Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN 12. mars síðastliðinn rit- aði Björk Bjarnadóttir grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hvar er fjaran mín?“ og beindi spurningu sinni til Landsvirkjun- ar. Í greininni fjallar Björk um breytingar sem orðið hafa á fjörum við ósa Blöndu á síðasta áratug og telur að bráðlega þurfi að fara að hyggja að byggingu varnargarða til að stöðva landbrot við Blönduós. Landsvirkjun hefur beðið Almennu verkfræðistofuna að svara greininni en stofan vinnur nú að úttekt á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Sandfjara – grjótfjara Í grein Bjarkar kemur fram að þar sem áður var sandfjara við ós- inn sé nú grjótfjara og telur hún líklegt að breytingarnar tengist Blönduvirkjun, en virkjunin tók til starfa árið 1991. Björk telur að sandfjaran hafi áður varið strönd- ina en nú sé orðið nokkurt land- brot við háan sjávarbakka en uppi á honum standa íbúðarhús. Aug- ljóst er að Björk þykir eftirsjá að sandfjörunni en meginspurning hennar snýr að því hver beri ábyrgð á breytingunum og hver eigi að bera kostnaðinn af mót- vægisaðgerðum vegna landbrots. Að auki spyr Björk um það hver áhrifin muni verða á lífríkið í Húnaflóa. Umhverfisáhrif Blönduvirkjunar Eins og fram kemur í grein Bjarkar Bjarnadóttur voru lög um mat á umhverfisáhrifum ekki kom- in til sögunnar þegar Blanda var virkjuð. Þrátt fyrir það fóru fram töluverðar náttúrufarsrannsóknir vegna virkjunarinnar. Þær rann- sóknir sneru reyndar fyrst og fremst að hlunnindum landeig- enda, einkum beit á afréttum og fiskveiðum í ám og vötnum á áhrifasvæði virkjunarinnar. Ekki voru gerðar rannsóknir á lífríki í sjó við ósa Blöndu áður en virkj- unarframkvæmdir hófust eða held- ur rannsóknir á rofi eða setmynd- un við ströndina. Á síðasta ári ákvað Landsvirkj- un að gera úttekt á umhverfis- áhrifum Blönduvirkjunar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar á þessu ári. Aurburður Blöndu Óumdeilt er að með tilkomu Blönduvirkjunar hefur aurburður í Blöndu breyst verulega. Jafnframt hafa rennslishættir árinnar breyst. Tilgangur miðlunarlóns er að jafna rennsli árinnar yfir árið og því koma ekki vorflóð í hana á sama hátt og áður. Vetrarrennsli verður meira og sumarrennsli minna. Grófasti hluti jökulaursins verður eftir í Blöndulóni og með tímanum munu þessar breytingar hafa áhrif á farveg árinnar allt til ósa. Ársmeðaltal aurburðar í Blöndu fyrir virkjun (1951–1990) var 571 þúsund tonn á ári en eftir virkjun (1992–1997) 63 þúsund tonn á ári skv. mælingum í Blöndudal. Því lætur nærri að árlega setjist 500 þúsund tonn af jökulaur fyrir í virkjunarlónum. Ætla verður að sandburður við Blönduós fari smám saman minnkandi þegar far- vegur Blöndu nær nýju jafnvægi. Landbrot við Blönduós Landbrot við Blönduós hefur lengi verið vandamál. Í aðalskipu- lagi Blönduóss 1993–2013 er nokk- uð fjallað um vandann og sýndur uppdráttur af landbroti á árabilinu 1959–1983 (http://www.blondu os.com/skipulag/adal/ad11.htm). Þar er einnig rakin bygging sjó- varnargarða 1983–1986 og 1990. Þetta var áður en Blanda var virkjuð. Saga fjörunnar á loftmyndum Af flugmyndum má sjá að sand- ur við ströndina hefur verið á mik- illi hreyfingu. Samanburður á myndum frá 1946, 1958, 1977, 1991 og 1999 sýnir að ströndin hefur stöðugt verið að breytast. Til að auðvelda samanburðinn hefur strandlínan frá 1999 verið dregin inn á eldri myndirnar. Flugmyndirnar sýna að tals- verðar breytingar hafa orðið á ströndinni við Blönduós undan- farna áratugi en ekki er sýnilegt að þær stefni í ákveðna átt. Breyt- ingarnar ráðast væntanlega að mestu leyti af veðrum og vindum og jafnvel einstökum vetrarveðr- um. Breytingar á ströndinni fyrstu árin eftir að Blönduvirkjun tók til starfa virðast ekki meiri en þær breytingar sem urðu á ströndinni fyrir virkjun. Hvers er að vænta? Með tímanum munu breytingar á framburði Blöndu hafa áhrif á ströndina við Blönduós. Ekki er þó sérstök ástæða til að ætla að land- brot verði mikið umfram það sem þarna hefur verið undanfarna áratugi. Fjörurnar norðan við Blönduós hafa að mestu verið varðar með grjótgörðum. Sunnan árinnar hefur verið gerður grjót- garður næst ósnum en þar sunnan við tekur við grjótfjara. Ofan hennar sér víðast hvar í berar klappir en upp af fjörunni rísa fornir sjávarhjallar. Gera má ráð fyrir að Blanda hafi verið jökulvatn síðustu 3.000–4.000 ár. Á þeim tíma hefur ánni ekki tekist að setja mark sitt á strönd- ina við ósinn og sandur sem þang- að berst hefur skolast burtu jafn- harðan. Áður en jöklar tóku að stækka hér á landi fyrir 3.000– 4.000 árum má reikna með að jök- ulþáttur Blöndu hafi verið harla lítill. Því má ætla að í um 6.000 ár eftir lok ísaldar hafi hafaldan mót- að ströndina við Blönduós án þess að sandburður kæmi þar við sögu. Undir lausu gjóti í fjörunni sunnan við ósinn er grunnt á klöpp og því er ströndin nokkuð vel undir það búin að takast á við sjávarrofið þegar sandburður minnkar í Blöndu. Virkjun Blöndu mun með tím- anum hafa áhrif á sandburð við ós Blöndu og sennilega er þeirra áhrifa þegar farið að gæta. Ekkert bendir þó til að þar sé í uppsigl- ingu stórfellt landbrot af þessum sökum. Flugmyndir af Blönduósi frá ýmsum tímum. Strandlínan frá 1999 hefur verið dregin inn á myndirnar til viðmið- unar. Birt með leyfi Landmælinga Íslands. FJARAN VIÐ BLÖNDUÓS OG UMHVERFISÁHRIF BLÖNDUVIRKJUNAR „Óumdeilt er að með tilkomu Blönduvirkj- unar hefur aurburður í Blöndu breyst verulega. Jafn- framt hafa rennsl- ishættir árinnar breyst.“ Eftir Sigmund Einarsson Höfundur er jarðfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni. HÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS SKEMMUVEGUR - NÝJA BYKÓHÚSIÐ SKEIFAN - VERSLUNAR- OG LAGERHÚSNÆÐI Til leigu eða sölu er mjög rúmgott og bjart 270 fm verslunarhúsnæði, ásamt u.þ.b 460 fm kjallara sem hefur innbyggðan innkeyrsluramp. Engar burðarsúlur í húsnæðinu, sem er mikill kostur og eykur mjög nýtingu hennar. Bjart og snyrtilegt verslunarhúsnæði með stóra versl- unarglugga bæði til austurs og suðurs. Inngangar eru þrír. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að skipta plássinu upp í smærri einingar. Selst /leigist saman eða í sitthvoru lagi. Í þessu vel staðsetta húsi er til sölu 675 fm húsnæði á jarðhæð. Góð aðkoma og næg bílastæði. Auðvelt er að skipta húsnæðinu upp í fimm 125 fm einingar með innkeyrsluhurðum. Góð loft- hæð. Laust 1. apríl. Áhv. 27 millj. Öflug félagasamtök í Reykjavík óska eftir 500-700 fm húsnæði til kaups miðsvæðis í borginni undir starfsemi sína. Æskilegt að húsnæðið sé sýnilegt og liggi vel við almenningssamgöngum. HVERAGERÐI Opið hús í Heiðarbrún 54 Tvílyft parhús, 168,5 fm auk 20,7 fm. bíl- skúrs. Fjögur svefnherbergi, þar af eitt inn af forstofu. Suðurlóð, verönd með heitum potti. Verð aðeins 15,5 milljónir. Kjarakaup. Katrín og Theodor verða með opið hús og taka á móti fólki milli klukkan 14 og 18 í dag. Allar nánari upplýsingar gefur Halldór í síma 897 3196. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.