundar. Gögnum frá öllum nefndar- fundum verður síðan safnað saman og reiknað út í hvoru bæjarfélagi hlutfallslega færri bílferðir hafa ver- ið farnar vegna funda fastanefnda. Þar með kemur í ljós hvor bærinn vinnur. Munu brýna sitt fólk Að sögn Steinunnar Þorsteins- dóttur, upplýsingafulltrúa í Hafnar- firði, fór keppnin hægt af stað þar í bæ. „Þetta er búið að ganga ágæt- lega. Fólk hefur komið gangandi og á hjóli en flestir hafa þó komið á bílum. Það var t.d. fundur í ferðamálanefnd á fimmtudag og þar komu allir á bíl. En við höfum tekið eftir að þetta hef- ur aukið umræðuna og það er kannski það sem við vildum fyrst og fremst fá fram með þessu.“ Hún bæt- ir því við að líklega hafi umhverfis- nefnd staðið sig hlutfallslega best þegar hún fundaði á miðvikudag en af þremur fulltrúum kom einn gang- andi, einn hjólandi en einn var á bíl. Steinunn segir hugsanlegt að veðrið hafi sett strik í reikninginn. „Við skulum vona það,“ segir hún og hlær. „En þetta eru bara fyrstu dag- arnir og við komum til með að brýna okkar fólk og byggja upp keppnis- andann.“ Guðmundur Sigvaldason, staðar- dagskrárfulltrúi á Akureyri, var ekki búinn að fá yfirlit yfir hvernig bæj- arfulltrúum hafði gengið í brennsl- unni þegar Morgunblaðið ræddi við hann á fimmtudag. „Maður vonar bara það besta og að sem flestir taki þátt í þessu,“ segir hann. „Þegar ég kynnti keppnina í síðasta mánuði sýndu menn henni mikinn áhuga og það er það sem ég hef við að styðjast í augnablikinu.“ Hvað veðrið áhrærir segir Guðmundur að það hafi verið rigning og vindur á Akureyri á fimmtudag og hálfgert snjófjúk á þriðjudaginn. „Það getur vel verið að það hafi haft áhrif.“ A.m.k. þrjár flugur í einu höggi Meðal þeirra nefnda sem hafa fundað frá því að keppnin hófst er Fasteignafélag Hafnarfjarðar. Að sögn Sigurðar Haraldssonar, for- stöðumanns byggingadeildar bæjar- ins, stóðu nefndarmenn sig ekki al- veg eins vel og vonast var til þar sem þrír af fimm fulltrúum komu akandi til fundar, einn fékk far hjá öðrum en sá fimmti hjólaði. „Það spilaði kannski inn í þetta líka að veðrið var ekkert sérstaklega gott,“ segir hann. „Þeir voru að tala um að það hefði verið rigning og mótvindur í allar átt- ir þannig að þeir hafa greinilega litið út áður en þeir fóru af stað og ákveð- ið að fara á bílum í þetta skiptið.“ Bæjarráð Akureyrar fundaði á fimmtudag og þar var Valgerður Bjarnadóttir bæjarfulltrúi eini nefndarmaðurinn sem nýtti sér um- hverfisvænan ferðamáta þegar hún kom gangandi til fundarins. „Ég hef talið mér trú um það allt of lengi að ég hefði ekki tíma til að vera ekki á bíl,“ segir hún. „Svo ákvað ég að nota tækifærið til að byrja að ganga. Á þessum dögum sem liðnir eru er ég búin að reikna út að það eru hugs- anlega 10-15 mínútur sem ég tapa á því að skilja bílinn eftir heima og þann tíma má vel nýta til að fara yfir efni fundarins sem ég er að fara á og verkefni dagsins í huganum. Þannig að ég finn að þetta er allra meina bót.“ Hún segist ekki vera í vafa um að með þessu slái hún a.m.k. þrjár flug- ur í einu höggi. „Ég eyði minna elds- neyti, meiri orku, þ.e. fitu úr líkam- anum og minnka stressið í leiðinni.“ Nefndarmenn á Akureyri og í Hafnarfirði standa í ströngu um þessar mundir Brenna hitaeiningum í stað eldsneytis Morgunblaðið/Jim Smart Þorvaldur Ásgeirsson hjólaði á fund Fasteignafélags Hafnar- fjarðar á fimmtudag. „Þetta var ágætis veður,“ sagði hann þvert á félaga sína sem staðhæfðu að mót- vindur væri úr öllum áttum. Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri, segir góðan göngutúr vera allra meina bót, en hún kom gangandi til fundar bæj- arráðs á fimmtudag. ÖKULAGSSÍRITINN var kynnt- ur á aðalfundi Samtaka ferðaþjón- ustunnar í vikunni en fyrirtækið New Development á Íslandi hefur hannað hugbúnaðinn og sér um samsetningu tækisins. Vilhjálmur A. Einarsson frá ND á Íslandi sagði að með því væri unnt að mæla ökulag, svo sem hraða, hröð- un, álag á ökutækið í beygjum og við hemlum og svo framvegis. Sagði hann þetta geta aukið tillits- semi og ábyrgð með bílstjórum. Elsa Þorkelsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd, fjallaði um notkun slíks tækis út frá persónu- vernd og sagði að meðferð upplýs- inga úr því yrði að eiga sér skýran tilgang og vera í samræmi við lög um persónuvernd. Vilhjálmur sagði ökusíritann í notkun hjá um 30 fyrirtækjum. Upplýsingar eru skráðar og geymdar og eftir þrjú til fjögur þúsund km akstur detta elstu upp- lýsingarnar úr gagnagrunninum. Hann sagði hægt að nota upplýs- ingar frá honum til að meta akst- urslag bílstjóra, hraða, hröðun, hemlun og meðhöndlun bíls í beygjum og væri hægt að setja upp ákveðin viðmið og skoða hvort bíl- stjórar færu út fyrir þau. Kosti slíks tækis sagði hann meðal ann- ars vera aðhald fyrirtækja að bíl- stjórum sínum og það hefði sýnt sig að ökuhraði þeirra lækkaði, til- litssemi þeirra og ábyrgð ykist og ýtt væri undir góðakstur bílstjóra. Ökusíritinn kostar um 80 þúsund krónur. Skylt að tilkynna Persónuvernd Elsa S. Þorkelsdóttir fjallaði um hvernig notkun á slíkum ökusírita horfir við Persónuvernd og nefndi þá þætti sem skoða þyrfti sérstak- lega. Hún sagði meðferð upplýs- inga úr síritum og upplýsingar sem fengnar væru með rafrænni vöktun verða að vera í samræmi við lög um persónuvernd og tryggja yrði gæði upplýsinganna. Öll skerðing á friðhelgi einkalífs, einnig á vinnu- stað, yrði að eiga sér skýran til- gang og því meiri upplýsingum sem væri safnað því meiri væri skerðingin. Þá væri samþykki við- komandi, þ.e. þess sem upplýsing- ar eru skráðar um, skilyrði eða að til vinnslunnar standi önnur heim- ild samkvæmt persónuverndarlög- unum. Meðal atriða sem koma til skoð- unar gagnvart lögunum sagði hún vera sanngirni, tilgang, magn, þ.e. að ekki væri safnað meiri upplýs- ingum en þörf væri á, áreiðanleiki upplýsinganna og persónugreinan- leiki en í því felst að óheimilt er að varðveita persónugreinanlegar upplýsingar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar. Benti hún og á að skylt væri að til- kynna Persónuvernd skráningu framangreindra upplýsinga, raf- rænna upplýsinga, úr ökusírita. Þá undirstrikaði lögfræðingur- inn mikilvægi þess að fara að lög- um varðandi vinnslu upplýsinga og persónugreinanleika og menn yrðu að vera sér meðvitandi um að raf- ræn söfnun upplýsinga gæti leitt til notkunar eða vinnslu þeirra. Ljóst yrði að vera hvort upplýsingum væri safnað til að greina hugsan- lega refsiverða háttsemi og hvað gera ætti t.d. við upplýsingar úr ökusírita sem sýndu að viðmiðanir fyrirtækis væru brotnar, hvort þær myndu leiða til áminningar eða uppsagnar viðkomandi bílstjóra. Telur ökusírita auka ábyrgð og tillitssemi UM leið og sumarið nálgast draga börnin fram sápukúluáhöldin og taka að blása af mikilli nákvæmni. Þau Eiríkur, Hákon Orri, Karl Anton og Þórunn Snjólaug voru sem dáleidd af töfrum sápukúln- anna er þau blésu til sumars í leikskólanum Sæborgu í Reykja- vík. Börnum hefur löngum þótt tæki þau er töfra fram kúlurnar vera spennandi sumargjöf. Til þess að kúlurnar verði sem flestar þarf ekki endilega að blása kröft- uglega, heldur af vandvirkni. Með hækkandi sól glitra kúlurnar svo skemmtilega á móts við himininn og gaman er að fylgja þeim eftir eins langt og augað eygir. Morgunblaðið/Ómar Eiríkur, Hákon Orri, Karl Anton og Þórunn Snjólaug í leikskólanum Sæborgu. Blásið til sumars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.