Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 29 96% fitusnau ður Mest seldiísdrykkur í USA! Kringlunni (Stjörnutorg) og Ingólfstorgi Tilboðið gildir þessa helgi. ísálfar í úrvali! ískexloka Smoothies! Hellingur af ídýfum! ferskur og nána st fitulaus! UM ÞESSAR mundir standa yfir í Hafnarborg sýningar tveggja myndlistarmanna undir yfirskrift- inni Með lífsmarki, en þar sýna Ólöf Oddgeirsdóttir og Hlíf Ás- grímsdóttir teikningar, ljósmyndir og hversdagslega hluti sem þær hafa fært inn í rýmið, og eru sum verkin unnin í samvinnu listamann- anna tveggja. „Við ákváðum að láta hugmyndir okkar renna sam- an, ekki bara á sýningunni, heldur líka í þessum verkum,“ segir Hlíf og bendir á tvær stórar teikningar, sem standa andspænis hvor ann- arri, önnur inn á milli verka Ólaf- ar, en hin milli verka Hlífar. Lífið er til staðar í öllu Í Apótekinu, þar sem verk Ólafar eru staðsett, gefur að líta blýants- teikningar og afhoggna björk sem stendur í salnum miðjum, sem virð- ist vera fyrirmyndin að myndunum á veggjunum. „Í mínum verkum er ég að fást við hugmyndina um líf. Ég felldi þetta gamla tré í garð- inum mínum og hjó það aðeins til og var þá að hugsa um teikninguna sem verður til við það. Þegar tréð hafði staðið hér inni í safninu í nokkra daga, fór allt að lifna við í því, það skriðu köngulær út á gólf og urðu til vefir, við lítinn fögnuð starfsmannanna hér! En þetta er í raun grunnhugmyndin sem ég vildi koma til skila á sýningunni, lífið sem er alls staðar og í öllu. Maður veit alltaf að það er þarna, þó að það beri stundum lítið á því við fyrstu sýn,“ útskýrir Ólöf. Sýningarnar bera hina viðeig- andi yfirskrift Með lífsmarki, því Hlíf er ekki síður að fást við lífið í sínum verkum en Ólöf. „Þetta er fimmta sýningin sem ég vinn út frá rýminu á sýningarstaðnum. Þá hef ég tekið hversdagslega hluti og borið þá saman við það sem þar er innanstokks,“ segir hún. Í stað bjarkar Ólafar, hefur Hlíf komið fyrir stórum haug af glæru plasti í miðjum Sverrissal. Plastið kemur svo fyrir bæði á blýantsteikningum og ljósmyndum, ásamt öðrum hlut- um á borð við innkaupakerru og dekk, sem Hlíf hefur rekist á í Hafnarfjarðarfjörunni. „Mér fannst nærtækt að skoða höfnina, þar sem við erum að sýna í Hafn- arborg. Hlutirnir, eins og plastið, eru hlutir sem eru til staðar í nátt- úrunni þótt þeir séu aðskotahlutir, og hún hefur tekið það að sér. Það finnst mér svo spennandi og þann- ig tengist plastið líka heitinu Með lífsmarki. Harðgerður gróður nátt- úrunnar hefur tekið það að sér og gert það að hluta af sér, eins og sést á ljósmyndunum. Það sama gildir um hina hlutina, eins og inn- kaupakerruna,“ segir hún. Teikningin afhjúpar mann Bæði Hlíf og Ólöf hafa bakgrunn sem málarar, en hafa að sögn alltaf verið mjög tengdar teikningunni. „Ég er síkrotandi, það er sama hvað ég er að gera, horfa á sjón- varpið eða tala í símann,“ segir Ólöf og hlær. „Ætli við endum ekki sem tvær krotandi gamlar konur, talandi í símann,“ bætir Hlíf við. En á alvarlegri nótum segja þær blýantsteikninguna vera nokkuð afhjúpandi listform. „Maður upp- lifir sig á vissan hátt svolítið nak- inn þegar maður sýnir blýants- teikningar, því það er varla hægt að hugsa sér milliliðalausari miðil. Þegar maður vinnur með máln- ingu, eins og vatnsliti eða olíu, get- ur maður skýlt sér á vissan hátt á bakvið efniviðinn – þar getur hið óvænta alltaf skotið upp kollinum. En okkur fannst kominn tími til að hafa bara teikninguna sem aðal- atriði. Hún hefur verið undiralda hjá okkur báðum mjög lengi og tími til kominn að hún fengi að standa ein og sér,“ segja Ólöf og Hlíf að lokum. Sýningunum lýkur hinn 14. apríl. Lífsmark í Hafnar- borg Morgunblaðið/Jim Smart Með lífsmarki er yfirskrift sýninga Hlífar Ásgrímsdóttur og Ólafar Odd- geirsdóttur sem nú standa yfir í Hafnarborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.