Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 33 húsnæðismarkað og draga úr byggingu fé- lagslegs húsnæðis hafi orðið til umframeftir- spurn, sem hafi sprengt upp húsnæðisverð og húsbréfavexti. Þá hafi sveitarfélög ekki staðið sig sem skyldi í byggingu félagslegs leiguhúsnæðis. Í skýrslu starfshóps ASÍ um húsnæðismálin er tekið fram að engin einföld lausn sé til á þessum vanda. Þau úrræði, sem skapa þurfi, verði fyrst og fremst að skapa íbúum félagslegt öryggi, vera sniðin að ólíkri framfærslugetu, vera sveigjan- leg, loka ekki íbúa inni í gildru fátæktar og vera skipulega og félagslega samþætt hinum almenna húsnæðismarkaði. ASÍ tekur fram að ekki sé ástæða til að taka gamla félagslega húsnæðiskerfið upp að nýju. Það hafði enda gengið sér til húðar. Ýmislegt bendir til þess að æskilegra sé að gera umbætur á núverandi kerfi en að fara í stórfellda uppbygg- ingu opinberra aðila á félagslegu húsnæði, nema þá fyrir fatlaða og aldraða. Hér eins og annars staðar er rétt að huga að því að nýta kosti einka- framtaksins, eins og ASÍ leggur raunar til að hluta. Með því að auðvelda einkaaðilum að reisa og reka ódýrt leiguhúsnæði, t.d. með ódýrum lánum og breyttum fyrningarreglum, eins og nefndar eru í tillögum ASÍ, má draga úr umfram- eftirspurninni á húsnæðismarkaðnum og stuðla að lægra verði. Sú ofuráherzla, sem lögð hefur verið á að allir geti eignazt sitt eigið húsnæði, endaði stundum í ógöngum í gamla félagslega kerfinu, þar sem fólk lokaðist inni í því og komst aldrei út á almennan fasteignamarkað. Flestir eru hins vegar sammála um að hinn almenni leigumarkaður hér er vanþróaður og að það myndi leysa mikinn vanda ef hann væri stærri. Takmarkað svigrúm til útgjalda- aukningar Alþýðusambandið leggur eflaust fram tillögur sínar nú á þessum tíma m.a. til að hafa áhrif á um- ræðurnar í kosninga- baráttunni. Jafnframt verður að gera ráð fyrir að við næstu kjarasamn- ingagerð muni ASÍ gera kröfu til stjórnvalda um að þau greiði fyrir henni með því að hrinda ein- hverjum af tillögunum í framkvæmd. ASÍ metur það svo að tillögurnar kosti níu milljarða króna á ári. Það væri ekki hyggilegt að fara út í svo mikla aukningu ríkisútgjalda við nú- verandi aðstæður, a.m.k. ekki án þess að finna leiðir til sparnaðar á móti. Ástæða er til að vekja enn athygli á niðurstöð- um skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar, OECD, um íslenzk efnahagsmál, sem gerð var opinber í vikunni. Stofnunin bendir þar á að rekstrarafgangur á ríkissjóði sé nánast horfinn, og með þeim umbótum í velferðarkerfinu, sem hafi átt sér stað að undanförnu, ásamt ákvörð- unum um flýtingu opinberra framkvæmda, sé ekkert rúm eftir til útgjaldaaukningar, eigi rík- isfjármálin að styðja við þá viðleitni að koma í veg fyrir ofþenslu í hagkerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem standa fyrir dyrum. OECD hvetur til þess að bæði verði ríkisútgjöld- um haldið í skefjum og skattar á einstaklinga lækkaðir, sem muni hafa jákvæð áhrif á framboð vinnuafls. Stofnunin telur að önnur aðildarríki hennar hafi á undanförnum árum náð meiri árangri en Ísland í því að hemja ríkisútgjöld. Mikilvægt sé að stýra útgjöldunum á sviði heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagslegrar aðstoðar, sem sam- anlagt taki til sín þrjá fimmtuhluta af opinberum útgjöldum á Íslandi, auk þess sem mestur þrýst- ingur sé á vaxandi útgjöld í þessum málaflokk- um. OECD bendir á að hraðvaxandi útgjöld til heil- brigðismála á undanförnum tveimur áratugum hafi ekki skilað sér að sama skapi í bættri heil- brigðisþjónustu. Vaxandi útgjöld til mennta- mála, sem séu nú þau hæstu í OECD, hafi skilað sér betur. Betri nýting fjármuna Almennt má segja að við skoðun á því hvernig bæta megi velferðarkerfið, með hliðsjón af tillögum ASÍ, sé þrennt mikilvægast til lengri tíma litið. Í fyrsta lagi að ný útgjöld til félagslegrar aðstoðar nýtist fyrst og fremst þeim afmörkuðu hópum, sem hafa orðið útundan í lífs- kjarabata undanfarinna ára. Ekki má búa svo um hnútana að stór hluti þjóðarinnar öðlist ný fé- lagsleg „réttindi“, sem auki stöðugt og sjálfvirkt útgjöld ríkisins og erfitt reynist að vinda ofan af þegar aftur harðnar á dalnum í efnahagslífinu nema með snöggum og sársaukafullum niður- skurði. Í öðru lagi þarf að leggja áherzlu á að nýta bet- ur það fé, sem lagt er til t.d. heilbrigðismála og menntamála. Eins og OECD bendir á, eru út- gjöld á mann til þessara málaflokka einhver þau hæstu á Vesturlöndum. Það þarf að leita allra leiða til að auka skilvirkni og hagkvæmni í kerf- inu og fá meiri eða betri þjónustu fyrir sömu pen- inga. Þar hefur ein árangursríkasta leiðin verið að fela einkaaðilum framkvæmd ýmissa verkefna og nýta þannig kosti frjálsrar samkeppni, þótt opinberir aðilar sjái áfram um fjármögnunina. Það er sérstakt fagnaðarefni að ASÍ skuli opið fyrir þessum leiðum, ekki sízt í heilbrigðiskerf- inu og í húsnæðismálum. Í þriðja lagi þarf að gæta þess að ekki sé búið til kerfi, sem letur fólk til vinnu og sjálfsbjargar. Velferðarkerfið á að vera öryggisnet en hvorki hengirúm né svefnpoki, svo gripið sé til gam- alkunnugra samlíkinga. Hvað með skatta og landbúnað? Varðandi síðast- nefnda atriðið hljóta menn að vænta þess að Alþýðusambandið blandi sér í þær um- ræður, sem nú fara fram um skattalækkanir. Það blasir auðvitað við að lækkun skatta, ekki sízt tekjuskatts og virð- isaukaskatts á nauðsynjavöru, myndi gagnast tekjulægstu hópum samfélagsins einna bezt. Lækkun tekjuskatts myndi jafnframt hvetja fólk til vinnu og koma þannig til móts við þá miklu eftirspurn eftir vinnuafli, sem framundan er. Annað atriði, sem margir hefðu eflaust búizt við að sjá í tillögum ASÍ um velferðarmál, er til- lögur um breytingar á landbúnaðarkerfinu. Það liggur í augum uppi að með því að draga úr op- inberum fjárstuðningi við landbúnaðinn og toll- vernd mætti lækka verð landbúnaðarafurða verulega, sem væri mikil kjarabót fyrir alþýðu manna. Á þetta minnist OECD í áðurnefndri skýrslu og bendir á að landbúnaðarafurðir séu hér á landi á u.þ.b. tvöföldu heimsmarkaðsverði. Á móti kynni að koma kostnaður við tímabundn- ar aðgerðir til að aðstoða bændur, einkum sauð- fjárbændur, við að bregða búi og finna ný störf, en á það ber að líta að framundan er tími, þar sem flest bendir til að nóga atvinnu verði að hafa. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum ár- um haft ríkan skilning á mikilvægi þess að við- halda stöðugleika í efnahagslífinu, enda eru hag- sveiflur og verðbólga einn versti óvinur um- bjóðenda hennar. Mörgum tillögum ASÍ er brýnt að hrinda í framkvæmd en það verður að gæta þess að það verði ekki til þess að raska stöð- ugleikanum – þá væri kjarabótin fljótt tekin af þeim, sem minnst hafa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtileg birta á Klambratúninu. „Verkalýðshreyf- ingin hefur á und- anförnum árum haft ríkan skilning á mikilvægi þess að viðhalda stöðug- leika í efnahagslíf- inu, enda eru hag- sveiflur og verðbólga einn versti óvinur um- bjóðenda hennar. Mörgum tillögum ASÍ er brýnt að hrinda í fram- kvæmd en það verð- ur að gæta þess að það verði ekki til þess að raska stöð- ugleikanum – þá væri kjarabótin fljótt tekin af þeim, sem minnst hafa.“ Laugardagur 5.apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.