Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 23

Morgunblaðið - 06.04.2003, Side 23
bjuggu í Kaupmannahöfn út á Amakri, Dronningsgade 2. Loks lét hinn norski kaupmaður sig, rétti mér sex fimmtíu króna seðla, sagði, að þrír væru handa V.Í., en hinir handa föður mínum, sem sendi mig. Þetta var eini kaupmaðurinn sem ekki skildi nauðsyn þess að verslunar- stéttin stæði saman í órofa heild á hinum viðsjálu tímum seinni heims- styrjaldarinnar (1939–1945). VI. Þannig lauk innheimtustarfi mínu fyrir V.Í. og má segja að ég hafi orðið reynslunni ríkari hvað verslun snerti. Síðar á ævinni var ég um tíma í vara- stjórn V.Í. svo og í kjörnefnd og starfaði þar með þeim Bjarna Jóns- syni (1892–1985) í G.J. Fossberg og Þorvaldi Þorsteinssyni (1917–1998) í Sölufélagi garðyrkjumanna. Með þeim valmennum var gott að starfa. Svo undarlega gæti viljað til að Versl- unarráð Íslands og greinarhöfundur séu fædd í sama húsi, Kirkjustræti 8 B, því fyrsti stjórnarfundur V.Í. var haldinn í húsi afa míns Sveins Jóns- sonar (1862–1947) árið 1917, en ég fæddist þar í húsi 6. júlí 1927. A.m.k. sá ég mynd af Kirkjustræti 8 B í bók, þar sem skilti var á fyrstu hæð: „Verslunarráð Íslands“. Síðar mun V.Í. m.a. hafa verið til húsa í Austur- stræti 16, þá í Eimskipafélagshúsinu á efstu hæð um það leyti, sem inn- heimtan átti sér stað, og síðar að Þverá við Laufásveg og loks í Húsi verslunarinnar við Kringluna nr. 5. VII. Hinn 17. september 1967 á 50 ára afmæli V.Í. hélt þáverandi viðskipta- ráðherra Gylfi Þ. Gíslason öllum meðlimum V.Í. hóf í Ráðherrabú- staðnum í Tjarnargötu 32. Lauk hann ávarpi sínu til okkar með eftirfarandi sögu: „Það var einu sinni danskur faktor, sem rak verslun skammt frá höfninni í Reykjavík. Inn í búð hans hafði reikað sjómaður einn, nokkuð við skál: „Forsvind, De er fuld,“ segir sá danski, en sjómaðurinn svaraði á lýtalausri dönsku: „Jeg er fuld, men det går af, men De er dansk og det går aldrig av.“ ------- Með þessari sögu, sem Gylfi stað- festi við mig, að rétt væri eftir höfð, þá lýk ég endurminningum mínum um Verslunarráð Íslands. VIII. Eftirmáli Á 50 ára afmæli V.Í., árið 1967 var gefið út afmælisrit, sem Pétur J. Eiríksson ritstýrði. Þar er m.a. þenn- an fróðleik að finna. 1) Stofnendur voru 156. 2) Þá voru 694 verslanir á landinu, þar af 227 í Reykjavík. 3) Það var fulltrúaráðsfundur versl- unarstéttarinnar, haldinn í KFUM-húsinu við Amtmannsstíg í Reykjavík þann 17. september 1917 sem gekk frá stofnun Versl- unarráðsins. 4) Fyrsti stjórnarfundurinn var hald- inn í Kirkjustræti 8 B. 5) Garðar Gíslason (1876–1959) stór- kaupmaður var kosinn fyrsti for- maður ráðsins. 6) Georg Ólafsson (1884–1941) cand. polit var ráðinn skrifstofustjóri V.Í. árið 1917 og gegndi því til árs- ins 1921. Síðar bankastjóri Lb. 7) Sr. Sigurður Guðmundsson (1876– 1940) var ritari V.Í. frá 1919–1940. Georg Ólafsson (1884–1959), cand. polit., ráðinn skrifstofustjóri V.Í. árið 1917 og gegndi því starfi til 1921. Síð- ar bankastjóri Landsbankans. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður (1885–1954). Formaður V. Í. frá 1934–1949. Garðar Gíslason stórkaupmaður (1876–1959) var kosinn fyrsti for- maður Verslunarráðs Íslands. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 23 ATH: 100% BÓMULL CAMO vöndu›u sængurfatasettin í felulitunum loksins komin aftur. rosalega mjúk ÞAÐ HEITA STA Í DAG !!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.