Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIG rak í rogastans þegar ég horfði á Stundina okkar með þriggja ára dóttur minni 3. apríl sl. Þema þáttarins virtist vera mat- aræði, hreyfing og offita. Söguþráð- urinn var í stuttu máli sá að Bárður, önnur aðalpersóna Stundarinnar, sat yfir sjónvarpi og borðaði snakk með þeim afleiðingum að hann fitn- aði allmikið og snögglega. Birta, hin aðalpersónan, fræddi síðan börnin um það hvernig slæmt mataræði og hreyfingarleysi leiddi til þess að maður yrði „feitabolla“. Sérstaklega var tekið fram að það væri „ekki mjög flott“. Afar sorglegt er hversu illa geng- ur að fjalla um „offituvandann“ hér á landi án þess að tala á niðrandi hátt um útlit og persónu þeirra sem eru of þungir. Sú umræða elur á fordómum og alvarlegt að hún sé nú höfð fyrir börnum. Stríðni á grund- velli vaxtarlags er algeng meðal barna og eitthvað sem ætti að berj- ast gegn. Í stað þess er gefið opið veiðileyfi á feitlagin börn og sagt að þau séu feitabollur sem geti sjálfum sér kennt um vaxtarlag sitt. Ekki virðist heldur hafa verið hugað að því við gerð þáttarins hvernig feit- um börnum ætti að líða undir þess- um yfirlýsingum. Þeim voru send hrein og klár skilaboð um það í barnatímanum að þau væru sko ekki flott. Nógu erfitt er fyrir þessi börn að alast upp í samfélagi sem er fordómafullt gagnvart feitu fólki. Skýrasta dæmið um þá fordóma er að engum hafi þótt þessi umfjöllun athugunarverð. Seinna í þættinum var fylgst með því hvernig Bárður grenntist aftur með því að leggja hart að sér við lík- amsæfingar. Með þeim hætti var gefið í skyn að gildi líkamsræktar lægi fyrst og fremst í því að grenna sig. Hreyfing er öllum holl óháð lík- amsvexti. Börn hafa nógu miklar áhyggjur af vaxtarlagi sínu og þyngd svo ekki sé hvatt til megr- unar í barnatímanum. Ég vil benda á að flest átröskunartilfelli byrja sem ósköp sakleysislegar megrun- artilraunir. Það er því beinlínis stór- hættulegt að senda þau skilaboð út til allra barna að þjóðráð sé að grenna sig. Börn hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem orðið hefur á Vest- urlöndum undanfarna áratugi, þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á útlit og vaxtarlag fólks. Börn allt niður í fimm ára eru meðvituð um það ef þau eru of feit og líður illa yf- ir því. Óánægja með líkamsvöxt ein- skorðast ekki við feit börn heldur eru börn af öllum stærðum óánægð með líkama sinn og mörg hafa reynt megrun til þess að grennast. Nú er svo komið að við fullorðna fólkið þurfum að spyrja okkur hvers kon- ar umhverfi við viljum búa börn- unum okkar. Er þetta sú æska sem við viljum gefa þeim? Að þau verði með útlitið á heilanum, sífellt á vigt- inni og hafi stórar áhyggjur af því að lærin á þeim séu of feit? Börn eiga rétt á að fá að leika sér, læra og njóta lífsins án þess að vera stöð- ugt að velta því fyrir sér hvernig þau líti út eða hvort þau séu of feit. Sífelldar áhyggjur af vaxtarlagi ræna börn ekki aðeins æskunni heldur auka líkur á því að þau þrói með sér átröskun síðar á ævinni. Át- raskanir eru alvarlegar og langvinn- ar geðraskanir sem eru nær ein- göngu afsprengi sívaxandi þráhyggju Vesturlandabúa varðandi grannt útlit. Ekki er von um bata nema í um helmingi tilfella og hafa átraskanir hæstu dánartíðni meðal geðraskana. Það er ábyrgðarhluti okkar sem byggjum þetta samfélag að stöðva þessa þróun. Við þurfum að kenna börnunum okkar að vera ánægð með sig eins og þau eru, jafnframt því að innræta þeim heilbrigðar lífs- venjur. Reynum ekki að troða upp á þau þráhyggju okkar varðandi megrun og líkamsþyngd, heldur leyfum þeim að viðhalda heilbrigðri lífssýn og njóta þess að vera til. Það er sannarlega mikilvægt að efla áhuga á hollu mataræði og hreyf- ingu en það á að vera hægt án skír- skotunar til útlits. Látum ekki for- dóma blinda okkur sýn í uppbyggilegri umræðu um bættar lífsvenjur. Ég vona að þáttastjórn- endur Stundarinnar okkar sjái að sér og að þessi framsetning verði ekki leikin eftir þeim. Forvarnir gegn offitu barna Eftir Sigrúnu Daníelsdóttur „Afar sorg- legt er hversu illa gengur að fjalla um „of- fituvandann“ hér á landi án þess að tala á niðr- andi hátt um útlit og persónu þeirra sem eru of þungir.“ Höfundur er kandídatsnemi í sál- fræði við Háskóla Íslands. ÁSMUNDUR Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Framtaks – fjárfest- ingarbanka, var beðinn að lýsa við- horfum áhættufjármagnsfyrirtækja til ný- skipunar vísinda- og tæknimála á nýliðnu Rannsóknaþingi eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins daginn eftir. Honum fannst á vanta að vandræði nýsköpunar og fjármögnunar sprotafyrirtækja hefðu verið rædd á þinginu, en það var einmitt hlutverk hans. Því mið- ur urðu fundargestir litlu fróðari um þennan vanda eftir ræðu bankastjórans. Í stað þess gagn- rýndi hann viðhorf vísindamanna til nýsköpunar og taldi ekki víst að birting greina í viðurkenndum tímaritum „skipti einu einasta máli“ þegar kemur að því að búa til afurð, vöru eða þjónustu. Þessi orð lýsa sömu vanþekkingu banka- stjórans á hlutverki rannsókna og hann ásakar vísindamenn um gagnvart nýsköpun. Færni vísinda- manna og gæði rannsóknastofnana þeirra, sem bankastjórinn taldi engu máli skipta fyrir vöruþróun, felast ekki í hæfni þeirra sjálfra til nýsköpunar. Hlutverk þeirra er þjálfun starfsmanna og þróun að- ferða sem nýsköpunin hvílir á. Þetta heitir á mæltu máli verka- skipting, sem hlýtur að þekkjast í bankakerfinu. Það var fyndið þegar banka- stjórinn bar Rannsóknaþingið saman við prestastefnu, slíkum villigötum væri vísindasamfélagið á. Hann viðurkenndi þó að hafa ekki verið á prestastefnu. Það hætti að vera fyndið þegar hann nafngreindi kunn þekkingarfyrir- tæki og taldi möguleika þeirra á markaði ekki felst í rannsóknum. Þar er hann vægast sagt á hálum ís. Ég hefði tekið undir orð banka- stjórans hefði hann bætt orðinu eingöngu við. Helsta niðurstaða Rannsóknaþings að þessu sinni var nefnilega að mínu viti afstaða allra annarra en Ásmundar Stefánsson- ar að rækta þyrfti báða enda rann- sókna- og nýsköpunarferlisins til að árangur næðist í þekkingar- tengdum iðnaði. Menningarheim- arnir tveir sem bankastjórinn nefnir svo hafa aldrei verið nær hvor öðrum. Engu var líkara en hann hefði hvorki verið á presta- stefnu né Rannsóknaþinginu. Samkvæmt bankastjóranum er vísindasamfélagið á villigötum þeg- ar vísindamenn eru metnir til launa samkvæmt fjölda greina sem þeir hafa birt i viðurkenndum tímaritum. Hann nefndi einnig að fáránlegt væri að úthluta eftir flóknu og viðamiklu kerfi rann- sóknastyrkjum sem ekki væru hærri en hann sjálfur prívat og persónulega réði við. Sennilega átti hann við styrki Vísindasjóðs, sem voru um 1200 þúsund krónur að meðaltali. Hugsanlega styrki Tæknisjóðs, sem losuðu að jafnaði þrjár milljónir króna. Hitt blasir við að sá sem gagnrýnir vandað og faglegt launakerfi háskólakennara í þessu samhengi þiggur ekki laun í samræmi við möguleika sprota- fyrirtækja á áhættufjármagns- markaði. Bankastjóri sleginn blindu Eftir Hafliða Pétur Gíslason „Þessi orð lýsa sömu vanþekk- ingu banka- stjórans á hlutverki rannsókna og hann ásakar vísinda- menn um gagnvart ný- sköpun.“ Höfundur er prófessor í eðlisfræði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið við völd undanfarin tólf ár. Sá valdatími hefur einkennst af einu lengsta og blómlegasta hag- vaxtarskeiði í sögu þjóðarinnar og sýnir svo ekki verður um villst styrka stjórn á efnahagsmálum Ís- lendinga. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað og kaupmáttur tekna eftir skatt er nú þriðjungi meiri en hann var 1994. Þá hefur markvisst verið unnið að endurbótum á skattkerfinu hér á landi, sem með- al annars hefur falið í sér lækkun skatthlutfalls, bæði hjá einstak- lingum og fyrirtækjum. Eigna- skattar hafa lækkað verulega og ýmis vörugjöld. Þá hefur aðstöðu- gjald verið lagt niður svo og þjóðarbókhlöðuskattur. Tekju- skattur fyrirtækja hefur lækkað úr 30% í 18 % en með slíkri lækk- un hefur samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs verið stórbætt og skattalækkunin á eftir að leiða til aukinnar efnahagsstarfsemi hér á landi og meiri hagvaxtar. Auk- inheldur má benda á hækkun barnabóta, afnám skattlagningar húsaleigubóta og 100% millifærslu á persónuafslætti maka. Þá hafa iðgjöld í lífeyrissjóði verið gerð skattfrjáls. Samkvæmt ályktun Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum sem sam- þykkt var á nýliðnum landsfundi verður haldið áfram á braut skattalækkana fái flokkurinn til þess brautargengi. Lagt er til að eignaskattar verði afnumdir, tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður um 4% og virðisauka- skattur á matvæli lækkaður um 7%. Aukinheldur komi til verulegr- ar lækkunar erfðafjárskatts. Það er afar mikilvægt að þeim góða árangri sem hefur náðst sé fylgt eftir og það svigrúm sem sterk staða efnahagsmála gefur sé nýtt til enn betri kjara fyrir allan almenning. Sagan sýnir okkur glögglega að engum stjórnmála- flokki er betur treystandi til þess en Sjálfstæðisflokknum. Sterk staða – björt framtíð Eftir Berglindi Svavarsdóttur Höfundur er lögmaður, í 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. „Það er afar mikilvægt að þeim góða árangri sem hefur náðst sé fylgt eftir…“ NÚ FER páskahátíðin í hönd. Í hugum margra er upprisa frels- arans, vonarinnar og vorsins, end- urlausn eftir langan og votan vet- ur. Hinir sem kvíða hátíðinni, fyll- ast örvæntingu og einsemdin af- hjúpast enn betur í brjóstinu á bjartari og bjartari kvöldum. Þeir sem þjást af þunglyndi og kvíða, hafa nýlega lent í áfalli, misst ást- vin við dauðsfall eða skilnað, geta fundið hve sárastan sting í hjarta meðan fuglar himinsins hópast til okkar í hrönnum yfir hafið bláa hafið, hefja hreiðurgerð og mökun eins og ekkert hafi í skorist. Það er enn erfiðara að leyna sjálfan sig og aðra einhvers konar uppgjöf ef henni hefur verið ýtt inn í skúmaskot skammdegisins og borin eins og ósýnileg afneitun sem haldið er niðri meðan þrek og birgðir endast. Við og börnin Þessi orð eru skrifuð til að minna okkur á að huga að okkur sjálfum og náunga okkar hvað andlega nálægð varðar þegar há- tíðar fara í hönd. Þetta varðar einnig börnin. Góð spurning á hverju heimili gæti verið: „Hvern- ig kenni ég börnunum mínum gagnkvæmni og umhyggju fyrir öðrum?“ Hvernig sýnum við fullorðna fólkið í fjölskyldunni ræktarsemi við þunga og þjáða í stórfjölskyld- unni, vinahópnum og vinnunni? Hvernig hlusta ég á vin minn? Stundum munar ekki mikið um að kippa með einum í viðbót í kirkju eða kvöldboð. Stundum ber okkur skylda til að uppörva og hvetja einhvern nákominn til að leita sér sérhæfðrar hjálpar, þegar andlegt orkuleysi, sorg og svefn- leysi er orðið viðvarandi. Fjölskyldusjúkdómar Fleiri og fleiri viðurkenna nú- orðið að alkóhólismi sé fjölskyldu- sjúkdómur sem hafi áhrif á og valdi öllum í fjölskyldunni áhyggj- um ef ekki algjöru niðurbroti. Segja má það sama um alla alvar- lega sjúkdóma. Viðvarandi eða „krónísk“ sorg og þunglyndi geta „smitast“ manna á milli í fjölskyld- um eða vinahópum Samábyrgð á heilbrigðu hugar- fari og styðjandi viðmót við styrk- leika náungans er hvatning mín til okkar allra sem erum aflögufær andlega svo enginn grípi til ör- þrifaráða yfir hátíðina. Gleðilega páska. Sorg og örvænting á páskum Eftir Elísabetu Bertu Bjarnadóttur Höfundur er félagsráðgjafi og starfar hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar. „Hvernig sýnum við fullorðna fólkið í fjöl- skyldunni ræktarsemi við þunga og þjáða í stórfjölskyld- unni, vinahópnum og vinnunni?“ ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.