Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEÐRÁTTAN á Íslandi hefur löngum þótt heldur rysjótt og það fengu krakkarnir í Seljalandsskóla undir Eyjafjöllum að reyna á leið- inni heim úr skólanum á fimmtu- dag en aðeins andartak leið á milli þess sem myndirnar tvær voru teknar. Á fyrri myndinni eru þau í fót- bolta við skólann sinn í snjó og krapa líkt og um hávetur væri að ræða, en á seinni myndinni sem tekin var 400 metrum frá skólanum og nokkrum mínútum síðar var komin hellirigning og túnin græn líkt og á miðju sumri. Það er því ekki ofsögum sagt að stundum geti verið erfitt að klæða sig eftir veðri hér á landi eins og landsmenn ættu reyndar að vera farnir að þekkja. Morgunblaðið/RAX Vetur og sumar á sama augnabliki „HINUMEGIN er svipur heimsk- ingjans og hérna einskonar refur sem er reiðubúinn að klekkja á einhverjum,“ segir Erlingur Jóns- son myndhöggvari og bendir á helstu einkenni nýrrar högg- myndar sem komið hefur verið fyrir í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni. Verkið kallar Erling- ur Gaggrýnandann og er það gert úr ösp. „Í Biblíunni er talað um að menn sjái ekki bjálkann í eigin auga heldur flísina í auga náung- ans. Þessi „gaggrýnandi“ gengur með mikinn bjálka í öðru auganu og notar hitt alopið í leit að hugs- anlegum flísum í augum annarra.“ Erlingur hefur um árabil starfað að list sinni í Ósló, þar sem hann kenndi einnig við myndlistahá- skóla. Hann kom nú til landsins í tilefni af dagskrá helgaðri honum og list hans, sem haldin var í heimabæ hans, Keflavík, fyrr í vik- unni. Hann notaði þá tækifærið til að koma þessu nýja verki fyrir í anddyri Morgunblaðshússins. „Ég er þakklátur fyrir að verkið fái að standa hér. Að mínu mati eru ekki gaggrýnendur á Morg- unblaðinu heldur gagnrýnendur. Þar er mikill munur á. Ég var einu sinni með sýningu í Hafnarfirði, húsrýmið var ekki mikið en safnað hafði verið saman töluverðu af verkum. Það var alltof þröngt. Ég man að Bragi Ásgeirsson skrifaði um þessa sýningu og sagði, eins og rétt var, að þetta væri kraðak!“ segir Erlingur og hlær. „Það var holl og góð gagnrýni; dæmigerð og rétt gagnrýni eins og birtist um menningarmál á síðum blaðsins. Einu sinni var Stravinský á göngu úti í skógi ásamt vinum sín- um og allir voru í himnesku skapi. Allt í einu flaug kráka yfir og gargaði óskaplega. Hvaða fugl var þetta, sagði einn þeirra. Þetta er áreiðanlega gaggrýnandi! svaraði Stravinský. Gaggrýnandinn er eins og kráka, báðir eru sífellt með hávaða og læti og geta ekki séð neitt án þess að gagga eitthvað yf- ir því. Ein vísa Steingríms Thorsteins- sonar hefur alltaf verið mér til við- vörunar: Lastaranum líkar ei neitt / lætur hann ganga róginn, / finni hann laufblað fölnað eitt, / þá for- dæmir hann skóginn. Þannig menn þurfa alltaf að láta til sín taka og eyðileggja út frá sér. En af hverju langaði mig að láta þetta verk standa hér? Mig langaði að koma því fyrir til heiðurs Matthíasi Johannessen, Braga, Gísla Sigurðssyni og því góða fólki á blaðinu sem hefur verið að vernda íslenska menningu. Hér á Morgunblaðinu þola menn að sjá þennan gaggrýnanda. Allir vita að ekki má nefna snöru í hengds manns húsi en hér er eng- inn „gaggrýnandi“! Því finnst mér eiga vel við að hann standi hér í einhvern tíma,“ segir Erlingur. Gagnrýn- andi eða gaggrýn- andi? Morgunblaðið/Einar Falur Erlingur Jónsson við verk sitt, Gaggrýnandann. „MJÖG margir hér í Jórdaníu eru fegnir því að Saddam Hussein hefur verið komið frá völdum og vonast til þess að stríðinu ljúki endanlega en vilja aftur á móti alls ekki að Banda- ríkjamenn taki þarna við stjórninni. Mér hefur fundist að arabarnir hér beri ákaflega lítið traust til Banda- ríkjamanna án þess ég hafi þó gert sérstaka úttekt á því,“ segir Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgun- blaðsins, sem staddur er í Amman á vegum Rauða kross Íslands og sem ljósmyndari Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þorkell bíður nú eftir að fá að komast yfir til Íraks en tekur fram að reglur af hálfu Rauða krossins séu mjög strangar. „Það er ekki lengra síðan en um dag- inn að starfsmaður Rauða krossins lést eftir að hafa lent í skothríð í Bagdad og það setti allt úr skorð- um.“ Þorkell segir að almenningur í Jórdaníu fylgist mjög grannt með framgangi mála í Írak. „Það eru hér stórar arabískar sjónvarpsstöðvar sem sinna þessu mjög vel. Það var mjög frægur jórdanskur fréttamað- ur sem féll í Bagdad. Hann var ný- lega kominn frá Jórdaníu og hafði verið í búðunum hjá okkur í nokkra daga áður en hann fór yfir til Bagdad en hann féll eiginlega strax eftir að hann kom þangað. Hér hafa margir bein persónuleg tengsl við stríðið og það ýtir auðvitað undir óhugnaðinn í huga almennings hér í Jórdaníu.“ Þorkell Þorkelsson ljósmyndari býður eftir að komast til Íraks Jórdanir bera lítið traust til Bandaríkjanna LÖGREGLAN á Selfossi kom upp um stórt fíkniefnamál á fimmtudags- kvöld og handtók karl og konu vegna málsins. Við húsleit lögreglunnar á heimili karlmannsins á Selfossi fund- ust yfir 100 e-töflur, um 30 grömm af amfetamíni og rúmlega 20 grömm af kannabis. Auk þess fundust vogir og íblöndunarefni. Lögreglan réðst í að- gerðina í kjölfar ítarlegrar og vinnu- frekrar rannsóknar sem fram hefur farið að undanförnu. Stórum hluta fíkniefnanna hafði verið pakkað í söluumbúðir og telur lögreglan að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar meðal ungs fólks á Selfossi fyrir páskahá- tíðina. Lögregla biður foreldra að vera á varðbergi gagnvart fíkniefn- um og hika ekki við að hafa samband ef spurningar vakna. Einnig eru for- eldrar og aðrir hvattir til að koma upplýsingum á framfæri sem miða að því að fyrirbyggja að fíkniefni berist til unglinga. Í fyrrakvöld var annar maður handtekinn á Selfossi og við húsleit hjá honum fannst lítilræði af hassi. Um óskyld mál eru að ræða og eru þau bæði í rannsókn. Flettu ofan af stóru fíkniefnamáli ÞRÍR nemendur Menntaskól- ans við Sund, sem voru að dimittera í miðbænum í gær ásamt skólafélögun sínum, voru handteknir vegna líkamsárásar og settir í fangageymslu. Fórn- arlambið var starfsmaður fyr- irtækis á Laugavegi sem var fluttur á slysadeild með höfuð- meiðsl. Að auki var tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem MS- ingar eiga hlut að máli. Að sögn lögreglunnar lét hópur MS- inga mjög illa í miðbænum, þeir brutu rúður á Laugaveginum og köstuðu flöskum í bifreiðar. Að auki þurfti lögreglan að fjarlægja nokkra nemendur sem voru orðnir viti sínu fjær af ölvun. Auk MS-inga voru nemendur frá Menntaskólanum í Reykja- vík og Verzlunarskóla Íslands að dimittera í miðbænum. Að sögn lögreglunnar voru MR- ingar og Verzlingar skólum sín- um og sjálfum sér til mikils sóma. Gengu ber- serksgang í miðbænum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.