Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 52

Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen og Lóm- ur koma í dag. Eldborg og Kristrún fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Púttkennsla í íþrótta- húsinu á sunnudögum kl. 11. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Skákskóli Hróksins verður með fræðsludaga um skák og skáklist dagana 8. 9. og 10. apríl í fé- lagsmiðstöðinni Lönguhlíð. Allir vel- komnir, byrjendur og lengra komnir. Vin- samlega látið skrá ykk- ur í síma 552 4161 eða síma 552 5787 fyrir þriðjudaginn 8. apríl. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leik- húsferð í Þjóðleikhúsið í kvöld. Rúta frá Hjallabraut 33 kl. 19 og frá Hraunseli kl. 19.15. Kvöldvaka í boði Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar fimmtudag- inn 10. apríl kl. 20. Ýmsar uppákomur, kaffiveitingar og dans. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Ferðakynning verður miðvikudaginn 9. apríl kl. 20, m.a. kynnir Þor- leifur Friðriksson fyr- irhugaðar Póllandsferð 1. ágúst nk. Gullsmári Gullsmára 13. Handverksmark- aður verður miðviku- daginn 9. apríl kl. 13. Margt fallegra muna og heimagert góðgæti. Grænmetis- og ávaxta- dagur verður miðviku- daginn 9. apríl kl. 14. Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur og starfsmaður bein- verndar flytur erindi. Börn úr Súsuki tón- skólanum leika á hljóð- færi. Grænmetis- og ávaxtahlaðborð. Vesturgata 7. Mið- vikudaginn 9. apríl kl. 13.15 verður páska- bingó, vöfflur með rjóma í kaffitímanum, allir velkomnir. Tísku- sýning og handverks- sala verður föstudag- inn 11. apríl kl. 13.15. Dömufatnaður frá Ítakt. Herrafatnaður frá Andrési. Veislukaffi, allir vel- komnir. Kl.13.30-14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur, dansað í kaffitímanum við lagaval Sigvalda. Lífeyrisþegadeild SFR. Aðalfundur deild- arinn verður haldinn á Grettisgötu 89, 4. hæð, laugardaginn 26. apríl kl. 14.Venjuleg aðal- fundarstörf, stjórn- arkosning. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þriðjudaginn 8. apríl kl. 20 í safnaðarheim- ilinu, páskafundur. Félag Breiðfirskra kvenna. Páskabingó verður mánudaginn 7. apríl kl. 20, rætt um vorferðina, kaffi. Aglow Reykjavík, kristileg samtök kvenna. Fundur verð- ur mánudaginn 7. apríl kl. 20 í Skipholti 70, efri hæð, og hefst fund- urinn með kaffiveit- ingum. Gestur fundarins verð- ur Carol Filmore. Mirjam Óskarsdóttir sér um lofgjörðina. At- hygli er vakin á nýjum fundarstað, Skipholti 70. Allar konur eru vel- komnar. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Afmæl- isfundur félagsins er á morgun, mánudaginn 7. apríl, í safn- aðarheimilinu kl. 20. Gestir eru konur frá Kvenfélagi Langholts- sóknar. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Fundur verður í Brúarlandi þriðjudag- inn 8. apríl kl. 20. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heldur fund þriðjudaginn 8. apríl kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Birna Hjaltadóttir kemur og segir frá dvöl sinni í Kuwait. Allar konur velkomnar. SVDK Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur skemmtifund í húsi deildarinnar Hjalla- hrauni 9. Happdrætti, grín og glens, ferða- kynning og veislukaffi. Allar konur velkomn- ar. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Í dag er sunnudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. (I.Kor. 2, 9.) Eitt af einkennum kosn-ingakerfa, sem hafa verið við lýði á Íslandi, er að tiltölulega auðvelt hefur verið fyrir svæð- isbundin framboð að ná manni á þing, þrátt fyrir að einungis væri boðið fram í einu kjördæmi.     Með fækkun og stækk-un kjördæma verð- ur það hins vegar mun erfiðara. Framboð sem einungis býður fram lista í einu kjördæmi þarf töluvert mikið fylgi til að koma manni að sökum þess hve fjölmenn kjördæmin eru orðin. Í kosningunum í maí verður í fyrsta skipti kos- ið samkvæmt nýju kerfi er byggist á sex kjör- dæmum. Talið hefur verið að sú breyting myndi letja menn til sérframboða en sú virðist ekki ætla að verða raunin. Stefnir í að a.m.k. eitt slíkt framboð verði í kosningunum, framboð Kristjáns Páls- sonar í Suðurkjördæmi.     Fulltrúar Framboðsóháðra í Suður- kjördæmi kynntu stefnu- mið sín á blaðamanna- fundi í liðinni viku og voru þar sértæk mál kjördæmisins efst á blaði: Fjölgun ferða Herjólfs, lækkun gjald- skrár Herjólfs, breikkun og lýsing vegarins yfir Hellisheiði og svo fram- vegis.     Það má velta því fyrirsér hversu æskilegt sé að kosningabarátta fari að snúast um mjög sértæk málefni einstakra svæða. Raunar vildu lík- lega fæstir sjá slíka þróun verða almenna. Ætti kosningabaráttan í Reykjavík að snúast um stofnæðar í vegakerfinu? Ættu flokkarnir í Norðvesturkjördæmi að deila um hvar best sé að bora næstu jarðgöng? Ef þeir sem berjast fyrir því að verða kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar verða vís- ir að því að standa ein- ungis vörð um hagsmuni afmarkaðra svæða er hætta á að fulltrúar annarra svæða muni rísa upp til varnar og gera samsvarandi og jafnvel meiri kröfur um framlög til „síns“ svæðis.     Með kjördæma-breytingum hefur þessi þróun verið á undanhaldi og í auknum mæli hafa þingmenn reynt að líta á sam- eiginlega hagsmuni en jafnframt taka tillit afmarkaðra hagsmuna þegar þörf er á. Það væri varasamt ef breyting yrði þar á og gæti jafnvel verið hættulegt fyrir landsbyggðina, þar sem meirihluti þingmanna mun eftir næstu kosningar koma af höfuðborgarsvæðinu. Ef pólitíkin fer að snúast um hagsmunapot kjördæma á nýjan leik gæti farið svo að hagsmunir Reykvíkinga yrðu teknir fram yfir aðra. STAKSTEINAR Sameiginlegir hags- munir og sértækir Víkverji skrifar... VÍKVERJI er einn af mörgumknattspyrnuunnendum sem eru langt frá því að vera ánægðir með árangur landsliðsins í viðureign- unum við Skota – fyrst í Reykjavík og síðan á Hampden Park í Glasgow um sl. helgi, en báðar viðureignirnar töpuðust. Þegar Guðjón Þórðarson var landsliðsþjálfari um árið, nagaði hann sig lengi í handarbökin yfir að hafa ekki látið reyna á dapra Arm- eníumenn í leik í Armeníu – hann valdi að láta sína menn liggja í vörn og daufur leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Íslenska lands- liðið missti þar með tvö dýrmæt stig í undankeppni Evrópukeppni lands- liða. Leikur íslenska landsliðsins gegn Skotum í Reykjavík var af- spyrnulélegur og tapaðist, 2:0. Ljóst var að til að vinna það tap upp, yrði að ráðast til atlögu í Glasgow – gera allt til að knýja fram sigur. Það var raunhæft, þar sem Skotar hafa alltaf átt sterkara landslið en þeir eiga í dag. x x x STEFÁN Pálsson, sagnfræðingur,var í viðtali á Rás 2 daginn fyrir landsleikinn og sagðist óttast Skot- ana fyrir hönd íslenska landsliðsins, ekki vegna snilli þeirra á vellinum, heldur frekar vegna þess hversu lítið þekktir margir leikmenn skoska landsliðsins væru. Stefán, sem bjó um tíma í Edinborg og þekkir vel til skoskrar knattspyrnu, sagði í léttum dúr eitthvað á þá leið að eftir því sem fleiri leikmenn skoska landsliðs- ins spiluðu með lítt þekktum knatt- spyrnuliðum, færri tennur væru í munni þeirra og færri hár á höfði væru þeir skeinuhættari og óárenni- legri. Virtist beygur í Stefáni vegna landsleiksins af þessum sökum og var hann ekki einn um það því Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, tók svipaðan pól í hæðina. Hann lét lið sitt vera í skotgröfunum í 45 mínútur, þorði ekki að láta það mæta bitlausu skosku landsliði, heldur leyfði því að ráða ferðinni frá fyrstu mínútu og afleiðingarnar þekkja allir – tap 2:1. x x x ATLI sá Skota tapa fyrir Litháen íKaunas á miðvikudaginn, 1:0. Hann sagði í viðtali við Morg- unblaðið að þeir hefðu átt aðeins eitt skot að marki. Þar var einnig Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, sem gaf skoska liðinu ekki háa ein- kunn fyrir frammistöðu þess – sagði það tannlaust. „Satt best að segja fannst mér leikur Skotanna ansi til- gangslítill. Hann gekk út á að þruma knettinum fram og mér fannst lítið til leiks þeirra koma,“ segir Völler. Víkverji er svo hjartanlega sam- mála Völler. Skotar eiga ekki sterkt landslið og þess vegna er grátlegt að hafa ekki látið reyna á þá strax frá byrjun í tveimur viðureignum, held- ur rétta þeim sex dýrmæt stig á silf- urfati. Það á einhver eftir að naga sig í handarbökin. Skotar hafa fagnað tveimur sigrum á Íslendingum. Egilshöll til fyrirmyndar ALLTOF sjaldan lætur maður í sér heyra til að hrósa. Ég er ein af þeim sem stunda æfingar í Egilshöll, nýja íþróttahúsinu í Graf- arvogi. Þar er hreinlæti og skipulag til mikillar fyrir- myndar. Ég hef ferðast víða um heim og er stolt af því að á heimavelli skuli mér finn- ast þessi mál í bestum höndum. Þjónustan þar er meiri en gengur og gerist í mörgum íþróttahúsum víða um heim, t.d. bjóða þeir upp á klaka ef slys verða. Ég þakka starfsfólki og aðstandendum Egilshallar það, að þangað er gott að koma. Mjöll Aldís Lárusdóttir. Vinstri menn og stríðið VINSTRI menn á Íslandi fordæma stríð í Írak, en 11. september þegar árásin var gerð á turnana var þá ekki ráðist á saklaust fólk og flugvélar gerðar að morðtólum? Það er eins og vinstri menn hati Bandaríkjamenn og ætli að gera þetta að kosningamáli í ár. Ég átta mig ekki alveg á hvað vinstri menn horfa þröngt á þetta mál vegna þess að þar var þessi hefndarhugur að baki en nú eru Bandaríkja- menn ekki að ráðast inn í land og fella fólk því að óvörum, heldur var langur aðdragandi að þessu. Jóna Björnsdóttir. Gott að versla í Europris ÉG fór sl. laugardag í Europris og sá þá hvað kjötvaran var miklu ódýr- ari þar en annars staðar. Eins voru þar karlmanns- skór á mjög góðu verði. Ég mæli með að fólk kíki í þessa verslun. Vilhjálmur Sigurðsson. Misbrestur á upplýsingum ÉG á tvö börn sem eru greind með athyglisbrest og hef verið með umönnun- arkort þess vegna. Komst ég að því að þessum kortum fylgir ýmis afsláttur, t.d. fá börn með umönnunarkort frítt í húsdýragarðinn, af- slátt í bíó og geta fengið kort hjá Sjálfsbjörgu til að fá afslátt af strætómiðum (fullorðinsgjald). Einnig fá þau ókeypis að fara í sund í Hafnarfirði. Ég er nýbúin að frétta af þessu en það virðist vera misbrestur á að fólk með börn á umönnunarbótum fái upplýsingar um þann af- slátt sem kortin veita. Móðir. Atvinnumiðlunin ÉG er búinn að vera at- vinnulaus og hef þurft að leita aðstoðar hjá atvinnu- miðlum sl. 3 mánuði. Það vekur undrun mína að þeg- ar ég bið um upplýsingar fæ ég annaðhvort rangt svar – eða ekkert svar fæst. Um sl. mánaðamót fékk ég engar bætur en það var vegna vitleysu í kerfinu, það gleymdist að senda inn upplýsingar fyrir mig. Ekki virtist vera hægt að bjarga þessu og lenti ég í vand- ræðum þess vegna. Ólafur Örn Jónsson. Tapað/fundið Kápa tekin í misgripum SVÖRT ullarkápa var tekin í misgripum á Gullöldinni í Grafarvogi fyrir mánuði. Skilvís finnandi hafi sam- band við Stefaníu í síma 557 4097. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst í Tjarnarbíói. Upplýsingar í síma 568-7937. Dýrahald Læða fæst gefins 6 MÁNAÐA bröndótt læða fæst gefins vegna flutnings. Upplýsingar í síma 820 2853. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 vitið, 8 verkfærið, 9 aldna, 10 fákur, 11 vinnu- vél, 13 dáð, 15 rými, 18 ferill, 21 kvendýr, 22 hrelli, 23 sundfuglinn, 24 flygill. LÓÐRÉTT 2 alda, 3 afkomanda, 4 ráfa, 5 lykt, 6 þvotta- snúra, 7 umrót, 12 ögn, 14 illmenni, 15 leiðsla, 16 skakkafall, 17 al, 18 batna, 19 býsn, 20 vinna. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 beita, 4 gómur, 7 lilja, 8 lokan, 9 ref, 11 sóði, 13 hani, 14 lemja, 15 þjál, 17 múgs, 20 óra, 22 aftan, 23 ræf- il, 24 Arnar, 25 afræð. Lóðrétt: 1 belgs, 2 illúð, 3 atar, 4 golf, 5 mykja, 6 rindi, 10 eimur, 12 ill, 13 ham, 15 þjaka, 16 áttan, 18 úlfur, 19 sálað, 20 ónar, 21 arða. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.