Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 9

Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 9 Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Aðeins 40 pláss laus og seld í dag gegn staðfestingu. Pantanir teknar kl. 13-15, meðan eitthvað er laust. Sjá einnig netið heimsklubbur.is. Vorið í Karíbahafi fyrir kr. 99.950? 10 dagar á kynningartilboði fyrir þig! Slíkt tilboð hefur ekki sést áður! Innif. flug til Miami, 8 d. sigling með glæsiskipinu Carnival TRI- UMPH 17. maí, 8 d. með öllu inniföldu, fullt fæði, endalaus skemmtun og ævintýri í þessari fljót- andi höll, sem færir þig fyrirhafnarlaust milli spennandi áfangastaða í bláu Karíbahafi, s.s. COZ- UMEL í Mexikó, GRAND CAYMAN og JAMAICA. Þú getur valið um 12 þilför og baðað í sundi og sól daglangt, meðan skipið líður áfram, en milli þess gætt þér á ljúffengum krásum og drykkj- um, og skroppið í land á fegurstu eyjum með framandi mannlíf. Lífið gerist ekki betra á ferð, og hér færðu lúxus fyrir lítið! (Útborðsklefi + kr. 36.000 með svölum + kr. 48.000) ELLEFU prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart því að karlmenn nýti sér rétt sinn til 3–6 mánaða fæðingarorlofs. Að- eins 0,3 prósent eru neikvæð gagnvart því að konur nýti sér sinn sambærilega rétt. Þetta kemur fram í nýrri Gall- upkönnun á viðhorfum fólks til nýtingar feðra og mæðra á fæð- ingarorlofi, sem gerð var dagana 27. febrúar til 5. mars síðastliðins fyrir vefsvæðið hgj.is. Sem kunn- ugt er öðluðust karlar og konur jafnan rétt til töku fæðingaror- lofs frá og með síðustu áramót- um, þ.e. þriggja mánaða kyn- bundinn rétt til orlofs auk þriggja mánaða sameiginlegs réttar sem foreldrar ákveða sjálf- ir hvernig þeir skipta á milli sín. Úrtakið í könnuninni var 575 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára og svöruðu 385 manns eða 67%. Spurt var: „Hversu jákvætt eða neikvætt finnst þér að karlar nýti sér rétt sinn til 3–6 mánaða fæðingarorlofs?“ Á sama hátt var spurt um viðhorf til fæðingaror- lofs kvenna og var spurningum víxlað þannig að í helmingi tilvika var spurt fyrst um viðhorf til fæðingarorlofs kvenna og öfugt. Niðurstöðurnar sýna að rúmlega 99% landsmanna á aldrinum 16–74 ára eru mjög eða frekar jákvæð gagnvart nýtingu kvenna á sínum rétti en þetta hlutfall fer niður í 85% þar sem réttur karla á í hlut. Aðeins 0,3% voru neikvæð í garð þess að konur nýttu sér þennan rétt og 0,5% svöruðu „hvorki né. Þegar karlar eiga í hlut voru svar- hlutföllin hins vegar þau að 11% voru neikvæð gagnvart því að karlar nýttu sér rétt sinn og um 4% svöruðu „hvorki né“. Niðurstöður könnunarinnar sýna enn fremur að konur eru já- kvæðari til nýtingar karla á rétti sínum til fæðingarorlofs en karlar sjálfir og ungt fólk er almennt já- kvæðara til nýtingar karlar á rétti sínum en eldra fólk. Þá eru laun- þegar og fólk, sem ekki er á vinnu- markaði, jákvæðara til nýtingar karla á rétti sínum til fæðingaror- lofs en atvinnurekendur. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að mikill meirihluti nýbakaðra feðra nýtir sér sinn kynbundna rétt til töku fæðing- arorlofs. Fólk neikvæðara gagnvart fæðingarorlofi karla en kvenna                                               !"  ! #!$%  ! #!% &  ''!(% &  )$!*% +#!'% , - .    /     ÖGMUNDUR Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, fékk í gær hvatningarverð- laun FENÚR, Fagráðs um end- urnýtingu og úr- gang, úr hendi Sivjar Friðleifs- dóttur umhverfis- ráðherra. Þetta er í annað sinn sem FENÚR heiðrar fyrirtæki eða einstakling sem hefur sýnt framsýni og þor. Starf Ögmundar hjá Sorpu hefur á margan hátt markað tímamót í með- höndlun úrgangs og endurvinnslu á Íslandi. Árið 1987 var hann skipaður í nefnd á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um gerð nýs urðunarstaðar. Í framhaldi af þeirri vinnu var Ögmundur ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrsta byggðasam- lagsins á landinu, Sorpeyðingar höf- uðborgarsvæðisins, Sorpu. Gunnar Bragason, formaður FENÚR sagði í samantekt sinni um Ögmund að við erfiðar aðstæður, svo sem fordóma, örsmáan markað, mikla fjarlægð frá stórum mörkuð- um, sveiflur í verðmyndun og margt fleira hafi Ögmundur og fólk hans náð ótrúlegum árangri miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Hann sagði að undanfarin 16 ár hefði Ögmundur verið burðarás og frum- kvöðull í endurnýtingu úrgangs á Ís- landi. Heiðraður fyrir framlag til sorpmála Ögmundur Einarsson BÚIÐ er að finna lekann á vatnsleiðslunni milli lands og Vestmannaeyja. Hann er um 5.800 metra frá Heimaey eða skammt frá Elliðaey. Friðrik Friðriksson, veitustjóri í Vest- mannaeyjum, sagði að lekinn hefði fundist með því að loka fyrir leiðsluna og soga sjó inn í hana í gegnum gatið. Neðan- sjávarmyndavélar hefðu síðan staðfest niðurstöðu mælinga. Friðrik sagði að sjórinn hefði náð að róta sandi ofan af leiðsl- unni á kafla og þar hefði bilunin fundist. Komið hefði í ljós að straumar næðu að hreyfa leiðsluna til og nudda henni við grjót á einum stað. Þar hefði gat myndast á leiðslunni. Hann sagði að næsta skref væri að gera við leiðsluna. Kafarar myndu hefja undirbúning að viðgerð strax eftir helgi. Friðrik sagði að vandræða- ástand hefði ekki skapast í Eyj- um þrátt fyrir vatnslekann. Gripið hefði verið til ráðstafana til að spara vatn en það hefði verið nauðsynlegt til að forðast vandræði. Ástandið núna væri gott eftir að loðnuvertíð lauk. Lekinn fannst við Elliðaey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.