Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Buxnadagar Vinnufatabúðin NEFND, sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra skipaði á síðasta ári til að móta tillögur um framtíð Hóla í Hjalta- dal, oft kölluð Hólanefnd, hefur afsalað sér greiðslum fyrir störf sín. Ástæðan er sú að nefndarmönnum finnst verkefnið skemmtilegt og áhugavert, eins og því var lýst við athöfn á Hólum á miðviku- dag er ráðherra skrifaði undir reglu- gerð sem heimilar Hólaskóla að útskrifa nemendur á háskólastigi. Reglugerðin var meðal aðaltillagna nefndarinnar sem skilaði frá sér skýrslu til ráðherra sl. haust. Mun nefndin halda áfram störfum en hana skipa Þór- ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga, sem er formaður, Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS og fv. seðlabankastjóri, og Vilhjálmur Egils- son, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins í Washington og fv. alþingismaður. Fyrir opinber nefndarstörf af þessu tagi eru greiddar rúmar 1.250 krónur á klukkustund og fær nefndarformaður 50% álag ofan á það. Ríkisendurskoðandi segir þetta undantekningu frá reglunni Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki muna eftir því í fljótu bragði að ráðherraskipuð nefnd hefði afsalað sér þóknun. Hér væri í öllu falli á ferðinni undantekning frá reglunni. Hann sagði það gleðiefni þegar fulltrúar atvinnu- lífsins legðu til krafta sína og þekkingu í þágu hins opinbera af slíkri ánægju og áhuga að þeir gerðu það án endur- gjalds. Afsalar sér greiðslum vegna starfs- ánægju UM þessar mundir er unnið hörðum höndum að endurbyggingu Þjóðminjasafns Íslands. Vonast er til að safnið eigi eftir að draga að sér margan mann- inn í framtíðinni. Aðdráttarafl safnsins virðist nú þegar búið að draga að sjálfan Hallgrímskirkju- turn. Safnið verður opnað að nýju á næsta ári en þá verða liðin 60 ár frá því að Alþingi ákvað við stofn- un lýðveldis að reisa safninu eigið hús. Morgunblaðið/Golli Aðdráttarafl Þjóðminjasafns FORSVARSMENN verktaka eru nokkuð bjartsýnir á framtíðina enda eru fram undan fjölmörg stór verkefni sem ýmist er þegar búið að bjóða út eða verða boðin út á næstunni. Á það við um húsbyggingar, vegagerð og jarðvinnu. Loftur Árnason, yfirverkfræðingur hjá Ístaki og formaður Félags byggingaverktaka innan Samtaka iðnaðarins, sagði að mikið stæði til og búið væri að ákveða að setja nokkra fjármuni inn í greinina, m.a. varðandi jarðvinnu og vega- gerð. Þannig væri breikkun Reykjanesbrautar í gangi og á næstunni yrðu opnuð tilboð í vega- gerð víða um landið. Þá mætti nefna fyrirhug- aðar framkvæmdir við jarðgöng fyrir austan og norðan. Meiri óvissa í byggingageiranum „Það er meiri óvissa í byggingageiranum, menn héldu jafnvel að nokkur samdráttur yrði á þeim vettvangi í vetur en sú sótt var vægari en menn áttu von á,“ sagði Loftur. Næg verkefni væru fram undan og meira fjármagn til ýmissa verkefna hefði aukið mönnum bjartsýni. Gylfi Gíslason, fjármálastjóri Eyktar, sagði nokkur stór verkefni í útboði um þessar mundir og skóla í Hafnarfirði. Hann sagði fyrirtækið hafa haft ágæt verkefni í vetur, þó að vissulega hefði verið hægt að bæta við. „Það er nokkur bjartsýni ríkjandi,“ sagði Gylfi og taldi að menn væru að drífa sig í að bjóða út áður en hinar um- fangsmiklu virkjana- og álversframkvæmdir á Austurlandi hæfust. Mikið fram undan á Akureyri Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS- Byggis á Akureyri, sagði heilmikið fram undan í bænum hjá verktökum en enn væri þó ekki allt fast í hendi. Gera mætti ráð fyrir að menningar- hús yrði reist í bænum sem og einnig rann- sóknahús við Háskólann á Akureyri. Búið væri að bjóða út byggingu íþróttahúss við Síðuskóla og þá yrði byggt við Brekkuskóla svo dæmi væru tekin. Þá sagði Sigurður að fyrirtæki hans væri með umfangsmiklar framkvæmdir við byggingu íbúða við Skálateig, verið væri að steypa upp söluíbúðir þar og þá tæki við að inn- rétta 44 íbúðir sem tilbúnar yrðu í ágúst. Eins stæði til að ljúka við 16 leiguíbúðir síðsumars. SS-Byggir er einnig að hefja framkvæmdir við byggingu 16 raðhúsa við Lindarsíðu. og fleiri myndu fljótlega sigla í kjölfarið. „Menn eru bara nokkuð kátir, það er óhætt að segja það,“ sagði hann. Hann nefndi sem dæmi verk fyrir Árvakur, Samskip, íþróttahús í Garðabæ Fjölmörg viðamikil verkefni fram undan hjá verktökum Næg verkefni og meira fjármagn auka bjartsýni ÞÓTT Íslendingar bendi á ýmis atriði sem þeir telja að betur mættu fara í vinnunni í rann- sóknum á starfsskilyrðum sem gerðar hafa verið hér á landi segjast um 90% íslenskra starfsmanna vera ánægð í starfi. Dr. Andreas Liefooghe, vinnusálfræðingur og kennari við Birkbeck College, Univers- ity of London, segir þetta mjög sérstakt þar sem víðast hvar mælist starfsánægja um 50%. Liefooghe er leiðbeinandi Solveigar Jónsdóttur í meist- araverkefni hennar við skólann sem er viðamikil rannsókn á starfsskilyrðum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, en rann- sóknin er liður í alþjóðlegri rannsókn sem tólf íslenskir vinnustaðir hafa þegar tekið þátt í. Liefooghe segir að þegar nið- urstöður rannsóknarinnar verði kynntar í júní næstkom- andi muni þetta sérkenni ís- lensku þjóðarinnar væntanlega skýrast frekar. Skýringin í þjóðarsálinni Hann segist persónulega telja að skýringuna geti verið að finna í íslensku þjóðarsál- inni, en Liefooghe hefur starfað talsvert með Íslendingum og komið margsinnis til Íslands til að rannsaka starfsskilyrði hér á landi. „Kannski hafið þið hærri þröskuld og þolið meiri pirring og ergelsi en aðrar þjóðir. Það gæti skýrt þetta. Ís- lendingar virðast geta látið ým- islegt yfir sig ganga og geta tekið á ýmsum erfiðum vanda- málum sem upp koma.“ Um 90% Íslendinga ánægð í vinnunni  Í leit /14 „MYNDIN er um vináttu, ást og það sem því fylgir – afbrýðisemi, framhjáhöld, rifr- ildi og bátsferðalag á tékkneskri á. Grunn- setning myndarinnar kemur frá Heraklei- tosi: Þú stígur ekki tvisvar í sömu ána,“ segir Börkur Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur Aftur, nýrrar bíómyndar í fullri lengd sem tökum er lokið á í Tékk- landi. Þetta er fyrsta bíómynd Barkar sem stundað hefur nám í kvikmyndagerð í Prag undanfarin ár. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Börkur frá erfiðu tökutímabili myndarinnar sem lenti á kafi í mestu vatnavöxtum í sögu Tékklands sl. sumar. „Skrifstofa fram- kvæmdastjórans hvarf undir Moldá og aðal- leikkonan missti heimili sitt,“ segir hann m.a. Erfiðu tökutímabili lokið: Börkur Gunn- arsson leikstjóri og t.h. Tony Gresek kvik- myndatökumaður við tökurnar á Aftur. Fyrsta íslensk- tékkneska bíómyndin  Ekki tvisvar í/B12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.