Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 39 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI BRAUTARHOLT 10-14 - TIL LEIGU Til leigu 560 fm (2. hæð) í nýju húsnæði, fullinnréttað, (innréttingar teiknaðar Tryggva Tryggvasyni. Ljósahönnun Helgi í Lúmex). Allar lagnir til staðar, tilbúið undir margþætta starfsemi. Húsnæðið er eitt hið glæsilegasta sem völ er á í grennd við miðbæinn. Lyfta, útsýni, næg bílastæði, góð aðkoma. Uppl. á skrifstofu Kjöreignar. EINBÝLI Þrastarlundur Fallegt 144 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 56 fm bílskúr. Húsið, sem er bjart og opið, hefur verið standsett á smekk- legan hátt m.a. nýtt baðherbergi, parket og flísar á gólfum og timburverönd í garði. Húsið skiptist þannig: Forstofa, gestasnyrting, stofa, borðstofa, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, búr og þvottahús. Innbyggður bílskúr með geymslu inn af. V. 23,5 m. 3179 HÆÐIR Nökkvavogur - Sérhæð m. 37 fm bílskúr. 4ra-5 herb. mikið standsett 118 fm sér- hæð í tvíbýlishúsi ásamt 37 fm bílsk. Hæðin hefur mikið verið standsett. Arinn í stofu. V. 16,4 m. 3225 Safamýri Vorum að fá í sölu mjög fallega 147 fm neðri sérhæð í 4-býli. 26 fm bílskúr fylg- ir. Hæðin skiptist m.a. í tvær stofur og 3- 4 herbergi. Inn af forstofu er herbergi og snyrting sem gæti hentað til útleigu. V. 22,5 m. 3180 4RA-6 HERB. Háaleitisbraut - m. bílskúr 5 herbergja falleg og endurnýjuð 117,3 fm íbúð á 3. hæð í vel staðsettri blokk ásamt 21 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, stóra, stofu, 4 herbergi, eldhús, baðher- bergi, fataherbergi fyrir yfirhafnir og sér- þvottahús. Parket og flísar á gólfum. V. 14,5 m. 3219 Tjarnarból - falleg íbúð Mjög falleg 106 fm íbúð í litlu fjölbýlis- húsi auk bílskúrs á Seltjarnarnesi sem er með nýstandsettu baðherbergi og eld- húsi. Eignin skiptist m.a. í sjónvarpshol, stofu, eldhús, baðherbergi, þrjú herbergi og þvottahús í íbúð. Sérgeymsla í kjall- ara. Glæsilegt sjávarútsýni. Innbyggður bílskúr. V. 15,3 m. 3214 Fróðengi Falleg og björt u.þ.b. 112 fm íbúð á efstu hæð ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, þrjú herbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og þvotta- hús. Geymsla er í íbúðinni og önnur í kjallara ásamt stæði í bílageymslu. Góð- ar svalir og glæsilegt útsýni. Hús í góðu ástandi. V. 13,9 m. 3033 Dunhagi - endaíbúð Glæsileg og björt 4ra herb. u.þ.b. 100 fm endaíbúð í suðurenda á 4. hæð (efstu) í vönduðu fjölbýli. Íbúðin hefur nánast öll verið endurnýjuð s.s. parket, nýtt og glæsilegt eldhús, rafmagn, nýtt gler o.fl. Íbúðin getur losnað fljótlega. Toppeign á frábærum stað. V. 14,3 m. 3223 2JA HERB. Hringbraut Mjög falleg 2ja herb. íbúð ásamt aukah. (forstofuh.) á efstu hæð með glæsilegu útsýni. Eignin skiptist m.a. í gang, eld- hús, stofu, svefnloft og baðherb. For- stofuherb. með sérbaðherbergisaðstöðu sem er í útleigu. Gott svefnloft. 3216 Nökkvavogur Nýkomin í einkasölu 2ja herbergja 52 fm íbúð í þríbýlishúsi á rólegum stað. Húsið er nýlega klætt að utan, nýtt dren og ný- legt gler. Sérinngangur. V. 8,2 m. 3149 Njörvasund - sérinng. - laus Snyrtileg og björt 2ja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara í góðu stein- steyptu tvíbýlishúsi. Tvær geymslur fylgja. Íbúðin skiptist í hol, stofu, her- bergi, eldhús og baðherbergi. Mjög góð staðsetning í rólegu og grónu hverfi. Íbúðin er laus strax. V. 8,3 m. 3034 ATVINNUHÚSNÆÐI Skipholt - skrifstofuhæð Góð skrifstofuhæð á efstu hæð (þriðju) við Skipholt í Reykjavík. Eignin skiptist m.a. í rúmgott opið vinnurými, fjórar skrifstofur, fundarsal, snyrtingar, geymslu og kaffistofu. Nýlegar tölvu- lagnir og húsið er klætt að utan. Gott skipulag. V. 15,9 m. 3221 Beitarland til sölu - hagstætt verð Nú fer að koma sá tími ársins að huga þarf að sumarbeit fyrir hesta. Til sölu er úrvals beitarland í Landeyjunum sem er afstúkað og með vatni. Góð aðkoma. Áhugasamir hafið samband við Óskar í síma 898 2590. 3106. UMFERÐIN um Reykjavíkur- flugvöll er ótrúlega mikil og stöðug, ef miðað er við fjölda landsmanna. Ástæðan er sú, að völlurinn er í hjarta borgarinnar og það er skammt til þeirra staða, þangað sem landsbyggð- arfólk á helst erindi. Skiptir þá ekki máli, hvort erindið er persónulegt eins og til að leita sér lækninga. Eða hvort það er viðskiptalegs eða póli- tísks eðlis. Fólk flýgur suður að morgni dags og getur síðan haldið heim að kvöldi ánægt yfir því að hafa lokið erindum sínum. Það geta ekki allar höfuðborgir státað af því að vera svo vel í sveit settar. Þangað til R-listinn komst til valda var stjórnun höfuðborgarinnar byggðavæn. Borgarstjórinn vildi eiga góða samvinnu við önnur sveitarfélög og aðra landshluta. Ég nefni nöfn eins og Bjarna Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Birgi Ísleif Gunnarsson og Davíð Oddsson. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir lítur öðru vísi á málið. Henni finnst landsbyggðin vera til þyngsla fyrir höfuðborgina. Henni finnst hlutur Reykvíkinga fyrir borð borinn. Hún býður sig fram til Alþingis til þess að „vekja athygli á málefnum borgarinn- ar“ eins og hún orðar það sjálf. Hún vill Reykjavíkurflugvöll burt. Nýi borgarstjórinn er á sömu nótum og er meðhöfundur Stefáns Jóns Hafsteins að blaðagreinum. Ég rifja hér upp tvenn ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hin fyrri eru tveggja ára gömul, sögð 20. febrúar 2001: „Ég er komin að þeirri niðurstöðu að þessi flugvöllur þurfi að fara úr Vatnsmýrinni eftir 2016,“ sagði hún þá. Hin ummælin voru sögð tveim árum síðar, á Horna- firði 14. mars sl., þar sem hún var spurð hvort hún vildi tryggja áætl- unarflug til Hornafjarðar. Sam- kvæmt frásögn Morgunblaðsins sagði hún Vatnsmýrina of dýrt land undir flugvöll og að þekkingarfyrirtæki þyrftu að eiga þess kost að starfa í ná- grenni Háskóla Íslands. Háskólinn þyrfti einnig aukið svigrúm. „Það líð- ur ekki á löngu þar til Íslendingar geta tekið við stjórn Keflavíkurflug- vallar og það munu ekki verða reknir tveir fullkomnir flugvellir á suðvest- urhorninu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ekki er hægt að tala skýrar. Þetta er köld kveðja til landsbyggðarfólks eins og víðar má finna í málflutningi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Maður rekur sig á það aftur og aftur að sjóndeildarhringurinn er þröngur. Þess er skemmst að minnast að rík- isstjórnin tilkynnti, að 6,3 milljörðum króna yrði varið til að bregðast við at- vinnuleysi og slaka í efnahagslífinu. Af þeim átti að verja einum milljarði króna til vegagerðar á höfuðborgar- svæðinu, og auk þess 500 milljónum króna í Suðurstrandarveg, 200 millj- ónum kr. í Hellisheiði og 200 millj- ónum kr. í Gjábakkaveg sem eru veg- ir í næsta nágrenni höfuðborgarinnar og nýtast Reykvíkingum og ferða- þjónustunni vel. Samt sem áður fannst Samfylkingunni og nýja borg- arstjóranum þetta ekki nóg og kvört- uðu yfir hlutskipti sínu. Framkvæmdum á hringveginum milli Norður- og Austurlands er flýtt. Ekki hefur heyrst að bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, hafi kvartað yfir því, enda yrði því ekki vel tekið norður hér. Hér skilja menn, að góðar samgöngur milli landsfjórð- unga og héraða eru þjóðhagslega arð- bærar. Þær eru forsenda byggðar í landinu og góðs mannlífs. En Samfylkingin er ekki sátt við, hversu vel er staðið að vegafram- kvæmdum úti á landi. Þess vegna sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir skömmu: „Það má auðvitað útaf fyrir sig segja, að það sé komin röðin að því, ef við eigum að tala um þetta á einhverjum kjördæmisgrunni, að höf- uðborgin, þingmaður af höfuðborgar- svæðinu verði samgönguráðherra.“ Menn velta vöngum yfir, hvort hún hafði Guðmund Árna Stefánsson eða Össur Skarphéðinsson í huga, þegar hún sagði þetta. En forsætisráð- herraefnið hefur talað. Við megum ekki missa Reykjavíkurflugvöll Eftir Halldór Blöndal „Góðar sam- göngur milli landsfjórð- unga og hér- aða eru þjóð- hagslega arðbærar.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.