Morgunblaðið - 06.04.2003, Page 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 45
Sími 567 9110 • 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Útfararþjónustan
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
✝ Ívar Grétar Eg-ilsson fæddist í
Króki í Biskupstung-
um 6. september
1930 og þar ólst hann
upp. Hann lést 23.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
bóndahjónin í Króki,
Egill Egilsson, f.
1989, og Þórdís Ív-
arsdóttir, f. 1901. Ív-
ar Grétar átti fimm
systkini: Þuríði, f.
1926, Steinunni, f.
1927, d. 1947, Egil, f.
1929, og Jónu Kríst-
ínu, f. 1942. Egill og Þórdís ólu
upp tvo fóstursyni, Unnstein Egil
Kristinsson, f. 1947, og Magnús
Heimi Jóhannesson, f. 1949.
Ívar Grétar kvæntist 14. sept-
ember 1956 Ásdísi Hjörleifsdóttur
frá Sólvöllum í Flateyrarhreppi.
Þau áttu fyrst heima í Reykjavík,
en frá 1960 alla tíð í Kópavogi.
Börn þeirra eru þrjú: 1) Sigrún
Hjördís, f. 1956, maki Ómar Smári
Ármannsson, f. 1954, þeirra börn:
Ásdís Dögg, f. 1981,
og Svandís Fjóla, f.
1988. 2) Kári, f.
1960, maki Anna
Þórðardóttir, f.
1960, þeirra börn:
Þórður, f. 1987, og
Grétar, f. 1989.
3) Smári, f. 1962,
maki Hazel Heiða
Grétarsson, f. 1973,
þeirra börn: Ívar
Vincent, f. 1992, og
Bjarki Smári, f.
1999.
Eftir skyldunám
stundaði Ívar Grétar
einn vetur nám í Íþróttaskóla Sig-
urðar Greipssonar í Haukadal.
Lengri varð skólaganga hans
ekki, en þó sótti hann námskeið í
Danmörku í svokallaðri bakka-
suðu, og hafði réttindi í þeirri
grein járnsmíði, en við þá iðn
vann hann lengi í Fjölvirkjanum
og síðar lengi hjá Landvélum í
Kópavogi.
Útför Ívars var gerð frá kapellu
Hafnarfjarðarkirkju 1. apríl.
Látinn er Ívar Grétar Egilsson 72
ára gamall. Fyrstu kynni mín af
honum munu hafa verið haustið
1957, þegar ég settist að í Reykja-
vík, en haustið áður hafði Grétar,
eins og hann var ávallt nefndur,
kvænst systur minni, Ásdísi. Þau
hjónin bjuggu fyrstu búskaparár sín
í risíbúð við Akurgerði í Reykjavík.
Hjá mágafólki sínu, foreldrum
mínum og systkinum, naut Grétar
þegar frá upphafi mikils álits og
trausts. Það var ekki eingöngu
vegna þess hve ljúflyndur hann var
og prúður í framkomu og stafaði af
honum snyrtimennsku, heldur og
fyrir verklagni hans og það hversu
bóngóður hann var.
Grétar lagði löngum hart að sér
við vinnu. Segja má að hann hafði
tvisvar byggt hús handa fjölskyldu
sinni, fyrst í Birkihvammi 2 í Kópa-
vogi, þar sem þau hjón keyptu fok-
helda hæð, og síðar byggði hann
snoturt einbýlishús á Víðigrund 63.
Byggingarvinnu þessa vann hann að
miklu leyti í hjáverkum fram hjá
fastri vinnu. Og þó hafði hann
stundum umframgetu til að rétta
öðrum hjálparhönd og naut ég þess
sem fleiri.
Grétar var afar verklaginn mað-
ur, og mátti heita að allt léki honum
í hendi sem hann fékkst við. Hann
hafði ekki iðnskólamenntun, en á
vinnustöðum sínum í Fjölvirkjanum
og Landvélum hlaut hann þau um-
mæli að vera smiður af guðs náð.
Hann var ekki bara handlaginn,
heldur líka útsjónarsamur og hug-
myndaríkur. T.d. má nefna að í
Fjölvirkjanum smíðaði hann
dekkjaskurðarvél, til að skera dekk
til notkunar í sprengjumottur sem
þar voru framleiddar. Hún var not-
uð í mörg ár. Í Landvélum hannaði
hann og smíðaði m.a. ámoksturs-
tæki fyrir dráttarvélar, ætlað bænd-
um, og fyrirtækið framleiddi. For-
stjóri Landvéla kom Grétari á
námskeið í Danmörku í bakkasuðu,
sem þurfti til að smíða svonefndar
þenslumúffur úr rústfríu stáli. Um
tíma var hann einn um að stunda þá
iðju.
Ég hygg að Grétar hafi verið
gæfumaður í fjölskyldulífi. Börn
hans og barnabörn minnast hans
sem einstaks ljúfmennis og þau eru
síður en svo ein um það. Hann var
snyrtimenni. ,,Alltaf voru hendurn-
ar hans pabba hreinar eins og á
lækni, þótt hann ynni óhreinlega
vinnu,“ sagði Sigrún dóttir hans
mér. Barnabörn hans sóttu til hans
og hann fylgdist vel með þeim, hvað
þau voru að fást við hverju sinni.
Mikla gleði hafði hann af útivist og
útilífssporti. Veiðiskap stundaði
hann bæði með byssu og stöng, en
hætti þó skotveiðum á efri árum.
Þau hjónin, Grétar og Ásdís, fóru
mikið saman í silungsveiði. Í því
sem öðru var hann jafnan ráðagóð-
ur. Hann las líka talsvert og kunni
mikið af kvæðum. Allra síðustu árin,
eftir að heilsa hans bilaði, var það
stundum gaman hans að þylja löng
kvæði. Hann naut þess t.d. að fara
með Áfanga eftir Jón Helgason.
Alsheimer-sjúkdómur sótti á
Grétar mág minn síðustu fjögur
æviár hans. Að loknu sumarleyfi
1999 fór hann ekki oftar til vinnu
sinnar í Landvélum. Hann lést
snögglega aðafaranótt mánudagsins
23. mars sl. Banamein hans var
heilablóðfall. Með fráfalli hans er
látinn góður þegn og öðlingsdreng-
ur.
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Í fáum orðum langar mig að
minnast vinar míns, Ívars Grétars
Egilssonar. Það var fyrir um þrjátíu
árum að ég kynntist Grétari er karl
faðir minn spurði hvort ég vildi að-
stoða vin og fyrrum vinnufélaga
sinn sem væri að fara að byggja sér
hús í Víðigrund í Kópavogi. Þetta
var upphafið að okkar kynnum og
öðrum eins öðlingi hef ég ekki
kynnst. Grétar var völundur á járn,
og trésmíði vafðist ekki fyrir hon-
um. Oft leitaði ég til hans varðandi
úrlausnir í járnsmíði og þar kom
maður ekki að tómum kofanum.
Hann smíðaði skarexi handa mér og
þótti mér afar vænt um það. Hann
var mikið náttúrubarn, ættaður úr
Tungunum hafði mikinn áhuga á
skotveiði og var afburða skytta, þá
var hann mjög fiskinn, en gortaði
ekki af afrekum sínum á þessum
sviðum.
Að húsbyggingunni komu ýmsir
hagleiksmenn og minnisstæður er
Hjörleifur tengdafaðir hans. Hjör-
leifur var þá um áttrætt og sá hann
um ýmsa verkþætti, þar á meðal um
flutning á milliveggjaplötum sem
hann bar inn í húsið og þegar hann
var spurður hvort þetta væri ekki í
þyngra lagi, svaraði hann: ,,Ekki
fyrir mig sem tekið hef hann full-
sterkan fyrir vestan.“ Byggingin
þokaðist áfram um kvöld og helgar,
meðfram annarri vinnu. Grétar var
einstaklega duglegur og vandvirkur
maður og vildi að húsið væri vandað
í alla staði og hefur húsið hans ef-
laust verið með fyrstu nýbyggingum
á Íslandi sem einangrað var að utan
og klætt með varanlegri klæðningu.
Ásdís kona hans sá um að smið-
irnir hefðu nóg að bíta og brenna og
þær voru ófáar ferðirnar yfir Kópa-
vogshálsinn í mat til hennar í Birki-
hvamminn, á gamla Moskanum
meðan á byggingunni stóð. Ásdís
galdraði fram kræsingar og nestaði
okkur í bygginguna og fullyrði ég að
svona viðurgjörningur þekkist varla
í dag og höfðum við smiðirnir á orði
í seinni tíma verkum að leggja
þyrfti á pönnukökuálag þar sem
ekki fengist sami viðurgjörningur
og hjá Ásdísi. Ég vil þakka Grétari
fyrir góða vináttu og votta Ásdísi og
fjölskyldu samúð mína og fjölskyldu
minnar.
Valdimar G. Guðmundsson.
ÍVAR GRÉTAR
EGILSSON
Mig langar að
minnast æskuvinar
míns frá Akureyri,
Kristjáns M. Falsson-
ar, eða Dadda eins og
hann var alltaf kall-
aður. Við erum af
Eyrinni eins og sagt
er, ég nyrst úr Norðurgötunni en
Daddi úr Grenivöllunum. Við vor-
um því í Oddeyrarskóla á árunum
frá 1964–69. Daddi átti auðvelt
með námið og varð hæstur okkar
strákanna á fullnaðarprófi og
næsthæstur yfir skólann.
Þá var leiksvæðið eins og best
varð á kosið með nærliggjandi ný-
byggingar og smábátahöfn ásamt
heilli slippstöð og útgerðarfélagi.
Því fórum við oft um eins og
KRISTJÁN
MARINÓ FALSSON
✝ Kristján MarinóFalsson fæddist á
Akureyri 15. júlí
1956. Hann lést á
heimili sínu 5. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð í
kyrrþey.
gráir kettir, sem end-
aði t.d. í eitt skiptið
með því að við fengum
persónulega fylgd út
af athafnasvæði slipp-
stöðvarinnar.
Þegar við erum 12
ára gerist það slys
stuttu fyrir jól, þegar
Daddi var að ýta
stóru rafveitukefli við
áramótabrennuna, að
honum skrikar fótur
og keflið rúllar yfir
höfuðið á honum.
Hann slasaðist alvar-
lega á höfði og sauma
þurfti marga tugi spora í andlitið á
honum. En Daddi var frá náttúr-
unnar hendi í allt öðrum styrk-
leikaflokki en við horrenglurnar.
Því lá það beinast við að hann færi
að leggja stund á lyftingar sem
hann síðan gerði með góðum ár-
angri, var bæði Akureyrar- og Ís-
landsmeistari um langt árabil.
Við upphaf þess tímabils skilja
leiðir okkar Dadda þegar ég flyst
upp á brekku og síðan suður
nokkrum árum seinna. Það síðasta
sem okkur Dadda fór á milli var
fyrir um ári síðan er hann hringir í
mig að kvöldlagi til þess eins að
spjalla – vita hvernig ég hefði það.
Það samtal mun seint gleymast,
þar sem hann m.a. talaði af ein-
lægni um köflótt hlutskipti sitt
sem og baráttu við þunglyndi sem
hann átti við að stríða um árabil.
Þá var Daddi ókvæntur og barn-
laus.
Á þeim árum er Daddi starfaði á
Amtbókasafninu á Akureyri birt-
ust stundum ljóð eftir hann í Les-
bók Morgunblaðsins. Mig langar
því að enda þetta stutta minn-
ingabrot um indælan dreng og
æskuvin minn, Kristján Marinó
Falsson, á ljóði sem hann kallaði
Von.
Í gráma hversdagsleikans kemur þú, og
kveikir von, um eitthvað betra.
Eins og engill, sem aðeins sést, í hugskoti
sálar.
Að kveljast í mörg ár, og kenna máttinn
þverra, er ekki heiglum hent.
En mynd þín birtist oft, svo aðþrengdur
hugur minn, öðlast frið á ný.
Þegar allt er svart, ert þú ljós, sem lýsir.
Og maður eygir birtu, í grámanum, þess
vegna lifi ég.
Atli Hermannsson.