Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIR um byggingusérstaks tónlistarhúss íReykjavík eru nú hátt íaldargamlar. Með aukinni tónlistarmenntun þjóðarinnar, auknu tónleikahaldi og umgengni almenn- ings við tónlist óx áhugi á slíkri bygg- ingu jafnt og þétt. Fyrsta tónlistar- húsið sem byggt var á Íslandi var Hljómskálinn, sem reistur var árið 1923 að tilstuðlan Lúðrafélaganna Hörpu og Gígju, sem seinna samein- uðust sem Lúðrasveit Reykjavíkur. Húsnæðið var fyrst og fremst ætlað sem æfingahúsnæði, enda höfðu lúðrafélögin áður haft æfingaaðstöðu ýmist í kartöflugeymslu Miðbæjar- barnaskólans og fangageymslunni við Skólavörðustíg. Í Hljómskálanum æfði líka Hljómsveit Reykjavíkur, en síðar varð skálinn fyrsta aðsetur Tón- listarskólans í Reykjavík. Stærð hússins miðaðist við þá tegund af tón- list sem hér var iðkuð á þessum tíma, – og rúmaði æfingar blásaraflokka, eða kammersveita, en ekki var gert ráð fyrir tónleikahaldi þar. Um 1940 var farið að tala um byggingu tónlist- arhúss af alvöru, og þar fór Páll Ís- ólfsson dómorganisti og tónskáld fremstur í flokki. Í útvarpserindi árið 1940 talaði hann um nauðsyn þess að byggja menningarhöll er hýsti þjóð- minjasafn, myndasafn og hefði í það minnsta tvo tónleikasali, auk þess sem listaskólar gætu starfað í höll- inni. Strax þá, á fimmta áratug síð- ustu aldar var farið að efna til tón- leika til styrktar byggingu tónlistarhúss, og reið Samkór Reykjavíkur á vaðið í fjársöfnuninni með tónlistarhússtónleikum árið 1944. Tónlistarfélagið í Reykjavík lét byggingu tónlistarhúss til sín taka og á blaðamannafundi árið 1958 til- kynntu forvígismenn þess að félagið hyggðist ráðast í byggingu tónlistar- hallar. Félagið fékk þá úthlutað lóð á mótum Grensásvegar og Suðurlands- brautar, ekki fjarri þeim stað er síðar var talað um að byggja tónlistarhús á. Ekkert varð úr þessu. Háskólabíó — tónlistarhús númer tvö Sinfóníuhljómsveit Íslands var formlega stofnuð 1950, en aðdrag- anda þess má rekja allt aftur til kon- ungskomunnar 1921, þegar Hljóm- sveit Reykjavíkur var sett á laggirnar til þess að leika við hátíðarhöld og fagnað í tilefni af komu Kristjáns tí- unda hingað. Fyrstu árin voru tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands haldnir í Þjóðleikhúsinu sem þá var nývígt. Árið 1961 var aðsetur hljóm- sveitarinnar flutt í Háskólabíó sem þá var nýbyggt. Frá upphafi þótti hljóm- burður bíósins slæmur fyrir sinfón- íska tónlist, og ráðist var í miklar endurbætur á sviði bíósins í þeim til- gangi að freista þess að bæta hljóm- burð. Þær endurbætur skiluðu ekki tilætluðum árangri, og enn var talað um byggingu tónlistarhúss. Árið 1970 voru uppi fyrirætlanir í Tónlistar- félaginu í Reykjavík að byggja tón- listarhöll við Sigtún. Höllin átti að rúma um þúsund manna sal, annan er tæki um 300 manns í sæti, og svo 500 manna kvikmyndasal auk þess sem höllin átti að hýsa starfsemi Tónlist- arskólans í Reykjavík. Hafa ber í huga að Tónlistarfélagið rak á sínum tíma Tónabíó og var með umboð fyrir þekkta kvikmyndaframleiðendur, og hafa forsvarsmenn félagsins vafalítið litið á bíóreksturinn sem mögulega tekjulind fyrir rekstur tónleikasal- anna. Ekkert varð úr framkvæmd- um, annað en það að gerðar voru teikningar og líkan af fyrirhugaðri tónlistarhöll. Samtök stofnuð um byggingu tónlist- arhúss; deilt um óperuflutning Upp úr 1980 fór umræðan um byggingu tónlistarhúss enn af stað og voru þá raddir fólks úr atvinnulífinu, jafnvel háværari en raddir lista- manna. 1983 voru Samtök um bygg- ingu tónlistarhúss stofnuð, með það að markmiði að stuðla að byggingu hússins með því aðhaldi og stuðningi við yfirvöld sem þurfa þótti. Tveimur árum síðar fengu samtökin úthlutað lóð fyrir byggingu hússins í Laugar- dal, nálægt Glæsibæ, eða gegnt þeirri lóð sem Tónlistarfélagið hafði á sín- um tíma fengið til byggingar tónlist- arhallar. Samtökin efndu strax til samkeppni milli arkitekta um teikn- ingar að tónlistarhúsi, og ári síðar, 1986 var tillaga Guðmundar Jónsson- ar valin hlutskörpust. Guðmundur lauk við að fullhanna uppdrætti að húsinu árið 1988. Árið 1986 spunnust mikil blaða- skrif og deilur um það hvort gera ætti ráð fyrir flutningi óperutónlistar í tónlistarhúsinu. Í júní það ár birtist í Morgunblaðinu auglýsing með undir- skriftum 24 einstaklinga, þar sem áhyggjum var lýst yfir því að ekki væri gert ráð fyrir flutningi óperu- tónlistar og ýmissar annarrar tónlist- ar í húsinu. Nokkrum dögum síðar, á fjölsóttum aðalfundi Samtaka um byggingu tónlistarhúss var nær ein- göngu tekist á um þetta mál, – hvort fýsilegt væri að gera ráð fyrir flutn- ingi óperutónlistar í húsinu eða ekki. Þar sagði arkitektinn, Guðmundur Hljómskálinn í Reykjavík, vígður 1923. Þá gátu tónlistarmenn hætt að æfa í kartöflugeymslum og tugthúsum. Langt er síðan farið var að tala um nauðsyn þess að byggja tónlistarhús í Reykjavík, eða hartnær öld. Hljómskálinn var reistur árið 1923 og leysti þar með úr brýnni þörf tónlistarmanna, sem höfðu haft æfingaaðstöðu á stöðum á borð við kartöflugeymslu Miðbæj- arbarnaskólans. Tvö tónlistarhús voru tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu 1999 og 2000, þremur aldarfjórðungum eftir Hljóm- skálinn var reistur, meðan enn var beðið eftir stóra húsinu, sem hýsa skyldi Sinfóníuhljómsveit Íslands. Upp úr 1990 fór að rofa til og síðustu misseri hefur loks verið ljóst að af byggingu hússins verður, þótt enn sé deilt um hvort Íslenska óperan eigi einnig að hafa þar aðsetur. Bergþóra Jónsdóttir kannaði þessa sögu og hvernig hugmyndir um tónlistarhúsið hafa þróast og breyst frá upphafi. Hugmynd Guðna Tyrfingssonar, Lotte Elkjær og Mikels Fischers-Rasmussens að skipulagi lóðar nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni borgarinnar í fyrra. Tónlistarhús í tæpa öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.