Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 36

Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 36
NEYTENDUR 36 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐALVERÐ á papriku hefur hækkað um 10–28% frá 11. mars, samkvæmt nýjustu verðkönnun Samkeppnisstofnunar á ávöxtum og grænmeti. Meðalverð á kílói af rauðri papriku, sem hefur hækkað mest, var 265 krónur 11. mars en 338 krónur 8. apríl síðastliðinn. Meðalverð á kílói af rauðri papriku 8. apríl í fyrra var 403 krónur, sam- kvæmt eldri verðkönnun stofnunar- innar og hafði þá lækkað um 8% frá því í febrúar sama ár. „Samkeppnisstofnun hefur í rúmt ár gert mánaðarlegar verðkannanir á grænmeti og ávöxtum til þess að fylgjast með verðþróun á þessum vörum. Fyrsta verðkönnunin var gerð í febrúar 2002 fyrir afnám tolla á grænmeti og náði til 11 matvöru- verslana á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið haft til viðmiðunar þegar verðþróun á þessum markaði hefur verið metin. Í febrúar síðastliðnum birti stofnunin niðurstöður sem sýndu meðal annars að afnám tolla hefði leitt til verulegrar verðlækkun- ar og aukinnar samkeppni á græn- metismarkaði jafnframt því að örva samkeppni á ávaxtamarkaði,“ segir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar. Í töflunni er birt meðalverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var hinn 8. apríl síðastliðinn og borið saman við meðalverð í verslunum 11. mars síð- astliðinn. Einnig er meðalverð í febr- úar 2002 haft til hliðsjónar í töflunni sem birt er á heimasíðu Samkeppn- isstofnunar (www.samkeppni.is). Rétt er að taka fram að verð á grænmeti og ávöxtum er sveiflu- kennt og ræðst meðal annars af verði á erlendum mörkuðum, uppskeru og árstíma. Eins og sjá má í töflu er meðalverð á grænmeti og ávöxtum í flestum til- vikum mun lægra nú en það var í febrúar 2002, en svipað og það var í síðasta mánuði. Lækkanir hafa orðið á meðalverði í einhverjum tilvikum. Meðalverð á bláberjum hefur til að mynda lækkað um 5% og á bláum, grænum og rauð- um vínberjum um 5–7%. Meðalverð á mangói hefur líka lækkað um 4% og um 2–3% á eplum. Árstíðabundnar sveiflur Meðalverð hefur hækkað milli mánaða á fleiri tegundum en papr- iku. Innfluttar agúrkur hafa til að mynda hækkað um 8% og íslenskir tómatar um 4%. Hvítlaukur hefur hækkað um 10%, bökunarkartöflur um 12% og perlulaukur og blaðlauk- ur um 26% og 38%, svo fleiri dæmi séu tekin. Eiður Jóhannsson rekstrarstjóri Ávaxtahússins segir ástæðu fyrir verðhækkun á papriku þá, að hol- lensk paprika hafi verið að koma á markað í stað spænskrar papriku sem verið hafi á boðstólum um skeið. Eiður segir verð oft breytast þegar viðskipti færist milli tegunda og ræktunarsvæða og „þá rjúki verðið oft upp“, eins og tekið er til orða. Segir hann að í mörgum tilfellum hafi verslanir jafnað þessar verð- sveiflur út og sjálfar tekið á sig hækkanir. Íslensk paprika er ekki á markaði á þessum árstíma og jafnframt er lít- ið til af íslenskum tómötum, segir Eiður ennfremur. Eggert Gíslason framkvæmda- stjóri Mötu ehf. tekur undir með rekstrarstjóra Ávaxtahússins og segir að þegar viðskipti færist á milli svæða sé framboð ekki nóg til þess að anna eftirspurn til þess að byrja með, sem ýti undir hækkanir. Segir hann verð á íssalati til að mynda hafa hækkað mikið á erlendum mörkuð- um að undanförnu. „Þessar sveiflur jafna sig síðan út á einhverjum vik- um,“ segir hann. Bjarni Finnsson forstöðumaður ávaxta og grænmetis hjá BÚR segir nauðsynlegt að bera saman verð í sömu vikum og sömu mánuðum milli ára til þess að leggja mat á sveiflur. Einnig þurfi að taka veðurfar inn í myndina. Kuldakast á Spáni hafi til að mynda hækkað verð á íssalati til muna að undanförnu. Bjarni segir áhrifa vegna páska einnig gæta í verði erlendis þegar eftirspurn vaxi 20–30% í sumum vöruflokkum. Telur hann samkeppni enn mjög öfluga í ávöxtum og grænmeti milli verslana hérlendis. Meðalverð hækkar á nokkr- um tegundum grænmetis       !" !"#   $ % !  "$! &   '& %    %$ $" !  &  &))* + $ ,)  $ ,)  -# #  ,)   $" . )*  $ . )* /* $ * 0+/+ 1  + $ 1 % 1* % $ /  * % 1* %  $ +% $ - " 2* 3 2* + 2* ! + 2*  $" + 2* 2  &4 $ + *   &4 $  $  5%   + *   5%    $  &/#6 # 3 %  .$ %$ .$ !$  $  7/+  7/+ $ $ 82*  39 $  9 $ 0 9 $ $ $ 0 9 $ $ $ 0 9 $  $"  0 9 $  $"  0+  : 2    : $ $ /* $ *$ ; )  ! ; )  $ ; )   $" ; )  # * ;* $ $ $ 3 " $ $ < $" $ $  $ $ * *+ #$ $ $ * *  /*))  # $ $ 7. . "  7. & 2    * =$   9  ( ) !" ! &          >  > >   >             >>      >                                                          !"& '&   45. -13 -2/ --2 -60 -40 -0. 015 00. 0/- -43 -34 -16 .26 0 333 4.0 15- 4.0 0/5 044 3/. -62 4.4 065 -01 0.2 -16 /- 0// -.6 -22 01- -3. 012 002 05. 24 0.3 434 446 4/0 2.0 04. .1 031 0-2 261 -26 226 - 534 062 062 4-1            !                                                                                       *$ " ! '&   +$ " ! '&   #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #   #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #.  . #. #. #.  #. #.  #. #. *( #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. #. *# #. #.  .  .  . #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #                                                       VERSLANIR 10–11 verða opnar til miðnættis á skírdag og laugardag- inn 20. apríl, samkvæmt tilkynningu frá versluninni. Þrjár sólarhring- sverslanir 10–11 verða opnar frá miðnætti á föstudaginn langa og páskadag. Hæsta verð 6 sinnum hjá 11–11 Í verðkönnun Morgunblaðsins á páskaeggjum sem birt var í blaðinu síðastliðinn fimmtudag misfórst merking á hæsta verði á Strumpa- eggi númer 4 í verslunum 11–11. Hæsta verð á fyrrgreindu eggi í könnuninni var 1.429 krónur og var aðeins merkt sem slíkt hjá 10–11. Eggið kostaði líka 1.429 krónur hjá 11–11 og hæsta verð því líka í þeirri verslun, sem fyrr segir. Fyrir vikið var hæsta verð í sex tilvikum hjá 11–11, ekki fimm sinnum. Opið lengur hjá 10–11 Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn Kirk jusand i 155 Reyk javík g l i tn i r . i s s ími 440 4400 G l i tn i r er h lut i a f Í s landsbanka G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.