Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN OLGEIRSSON framkvæmdastjóri, Aynhoe Par, Aynhoe, Banbury, OX17 3BQ, Englandi, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 28. mars sl. Bálför hans verður gerð frá St. Michael's Church, Aynho, mánudaginn 7. apríl nk. kl. 14.45. Jarðsetning og minningarathöfn um hann, fyrir vini og vandamenn, fer fram miðvikudaginn 16. apríl nk. kl. 12.30 í St. Jame's Church, Grimsby. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð sjómannadagsins. Rosemary Olgeirsson, Rachel Smith, Simon Smith, Cathy Olgeirsson. Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, sonur og bróðir, JÓHANNES SIGURÐSSON, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikning í Landsbankanum, 0140-05-073492, kt. 070902-2140 sem hefur verið stofnaður i nafni dóttur hans. Valeria Tavares, Jasmin Luana Jóhannesdóttir, Luiz Felipe Tavares, Harpa Bragadóttir, Sigurður Knútsson, Bragi Sigurðsson, Knútur Á. Sigurðsson, Nanna Þórdís Árnadóttir. Hjartans þakkir fyrir alla þá vináttu og hlýhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför yndislega mannsins míns og pabba okkar, sonar, tengdasonar og bróður, BJÖRNS RAGNARSSONAR, Lindargötu 20, Reykjavík. Það hefur verið okkur mikill styrkur að finna vináttuna sem hefur hvarvetna mætt okkur; faðmlögin, heimsóknirnar, símtölin, blómin, gjafirnar og kortin og ekki síst þökkum við öllum þeim sem komu að kveðja hann í hinsta sinn við jarðarförina. Það er dýrmæt gjöf að eiga góða fjölskyldu og vini. Guð blessi minninguna um yndislegan mann og guð blessi ykkur öll. Ég vil sérstaklega þakka öllu hjúkrunarfólki og læknum sem komu að umönnun Björns á liðnu sjúkdómsári. Má þar nefna Friðbjörn Sigurðs- son, Snorra Ingimarsson, Tryggva Stefánsson, Guðbjörgu Þórðardóttur, Kristínu Skúladóttur, deild 11-F, deild 12-G, geisladeild, Reykjalund, Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, stjórnendum námskeiðsins „Að lifa með krabbamein“ ásamt öllum öðrum sem að honum og fjöl- skyldunni komu. Með umhyggju ykkar, brosum og elskulegheitum gerðuð þið líf hans og fjölskyldunnar allrar auðveldara. Með kveðju og þökk, Álfheiður. Álfheiður H. Árdal, Úlfar Þór Björnsson Árdal, Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal, Arndís Pálsdóttir, Ragnar Benediktsson, Úlla Þormar Geirsdóttir Árdal, systkini og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og mágur, SØREN STAUNSAGER LARSEN, Víkurgrund 8, Bergvík, Reykjavík, lést föstudaginn 28. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofanir. Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Anders Staunsager Larsen, Martin Staunsager Larsen, Lóa Katrín Biering, Jens Staunsager Larsen og aðrir aðstandendur. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ✝ Guðrún Jakobs-dóttir fæddist í Holti undir Eyjafjöll- um hinn 4. júlí 1914. Hún lézt að morgni hinn 26. marz síðast- liðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Jakob Ó. Lárusson, prestur og skólastjóri Hér- aðsskólans á Laugar- vatni, f. 7. júlí 1887, d. 17. september 1937, og kona hans, Sigríð- ur Kjartansdóttir, kennari og organisti, f. 6. febrúar 1885, d. 31. júlí 1960. Guðrún var elzt sinna systkina. Hin eru: a) Kjartan, f. 1917, b) Lárus, f. 1918, c) Kristín, f. 1919, d) Guðbjörg, f. 1920, e) Ólafur, f. 1923, f) Guðbrandur, f. 1924, og g) Ragnar, f. 1925. Þau eru öll látin nema Kristín. Guðrún giftist 19. nóvember 1944 Sveini Björnssyni, f. 30. júní 1915, d. 16. desember 2000, bónda á Víkingavatni í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar Sveins voru Björn Þórarinsson Víkingur, bóndi og fræðimaður, f. 11. apríl 1858, d. 6. janúar 1942, og kona hans Guðrún Hallgrímsdótt- ir, f. 10. janúar 1881, d. 29. nóv- ember 1959, húsfreyja. Börn Guð- rúnar og Sveins eru: a) Ragna Sigrún, f. 25. maí 1945, kennari; b) Sólveig Aðalbjörg, f. 2. júní 1948, kennari, gift Ágústi H. Bjarnasyni, grasa- fræðingi; synir þeirra eru Hákon, f. 11. marz 1975, tölv- unarfræðingur, og Björn Víkingur, f. 25. ágúst 1980, verk- fræðinemi; c) Bene- dikt Óskar, f. 3. júní 1951, læknir, kvænt- ur Gerði Ebbadótt- ur, leikskólakenn- ara; synir þeirra eru Sveinn Rúnar, f. 25. júlí 1978, viðskiptafræðinemi, og Bergur Ebbi, f. 2. nóvember 1981, lögfræðinemi; d) Jakob Lárus, f. 14. desember 1954, tónlistarmað- ur, dóttir hans með Guðrúnu H. Jónsdóttur myndlistarmanni er Guðrún Birna, f. 4. september 1987. Guðrún vann sem ung kona við símavörzlu og í Áfengisverzlun ríkisins, þar til hún flutti að Vík- ingavatni 1944. Hún tók virkan þátt í leiklistarstarfi í Kelduhverfi og söng til margra ára í kirkjukór safnaðarins. Hún bjó á Víkinga- vatni til ársins 1980, en þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur en dvöldu öll sumur fyrir norðan. Útför Guðrúnar var gerð í kyrr- þey. Guðrún Jakobsdóttir lézt 26. fyrra mánaðar, þrotin að líkamlegu atgervi eftir langa og iðjusama ævi, en eld- klár í hugsun til hinztu stundar. Guðrún var prestsdóttir, fædd í Holti undir Eyjafjöllum og ólst þar upp fram að tvítugs aldri. Alla tíð leit hún á sig sem Eyfelling, þó að hún byggi drýgstan hluta ævi sinnar á Norðurlandi. Við óvænt veikindi föð- ur hennar, séra Jakobs Ó. Lárusson- ar, flutti móðirin, Sigríður Kjartans- dóttir, með börnin sín átta á mölina og í hönd fóru erfiðir tímar í algleym- ingi kreppunnar. Guðrún var elzt sinna systkina og því hvíldi umhirða og aðdrættir til heimilisins mest á henni. Við þrítugsaldur hélt Guðrún í skemmtiferð norður í land, og átti það eftir að hafa afdrifaríkar afleið- ingar fyrir lífshlaup hennar. Á stór- býli einu hafði miðaldra kona, sem bjó þar ásamt syni sínum ólofuðum, handleggsbrotnað og var frá vinnu um hábjargræðistímann, og það skapaði mikil vandræði. Það var Guð- rúnu líkt að gera hlé á skemmtiferð- inni og taka að sér alla búsumsýslu ótilneydd hjá óvandabundnu fólki. Svo fór að lokum, að sonurinn, Sveinn Björnsson, og Guðrún felldu hugi saman og stofnuðu til hjúskapar, sem hélt í 56 ár. Sveinn og Guðrún stóðu að rausn- arlegu en þungsóttu búi við nyrzta haf á Víkingavatni í tugi ára. Dugnaði þeirra beggja var við brugðið, ekki sízt þegar mest reyndi á þau á harð- indaárum. Guðrún gekk til flestra úti- verka með Sveini, þó að hún ætti við verulegt heilsuleysi að etja í mörg ár vegna berklaveiki, sem uppgötvaðist ekki fyrr en um síðir. Hjónin komust vel af á búi sínu, enda var ávallt gætt þar ítrustu ráðdeildar og þau stóðu myndarlega að uppeldi og menntun barna sinna. Að auki fóstruðu þau hjón mörg börn önnur og komu þeim öllum til þroska. Það var Guðrúnu hið mesta metnaðarmál að börn hennar fengju góða undirstöðu í lífinu, því að hún fór sjálf á mis við alla skólagöngu fyrir utan fáeina mánuði í barnaskóla og einn vetur á Laugarvatni. Þó að saga Guðrúnar sé um margt lík ævitíð fjölmargra annarra, mark- aði hún dýpri spor í huga samferða- manna en flestir aðrir. Það var eitt- hvað eftirtakanlegt í fari hennar, sem olli því, að fólk hændist að henni, nam af henni og virti hana oft umfram aðra, þótt hvorki væri hún burðamikil né stórvaxin. Það duldist engum, sem hana þekktu, að þar fór kostamikil kona, búin sérdeilis ríkum hæfileik- um. Eftir á að hyggja er líklegasta skýringin sú, að Guðrúnu tókst á undraverðan hátt með tali sínu, við- móti og viturleika að laða fram það bezta í fari hvers manns, svo að í ná- vist hennar leið fólki vel. Hún átti auðvelt með að veita öðrum af innra auði sínum. Guðrún var að eðlisfari alvörugefin kona, staðföst og gædd miklu jafn- lyndi. Hún var blessunarlega laus við allar kreddur og hégómaskap. Ung þurfti hún að axla mikla ábyrgð og setti það vissulega mark sitt á hana. Á hinn bóginn hafði hún einstaklega létta lund, ríka kímnigáfu og kunni að slá á létta strengi. Síðustu árin bjuggu Sveinn og Guðrún í Reykjavík og undu hag sín- um þar hið bezta í nábýli við börn sín, tengdabörn og barnabörn. Eftir lát Sveins bjó Guðrún ein og naut að- stoðar fjölskyldunnar. Þó að hún hefði ekki úr miklu að spila (hún fékk sinn ellilífeyri mánaðarlega ásamt krónum 3000 úr lífeyrissjóði bænda eftir hart nær hálfa öld), varð allt að veizluföngum í höndum hennar. Það ríkti glaðværð í kringum hana og margir sóttu hana heim til þess að fræðast af henni, því að hún hélt óbiluðu minni sínu alla tíð, fór með kvæði og stökur, spakmæli og rakti ættir manna út og suður. Hún bjó að sínu, tók fagnandi á móti hverjum manni og veitti góðgerðir af ljúfu geði. Minning Guðrúnar er rík í huga þeirra, sem tengdust henni. Ósagt skal látið, hvernig eg reyndist henni sem tengdasonur, en hins vegar er óhætt að fullyrða, að heilsteyptari og hugljúfari tengdamóður getur enginn óskað sér. Ágúst H. Bjarnason. Guðrún Jakobsdóttir, sú svipmikla kona sem nú er fallin frá, var edda mín. Með því á ég að sjálfsögðu við að hún var formóðir mín, þ.e. að ég er kominn af henni. Með því að nota orð- ið edda er ég þó einnig að vísa til þess að hún uppfyllti mikilvægt hlutverk í þroska mínum og margra annarra. Orðið edda er líka haft yfir safn bókmenntaverka sem skrásett voru á Íslandi á miðöldum, svokölluð eddu- kvæði. Ástæða þessarar nafngiftar er af fræðimönnum talin sú að það hafi verið konurnar sem sinntu því hlut- verki að bera sagnaarfinn kynslóð fram af kynslóð. Efniviður eddu- kvæðanna er, eins og flestir vita, ævafornar goðsagnir sem lifað hafa með germönskum þjóðum gegnum hundruð ára. Það voru konurnar, for- mæðurnar, sem héldu lífi í þessum sögum, eða svo segja fræðin. Nákvæmlega þetta hefur svo orðið skáldum mikið yrkisefni. Stórskáldin Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson gera það báðir að yrk- isefni sínu í erfikvæðum eftir mæður sínar hversu lærdómsríkt það var þeim að heyra sögur þeirra. Matthías orti: ,,Ég man eitt kvöld við þitt móð- urkné / um myrkt og þegjandi rökk- urhlé / þú kunnir sögur að segja.“ Einar orti: ,,Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör / voru sjóir með hrynj- andi trafi.“ Í þessu ljósi verður það og skiljanlegt hvers vegna það tungumál sem hverjum er eðlislægast að tala er kallað hans móðurmál. Ég á Guðrúnu Jakobsdóttur, ömmu minni, það sama að þakka og stórskáldin áttu mæðrum sínum. Í sögum sínum fangaði hún örlög, vonir og þrár, hundruð manna sem flestum eru gleymdir, enda er saga þeirra hvergi skráð. Hún veitti mér skilning á íslenskri alþýðumenningu eins og hún var fyrr á síðustu öld. Slíkan skilning er seint hægt að fanga í sögubókum, enda eru þær yfirfullar af ,,merkilegri“ fyrirbærum eins og stjórnarskiptum, aflabresti og styrj- öldum. Það merkilegasta og áhuga- verðasta í fari mannsins, sjálf dulvit- und hans, verður aldrei fest á bók. Hún getur aðeins lifað í skilningi manna og borist á milli þeirra í straumi þúsund ólíkra sagna enda verður hún aldrei flokkuð né skýr- greind frekar. Þegar upp er staðið eru það ekki einstakar frásagnir eða kennslustundir sem veita fólki þroska, heldur líf annarra í heild: ,,Dagar þíns lífs.“ Orð eru ofmetin enda verða þau að standa í samhengi við raunverulega líðan og raunveru- leg verk. Slíkt var boðorð Guðrúnar Jakobsdóttur. Hve oft hefur margur á veginum villst, sem vissi það eigi, að alheimsmál kærleikans allstaðar skilst, og ómar þar fyllst, sem blómin í náttskuggum bíða’ eftir degi! (Guðm. Guðm.) Bergur Ebbi Benediktsson. Stórt skarð var höggvið í hóp gam- alla góðvina er Guðrún Jakobsdóttir frá Holti hvarf sýnum. Mér fannst ský bera fyrir sólu er ég frétti lát hennar. Stutt er síðan við áttum tal saman í síma og hún ræddi með leiftr- andi hætti eins og svo oft áður minn- ingar frá æskuárum undir Eyjafjöll- um og flutti mér nýort, eigið snjallt ljóð. Andinn bar í engu mót þess að meira en 88 ár voru liðin frá því er hún hafði litið ljós þessa heims. Æskuheimili hennar í Holti undir Eyjafjöllum stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum. Faðir hennar og skírn- arfaðir minn, séra Jakob Ó. Lárus- son, var maður hugsjóna og framfara, réttnefndur eldhugi. Hann líkt og flutti nútímann inn í líf Eyfellinga er hann settist að í Holti 1913. Kona hans, frú Sigríður Kjartansdóttir, bar með sér glæsibrag, fögur álitum, gáf- uð og guðrækin og laðaði hvern mann. Barn að aldri horfði ég hug- fanginn á hana sitja við hljóðfærið sitt í Holti og leika og syngja fögur lög og ljóð með heimamönnum og gestum. Að koma að Holti var fyrir sóknar- börnin og alla eins og að koma í for- eldrahús. Þangað var löngum sótt ef GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.