Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 27 FÉLAG háskólakvenna er 75 ára 7. apríl. Það var stofnað þann dag árið 1928. Núverandi formaður félagsins er Geirlaug Þorvaldsdóttir og segir hún að aðalhvatamaður að stofnun félagsins hafi verið dr. Björg C. Þor- láksson sem á þeim tíma var talin lærðasta kona Norðurlanda en hún hafði þá nýlokið doktorsprófi frá Sorbonne-háskóla í París. Anna Bjarnadóttir hafði hins vegar veg og vanda af undirbúningi við stofnun félagsins og voru stofnfélagar ásamt henni Jóhanna Magnúsdóttir lyfja- fræðingur, Katrín Thoroddsen læknir, Kristín Ólafsdóttir læknir, Laufey Valdimarsdóttir cand. phil og Thyra Lange tannlæknir. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þær Katrín, Kristín og Anna. „Þessar konur voru jafnframt þær einu sem lokið höfðu háskólaprófi á þessum tíma og því var það ákveðið ekki löngu síðar að sameina tvö fé- lög, Félag háskólakvenna og Kven- stúdentafélag Íslands til að úr yrði eitt öflugt félag með nægilega marga meðlimi en það hafði sýnt sig að margar konur heltust úr lestinni eftir stúdentspróf og luku ekki há- skólaprófi,“ segir Geirlaug. Menntaskólinn í Reykjavík opnaði dyr sínar stúlkum haustið 1904 og var Laufey Valdimarsdóttir fyrsta konan sem sat alla bekki MR og lauk stúdentsprófi 1910. Hún tók síðan sæti í stjórn félagsins eftir samein- inguna og hélt opið hús á heimili sínu vikulega fyrir félagskonurnar, þar sem þær komu saman, lásu og kynntu hugðarefni sín hver fyrir annarri. Að sögn Geirlaugar hefur starf- semi félagsins ávallt verið þríþætt. „Þar er um að ræða samstarf við al- þjóðleg samtök háskólakvenna og önnur erlend samtök kvenna þar sem við höfum tekið þátt í verk- efnum til styrktar menntun og fræðslu kvenna í þriðja heiminum. Þetta hefur þróast á þann veg en beindist áður að aðstoð við háskóla- menntaðar konur í stríðshrjáðum löndum Evrópu eftir seinni heims- styrjöld. Þess má reyndar geta hér að upphaf þessara samtaka má rekja til ársins 1919 er þrjár merkar há- skólakonur komu saman í New York og ákváðu að stofna samtök háskóla- menntaðra kvenna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið í heim- inum eftir hörmungar fyrri heims- styrjaldarinnar. Styrkir félags ís- lenskra háskólakvenna hafa einnig runnið til íslenskra kvenna sem stundað hafa nám og rannsóknir á fræðasviðum sínum og er sérstak- lega gaman að geta þess að félagið styrkti á sínum tíma konu, Vigdísi Björnsdóttur, til að læra í Bretlandi viðgerð og meðferð handrita, en þetta var gert áður en handritin komu heim frá Kaupmannahöfn. Ár- lega veitir félagið styrki til íslenskra háskólakvenna og/eða til verkefna á vegum alþjóðasamtakanna. Höfum við átt samstarf við 5 samtök kvenna á alþjóðavísu en þau eru Internatio- nal Council of Women, International Federation of Business and Profess- ional Women, Soroptimist Inter- national og Zonta International. Ýmsar fjáröflunarleiðir hafa verið farnar á undanförnum árum en nýj- asta leiðin sem við höfum farið og vakið hefur athygli erlendu félag- anna eru endurmenntunarnám- skeiðin sem við höfum staðið fyrir. Þar hafa verið vinsælust leikhús- námskeiðin, Að njóta leiklistar, sem við byrjuðum á fyrir 8 árum og eru tvö á hverjum vetri. Einnig voru mjög vinsæl námskeið um þýðingar sem við héldum úti um nokkurra ára skeið. Námskeiðin hafa aflað styrkt- arsjóði félagsins drjúgra tekna og verða áfram eitt af aðalmarkmiðum félagsins. Þá höfum við staðið fyrir vorfundi félagsins sem er eins konar uppskeruhátíð. Þar höfum við kynnt menningu og matargerðarlist á kvöldverðarfundi í Þingholti Hótels Holts og notið matar frá viðkomandi landi og fengið fyrirlesara til að fjalla um menningu þess lands. Í vor ætlum við að beina sjónum til Frakk- lands og gestur okkar verður Sigríð- ur Snævarr sendiherra í París sem ætlar að tala um franska menningu og tengsl okkar við Frakkland.“ Á vegum félagsins er nú unnið að skráningu sögu þess og hefur Hall- dóra Ósk Hallgrímsdóttir sagn- fræðinemi tekið það verk að sér. Er ætlunin að sagan verði tilbúin í haust en hún verður ekki gefin út að hefðbundnum hætti heldur aðgengi- leg á heimasíðu félagsins og einnig í útprentuðu handriti fyrir bókasöfn og aðra er þess óska. Geirlaug segir að lokum að öll námskeið og önnur starfsemi á veg- um félagsins sé öllum opin enda sé þetta svo skemmtilegur félagsskap- ur að ekki megi neita neinum um að taka þátt í honum. Alþjóðaráðstefna háskólakvenna í Reykjavík 1966. Ingibjörg Guðmunds- dóttir, þáverandi formaður Félags háskólakvenna, er fyrir miðri mynd. Félag háskóla- kvenna 75 ára Morgunblaðið/Jim Smart Minnismerki um Björgu C. Þorláks- son sem stendur við Odda, hús fé- lagsvísindadeildar HÍ. Að minnis- merkinu stóðu, auk Félags háskólakvenna, Kvenréttindafélag Íslands og Vísindafélag Íslendinga. Borgarleikhúsið kl. 20.15 Á dag- skrá Leikhúsmála er götuleikhús og munu þátttakendur velta fyrir sér ýmsum spurningum þar að lútandi. Frummælendur hafa allir komið við sögu þessa listforms: Margrét Árna- dóttir leikari, Kolbrún Halldórs- dóttir leikstjóri, Árni Pétur Guð- jónsson leikari og Ólafur Egill Egilsson leikari. Aðgangur er ókeypis. Hveragerðiskirkja kl. 20.30 Mar- grét Bóasdóttir sópran og Miklos Dalmay píanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Mussorgsky, Leonard Bernstein, Atla Heimi Sveinsson, Elínu Gunnlaugsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Fermingarhárskraut Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Ert þú að spá í MBA nám? Hátíðasal í aðalbyggingu Háskóla Íslands Snjólfur Ólafsson, stjórnarformaður MBA námsins Runólfur Smári Steinþórsson, forstöðumaður MBA námsins Eva Magnúsdóttir, MBA nemandi og kynningarfulltrúi hjá Símanum Jón Viðar Matthíasson, MBA nemandi og aðstoðarslökkviliðsstjóri Jónína A. Sanders, MBA, starfsmannastjóri hjá Eimskip Gunnar Ármannsson, MBA, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands Fimmtudaginn 10. apríl kl. 8.30-10.00 Kynning á MBA námi í Háskóla Íslands N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia . is / N M 0 9 1 3 5 MBA nám í Háskóla Íslands er í senn krefjandi og gefandi nám sem skilar miklum ávinningi. Á kynningunni leitast skipuleggjendur námsins, nemendur og einstaklingar sem útskrifuðust sumarið 2002 við að svara eftirfarandi spurningum: Hvert er inntak MBA námsins? Hver er sérstaða þess? Hver er ávinningurinn? Verður þú í þriðja MBA hópnum í Háskóla Íslands sem byrjar haustið 2004? Framsögumenn: Háskóli Íslands Vi›skipta- og hagfræ›ideild www.mba.is Allir sem eru að velta fyrir sér MBA námi eru velkomnir. BINGÓ FYRIR (H) ELDRI BORGARA Í GARÐABÆ Bingó verður haldið þriðjudaginn 8. apríl n.k. kl. 20.00 að Garðatorgi 7. ( Við hliðina á Garðabergi) Bingóstjóri: Bjarni Benediktsson frambjóðandi í Suðvestur- kjördæmi. Boðið verður upp á vöfflur og kakó. Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður kemur í heim- sókn. Fjöldi glæsilegra vinninga, þar á meðal ferðavinningur. Láttu sjá þig. VERUM BLÁTT – ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.