Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Dagar stjórnar Saddams eru taldir“ ARI FLEISCHER, TALSMAÐUR BANDARÍKJAFORSETA BANDARÍSKAR og breskar her- sveitir eru við það að ganga end- anlega frá valdagrundvelli stjórnar Saddams Husseins en engu að síður er það mat þeirra sem sérfróðir mega teljast um líf og persónu Íraksforseta að hann telji sig enn geta farið með sigur af hólmi í stríð- inu. Bandarískir embættismenn og sérfræðingar segja að Saddam Hussein muni fyrst missa baráttu- móðinn þegar öryggi hans sjálfs verði ógnað. Ógerlegt sé að segja fyrir um hvernig hann bregðist þá við. Þeir sem lagst hafa í rannsóknir á lífi Saddams og persónuleika eru sammála um að tvennt hafi ein- kennt allan feril hans og fram- göngu: Maðurinn er öldungis gagn- tekinn af eigin öryggi og hann hefur lifað allt af; valdaránstilraunir, stríð og tilræði. „Hann hefur alltaf getað bjargað sér og ég hallast að því að hann telji að hann geti einhvern veginn lifað stríðið af en það er vísast nokkuð sem flestir aðrir teldu heldur ólík- legt,“ segir Richard Shelby, öld- ungadeildarþingmaður og fyrrum formaður leyniþjónustunefndar þeirrar deildar Bandaríkjaþings. Í þeim umræðum sem nú fara fram um Saddam Hussein og við- brögð hans er gengið út frá því að hann sé á lífi og fái enn upplýsingar um gang stríðsins. Forsetinn hefur ítrekað birst í sjónvarpi Íraks á undanliðnum dög- um en þau myndskeið hafa orðið til þess að vekja miklar vangaveltur um hvernig málum sé raunverulega háttað. Margir telja myndskeiðin gömul, hugsanlega falsaðar sam- setningar og óstaðfestar fregnir herma að Saddam kunni að hafa særst eða jafnvel týnt lífi á fyrsta degi Íraksstríðsins. Myndir voru sýndar af Saddam á götum Bagdad á föstudag og urðu þær ekki til þess að draga úr vangaveltum um örlög forsetans og hvort þar hefði hugs- anlega verið á ferðinni tvífari. Herfræðinni enn fylgt Bandarískir embættismenn segja að enn virðist Írakar fylgja her- fræði Saddams. Hún sé sú að þvinga fram umsátur um Bagdad og blóð- ugan borgarhernað. Þannig geti hann leitt bandamenn út í kvik- syndi. Almenningur í Bretlandi, Bandaríkjunum og raunar um heim allan muni ekki sætta sig við mikið mannfall hermanna og ómældar hörmungar óbreyttra borgara sem slíkur hernaður hefði í för með sér. Þar með myndi þrýstingur vaxa um að bundinn yrði endi á stríðið. Sadd- am treysti því að þannig gæti hann enn haldið völdum. Þessum möguleika hafa Banda- ríkjamenn hafnað með afdráttar- lausum hætti. „Saddam hefur ávallt gengið út frá því að bardaginn fari fram í Bagdad . . . og þannig vinnist stríð- ið,“ segir Kenneth M. Pollack, fyrr- um sérfræðingur bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, í málefnum Íraks. „Og Saddam hefur ætíð litið svo á að sigur hans í stríðinu yrði pólitískur,“ bætir Pollack við og vís- ar til þess sem segir hér að ofan um að almenningsálitið muni ekki líða blóðugan borgarhernað í Bagdad. Bandarískir sérfræðingar segja líklegt að Saddam haldi til í ein- hverju byrgja sinna og aðgangur að honum sé eins takmarkaður og frekast sé kostur. Líklegt sé að for- setinn telji sig hafa verið svikinn í upphafi stríðsins en fregnir herma að íraskur flugumaður hafi veitt Bandaríkjamönnum upplýsingar um dvalarstað forsetans þegar árásin á Írak hófst 20. fyrra mán- aðar. Um viðbrögð forsetans telji hann stríðið tapað treysta sérfróðir sér lítt til að spá fyrir um. Hann kunni að beita efna- eða sýklavopnum ráði hann yfir þess háttar vígtólum. Vera kunni að hann reyni að komast undan. Saddam Hussein sé trúlega aldrei hættulegri en þegar flest sund virðist lokuð. Sigurinn skilgreindur Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði á föstudag að sig- ur í Íraksstríðinu væri ekki undir því kominn að takast myndi að hafa hendur í hári Saddams Hussein. George W. Bush teldi að sigur fælist í því að stjórnin í Írak yrði afvopnuð og tök hennar á samfélaginu upp- rætt til þess að „íraska þjóðin [fengi] notið frelsis“. Sagði Fleisch- er beinlínis að mestu skipti að stjórn Saddams væri liðin undir lok. Bandaríkjamenn hefðu ekki um það upplýsingar hvort hann væri lífs eða liðinn. Í hinu stærra samhengi skipti það ekki mestu máli þótt aug- ljóslega yrðu örlög leiðtogans mik- ilvægur liður í endalokum stjórnar hans og stríðsins í Írak. „Við vitum ekki hvort hann er á lífi. Dagar stjórnar hans eru taldir. Íraska þjóðin þráir það mjög að losna und- an oki stjórnar Saddams,“ sagði Fleischer. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post sagði í gær í frétt að Bandaríkjamenn hygðust í fyllingu tímans lýsa yfir sigri í Íraksstríðinu og skipti þá engu hvort Saddam og undirsátar hans hefðu náðst eða verið felldir eða ekki. Saddam telur enn að hann geti sigrað Bandamenn segja sigur ekki undir því kominn að forsetinn finnist AP Saddam Hussein, forseti Íraks, á meðal þegna sinna í Bagdad. Íraska sjón- varpið sagði myndina tekna á föstudag en þá voru sýndar myndir af hon- um. Ógerlegt var að staðfesta að þar hefði forsetinn verið á ferð. Sérfróðir kváðust þó heldur hallast að því að þar hefði farið Saddam sjálfur. LEIÐTOGAR Frakklands og Þýskalands, sem voru á meðal hörðustu and- stæðinga hernað- arins gegn stjórn Íraks, eru nú farnir að milda af- stöðu sína og reyna að bæta samskiptin við stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Bretlandi nú þegar inn- rásarliðið er komið að Bagdad. Frönsku og þýsku leiðtogarnir hafa síðustu daga lýst því yfir í fyrsta sinn að þeir vonist eftir skjótum sigri innrásarliðsins og falli stjórnar Saddams Husseins. Stjórnmálaskýr- endur segja að þessi áherslubreyting sé til marks um að leiðtogarnir vilji ekki aðeins bæta samskiptin við Bandaríkjastjórn, heldur ekki síður reyna að hafa áhrif á gang mála í Írak að stríðinu loknu. Áhersla lögð á raunsæi „Evrópskir andstæðingar stríðs- ins eru enn gramir yfir því að Banda- ríkjamenn skuli heyja stríð án þess að bíða eftir nýrri ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna, en þeir eru að reyna að vera raunsæir,“ sagði Henning Riecke, þýskur sér- fræðingur í utanríkismálum. Hann segir að „raunsæi“ hafi verið „tísku- orð“ á fundi Colins Powells, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, með ut- anríkisráðherrum landa Evrópusambandsins og Atlantshafs- bandalagsins á fimmtudaginn var. Fyrstu merkin um áherslubreyt- inguna komu fram 20. mars, þegar stríðið hófst. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sögðust „harma“ hernaðinn, en hvorugur þeirra fordæmdi árásirnar og fregn- ir hermdu að Schröder hefði sagt ráðherrum að forðast tilfinninga- þrungin orð eins og „yfirgangur“ og „ólögmætur“. Leiðtogarnir hafa lagt áherslu á að afstýra þurfi hörmung- um í Írak og Sameinuðu þjóðirnar eigi að hafa yfirumsjón með endur- uppbyggingunni að stríðinu loknu. Eftir að innrásarliðið hóf framrás- ina í átt að Bagdad sagði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, í fyrsta sinn að þýska stjórnin vonaði að stjórn Saddams félli sem fyrst. Daginn eftir kvaðst Schröder vona að „með falli einræðisstjórnarinnar rætist draumur írösku þjóðarinnar um frið, frelsi og sjálfsákvörðunar- rétt“ og ummæli hans minntu á fyr- irheit George W. Bush Bandaríkja- forseta um að „frelsa“ írösku þjóðina. Peter Struck, varnarmálaráð- herra Þýska- lands, sagði síðan á föstudag að Saddam réði „hugsanlega yfir gereyðingarvopn- um“. Þremur vik- um áður hafði þýska stjórnin lagst gegn hern- aðinum á þeirri forsendu að ekki hefði verið sannað að Írakar ættu slík vopn. Náinn samstarfsmaður Chirac sagði á dögunum að Frakkar óskuðu þess að Saddam Hussein biði ósigur. Talið er að frönsk stjórnvöld kapp- kosti nú að mynda bandalag með Bretum til að gæta hagsmuna Frakka í Írak að stríðinu loknu. Sáttatónn í Frökk- um og Þjóðverjum Vonast eftir skjótum sigri innrásar- liðsins og falli Saddams Husseins Berlín. AFP. Jacques ChiracGerhard Schröder TVEIR bandarískir hermenn fórust á laugardagsmorgun í þyrluslysi í Írak. Herstjórn bandamanna sagði það eitt í tilkynningu í gærmorgun að flugmenn AH-1W „Super Cobra“ þyrlu hefðu farist er hún hrapaði til jarðar í Mið-Írak. Sagði og í yfirlýsingu herstjórn- arinnar að ekkert benti til þess að Írakar hefðu grandað þyrlunni. Ver- ið væri að kanna orsakir slyssins. Tveir farast í þyrluslysi Doha. AFP.                     !"   # $         # $          012.1341.23 $5 16370 81.414          %   &'" # $   Washington. AFP. ’ Saddam Husseiner trúlega aldrei hættulegri en þegar flest sund virðast lokuð. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.