Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ króna og gerði ráð fyrir að ráðuneytin þrjú legðu hvert til jafnmikið fé, en áætlaður kostnaður við störf nefnd- arinnar var metinn 18 milljónir króna. Í janúar 2000, ári eftir að Sal- urinn í Kópavogi var vígður, var Ým- ir, tónlistarhús Karlakórs Reykjavík- ur vígður, fyrsta tónlistarhúsið sem tónlistarhús. Síðar sama vetur, eða í febrúar 1997 fékk Reykjavíkurborg svo breskan sérfræðing í skipulags- málum til að kanna hvort unnt væri að staðsetja tónlistarhús í miðborg Reykjavíkur. Borgarstjóri taldi bygg- ingu tónlistarhúss þar styrkja mið- borgina. Í kjölfarið lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og um- ferðarnefnd Reykjavíkur fram tillögu um að tónlistarhúsið yrði reist á mót- um Skúlagötu og Vitastígs. Breski sérfræðingurinn skilaði tillögu sinni að staðsetningu tónlistarhúss í apríl 1998. Tvær tillögurnar beindust að svæðinu á og við Faxaskála, eða á fyll- ingu við Ingólfsgarð, sú þriðja að lóð milli Hafnarstrætis og Geirsgötu. Í öllum tillögunum var gert ráð fyrir tveimur tónlistarsölum, þeim stærri fyrir um 1.100 manns og hinum helm- ingi minni. Nefnd samgönguráðherra skilaði tillögum sínum í júní 1998, og lagði til að ráðstefnumiðstöð yrði byggð í tengslum við tónlistarhúsið og að æskileg staðsetning væri í mið- borg Reykjavíkur. Tillögurnar voru samhljóða tillögum breska sérfræð- ings borgarinnar hvað salarými varð- aði, þótt áherslurnar um nýtingu væru ólíkar, stærri salurinn skyldi rúma ríflega 1.000 manns, og hann skyldi fyrst og fremst ætlaður til tón- leikahalds og æfinga Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, en minni salurinn er rúmaði 500 manns skyldi fyrst og fremst notaður til ráðstefnuhalds. Nú var orðið ljóst að hjólin voru farin að snúast og ýmislegt að gerast, bæði á vegum ríkis og borgar. Áherslur í um- ræðunni voru þó enn á staðsetningu hússins, en minna rætt um innviði þess og salaskipan. Vonir manna um að málin væru í föstum farvegi rætt- ust þegar menntamálaráðherra hélt ávarp fyrir tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Ísafirði í september 1998. Þar sagði hann meðal annars að áætlanir um byggingu tónlistarhúss væru langt komnar, og að á vegum ráðuneytisins væri verið að leggja síðustu hönd á stórhuga tillögur um ný heimkynni Sinfóníuhljómsveitar Íslands: …„með því að reisa yfir hana tónlistarhús sem stenst allar kröfur á heimsmælikvarða.“ Meðan beðið var eftir því að stórhuga tillögur menntamálaráðherra yrðu kynntar urðu þau tímamót að tveir tónleika- salir á höfuðborgarsvæðinu lifnuðu við í huga fólks, til hálfs og fulls. Ófrá- gengnum tónleikasal Karlakórs Reykjavíkur var formlega gefið nafn- ið Ýmir í nóvember 1998 og 2. janúar 1999 var Tónlistarhús Kópavogs formlega tekið í notkun. Tónleikasal- ur hússins sem rúmar 300 manns, fékk nafnið Salurinn. Og nú var skammt stórra högga á milli. Ríki og borg sameinast um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss 5. janúar 1999 urðu loks þau tíma- mót að ríki og borg tilkynntu að þau myndu í sameiningu beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar í miðborg Reykjavíkur, en nánari staðsetning var óákveðin. Áætlaður byggingakostnaður var sagður 3,5–4 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir tveimur sölum, 1.200– 1.300 manna tónleikasal og 300–400 manna sal sem fyrst og fremst yrði ætlaður ráðstefnuhaldi. Nefnd sem skipuð var fulltrúum menntamála- ráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Reykjavíkur- borgar var falið að vinna að sam- komulagi um fjármögnun, fram- kvæmdatilhögun og kostnaðar- skiptingu og leita samstarfsaðila um verkefnið. Ekkert var talað um möguleika á óperuflutningi í húsinu. Í kjölfarið var nefnd á vegum borgar- innar undir forystu borgarverkfræð- ins falið að vinna að tillögum um stað- setningu hússins. Tónlistarmenn og áhugamenn um tónlist fögnuðu þess- um áformum innilega, en stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna álykt- aði gegn fyrirhuguðum fjárútlátum ríkis og borgar í byggingu tónlistar- hússins. Nú var orðið hægt að tala um Tónlistarhúsið með stórum staf og ákveðnum greini. Fréttir af fram- vindu mála urðu líka tíðari. Í mars 1999 skipuðu Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti fulltrúa í fyrr- greinda samstarfsnefnd um ráð- stefnu- og tónlistarhús, undir forystu Ólafs B. Thors. Nefndinni var meðal annars ætlað að vinna að samkomu- lagi um fjármögnun hússins, tilhögun og kostnaðarskiptingu. Um haustið lagði borgin nefndinni til 4,5 milljónir byggt var í Reykjavík eftir byggingu Hljómskálans 1923. Í febrúar 2000 sagðist borgarstjóri hallast að því að leita ætti eftir tilboðum í hönnun, byggingu og rekstur þeirra mann- virkja sem hýsa ættu ráðstefnumið- stöð, tónlistarhús, hótel og bíla- geymslu við Ingólfsgarð í Reykjavík. Ekki var ákveðið hvort um yrði að ræða einkaframkvæmd eða einka- fjármögnun. Einkaframkvæmd fæli í sér að ríki og borg gerðu samning við einkaaðila um byggingu og rekstur hússins eftir útboð og kostnaður greiddur af opinberu fé, en með einkafjármögnun væri leitað eftir fjármagni af almennum fjármála- markaði til verksins. Menntamála- ráðherra sagði sjálfsagt fyrir sam- starfsnefnd ríkis og borgar að skoða hugmyndir borgarstjóra, eins og aðr- ar skynsamlegar leiðir. Strax mánuði síðar, í mars 2000 samþykkti Hafn- arstjórn Reykjavíkur tillögu um af- mörkun lóðar fyrir byggingu tónlist- ar- og ráðstefnuhúss og hótels við Austurbakka Reykjavíkurhafnar. Þar með var loks endanlega búið að ákveða staðsetningu hússins. Allan þann tíma sem liðið hafði frá því að farið var að tala um tónlistar- hús af alvöru, eða frá því upp úr 1980 var tónlistarlífið í mikilli framför. Fjöldi hámenntaðra tónlistarmanna skilaði sér heim úr framhaldsnámi á áttunda og níunda áratugnum og sú þróun hefur haldist áfram. Tónlistar- landslagið tók miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum aldarinnar, tón- leikum fjölgaði til muna og æ fleiri sóttu tónleika. Tónlistarráð Íslands kynnti í desember árið 2000, skýrslu um tónleikahald á landinu árið 1999, þar sem kom fram að haldnir voru rúmlega fernir tónleikar á dag, alla daga ársins, eða alls um 1.541 tón- leikar. Mikill meirihluti þessara tón- leika var á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan þótti sýna ótvírætt hve þörfin fyrir tónlistarhúsið var orðin brýn. Enn deilt um aðild Óperunnar og þriðji salurinn bætist við Í apríl og maí vorið 2000 hljóp enn á ný líf í umræðuna um hvort það ætti að vera mögulegt að flytja óperur í tónlistarhúsinu, þegar óperusöngvar- arnir Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson og Árni Tómas Ragnarsson læknir skrifuðu greinar í Morgunblaðið, þar sem þeir gagn- rýndu að ekki væri gert ráð fyrir þeim möguleika í húsinu. Kristinn benti jafnframt á mikinn húsnæðis- vanda Íslensku óperunnar. Bjarni Daníelsson óperustjóri brást við þess- ari gagnrýni í viðtali í Morgun- blaðinu, þar sem hann sagðist virða ákvörðun fyrri óperustjóra, Garðars Cortes, um að Óperan hefði ekki átt erindi í tónlistarhúsið, eins og skipu- lag þess var þá fyrirhugað. Bjarni tók þó fram að ef forsendur breyttust og hugmyndir um sali hússins yrðu end- urskoðaðar myndi Íslenska óperan óska eftir því að fá að vera með. Þess var ekki langt að bíða að nýjar hug- myndir um skipan hússins væru kynntar, því 13. júní 2001 var hug- myndasamkeppni um skipulag mið- borgarinnar kynnt. Borgarstjóri sagði þá að stefnt væri að því að hefja framkvæmdir við tónlistar- og ráð- stefnuhús árið 2003, og að þær tækju 2–3 ár. Útboð var fyrirhugað á fram- kvæmdunum og framlag ríkis og borgar áætlað 4,5 milljarðar, en heild- arkostnaður 10 milljarðar. Áformað var að stærri tónleikasalur rúmaði 1.500 manns og minni tónleikasalur 450 manns. Nú var gert ráð fyrir þriðja sal sem rúmaði 750 manns, fyrst og fremst til ráðstefnuhalds. Þar með voru þær forsendur sem Ís- lenska óperan lagði til grundvallar ákvörðun sinni frá vorinu 1997 um að vera ekki með, brostnar, að mati Óp- erunnar sjálfrar, og strax um haustið, eða í september 2001, fól stjórn Ís- lensku óperunnar óperustjóranum að kanna hug ríkis og borgar til þess að Óperan kæmi að byggingu tónlistar- hússins. Gamla bíó, aðsetur Óperunn- ar frá upphafi, var boðið sem fjár- hagslegt framlag upp í kostnað. Mánuði síðar, eða 3. október ályktaði menningarmálanefnd Reykjavíkur að brýnt væri að menntamálaráðuneytið kannaði ítarlega hvernig óperu- flutningur gæti orðið þáttur í starf- semi tónlistar- og ráðstefnuhúss. Mat nefndarinnar var, að óperustarfsemi styrkti fjölbreytta nýtingarmögu- leika hússins. Á málþingi Íslensku óp- erunnar í nóvember um framtíð hennar, voru möguleikarnir á aðild Íslensku óperunnar að Tónlistarhús- inu efst á baugi. Óperuflutningur mögulegur en Íslenska óperan ekki inni Í janúar 2002 voru úrslit í hug- myndasamkeppni um skipulag lóðar tónlistar- og ráðstefnuhúss kynnt. 44 tillögur bárust, og var hugmynd Guðna Tyrfingssonar, Lotte Elkjær, Mikels Fischers-Rassmusens og Lasse Grosböl hlutskörpust. Í Morg- unblaðsviðtali nokkrum dögum síðar sagði Vladimir Ashkenazy að engin ástæða væri til að hafna því að tónlist- arhúsið gæti orðið vettvangur bæði hljómsveitarleiks og óperuflutnings, og að það fyrirkomulag gæti reynst ódýrara fyrir þjóðina þegar upp væri staðið. Skömmu síðar tilkynnti menntamálaráðherra að salur tónlist- arhússins yrði þannig úr garði gerður að óperuflutningur væri þar mögu- legur. „Það er vilji til þess að hafa hljómsveitargryfju í tónlistarsalnum og ljósabúnað, þannig að hægt verði að setja þar upp gestasýningar af ýmsu tagi. Þannig er komið til móts við sjónarmið um að auka not af saln- um, meðal annars með því að setja upp óperuverk. [ …] Íslenska óperan gæti að sjálfsögðu [ …] sett þar upp gestasýningar eins og aðrir.“ Eins og ljóst má vera, var ráðherra hér að tala um stóra sal hússins, þann sem Ís- lenska óperan hafði á sínum tíma talið of stóran fyrir sig. Í lok mars 2002 sagði nýr mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, í Morgunblaðsviðtali að húsnæðis- vanda Óperunnar yrði að leysa með öðrum hætti, og benti á, að þegar for- sendur voru ákveðnar fyrir hönnun hússins, hefði ekki verið gert ráð fyrir starfsemi Íslensku óperunnar þar. Líkan af tónlistarhúsinu sem Guðmundur Jónsson arkitekt teiknaði 1986 og fékk fyrstu verðlaun í samkeppni Samtaka um byggingu tónlistarhúss um teikningar að tónlistarhúsi. Varla er von til þess að þetta hús rísi héðan af. ("  )%*%+!'$*!,%!  % %"  -./01                   -.231  !         "    #    $$              4 %-..51%     #      &   #    #      !      !# # &             ' # &  )*%-..61(                 &  ' &  !         )               *++%*,++ #  ,%-++ .    $   &      $  '   #       '  &  '  /       !            * %-..210   /'                 !#               &  '  **++ #      37%'7%-...1  #  !#    &      !   / !     #       !#  )     *++%*,++    # ,++%-++    #   '       4 %-...1 !# #          $       %#       # 1  02# (     '     #         # #    $  -07%')*%/88-1   $$   $  !#   0#           &    '         ++,#     %, 3#   '      *4++ #      -4+ )  &     54+  #      67% 7%/88-1   $ $       # !#  &     $ #  !      06 )  !       $$ #   /87%'7%/88/17      $$   $     % #     --  !    ) 2 # "#.'8  9 : %   # " )# !   $  /-7%#7%/88/18          2     &      $   &    --7% * %/88/1  !     #  %           # !#       ' !#    #++#    '    ++-3'   #  '$ ;       4-<# !# -;<)  *4++    54+     # -4+ ' #  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.