Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ 6. apríl 1993: „Fyrir Alþingi liggja nú tvö þingmál um aukið valfrelsi í lífeyr- ismálum. Annars vegar er þingsályktunartillaga tveggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Árna M. Mathiesen og Vilhjálms Egilssonar, hins vegar frum- varp framsóknarmannanna Guðna Ágústssonar, Finns Ingólfssonar og Halldórs Ás- grímssonar. Í báðum til- fellum er gert ráð fyrir að menn geti sjálfir valið hjá hvaða lífeyrissjóði eða sam- svarandi stofnun þeir greiða iðgjöld eða kaupa sér lífeyr- istryggingu, þótt skylda til að kaupa slíka tryggingu verði ekki afnumin. Jafnframt vilja flutningsmenn beggja mála að tryggingafélög, bankar, sparisjóðir og verðbréfafyr- irtæki fái að veita þjónustu, sem samsvarar þjónustu líf- eyrissjóða.“ . . . . . . . . . . 6. apríl 1983: „Á öllum tímum hafa verið uppi menn sem leggja í ferðir sem aðrir telja feigðarflan. Nú á geimöld eru þessar ferðir sem fyrr farnar um óbyggðar slóðir hér á jörðu. Hin ótrúlegustu afrek hafa verið unnin af mönnum sem sigla á smábátum yfir heimshöfin, fara fótgangandi yfir heimsskautasvæði, fljúga á loftbelgjum um him- inhvolfin og þannig mætti áfram telja. Engum dettur í hug að leggja bann við því að ferðalangar taki slíka áhættu. Því er á þetta minnt nú, að um nýliðna páskahelgi hafa ríkisfjölmiðlar, og ekki síst sjónvarpið, rækilega minnt landsmenn á óbyggðaferðir og hve miklu almennari þær eru nú en áður. Auk þess hef- ur athyglin beinst að Frakk- anum Roger Pichon, foringja í björgunarsveitum franska hersins, sem lagði í ferð yfir Vatnajökul um páskana.“ . . . . . . . . . . 6. apríl 1973: „Fyrir rúmu ári tók óskabarn vinstri stjórn- arinnar, hin svonefnda Fram- kvæmdastofnun ríkisins, al- mennt kölluð Stofnunin, til starfa. Stofnuninni var ætlað mikið hlutverk í þeirri stefnu- breytingu, sem vinstri stjórn- in hugðist beita sér fyrir í efnahags- og atvinnumálum landsmanna. Hún varð til við samruna þriggja eldri stofn- ana, þ.e. Efnahagsstofnunar, Framkvæmdasjóðs og At- vinnujöfnunarsjóðs. Að von- um þurfti myndarlegan hóp starfsmanna til þess að veita Stofnuninni forystu. Kjörin var sjö manna stjórn, ráðnir þrír framkvæmdastjórar, einn frá hverjum stjórn- arflokkanna, þrír deild- arstjórar og svo hópur lægra settra starfsmanna. Hvert er nú orðið starf þessarar miklu Stofnunar rúmu ári síðar?“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A LÞÝÐUSAMBAND Ís- lands hefur á undanförn- um vikum haft athyglis- vert og gagnlegt frumkvæði að umræðum um stöðu og framtíð vel- ferðarkerfisins á Íslandi. ASÍ kynnti hugmyndir sínar og tillögur um velferðarkerfið í blaði, sem fylgdi Morgunblaðinu 19. marz síðastliðinn. Þar voru lagðar fram niðurstöður vinnu sem velferð- arnefnd sambandsins, undir forystu Þorbjörns Guðmundssonar, hefur unnið síðustu misseri í samráði við talsverðan hóp almannasamtaka og sérfræðinga. Í blaðinu kemur fram að í vinnu- hópum, sem unnu tillögurnar, hafi m.a. setið fulltrúar Biskupsstofu, Bændasamtaka Íslands, Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga, Fé- lagsþjónustunnar í Hafnarfirði, Félagsþjónust- unnar í Kópavogi, Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Geðhjálpar, Gigtarfélags Íslands, Heilsugæzlunnar í Reykjavík, Hjálparstarfs kirkjunnar, Landlæknisembættisins, Lands- sambands eldri borgara, Landssamtaka hjarta- sjúklinga, Læknavaktarinnar, Neistans, Sam- bands íslenzkra berkla- og brjóstholssjúklinga, Sjálfsbjargar, Umhyggju, Þroskahjálpar og Ör- yrkjabandalags Íslands. Samdægurs, þann 19. marz, boðaði ASÍ til ráðstefnu um velferðarmálin í Salnum í Kópa- vogi, og 2. apríl var boðað til málþings með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna til að ræða tillögurnar. Þeim hafa verið gerð ýtarleg skil hér í blaðinu og birtar fjórar fréttaskýringar um meginþætti tillagnanna, sú síðasta í dag, laug- ardag. Þær verða því ekki raktar ýtarlega hér, en stiklað á stóru. Afmarkaðir hópar hafa orðið útundan Í opnu bréfi til stjórnmálaflokkanna, sem birtist í áður- nefndu blaði ASÍ 19. marz, segir Grétar Þorsteinsson, forseti sambandsins: „Skoð- un ASÍ [...] er að veiking velferðarkerfisins á undanförnum árum og áratugum sé farin að leiða til vaxandi fátæktar og félagslegrar ein- angrunar. Við mótun tillagna var því lögð áherzla á bráðalausnir gagnvart þeim hópi fólks, sem býr við sára fátækt, samhliða því að líta verður á endurskoðun velferðarkerfisins sem breytingarferli sem tekur langan tíma.“ Margir munu sennilega ekki taka undir það að velferðarkerfið hafi veikzt á undanförnum ár- um og áratugum. Útgjöld til velferðarmála á heildina litið hafa stóraukizt með vaxandi vel- sæld þjóðarinnar og fleiri hópar njóta nú fé- lagslegrar aðstoðar en fyrir nokkrum áratugum. Þá er engum blöðum um það að fletta að meg- inþorri Íslendinga hefur það mun betra í efna- legu tilliti en fyrir tíu árum. Hins vegar eru skýrar vísbendingar um að ákveðnir, afmarkaðir hópar hafi setið eftir og ekki notið lífskjarabótanna í sama mæli og aðrir. Það eru t.d. öryrkjar, ákveðinn hópur aldraðra með lítinn lífeyrisrétt og tekjulágir einstæðir foreldrar. Vandi þessara hópa er aðkallandi og raunverulegur og brýnt að taka á honum, enda beinir ASÍ sjónum sérstaklega að fátæktarum- ræðunni í tillögum sínum. Í samtali við Þorbjörn Guðmundsson hér í blaðinu 2. apríl kom fram að fjölskyldum, sem væru með tekjur undir helmingi af svokölluðu miðgildi fjölskyldutekna, hefði fjölgað úr 8,8% af heildinni árið 1995 í 13,2% árið 2001. Í máli Þorbjörns kom fram að þetta þýddi ekki endi- lega að fjárhagsleg staða hópsins hefði versnað, og ekki væri heldur hægt að fullyrða að allt þetta fólk væri fátækt. Hins vegar gæfu þessar tölur vísbendingu um þróunina. ASÍ telur að helztu ástæður fátæktar séu hár húsnæðiskostnaður og skortur á félagslegu hús- næði, skortur á menntun, hátt verðlag á nauð- synjavörum, t.d. lyfjum og heilbrigðisþjónustu, lágar atvinnuleysisbætur, uppsafnaður fjár- hagsvandi sumra einstaklinga, lágar bætur og miklar tekjutengingar. Meðal tillagna ASÍ til að ráða bót á þessu er áherzla á aukið framboð félagslegs húsnæðis, fleiri námstilboð í framhaldsskólum, ótekju- tengdar barnabætur með börnum upp í 18 ára aldur, hækkun örorkubóta, minni álögur á hús- næði eldri borgara, hækkun atvinnuleysisbóta, hækkun viðmiða sveitarfélaga vegna fjárhags- aðstoðar og að dregið verði úr kostnaði sjúk- linga vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu. Tillög- ur ASÍ í húsnæðismálum, heilbrigðismálum og tryggingamálum eru nánari útfærsla á þessum þáttum. Athyglisverðar hugmyndir í heilbrigð- ismálum Margar tillögur Al- þýðusambandsfólks eru athyglisverðar og verðskulda frekari umræðu. Þar má nefna hugmyndir um svokallað valfrjálst stýrikerfi í heilbrigðiskerfinu, þar sem sjúkling- ar geti fengið ódýrari þjónustu með því að leita fyrst til heilsugæzlunnar og fá þar tilvísun til sér- fræðilækna, en geti jafnframt valið að greiða meira með því að leita beint til sérfræðilæknis, sem fengi jafnframt minna greitt frá hinu op- inbera fyrir þjónustu, sem væri veitt án milli- göngu heilsugæzlunnar. Í þessu efni ber þó að hyggja að því að heilsugæzlan getur í dag víða ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi vegna skorts á heimilislæknum. Sérstaka athygli vekur því viðurkenning ASÍ á hlutverki einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu, en sambandið telur æskilegt að fjölga valmöguleikum í heilbrigðisþjónustu, þar sem fjölbreytnin gefi frekari möguleika á að leysa ný vandamál og bregðast við breyttum að- stæðum. Hún megi þó ekki leiða til aukinnar stéttaskiptingar. Í tryggingamálum setur ASÍ fram ýmsar til- lögur, sem líklegar eru til að bæta úr vanda ým- issa þeirra einstöku hópa, sem búa við kröppust kjör. Þar má nefna bættan veikindarétt, en sam- bandið bendir réttilega á að hlutfall sjúkradag- peninga af lægstu launum hefur farið lækkandi. Þá leggur sambandið til að foreldrum langveikra barna verði gert auðveldara að helga sig umönn- un þeirra með samtryggingarkerfi í líkingu við það kerfi, sem komið hefur verið á vegna fæðing- arorlofs. Enn fremur vill ASÍ bæta sérstaklega stöðu öryrkja, sem aldrei hafa verið á vinnu- markaði, hafa ekki getað myndað neinar eignir en geta engu að síður t.d. haft börn á framfæri. Hér er um að ræða tillögur, sem miða að því að rétta hlut þeirra, sem hafa orðið fyrir áföllum og eiga enga leið út úr þeim nema með hjálp sam- félagsins. Tillaga ASÍ um að hækka atvinnuleysisbætur þannig að þær samsvari lægstu launum, orkar hins vegar tvímælis. Ef fólk getur haft sömu tekjur af því að vinna ekki og af því að vinna fulla vinnu skapast sú hætta, að velferðarkerfið sem slíkt fari að búa til atvinnuleysi, jafnvel mann fram af manni. Þegar ASÍ vísar til fyrirkomu- lagsins í nágrannalöndum okkar, t.d. í Skandin- avíu, gleymist að geta þess að einmitt þar eru slík vandamál landlæg. A.m.k. á meðan langtíma- atvinnuleysi er jafnlítið hér á landi og raun ber vitni, ber að forðast slíkar hugmyndir. Hvað á að borga fyrir fólk? Fátæktarvandinn er ekki eingöngu pen- ingalegur; stundum liggja félagslegar or- sakir að baki og fólk úr sömu fjölskyldu er aðstoðar þurfi, kynslóð eftir kynslóð. Ein leiðin til að rjúfa slíkan vítahring er að hvetja fólk til að afla sér menntunar og ASÍ leggur til að lagt verði aukið fé í menntaátak, einkum fyrir ungt fólk, dreifbýlisstyrkur framhaldsskólanema hækkaður og námstilboðum í framhaldsskólum fjölgað. Ekki fer á milli mála að of margir finna ekki framhaldsnám við sitt hæfi. Það má færa rök fyrir því að bóknámsáherzla hafi verið of mikil á framhaldsskólastiginu undanfarna ára- tugi og að brýn þörf sé á að fjölga stuttum verk- námsbrautum, sem veiti fólki einhver starfsrétt- indi. Aftur á móti má setja spurningarmerki við til- lögur ASÍ um breytingar í grunnskólum, hvað varðar gjaldtöku vegna þjónustu. Það getur ver- ið eðlilegt að hlaupa undir bagga með foreldrum, sem hafa t.d. ekki ráð á að kaupa heitan mat handa börnum sínum í skólanum. Hins vegar orkar tvímælis að sveitarfélögin standi straum af kostnaði við t.d. þátttöku barna í tómstunda- starfi, tónlistarnámi og íþróttum. Þessi starfsemi er ekki hluti af skólaskyldunni, börn og foreldrar þeirra velja hvort þau taka þátt í henni og eflaust hafa foreldrar mismunandi skoðanir á því hvort slík þátttaka sé gagnleg og nauðsynleg fyrir börnin. Það er ekki eðlilegt að skattgreiðendur í heild borgi slíka valfrjálsa þjónustu fyrir þá, sem kjósa að nýta sér hana. Ekki aftur í gamla kerfið í húsnæðismálum Í húsnæðismálum tel- ur ASÍ brýnt að út- rýma biðlistum eftir félagslegu leiguhús- næði. Samtökin segja að núverandi húsnæð- iskerfi, þ.e. húsbréfakerfið með viðbótarlánum og vaxtabótum fyrir þá tekjulægstu, dugi ekki lágtekjufólkinu. Með því að vísa því á almennan LISTI „HINNA STAÐFÖSTU“ Íræðu sinni á vorþingi Samfylking-ar á föstudagskvöld, sagði Ingi-björg Sólrún Gísladóttir m.a.: „Ég legg til að við látum það verða eitt okkar fyrsta verk í ríkisstjórn að taka Ísland út af lista „hinna stað- föstu“ og „viljugu“ þannig að hin lág- mæltu orð fái að gróa.“ Af ræðu talsmanns Samfylkingar- innar má ráða, að í þessum orðum fel- ist, að Ísland eigi að hverfa frá þeim yf- irlýsingum, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur gefið varðandi stríðið í Írak, en þær fólust m.a. í heimild til flugs um ís- lenzkt flugumsjónarsvæði, til notkun- ar Keflavíkurflugvallar og fyrirheiti um þátttöku í uppbyggingu í Írak að hernaðarátökum loknum auk stuðn- ings við Azoreyjayfirlýsingu forystu- manna Bandaríkjanna, Breta og Spán- verja. Augljóst er að Ingibjörg Sólrún er hér að vísa til fyrstu aðgerða ríkis- stjórnar, sem mynduð yrði af núver- andi stjórnarandstöðuflokkum, þ.e. Samfylkingu, Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, því að ekki get- ur hún vænzt aðildar Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks að slíkum að- gerðum. Við Íslendingar höfum sýnt mikla staðfestu í utanríkismálum frá stofnun lýðveldis okkar. Sú staðfesta hefur m.a. komið fram í aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu, en við vorum í hópi stofnaðila þess, og varnarsamn- ingnum við Bandaríkin. Meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar hefur alltaf stutt þessa staðföstu stefnu í utanríkis- og öryggismálum þjóðarinnar. Mikill minnihluti þjóðarinnar var andvígur þessari staðföstu utanríkis- stefnu, krafðist brottfarar úr Atlants- hafsbandalaginu og uppsagnar varnar- samningsins. Í hópi þeirra, sem á sínum tíma voru andvígir þeirri stað- föstu utanríkisstefnu, sem hér hefur verið fylgt frá lýðveldisstofnun voru ýmsir helztu forystumenn Samfylking- arinnar, sem komu inn í þau stjórn- málasamtök ýmist beint úr Alþýðu- bandalaginu eða með viðkomu í Kvennalista og Alþýðuflokki. Þegar upp var staðið við lok kalda stríðsins var ljóst að þeir, sem höfðu stutt aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin höfðu haft rétt fyrir sér. Þeir sem höfðu barizt gegn þessum grundvall- arþáttum í utanríkisstefnu okkar höfðu haft rangt fyrir sér. Hvað felst í þeim yfirlýsingum tals- manns Samfylkingarinnar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera að „taka Ísland út af lista hinna stað- föstu“? Eigum við Íslendingar að ganga í lið með Frökkum, treysta á stuðning þeirra þegar við þurfum á að halda í alþjóðamálum? Er það svo eft- irsóknarvert í ljósi þess að afstaða þeirra til stríðsins í Írak byggist á eig- ingjörnum hagsmunasjónarmiðum þeirra vegna fjárfestinga í olíulindum í Írak? Hvaða sameiginlega hagsmuni eiga Íslendingar og Frakkar í alþjóða- málum, sem mundi kalla á slíka stefnu- breytingu af okkar hálfu? Utanríkisráðherra Þjóðverja hefur nýlega látið í ljósi sérstaka ósk um að harðstjórinn í Bagdad falli sem fyrst. Það kemur engum á óvart enda byggð- ist afstaða Schröders fyrst og fremst á pólitískum skammtímahagsmunum heima fyrir. Það þarf heldur engum að koma á óvart, þótt Evrópuþjóðirnar sem um er að ræða leiti stíft eftir því á næstu vikum og mánuðum að koma samskipt- um sínum við Bandaríkin vegna Íraks- málsins í betra horf. Yfirlýsing talsmanns Samfylkingar- innar um þetta mál er mjög vanhugs- uð. Við höfum á undanförnum vikum styrkt stöðu okkar í alþjóðlegum sam- skiptum. Það er ekki traustvekjandi, þegar talsmaður næststærsta stjórn- málaflokks þjóðarinnar skv. skoðana- könnunum talar um viðkvæm utanrík- ismál á þennan veg. En því miður eru þær yfirlýsingar í samræmi við það staðfestuleysi, sem stjórnmálamenn á vinstri armi stjórn- málanna hafa alltaf sýnt í utanríkis- málum okkar Íslendinga. Á því virðist engin breyting verða. Ísland hefur verið á „lista hinna staðföstu“ í meira en hálfa öld. Sú stefna hefur tryggt okkur farsæld í al- þjóðamálum. Það væri fráleitt að hverfa af þeim lista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.