Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 12.04.2003, Síða 25
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 25 MOHAMMED Aldouri, sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum, sagðist í gær stefna að því að setjast að í ónefndu arabaríki eftir fall stjórnar Saddams Husseins Íraks- forseta. Aldouri vildi ekki greina frá því hvaða land hann hefði í huga en lofaði Sýrlendinga fyrir að standa með Írökum í deilum þeirra við Bandaríkin. Þá sagði Aldouri í viðtali á Al-Arabiya-sjónvarpstöðinni að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði á fundi þeirra í fyrradag heitið sér aðstoð þyrfti hann á henni að halda. Í viðtalinu var Aldouri greinilega mjög brugðið vegna sjónvarps- mynda, sem sýndar hafa verið frá Bagdad undanfarna daga. Aldouri er einn fjölmargra íraskra stjórnarerindreka erlendis sem starfa nú í tómarúmi í kjölfar falls stjórnar Saddams Husseins. Í fyrra- dag höfðu Bandaríkjamenn ítrekað kröfur sínar gagnvart um 60 ríkjum um að þau lokuðu sendiráðum Íraks í umræddum ríkjum, frystu eigur þeirra og rækju sendimennina úr landi. Sagði Richard Boucher, tals- maður utanríkisráðuneytisins í Washington, að ekki væri lengur hægt að una því að sendimennirnir væru fulltrúar Íraks þar sem ríkis- stjórn Saddams Husseins forseta væri ekki lengur við völd. Óttast að snúa aftur til Íraks „Sendiráðið er lokað um stundar- sakir,“ sagði á hurð sendiráðs Íraks í Amman í Jórdaníu. Sömu sögu var að segja annars staðar, erfitt var að ná í starfsfók sendiráðanna og menn voru tregir til að tjá sig. Sums staðar sást hvar sendifulltrúar voru í óða önn við að brenna pappíra. Fullyrt var að sendiherra Íraks í Egypta- landi, Mohsen Khalil, hefði beðið um hæli í sendiráðum a.m.k. tveggja annarra ríkja í Kaíró. Var hann sagður hræddur við að snúa heim. Talið er að flest starfsfólk sendi- ráða Íraks erlendis sé liðsmenn írösku leyniþjónustunnar og því ekki ólíklegt að það sé tregt til að fara heim miðað við þær breytingar, sem hafa nú átt sér stað þar. Hyggst setjast að í ónefndu arabaríki Bandaríkjamenn vilja að sendiráðum Íraka verði lokað New York, Washington. AFP. Mohammed Aldouri ræðir við fréttamenn í New York. HÁLFBRÓÐIR Saddams Husseins, Barzan al-Takriti, beið bana í gær- morgun þegar bandarísk herflugvél gerði sprengju- árás á sveitabæ hans í Ramadi- héraði, vestan við Bagdad, að sögn vinar fjölskyldu hans. Heimildarmað- urinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði að Saddam hefði hneppt Barzan í stofufangelsi 5. mars í húsi við forsetahöll í Jadriya, hverfi í austurhluta Bagdad. Þegar bandarískar hersveitir réðust inn í borgina flúði Barzan á sveitabæ sinn í Ramadi, um 100 km frá Bagdad. Fjölskylduvinurinn sagði að nokkrir af lífvörðum Barzans hefðu einnig fallið í loftárásinni. Áður hafði bandaríska herstjórnin skýrt frá því að herflugvél hefði varpað sex sprengjum á sveitabæ Barzans. Saddam Hussein hafði hneppt hálfbróður sinn í stofufangelsi fyrir að leggjast gegn því að yngri sonur hans, Qusay, tæki við forsetaemb- ættinu félli Saddam í stríðinu. Barzan var skipaður yfirmaður leyniþjónustu Íraks árið 1983 en féll í ónáð fimm árum síðar þegar hann lagðist gegn því að ein af dætrum Saddams giftist Hussein Kamel Hassan, einum af helstu embættis- mönnum Baath-flokksins. Hussein Kamel hafði yfirumsjón með her- gagnaiðnaðinum þar til hann flúði til Jórdaníu árið 1995. Hann var ráðinn af dögum ári síðar þegar hann sneri aftur til Íraks. Eldri sonur Saddams, Uday, kvæntist dóttur Barzans „fyrir löngu“ en þau skildu nokkrum vikum síðar, að sögn fjölskylduvinarins í Kaíró. Eftir deiluna við Saddam árið 1988 var Barzan sendur til Genfar til að vera fulltrúi Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum og hann sneri aftur til Íraks 1998. Hálfbróðir Saddams beið bana í loftárás Kaíró. AFP. Barzan al-Tikriti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.