Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BYLTING liggur í loftinu varð- andi samgöngur milli lands og Eyja, bylting sem á eftir að hafa gífurleg áhrif á aðgengi Vest- mannaeyinga að fastalandinu og uppbyggingu þar, möguleika fasta- landsmanna og erlendra ferða- manna til þess að sækja heim nátt- úruperlurnar Vestmannaeyjar á auðveldan og öruggan hátt og síð- ast en ekki síst eru geysilega spennandi möguleikarnir sem liggja í samstarfi, eflingu og styrk- ingu sveita Suðurlands og Vest- mannaeyja með nýjum möguleik- um stystu leið milli lands og Eyja, ferjuaðstöðu við Bakkafjöru vest- an Markarfljóts eða jarðgöngum að Krossi í Landeyjum. Þá liggur einnig stórkostlegur möguleiki í uppskipun og útskipun í Evrópu- siglingum ef annar tveggja af þremur valkostum verður fyrir valinu inn í næstu framtíð. Vegna tveggja tillagna á Alþingi sem ég flutti og fékk samþykktar varðandi jarðgöng annars vegar og ferjuað- stöðu hins vegar á Landeyjasandi, er búið að forvinna mjög mikil- væga þætti þannig að það er stutt í ákvarðanatöku. Þar sem öllu mið- ar jákvætt í þeim efnum skiptir nú mestu í stöðu málsins að menn hafa fast land að standa á, jákvæð- ar niðurstöður rannsóknaþátta sem lokið er. Þrír valkostir Það er ljóst að innan tveggja ára mun liggja fyrir hvaða leið verður hagstæðast og mest spennandi að velja, nýtt sérhannað skip milli Eyja og Þorlákshafnar, ferjuhöfn á Bakkafjöru við Markarfljót eða jarðgöng að Krossi í Landeyjum eða að Seljalandsfossi. Það er al- veg sama hvað við erum bráðlát, þá skiptir öllu að halda ró sinni og velja það sem skiptir máli til fram- tíðar, sérstaklega þegar ljóst er að á næstu 18–20 mánuðum munu all- ir valkostir liggja fyrir. Skyndi- lausnir sem eru ekki hugsaðar til enda, en kosta mikla peninga, tefja fyrir raunverulegum markvissum vinnubrögðum og geta skemmt óheyrilega fyrir jákvæðri fram- vindu mála.Við viljum gjarnan fá úrlausn strax, en kostnaðarsöm bráðabirgðaúrlausn sem er ekki lífsnauðsynleg getur svipt miklu mikilvægari möguleikum út af borðinu. Lykillinn í þessu efni er að tryggðir séu flutningar á fólki, bílum og flutningavögnum á sem stystum tíma með ferðatíðni sem hentar flestum. Veltum nú aðeins upp þessum þremur möguleikum, kalt og rólega. Rannsóknir sanna tæknilega möguleika jarðganga Fyrir um 15 árum flutti ég á Al- þingi, ásamt meðflutningsmönnum, tillögu um könnun á gerð jarð- ganga milli lands og Eyja. Flestir hlógu að mér, bæði landar mínir heima í Eyjum og fastalandsmenn, en þá var nú reyndar einnig hlegið að tillögum um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Þessi tillaga mín var svæfð í Alþingi eins og kallað er. Hún fékkst ekki afgreidd. Fyr- ir nokkrum árum flutti ég aftur til- lögu ásamt fleiri þingmönnum sem ég fékk með mér, um könnun og undirbúning á gerð jarðganga milli lands og Eyja. Þá hlógu fáir og Eyjamenn fögnuðu almennt. Þá voru Hvalfjarðargöngin að verða viðurkenndur veruleiki. Síðari til- laga mín á Alþingi fékkst sam- þykkt og Vegagerðin lét fram- kvæma frumrannsóknir á möguleikum ganga milli lands og Eyja, jarðgöngum, botngöngum og flotgöngum. Niðurstaðan var já- kvæð í öllum tilvikum, en jarðgöng voru nánast eini möguleikinn sem kom til greina vegna gífurlegs kostnaðar við gerð botn eða flot- ganga. Niðurstaða Vegagerðarinn- ar, sem byggðist á áliti helstu jarðgangasérfræðinga landsins, jarðfræðinga og mjög vandaðri rit- gerð og úttekt Inga Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra í Eyjum, sem hann vann í Tækniskóla Ís- lands sem nemandi, var á þá leið að tæknilega væri hægt að fram- kvæma verkið en meta þyrfti áhættuþætti m.a. með tilliti til eld- virkni á mögulegu gangasvæði, jarðskjálfta og tækniúrlausna. Vegagerðin skilaði niðurstöðu með teikningu af gangaleiðum, dýpt ganga, gerð bergs og svo framvegis. Eystri jarðgangaleiðin, Hásteinn á Heimaey að Selja- landsfossi undir Eyjafjöllum er lengri leiðin, um 26 km og fer um svæði þar sem er misgengi. Það segir þó ekkert út af fyrir sig, því til að mynda voru 100 misgengi á leið Hvalfjarðarganganna og þar af 10 stór. Vestari leiðin, Há- steinn-Kross í Landeyjum, 20 km, virðist hins vegar nánast laus við misgengi, en sú leið tilheyrir Am- eríkuflekanum, en Seljalandsleiðin Evrópuflekanum. Við Kross er hins vegar ögrandi tæknilegt vandamál, þ.e. hvernig á að tengja op ganganna þar við bergið sem liggur hæst 40 metra undir vatns- ósa sandinum. Rannsóknir í sumar skera úr um áhættumat jarðganga Í framhaldi af þessari niður- stöðu var farið að huga að fjár- öflun til frekari rannsókna og í gegn um Náttúrustofu Suðurlands og Rannsóknasetur Háskóla Ís- lands í Vestmannaeyjum var sjón- um beint að svokölluðu Hawaiiv- erkefni, alþjóðlegu rannsókna- verkefni vísindamanna sem lá m.a. á sama sviði og þurfti að kanna á jarðgangaleiðinni. Ármann Hösk- uldsson, fyrrverandi forstöðumað- ur Náttúrustofu Suðurlands, var lykilmaður varðandi þessa styrk- veitingu,en það verður að segjast eins og er að þótt Vegagerðin sé þekkt fyrir að gera marga hluti vel, hefur alltaf þurft að ýta henni út á dansgólfið, taka hana tökum. Frumkvæði er ekki sterkasta hlið Vegagerðarinnar, en hún hefur hins vegar svínvirkað þegar hún er komin í gang. Nú eru Bandaríkjamenn búnir að veita 8 millj. kr. styrk til ákveð- innar forkönnunar á stóra verkefn- inu sem fyrr getur og verður það verk unnið í sumar, en í sum- arverkefninu er einnig hægt að ganga endanlega úr skugga um það hvort hægt sé að gera jarð- göng milli lands og Eyja með öll- um eðlilegum öryggisþáttum í lagi. Reiknað er með 6 millj. kr. fram- lagi frá Vegagerðinni í þetta verk- efni og er ekki betur séð en að það sé borðleggjandi, enda er einnig óráðstafað nokkrum millj.kr. sem reiknaðar voru í undirbúnings- rannsóknirnar en lágu ónotaðar. Ármann Höskuldsson, jarðfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun mun stjórna þessum rannsóknum, en reiknað er með að þær standi yfir í nokkra daga, hugsanlega bæði á Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni. Raunverulegur kostnaður með fullum búnaði og skipum er um 15–20 millj.kr. á dag þannig að það eru ótrúleg kosta- kjör ef Vegagerðin sleppur með 6 millj.kr. framlag. Það sem verður kannað með fullkomnustu endurkaststækjum er bergið, öskulög og fleira til þess að ganga úr skugga um hvort ein- hverjar hreyfingar hafi átt sér stað í berginu á margra alda tíma- bili. Með mælingunum í sumar er hægt að ganga úr skugga um hvort vandamál sé á ferðinni. Ef um óyfirstíganlegt vandamál er að ræða er gangahugmyndin úr myndinni, ef ekki þá er þess vegna hægt að byrja hönnun á göngunum strax í haust þegar niðurstöðurnar liggja fyrir en reikna þarf með nokkrum mánuðum í aðra þætti sem þarf að athuga. Á fyrirhug- uðum jarðgangaleiðum milli lands og Eyja er setberg eða móberg, en í Hvalfirðinum þurftu menn að vinna sig í gegnum hraunlög. Mó- bergið er mun æskilegra og sterk- ara í jarðgöng en hraunlögin, þannig að allt er þetta mjög spennandi. Ef forkönnunin í stóra verkefninu í sumar verður jákvæð þá er það lykill að um 100 millj- ónum til rannsókna á næsta ári, en það hefur ekkert með jarðganga- málið að gera.Þeim þætti sem ligg- ur á að ljúka, lýkur í sumar með niðurstöðum í árslok. Þá þarf ein- hverja mánuði til þess að kanna út frá niðurstöðunum þróun í gerð jarðganga, kostnað, breytilegan kostnað, sérstöðu og fleira sem getur ráðið úrslitum um skynsam- lega og sanngjarna kostnaðaráætl- un Jarðgöng fýsilegur fjárhagskostur Í þingsályktunartillögu minni um gerð jarðganga milli lands og Eyja var gert ráð fyrir að fjár- mögnun á verkinu yrði með þeim hætti að fjármagn miðað við óbreytta þjónustu Herjólfs yrði sett í göngin á afskriftartímabili sem gæti verið 25–30 ár, en mis- munurinn yrði brúaður með fjár- mögnun fjárfesta eins og öll fram- kvæmd Hvalfjarðarganganna byggðist á. Íslenska ríkið lagði ekki krónu í sjálf göngin og gjaldið af umferðinni greiðir fjármögn- unina upp en þá verður íslenska ríkið eigandi jarðganganna undir Hvalfjörð. Þetta eru góð viðskipti fyrir íslenska ríkið. Með því fjár- magni sem bundið er Herjólfi ár- lega á fjárlögum ríkisins og viðbót- arfjármagni fjárfesta mun gerð jarðganga milli lands og Eyja í engu raska aðrar áætlanir eða væntingar í Vegagerð, nema síður sé, því með jarðgangagerðinni er verið að spara stórlega á sviði Vegagerðarinnar til langs tíma. Á hverjum 15 árum, endingartíma Vestmannaeyjaferju, má segja að sé verið að setja um 7 milljarða króna og sífellt þarf að endurnýja dýrt skip á þann fjölfarna ferða- mannastað sem Vestmannaeyjar eru og þann stað sem er einn af sterkustu hlekkjunum í gjaldeyr- isöflun þjóðarinnar. Gerð jarð- ganga á eðlilegum forsendum er því fyrst og fremst gróði í íslensk- um samgöngum. Í Hvalfirði kost- aði hver km um 900 millj. kr, en öllu fleygir fram og í nýjustu jarð- göngum Færeyinga sem eru undir sjó, kostaði kílómeterinn um 250– 300 millj.kr. Með eðlilegum frávik- um ættu göng milli lands og Eyja aldrei að fara yfir 12 milljarða króna, en ef til vill nokkuð undir þeirri tölu. Það er því auðvelt að sjá í hendi sér að hagkvæmnin er mikil þegar allt er dregið saman þó ekki sé nema vegna kostnar, hvað þá öll hin atriðin sem varða hversdagsleg not fólks, fyrirtækja, lagningu strengja og leiðslna og fleira og fleira. Möguleikar ferjuhafnar koma á óvart Árið 2000 lagði ég fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um könnun á gerð ferjuaðstöðu á Bakkafjöru, gegnt Heimaey, en vegalengdin frá fjöru til fjöru er um 10 km. Í nokkur ár þar á und- an hafði ég í tíma og ótíma lagt mikið kapp á að fá Siglingastofn- unarmenn til liðs við mig og safna saman rökum sem þingsályktun- artillaga gæti byggst á. Framan af var fátt um fína drætti, mönnum virtist þetta fjarstæðukennt,en svo var farið að skoða þetta fyrir al- vöru og þá kom annað hljóð í strokkinn, ekki síst eftir að menn höfðu spáð nokkuð í gamla annála um útróðrarstaði á Suðurströnd- inni og hin svokölluðu sjávarhlið sem víða eru stöðug þótt sand- fjaran sé á fleygiferð allt um kring. Gott dæmi er Hornafjarð- arós, þar sem fjaran getur breytt sér í einu veðurkasti svo nemur hundruðum metra inn og út beggja vegna leiðarinnar inn til Hornafjarðar, en alltaf er hliðið opið. Nú hefur Siglingastofnun skilað fyrstu niðurstöðum og allt í einu liggur það fyrir að ferjuaðstaða á Bakkafjöru er mjög fýsilegur kost- ur og auðvitað er það ekkert ann- að en bylting ef siglingaleiðin milli lands og Eyja verður 20–30 mín- útur og ferðatíðni á t.d. tveggja tíma fresti. Þá er þetta ekki lengur siglingaleið, heldur skutl alveg eins og við köllum það að skutlast út í Bjarnarey eða Elliðaey frá Heimaey. Siglingastofnun hefur staðið sig afburða vel í öllum fram- gangi málsins eftir að tillaga mín var samþykkt á Alþingi fyrir tveimur árum. Þeir hönnuðu tölvu- líkan til þess að meta ölduáhrif, sandhreyfingu og fleira og fleira og þeir hafa leitað til leikmanna sem lærðra til þess að safna saman bæði reynslu og vísindalegum staðreyndum. Niðurstaðan er sú að það má segja nánast öruggt að fýsileg ferjuaðstaða á Bakkafjöru 3         =          # .   !# # # >     ' #       #   3               # ?#  "               #    #   .   8        ,++  6$           !    /5      ? !      /       (#        ;++ 6$          ?#  .   '$ +  @- *+@ @* *+, -A 4- -4  $               % # %#%# ' #%*%9!!#'       + 4++ *+++        ?# 2   6      #      0      8   "       &  6$        # &   !    #  '      2       $  "     #  '         9    !          4++ !     *4+ !     B  !  #  /      6   -4    $ -++ & # 4!                 0        .  0   "        BYLTING Í SAMGÖNGUM MILLI LANDS OG EYJA „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að næsta skref í stór- bættum samgöngum milli lands og Eyja verð- ur annaðhvort ferjuhöfn á Bakkafjöru eða jarð- göng, en hvort tveggja er fýsilegt kostnaðar- lega.“ Eftir Árna Johnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.