Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FATLAFÓL, fatlafól, flakk-andi um á tíu gíra spítt-hjólastól ...“ Við göngum ákröftugar söngraddirnar íanddyri Menntaskólans að Laugarvatni. Gólfflöturinn er þéttsetinn – varla hægt að stinga niður fæti. „Fyrirgefið þið, getið þið bent okkur á skrifstofu skóla- meistarans?“ Í sömu andrá er lokið upp dyrum á vinstri hönd. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari, stendur í gættinni. „Ég get svarið að þetta var ekki planað,“ segir hann og getur ekki varist hlátri yfir vandræðagangi gestanna. „Söng- salur er alltaf að frumkvæði nem- endanna. Núna er mikið álag á þeim og því freistast þeir til að krækja sér í smáhlé. Ég samþykki framtakið með einu skilyrði – að sungið sé almennilega.“ Ævarandi vinátta „Ég var sjálfur í skólanum á sín- um tíma – útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut árið 1977,“ segir Halldór Páll eftir að hafa hall- að aftur hurðinni á skrifstofunni. „Ég er reyndar ekki úr sýslunni heldur af Snæfellsnesinu. Eftir skylduna og landspróf frá Reyk- holti í Borgarfirði var annaðhvort að leita á náðir ættingja í Reykjavík eða fara hingað á heimavist. Einn af eldri bræðrum mínum hafði verið á Laugarvatni og bar skólanum vel söguna. Önnur ástæða fyrir því að ég ákvað koma hingað var að ég taldi þroskavænlegt að vera á heimavist. Þegar ég lít til baka er ég sannfærður um að ég hafi haft á réttu að standa – og sérstaklega í tengslum við mannleg samskipti. Maður getur ekki bara hlaupið burt í fýlu þegar eitthvað bjátar á heldur verður að horfast í augu við vand- ann og leysa úr honum á heimavist. Sú reynsla hefur nýst mér vel á lífs- leiðinni bæði í starfi og einkalífi,“ segir Halldór Páll. Hann víkur að samheldni innan bekkjanna. „Í huga þeirra sem hafa tilheyrt ákveðnum hópi bæði í bekk og á heimavist í skóla eins og í Menntaskólanum að Laugarvatni hefur orðið bekkjarsystkini allt aðra og dýpri merkingu heldur en oft gerist almennt. Ég veit ekki hvort þú áttar þig á því hvað ég er að fara, en ég er að tala um ævar- andi vináttu,“ segir hann og veltir því fyrir sér hvort þessi sterku bönd á milli nemendanna hafi vald- ið því hvað gamlir nemendur séu ræktarlegir við skólann sinn. „Framlag þeirra til skólastarfsins, tryggð þeirra og vinátta, er í senn þakkar- og aðdáunarverð. Það er lífsstíll að vera ML-ingur enda eiga gamlir nemendur héðan sitt nemendasamband, Nemel – sem er mjög virkt.“ Stóð á tímamótum Að loknu stúdentsprófi hugðist Halldór Páll hefja nám í jarðeðl- isfræði við HÍ en ekkert varð úr þeim áformum. Hann tók spenn- andi atvinnutilboði frá Orkustofn- un, leiddist út í kennslu og hélt ekki áfram námi fyrr en nokkrum árum síðar. Eftir að hafa lokið kennara- námi í KHÍ hélt hann áfram að starfa við grunn- og framhaldsskóla og aflaði sér samhliða aukinnar þekkingar á sviði raungreina, m.a. 30 eininga stærðfræðinámi við HÍ og námi í rekstri og stjórnun. „Í hreinskilni sagt stóð ég á ákveðnum tímamótum eftir að hafa lokið 18 eininga rekstrar- og viðskiptanámi með starfi frá Endurmenntunar- stofnun HÍ vorið 2001. Ég hafði unnið við stærðfræði- og eðlisfræði- kennslu og verið deildarstjóri við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi í ein 14 ár og klæjaði í lófana að takast á við nýtt verkefni. Á svipuðum tíma og ég var að velta vöngum yfir því hvar best væri að bera niður var auglýst eftir skóla- meistara að Laugarvatni í eins árs námsleyfi Kristins Kristmundsson- ar. Eftir nokkra umhugsun og hvatningu frá mínum nánustu ákvað ég að að sækja um starfið og láta reyna á hvernig bakgrunnur minn nýttist í skólastarfinu. Eftir að Kristinn ákvað að draga saman seglin var ég ákveðinn í að sækjast eftir að halda áfram að vinna að þróunar- og uppbyggingarstarfi við skólann og var skipaður til fimm ára að undangenginni umsókn.“ Klassískur og í stöðugri þróun „Sérstaða skólans felst einkan- lega í því að 90% nemenda eru á heimavist,“ segir Halldór Páll og tekur fram að ekki megi gleyma því hversu skólinn sé ríkur af gömlum hefðum. „Almennt er hægt að segja að Menntaskólinn að Laugarvatni sé klassískur menntaskóli í stöð- ugri þróun. Meginverkefni skólans er að búa nemendur undir hefð- bundið háskólanám. Hér hafa lengi verið sterkar námsbrautir, náttúru- fræðibraut og málabraut. Íþróttabraut hefur verið þróun- arverkefni við skólann frá árinu 2000. Íþróttabrautin felur í sér þriggja ára starfsnám með áherslu á fagbóklegar- og verklegar íþróttagreinar ásamt náttúruvís- indum, íslensku og ensku. Með eins árs viðbótarnámi geta nemendur svo lokið almennu stúdentsprófi með áherslu á raun- eða hugvís- indagreinar.“ Halldór viðurkennir að allnokkr- ar fæðingarhríðir hafi fylgt upp- byggingu íþróttabrautarinnar. „Vert er að taka fram að íþrótta- brautin er ekki leikvöllur íþrótta heldur kröfuhörð braut ætluð til undirbúnings undir frekara nám við Íþróttafræðasetur KHÍ, sjúkra- liðanám eða annað heilsutengt nám. Einhverra hluta vegna virðast ekki allir nemendur hafa áttað sig á þessari staðreynd og því hefur tölu- vert brottfall verið af brautinni þessi fyrstu ár. Hins vegar hefur aðsókn að brautinni eins og reynd- Menntaskólinn að Laugarvatni 50 ára Öflug framtíðarsýn Menntaskólinn að Laugarvatni á hálfrar aldar afmæli laugardag- inn 12. apríl. Anna G. Ólafsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson brugðu sér í heimsókn – hittu núverandi og fyrrver- andi skólameistara og stallara nemenda- félagsins. Morgunblaðið/Golli Íþróttaæfing nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni við Héraðsskólann. Fyrsti vísirinn að menntaskólanum var einmitt framhaldsdeild við Héraðsskólann veturinn 1945—1946. Páll M. Skúlason aðstoðarskólameistari og Halldór Páll Halldórsson skóla- meistari eru báðir gamlir ML-ingar. „ÉG ÁKVAÐ að fara í Menntaskól- ann að Laugarvatni af því að pabbi bar skólanum vel söguna og svo langaði mig til að standa á eigin fót- um á heimavist,“ segir Páll Vil- hjálmsson, stallari nemendafélags ML, og staðhæfir að skólinn hafi gert gott betur en að standa undir væntingum hans í upphafi. „Vistin í Menntaskólanum að Laugarvatni gefur nemendum gott veganesti út í lífið. Ekki aðeins í bóklegum skiln- ingi heldur einnig hvað varðar mannleg samskipti. Nálægð nem- enda hver við annan á heimavistinni og svo við starfsmenn skólans hefur afar jákvæð félagsleg áhrif og eykur samheldni innan nemendahópsins. Ekki er heldur óalgengt að fólk haldi saman eftir menntaskólanámið. Bestu vinir pabba voru með honum að Laugarvatni.“ Páll segir að nemendafélag skól- ans sé mjög virkt. „Við göngumst fyrir alls konar skemmtilegum uppákomum, t.d. erum við yfirleitt með 7 til 8 böll á hverjum vetri. Ég get nefnt að fyrir skömmu stóðum við fyrir balli með Sálinni og Á móti sól á Örkinni. Hér eru líka alls konar skemmtilegar hefðir hafðar í heiðri. Þú varðst vitni að Söngsalnum áðan. Við erum með bjölluslag með svip- uðum sniði og MR-ingar og svo setja félögin Kamel og Kvemel sterkan svip á félagslífið í skólanum.“ Hvaða félög eru þetta? „Kamel er karlrembufélag og Kvemel er kvenrembufélag Mennta- skólans að Laugarvatni. Markmið félaganna er að klekkja á félögum í hinu félaginu.“ Þið eruð með busavígslu. Ekki satt? „Jú, busavígslan stendur alltaf yf- ir frá miðvikudegi til föstudags. Einn liður í henni er að fyrsta árs nemar eru boðnir upp og eiga að þjóna eldri nemendum í ákveðinn tíma. Busarnir eru látnir gera alls konar fáránlega hluti og svo er að sjálfsögðu hefðbundin busavígsla þar sem busunum er m.a. dýft ofan í Laugarvatn.“ Ætlar þú að mæla með Mennta- skólanum að Laugarvatni við börnin þín í framtíðinni? „Að sjálfsögðu þó að þau ráði því auðvitað sjálf hvert þau fara í fram- haldsnám.“ Gott veganesti út í lífið Páll Vilhjálmsson stallari kemur alla leiðina frá Neskaupstað í ML.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.