Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 11
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 11 Í RÚSSLANDI, Frakklandi og Þýzkalandi, löndunum sem hafa verið í fararbroddi í andstöðu við stríðið í Írak, óttast margir að Bandaríkjamenn muni eftir her- nám Bagdads finna ný sönnunar- gögn um þátt fyrirtækja frá þess- um löndum í því að vígbúa Írak Saddams Husseins – og muni not- færa sér þessi gögn til að koma pólitísku höggi á stríðsandstöðu- löndin þrjú. Þetta er fullyrt í grein í nýjasta hefti þýzka vikuritsins Der Spiegel. Í greininni – sem ber yfirskrift- ina „Óttinn við sigurinn“ (Zittern vor dem Sieg) – eru raktar vís- bendingar um að fleiri fyrirtæki frá þessum þremur löndum hafi á níunda og tíunda áratugnum átt þátt í viðskiptum við Íraka, sem sum hver þyldu illa dagsljósið og fælu í sér brot á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna sem sett var á eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í síðustu viku sökuðu talsmenn Bandaríkjastjórnar Rússa opinber- lega um að hafa selt Írökum vopnabúnað sem berlega væri á bannlista. Rússar svöruðu fullum hálsi; rússneski utanríkisráðherrann Igor Ívanov sagði að hér væru ekk- ert annað en „staðlausar ásakanir“ á ferðinni. Forsetarnir Vladimír Pútín og George W. Bush kváðu hafa rifizt um málið í símasamtali. Vopnin sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að hafa útvegað her Saddams Husseins eru meðal annars háþróaðar skriðdreka- varnasprengjuvörpur, nætursjón- aukar og truflunarbúnaður til að afvegaleiða gervihnattastýrðar sprengjur og flugskeyti. „Og óvin- urinn heitir ekki aðeins Rússland: Hver sá sem tók þátt í að vígvæða stjórn Saddams og stendur nú á hliðarlínunni þegar valdi er beitt til að koma henni frá, á yfir höfði sér reiði Bandaríkjamanna – þ.e.a.s. líka Þjóðverjar og Frakkar,“ skrif- ar Spiegel. Vitnað er til orða Williams Saf- ire, þekkts pistlahöfundar í New York Times, sem skrifaði nýlega: „Hvað mun heimurinn uppgötva, þegar stríðinu er lokið? Hvaða lönd hjálpuðu á laun Saddam Hussein að þróa skaðræðisvopn sín?“ Og bandaríski blaðamaðurinn Kenneth Timmermann, sem er höfundur bókarinnar „The Death Lobby: How the West Armed Iraq“ (Hvernig Vesturlönd víg- væddu Írak), spáir því, að alveg ný umræða sé framundan um þessi mál. Og Þjóðverjar muni sannar- lega fá sína sneið. Fyrst kom röðin að Rússum að vera teknir fyrir, vegna þess að þeir kváðu hafa – ólíkt Frökkum og Þjóðverjum – haldið áfram að selja Írökum vopnabúnað allt fram undir það síðasta. Arkadí Shípúnov, talsmaður rússneskrar vopnaverksmiðju sem Bandaríkjamenn saka um að hafa selt Írökum skriðdrekavarna- sprengjuflaugar, segist ekki skilja írafárið, nema sem tilraun Banda- ríkjamanna til að leita sér blóra- böggla fyrir að fyrsti áfangi inn- rásarinnar í Írak skyldi ekki ganga eins vel og þeir óskuðu sér. Rússneski hernaðarmálablaða- maðurinn Pavel Felgenhauer segir að þær leiðir sem Bandaríkjamenn halda fram að rússnesku skrið- drekavarnavopnin hafi verið flutt um til Íraks séu í samræmi við þær aðferðir sem vitað er að hafa lengi verið stundaðar – þannig væri til dæmis heilu þyrlunum pakkað saman sundurteknum í gáma, sem væru fluttir til Búlgaríu og þaðan áfram til Íraks, þar sem rússneskir sérfræðingar sæju um að púsla þeim aftur saman. Tækifæri til að beina athyglinni frá eigin syndum Spiegel bendir á, að vel sé hugs- anlegt að Bandaríkjamenn muni með tilliti til eigin hagsmuna birta upplýsingar um bannvöru í Írak upprunna í Þýzkalandi. Með því gætu þeir „beint athyglinni snyrti- lega frá eigin syndum fortíðarinnar – til dæmis lét bandaríska fyrir- tækið ATCC Írökum í té sýkla, sem þeir notuðu í sýklavopnaáætl- un sína.“ Í skýrslum þeim sem Írakar lögðu fram að kröfu öryggisráðs SÞ um efna- og sýklavopnaáætl- anir sínar kváðu vera listar yfir er- lend fyrirtæki sem þeir segja hafa hjálpað til við þessar áætlanir, en þessir listar hafa ekki verið gerðir opinberir. Sagt er að 18 af 56 fyr- irtækjum sem þar eru nefnd í tengslum við efnavopnaáætlun Íraka séu þýzk. Og samkvæmt lista yfir fyrirtæki sem útveguðu íhluti í kjarnorkuvopnaáætlun Íraka á árunum 1989–1990 kvað um þriðjungur vera frá Þýzkalandi og álíka hátt hlutfall frá Frakk- landi. Allar þessar upplýsingar, alla- vega að því er varðar hlut Rússa, Frakka og Þjóðverja, hafa hingað til ekki verið gerðar opinberar en gætu verið dregnar fram í dags- ljósið. Bandaríska leyniþjónustan hefur gert út sérstakt teymi til að leita uppi efna- og sýklavopn í Írak og gögn um þau, til að George W. Bush forseti fái í hendur sönnunar- gögn sem hann þarf svo nauðsyn- lega á að halda um gereyðingar- vopnaeign Íraka. Flóðbylgja málsókna? Og þýzkur lögfræðingur, sem hefur varið mörg þýzk fyrirtæki í málaferlum vegna meintrar þátt- töku þeirra í viðskiptum sem brutu í bága við viðskiptabann SÞ á tí- unda áratugnum, spáir því, að „komi Bandaríkjamenn höndunum yfir gagnasöfn Íraka, er von á flóð- bylgju nýrra málsókna“. Gagnaleit gegn stríðsandstæðingum Líklegt þykir að Bandaríkjamenn finni eftir hernám Bagdads gögn um vígvæðingaraðstoð sem Írakar fengu á liðnum árum frá Rússlandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Og gögnunum muni þeir reyna að beita gegn hagsmunum þessara þriggja stríðsandstöðulanda. ÍRASKI hershöfðinginn Ali Hasan al-Majid hefur verið kallaður „Efna- vopna-Ali“ frá gasárásinni á Kúrda árið 1988 en þótt hann sé þekktastur fyrir herferðina gegn Kúrdum hefur hann framið fjölmörg önnur grimmd- arverk. „Ég ætla að drepa þá alla með efnavopnum!“ heyrist hershöfðinginn segja á hljóðupptöku á fundi æðstu embættis- manna Íraks, en henni var síðar smyglað úr landi. „Hverjir ættu að segja eitthvað við því? Alþjóðasamfélagið? Al- þjóðasamfélagið og þeir sem hlusta á það! Ég ætla ekki að ráðast á þá með efnavopnum í einn dag, heldur fimm- tán daga.“ Talið er að um 100.000 manns hafi beðið bana í herferð- inni gegn Kúrdum. Hún var aðeins upphafið að níðings- verkum sem urðu til þess að al-Majid er nú þekktur sem einn af grimmustu böðlum Saddams Husseins og of- arlega á lista Bandaríkjastjórnar yfir þá sem hún leggur mesta áherslu á að taka til fanga. Talið er að hann sé yf- irmaður sveita Íraka í sunnanverðu Írak þar sem beitt er aðferðum skæruliða og jafnvel hryðjuverka- manna til að hægja á framrás innrás- arliðsins í átt að Bagdad. Dregið hef- ur úr mótstöðu þessa liðsafla víða í suðurhlutanum á undanliðnum dög- um og kann því að vera að al-Majid stýri þeim ekki lengur. Mannréttindahreyfingar segja að „Efnavopna-Ali“ beri ábyrgð á mörg- um grimmdarverkum sem framin voru í Kúveit eftir að Írakar réðust inn í landið árið 1990 og miskunn- arlausum aðgerðum til að bæla niður uppreisn shíta í Suður- Írak ári síðar. Hugs- anlegt er að hann hafi einnig látið myrða tvo tengdasyni Saddams þegar þeir sneru aftur til Íraks eftir að hafa flúið til Jórdaníu. Hermt er að banda- rískir hermenn hafi leit- að al-Majids dyrum og dyngjum í bænum Shatra, norðan við Nas- iriya, í liðinni viku. Bandarískir hermenn sögðu fréttamönnum að yfirmenn írösku her- sveitanna hefðu verið með höfuðstöðvar í Shatra en fregnir hermdu að al-Majid hefði ekki fund- ist. Miskunnarlausar sprengjuárásir og aftökur Al-Majid er náfrændi Saddams og var bílstjóri og sendiboði í Íraksher þegar Baath-flokkurinn komst til valda árið 1968. Hann komst til met- orða eftir að Saddam varð forseti árið 1979 og varð leiðtogi stjórnarflokks- ins í Norður-Írak 1987, árið áður en gasárásin var gerð á Halabja og fleiri þorp Kúrda. „Yfirmenn sveitanna eiga að fyr- irskipa sprengjuárásir með stór- skotatækjum, þyrlum og flugvélum, jafnt á nóttu sem degi, til að drepa sem flesta,“ sagði í tilskipun sem al- Majid undirritaði og komst í hendur kúrdískra uppreisnarmanna. „Her- menn geta hleypt af byssunum hve- nær sem þeir vilja, án nokkurra tak- markana. Þá sem eru 15 til 70 ára á að taka af lífi eftir að þeir hafa veitt gagnlegar upplýsingar.“ Al-Majid var ríkisstjóri Kúveits í fimm mánuði eftir innrásina í landið og Írakar voru sakaðir um mörg grimmdarverk, mannrán, nauðganir og pyntingar á Kúveitum. Seinna ein- kenndust aðgerðir hans til að bæla niður uppreisn shíta í Suður-Írak af „aftökum, gerræðislegum hand- tökum, mannshvörfum, pyntingum og öðrum grimmdarverkum“, að sögn mannréttindahreyfingarinnar Hum- an Rights Watch. Al-Majid tók stundum sjálfur þátt í ódæðisverkunum sem hann fyrirskip- aði. „Hann kallaði okkur heimska shíta,“ sagði Íraki sem ein af her- sveitum al-Majids tók til fanga í upp- reisninni í Suður-Írak. „Fangarnir voru færðir til hans, einn í einu, með bundið fyrir augun. Hann sagði við þann fyrsta: Hvað hefur þú gert? Maðurinn sagðist ekki hafa gert neitt. Ali Hasan al-Majid sagði hon- um að úr því svo væri gæti hann farið heim. Þegar maðurinn sneri sér við skaut Ali Hasan al-Majid hann í bak- ið. Svo virtist sem honum fyndist þetta drepfyndið.“ Sendimaður Saddams Síðastliðið haust varð al-Majid sendimaður Saddams og hann fór til landa eins og Líbýu og Sýrlands til að reyna að afla stjórn Íraks stuðnings. Orðrómur komst þá á kreik um að hann væri að reyna að tryggja Sadd- am og sjálfum sér hæli vegna yfirvof- andi árása Bandaríkjahers. Al-Majid gerði gys að hugmynd- inni um að leiðtogar Íraks færu í út- legð. „Jafnvel börn geta ekki trúað þeim,“ sagði hann. Mannréttindahreyfingar hvöttu ríkin, sem hershöfðinginn heimsótti, til að handtaka hann. „Al-Majid er böðull Saddams Husseins,“ sagði Kenneth Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch. „Fangels- isverðir ættu að taka á móti honum, ekki þjóðhöfðingjar.“ „Efnavopna- Ali“ leitað dyrum og dyngjum Reuters Tékkneskir hermenn æfa viðbrögð við efnavopnaárás í Kúveit áður en ófriðurinn í Írak hófst. Reuters Kúrdískir hermenn halda á mótefni til notkunar eftir sýkla- eða eitur- efnaárás, sem þeir kváðust hafa fundið í yfirgefnum stöðvum íraska hersins nærri borginni Arbil í Norð- ur-Írak. Ali Hassan al-Majid, „Efnavopna Ali“. Newsday. ’ Ég ætla að drepaþá alla með efna- vopnum! Hverjir ættu að segja eitt- hvað við því? ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.