Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 13 DÓMNEFND, skipuð prófessorum úrhelstu háskólum Svíþjóðar, hafði úrmörgum athyglisverðum ritgerðumað velja en verðlaun Félags sænskra vísindamanna eru veitt árlega og eru mjög eft- irsótt. Hlaut Gunnar m.a. peningaverðlaun upp á um 100 þúsund krónur og var styrktur af fyr- irtækinu Ericsson Microwave Systems í Sví- þjóð við ritgerðarsmíðina, sem hyggst hagnýta sér aðferðafræði Gunnars við þróun á rad- arbúnaði sem notaður er til hernaðar. Þá hlaut Gunnar einnig verðlaun fyrir rit- gerðina frá sænsku AI-samtökunum sem eru samtök um rannsóknir í Svíþjóð á sviði gervi- greindar, Swedish Artificial Intelligence Soc- iety. Leiðbeinendur nemenda útnefna ritgerðir í þeim hópi og renna verðlaunin, um 50 þúsund krónur, beint til tölvunarfræðideildar háskólans sem skal úthluta peningunum til rannsókn- arvinnu Gunnars. Gunnar, sem er 25 ára og alinn upp í Skaga- firði, sonur Búa Vilhjálmssonar og Margrétar S. Viggósdóttur, hefur stundað nám í Háskól- anum í Skövde frá árinu 1998. Það svið tölv- unarfræðinnar sem Gunnar ákvað að taka fyrir til meistaraprófs var gervigreind. Meginmark- mið ritgerðarinnar var að geta þróað sjálfnuma vélmenni, þ.e. vélmenni sem ekki þurfa að taka við skipunum fyrirfram og læra þess í stað sjálf hvað þau eigi að taka sér næst fyrir hendur. Að ekki þurfi t.d. að segja þeim „farðu til vinstri“ eða „eltu þennan“ heldur geti þau fundið það hjá sjálfum sér. Viðfangsefni Gunnars var því nokkuð sér- stakt og var hann fenginn til að útskýra það fyrir lesendum Morgunblaðsins. „Einn hluti ritgerðarinnar, sem dómnefnd- inni leist mjög vel á, snerist um það að blanda saman náttúrufræði og tölvunarfræði. Úr nátt- úrufræði tek ég þau þróunarsambönd sem finn- ast á milli rándýrs og bráðar og hafa þróast saman í náttúrunni í gegnum aldanna rás. Ég hef skoðað ýmsar kenningar, meðal annars þró- unarkenningu Darwins um að tvær mismunandi dýrategundir geti lifað saman í vissu jafnvægi og lært hvor á aðra, og fært þær yfir á vél- menni. Þá er ég að tala um eftirlíkingu af vél- mennum í tölvu þar sem ég reyni á mjög ein- faldan hátt að líkja stýrikerfi vélmennanna eftir mannsheila með því að notast við svoköll- uð gervitauganet,“ segir Gunnar. Hermdi eftir rándýri og bráð Hann tók tvö vélmenni sem dæmi í ritgerð- inni, annað hermdi eftir rándýri og hitt eftir bráð. Þróaði hann bæði hegðun og vissa eig- inleika þeirra, m.a. sjónina þar sem t.d. bráðin þróaði mjög breitt sjónsvið en sá ekki jafn langa leið og rándýrið sem þróaði minna sjón- svið og gat einbeitt sér að einni bráð í mikilli fjarlægð. „Þetta var ég svolítið að leika mér með,“ seg- ir Gunnar, sem kynnti sér ýmsar sambærilegar rannsóknir vísindamanna, m.a. um sjálft gervi- tauganetið og uppbyggingu vélmenna. „Ég tók þetta saman og þróaði bæði stýri- kerfið í sjálfu vélmenninu, þ.e.a.s. hvernig það hegðar sér og hvernig það lítur út. Ég komst að því að sterkt samband er þarna á milli þar sem vélmennið gat m.a. stýrt því sjálft í hvaða átt það sneri myndavél sem það var með, um leið og það þróaði hegðun sem var í sambandi við hlutverk þess, þ.e. rándýr eða bráð. Í ljós kom að sú hegðun og útlit sem vélmennin þróuðu stönguðust oft á við þær fyrirfram gefnu hugmyndir sem manneskjan hefur um lausnina. Það sýnir fram á að sjálfvirk þróun vélmenna gefur oft lausnir sem manneskjunni dettur ekki í hug. Einnig komu fram ýmsir aðr- ir möguleikar,“ segir Gunnar. Hann segist vera að reyna að sýna fram á möguleika til að búa til vélmenni sem aðlagist umhverfinu svipað og mannfólkið oft og tíðum geri. „Auðvitað eru takmörk á þessu og þegar ég hef sagt ættingjunum frá verkefninu verða þeir hálfhræddir við mig,“ segir hann og hlær. Hann leggur áherslu á að þessi tækni sé á al- gjöru byrjunarstigi og það sem hann sé að gera sé bara lítill hluti af stórri heild. Ritgerðin gefi hins vegar vísbendingu um þá möguleika sem eru til staðar við þróun vélmenna framtíðar- innar. Hagur fyrir Ericsson Sem fyrr segir var Gunnar styrktur við ritgerðarsmíðina af Ericsson Microwave Systems, sem er dótturfyrirtæki sænska símarisans. Fyrirtækið hefur að sögn Gunnars hag af rannsókn- um af þessu tagi við að þróa radarbúnað og fleira. Í fram- haldi af ritgerð Gunnars hefur Ericsson Microwave Systems verið að styrkja fleiri verkefni á svipuðu sviði. Radarbúnaðurinn sem fyrir- tækið framleiðir er aðallega not- aður til hernaðar, til dæmis í sænsku JAS-orustuþoturnar, en einnig er verið að skoða tækni til að líkja eftir hernaðarátök- um. Ein af þeim hugmyndum sem hafa orðið til vegna ritgerð- ar Gunnars er að líkja eftir átökum milli tveggja herja. Frá því er hægt að skoða hvaða hernaðaráætlun er heppileg í hvert skipti og á hvern hátt óvinurinn bregst við, fá þannig vissan stuðning við ákvarðana- töku. Gunnar lauk BS-gráðu í tölv- unarfræði vorið 2001. Strax um haustið tók mastersnámið við og því lauk hann haustið 2002. Nánast um leið var hann ráðinn kennari við skólann og sinnir kennslu ásamt rannsóknarstörf- um í tölvunarfræðum. „Ég hef verið að skrifa greinar upp úr loka- verkefninu og mér hefur tekist að fá tvær greinar birtar, aðra á ráðstefnu í Englandi og hina á ráðstefnu sem fram fer í Chicago í Bandaríkjunum í sumar. Ég hef lokið við þriðju greinina og sent hana til skoðunar fyrir ráð- stefnu í Þýskalandi í haust en veit ekki enn hvort hún fæst birt þar. Það kemur bara í ljós,“ segir Gunnar. Hann segir varla hægt að fá meiri viðurkenn- ingu fyrir mastersritgerð í tölvunarfræði en að fá verðlaun frá bæði Félagi sænskra vísinda- manna og sænsku samtökunum um rannsóknir í gervigreind. Vissulega komi peningarnir sér vel en þeir séu ekki allt. Einnig sé mikil ánægja í háskólanum með að verðlaunin hafi farið þangað að þessu sinni. Um 5 þúsund nemendur eru í háskólanum í Skövde sem skipar honum í hóp smærri slíkra menntastofnana í landinu, þar sem hörð samkeppni ríkir. Gunnar segir tölvufræðideildina í Skövde, þar sem um 600 manns stunda nám, hins vegar með þeim betri í Svíþjóð og hafa Íslendingar haft þar sitt að segja með framúrskarandi námsárangri sínum. Fimm mínútna frægð! Gunnar fékk verðlaun Félags sænskra vís- indamanna afhent á ráðstefnu í Stokkhólmi sem félagið stendur fyrir árlega. Þar eru mis- munandi viðfangsefni tekin fyrir og verðlaun veitt, að þessu sinni voru tölvunarfræði og upp- lýsingatækni í hávegum höfð. Forstjórar allra helstu tölvufyrirtækja voru viðstaddir í Stokk- hólmi, m.a. frá IBM og Ericsson. Aðspurður hvort hann hafi fengið atvinnutilboð í Stokk- hólmi svarar Gunnar því neitandi en margir hafi sýnt viðfangsefni ritgerðarinnar áhuga. „Þetta var svona fimm mínútna frægð,“ segir Skagfirðingurinn af mikilli hógværð. Aðspurður að endingu í samtali okkar, hvor skepnan hafi „haft betur“ í því dæmi sem hann setti upp, rándýrið eða bráðin, segir Gunnar þær báðar hafa sigrað á sinn hátt, þ.e. fundið jafnvægið til að lifa báðar af, svipað því sem gerist í hörðum heimi dýraríkisins. Það er svo spurning hvenær sá dagur rennur upp að við mætum á götum úti þeim vélmennum sem stundum má bera augum á hvíta tjaldinu og eru látin hugsa og athafna sig eins og mannfólkið. Ritgerð Gunnars Búasonar getur verið innlegg í þá þróunarvinnu sem bíður vísindamanna framtíðarinnar. Sjálfnuma vélmenni með aðstoð Darwins Gunnar Búason, nemandi við Háskól- ann í Skövde í Svíþjóð, hefur fengið tvenn verðlaun frá sænska vísinda- samfélaginu fyrir ritgerð um gervi- greind, þar sem m.a. er tekið á því hvernig vélmenni geta tileinkað sér hugsun og hegðun mannfólksins. Björn Jóhann Björnsson fræddist hjá Gunnari um ritgerðina. Gunnar notaðist við tölvulíkan af vélmennunum, sem eru af gerðinni Khepera. Til vinstri er „bráðin“, að þessu sinni ekki með myndavél á sér, en staur- inn var settur á til að gera „rándýrinu“ til hægri auðveldara með að sjá „bráðina“. „Þegar ég hef sagt ættingjum mínum frá verkefninu verða þeir hálf- hræddir við mig,“ segir Gunnar Búason um ritgerðina sem vakið hefur athygli í Svíþjóð. bjb@mbl.is GUNNAR er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki og fyrrverandi nemandi við sama skóla átti stóran þátt í að fá hann út, Ingi V. Jónasson, sem nú er orðinn að- stoðardeildarstjóri tölvunarfræðideildar skól- ans í Skövde. Ingi hefur komið árlega til Íslands í meira en áratug til að kynna skólann fyrir ís- lenskum stúdentum. Hefur þetta borið þann ávöxt að nú stunda um 25 Íslendingar nám í Skövde en hafa verið flestir um 40 talsins. Morgunblaðið/Golli Ingi V. Jónasson (t.v.) var með kynningu í vik- unni á tölvunáminu á Upplýsingastofu um nám erlendis og ræðir hér við einn áhuga- saman stúdent. 25 Íslendingar í skólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.