Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 43 Sonur minn, bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR BIRGIR SIGURÐSSON, Hallveigarstíg 9, Reykjavík, frá Laugalandi, Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 27. mars, verður jarð- sunginn frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, MARGRÉTAR KR. MELDAL, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum fyrir sérlega góða umönnun og hlýhug. Hjalti Jóhannesson, Kristmundur Jóhannnesson. Elskuleg systir mín, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Rifi, Snæfellsnesi, síðast til heimilis á Rauðarárstíg 3, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Ásta L. Guðmundsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR B. SIGURÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Lundargötu 11, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gangi C á dvalarheimilinu Hlíð. Sveinn Ólafsson, Guðbjörg Malmquist og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR SÆVALDSSON verkfræðingur, Núpalind 2 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 7. apríl kl. 13.30. Hrafn Hauksson, Ásdís Ósk Bjarnadóttir, Hulda Hauksdóttir, Jörgen Heiðdal, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Jakob Freyr Jakobsson, Haukur Örn Hauksson, Loraine Mata og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR HANSDÓTTUR, Seljahlíð. Hanna María Siggeirsdóttir, Erlendur Jónsson, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir, Þórólfur Þórlindsson, Siggeir Siggeirsson, Auður Þórhallsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæri, HANNES ANDRESSON GUÐMUNDSSON frá Húsatúni, Haukadal í Dýrafirði, síðast til heimilis á Hrafnistu Hafnarfirði, lést að morgni þriðjudagsins 1. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Ásrún Sigurbjartsdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Hef starfað við útfarir í 20 ár Sími 567 9110 www.utfararstofan.is eitthvað bjátaði á og úr bætt með ljúfu geði. Séra Jakob var sviptur heilsu á besta aldri og aldrei gleymi ég þeim sorgardegi í Holtshverfi er frú Sigríður og börn hennar fluttu brott suður til Reykjavíkur árið 1934. Þá féllu mörg saknaðartár hjá göml- um Holtshverfingum. Áfram var það líkt og að koma heim er heimilis frú Sigríðar og fjölskyldu hennar var vitjað í höfuðborginni. Örlögin báru Guðrúnu Jakobsdótt- ur langt í brottu frá heimahögum, á höfuðbólið og ættarsetrið forna Vík- ingavatn í Kelduhverfi. Þar átti hún sér, svo sem í fornum sögum segir, skála um þjóðbraut þvera, með manni sínum, öndvegisbóndanum sanna og trausta, Sveini Björnssyni. Gestaönn var mikil og öllum fagnað af alúð og gleði. Fyrirhyggju og dug þurfti því í öllum búsráðum innan bæjar og utan. Fornar og góðar hefð- ir voru í heiðri hafðar og býlið var gjöfult í gæðum lands, vatns og hafs. Þar risu börn þeirra hjóna fjögur á legg, Ragna Sigrún, Solveig, Bene- dikt Óskar og Jakob Lárus og Guð- rún kenndi þeim að elska æsku- byggðina fögru, Eyjafjöll sunnan heiða, og fólkið sem þar býr engu miður en Kelduhverfið góða við hið ysta haf. Elliárunum var eytt í Reykjavík og nú var fremur auðvelt að endurnýja gömul kynni við Fjalla- fólk jafnt í Reykjavík sem austan fjalls. Það var mikil gleði í Skógum og víðar undir Eyjafjöllum er Guðrúnu og Svein bar að garði. Á þeim sam- fundum og einnig í símaspjalli lifði maður upp fögur æskuár og minnin um allt það heiðursfólk í byggðinni sem varðað hefur veginn og fyrir löngu er horfið af heimi. Við Guðrún áttum það sameiginlegt á efri árum bæri að andvöku að fara í huganum í ferðalag um Fjallasveit fortíðar þar sem góðvinir bjuggu í hverju húsi og öllum var fagnað af ástúð. Guðrún Jakobsdóttir var í engu meðalmaður, hún var stórvel gefin, minnissjór og ritfær svo af bar. Stíl- snilli brá blæ fegurðar á allt sem hún festi á blað. Dæmi þess myndu skarta vel í sýnisbók íslenskrar ritiðju á 20. öld. Guðrún gleymist engum sem af henni höfðu kynni, hress, hreinskipt- in og sköruleg í allri framgöngu og umfram allt, mikill vinur vina sinna. Hún var allra manna skemmtilegust á að hitta. Ekki fór hún á mis við sorg og reynslu frekar en flestir aðrir sem ná háum aldri en óbuguð og kvíðalaus mætti hún hinsta dægri. Þannig er gott að kveðja eftir langa og anna- sama ævi sem svo margt gott hafði látið öðrum í té. Hér í Skógum voru ættarrætur okkar beggja og hér heldur minning Guðrúnar áfram að lifa. Það gerir hún í ættarbiblíunni sem hún og fjöl- skylda hennar gáfu Skógakirkju á af- mælisdegi séra Jakobs í Holti 7. júlí árið 2000. Ég bregð henni oft á loft fyrir kirkjugesti. Í hana hefur Guð- rún látið skrá skrautletri það sem hér fer á eftir: „Hin helga bók er nú eign Skógakirkju til minningar um ynd- islega foreldra, Sigríði Kjartansdótt- ur og séra Jakob Ó. Lárusson Holti, sóknarprest Eyfellinga frá 1913– 1930. Guð er vort hæli og styrkur. Megi hann ætíð vaka yfir fólki og byggð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar. Guðrún Jakobsdóttir.“ Ég kveð þessa ógleymanlegu dótt- ur Eyjafjalla með innilegri þökk fyrir allt sem hún var mér og mínum á langri vegferð og óska börnum henn- ar og ástvinum öllum heilla á ævileið. „Þar sem góðir menn fara þar eru guðs vegir.“ Þórður Tómasson. Þá er hún elsku Guðrún búin að fá hvíldina, farin til að vera með Sveini sínum sem fór á undan henni til að búa henni stað, eftir að hafa hvílt sig eftir margra áratuga vinnu. Ég get séð hann fyrir mér farandi að verða smá óþolinmóður að fá Guðrúnu sína aftur til sín. Spenntur að sýna henni allt hið nýja sem hann hefur lært eftir að vera hinum megin um tíma. Hann var kunnugur ýmsu þar áður en hann fór og talaði um ýmislegt í þá áttina yfir árin sem ég þekkti hann og þau hjónin. Sólveig, dóttir þeirra, sagði mér að Sveinn hefði heimsótt hana í draumum og að hún hafi haft aðra fal- lega reynslu sem undirbjó hana vel fyrir brottförina. Nú fá þau tækifæri til að endur- setja svið fyrir sitt hugsanlega annað ástarævintýri og meiri rómantík hvar í heiminum sem þau gætu kosið að gera það. Hvort það yrði aftur í land- búnaði og á þessari jörð veit enginn nema þau, en þeirra er og verður auð- vitað sárt saknað af börnum og barnabörnum sem og mörgum sem nutu gestrisni þeirra, hlýju og glettni í gegn um árin á Víkingavatni í Norð- ur-Þingeyjarsýslu og síðar á Laugat- eignum eftir að þau hættu búskap. Ég talaði við Guðrúnu í síma á af- mælinu hennar í fyrra sem þá reynist síðasti afmælisdagurinn hennar á þessari jörð. Eins og ég sagði í minningargrein um Svein þá fann ég strax fyrir and- legum skyldleika við þessa fjölskyldu við fyrstu kynni, en afi minn og amma höfðu verið vinir þeirra í langan tíma áður en ég hitti þau. Þau voru látin þegar kom að mér að kynnast Vík- ingavatnsfjölskyldunni árið 1977. Marga máltíðina hafa ég og börn mín fengið hjá þeim og kaffisopann í heimsóknum til þeirra hvort sem var að Víkingavatni eða Laugateignum og var gestrisnin og hlýjan alltaf söm við sig og margt um að spjalla svo að heilu dagarnir liðu eins og ekkert væri eins og gerist þegar maður dvel- ur með þeim sem maður á andlegan skyldleika við. Að syrgja fólk er samkvæmt and- legum fræðum sagt vera jarðnesk til- hneiging, sem við leyfum okkur þeg- ar við missum þá sem við elskum, þar sem það er hluti af því að upplifa líf hér á jörð. En að því sögðu þá getum við líka glaðst með þeim að hafa feng- ið hvíld frá líkamlega erfiðri vinnu og að hafa nú tækifæri til að ferðast hvert sem þau hugsa sér á hraða hug- ans og þau geta þá verið með öllum sínum á nýjan hátt og einnig haft tækifæri til að skoða meira af heim- inum en búskapurinn gaf þeim tæki- færi til. Nú gætu þau líka skroppið alla leið hingað til Ástralíu og kíkt á mig og okkur og þann lífsstíl sem við höfum hér. Ég held að Sveinn hafi verið svolítið forvitinn um það og muni njóta þess án þess að þurfa að sitja í flugvél og gera allt sem fylgir því. Ég þykist vita að þau bæði muni njóta þess og ég get í anda séð Svein stinga upp á hinum og þessum æv- intýrum í þeirra nýja raunveruleika. Þau voru bæði næm og andlega sinn- uð á sinn hátt, þau Guðrún og Sveinn, og var hægt að spjalla endalaust um lífið og tilveruna í þeirra félagsskap. Mikilli sögu er lokið að þeim Vík- ingavatnshjónum látnum, en þannig er lífið og það heldur áfram að breyt- ast og það skildu þau líka vel. Reisn þeirra og hlýja verður í hugum fólks á meðan einhver er eftir til að muna eftir því og þakka fyrir þann kafla í sögu landsins og í sögu Norður-Þing- eyjarsýslu. Ég er viss um að þau eru nú í faðmi almættisins og una sér vel. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Suður-Ástralíu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Miðtúni 84, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans Landakoti. Brynjólfur Guðmundsson, Guðbjörg Torfadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gústav Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDUR JÓHANNSSON prentari, Lyngheiði 19, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 4. apríl. Útförin verður auglýst síðar Guðrún Ásbjörnsdóttir Gíslína G. Jónsdóttir Ingvar Guðmundsson, Jóhann H. Jónsson, Ingunn Ú. Sigurjónsdóttir, Sigríður Á. Jónsdóttir Sigurður Þ. Kristjánsson, Ásbjörn G. Jónsson Guðfinna B. Birgisdóttir afabörn og langafabarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.