Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 48
SKOÐUN
48 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er rétt sem segir í Reykja-
víkurbréfi Morgunblaðsins 30.
mars s.l. að ýmsum finnst Morg-
unblaðið breytast í „flokksmálgagn
Sjálfstæðisflokksins“ þegar dregur
að kosningum. Á sama stað segir
að þeir hinir sömu hafi hins vegar
ekki „fært nein rök fyrir þeim
staðhæfingum“. Annað mál sé að
„áþekk lífsviðhorf“ séu í Sjálfstæð-
isflokki og á Morgunblaðinu og því
sé oftast um svipaðar áherslur í
ritstjórnargreinum, þar sem eins
og segir „skoðanir blaðsins eru
settar fram“. „Skoðanir blaðsins
eru eitt, fréttir eru annað“, segir
ennfremur og nokkru áður segir í
Reykjavíkurbréfinu 30. mars um
fréttaskrif og frásagnir blaðsins af
kosningabaráttunni: „Áhersla
verður lögð á að í þeim efnum sitji
allir við sama borð“.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins og vorþing
Samfylkingarinnar
Sömu helgi og ofangreint
Reykjavíkurbréf er ritað heldur
Sjálfstæðisflokkurinn landsfund,
þar sem meginviðfangsefnið er að
leggja fram, ræða og samþykkja
stefnuskrá fyrir komandi kosning-
ar. Seturétt eiga á annað þúsund
félagsmenn í Sjáfstæðisflokknum.
Flokkurinn er annar tveggja
stærstu flokka landsins og því
sæta hans stefnumál fyrir kosn-
ingar umtalsverðum tíðindum.
Viku síðar eða um nýliðna helgi
hélt hinn stóri flokkurinn, Sam-
fylkingin, vorþing sem hefur sama
tilgang: að leggja fram, ræða og
samþykkja stefnuskrá fyrir kom-
andi kosningar. Seturétt eiga allir
flokksmenn, þátt tóku hins vegar
milli fimm og sexhundruð manns
alls, að sögn þeirra sem skipu-
lögðu þingið.
Viðburðir þessir gegndu ná-
kvæmlega sama hlutverki í und-
irbúningi kosningabaráttunnar,
þótt formleg staða fundanna í
flokkslögum sé ólík. Stefnuskrá
flokkanna fyrir kosningarnar var
aðalatriði beggja eins og leidd
verða rök að síðar í greininni.
Ég er í hópi þeirra sem telja að
Morgunblaðið breytist í „flokks-
málgagn Sjálfstæðisflokksins“
þegar líður að kosningum. Í ljósi
ofangreindrar fréttastefnu, sem
Morgunblaðið fullyrðir að sé höfð
að leiðarljósi ákvað ég, eins og far-
ið var fram á í Reykjavíkurbréfinu
30. mars, að „færa rök“ fyrir þeirri
staðhæfingu. Ég geri það með því
að bera saman „fréttir“ blaðsins af
þessum tveimur viðburðum sem
fram fóru með nokkurra daga
millibili.
Landsfundur þrisvar sinnum
fréttnæmari en vorþing
Ég ákvað að skoða fréttir,
myndir og fréttauppslátt blaðsins
þá daga sem þessir viðburðir stóðu
og daginn eftir að þeim lauk.
Mældir voru dálksentimetrar með
reglustiku, sem kann að vera eitt-
hvað ónákvæmt, en samanburður-
inn er engu að síður hlutfallslega
réttur þar sem báðir voru mældir
með sama hætti.
Fyrst mældi ég fréttir Morg-
unblaðsins af landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins 27. –30. mars. Á
fjórum dögum birtust fréttir og
myndir á samtals þrettán hundruð
fjörutíu og átta dálksentmetrum,
þar af eru 120 dálksentímetrar á
forsíðu. Alls eru þannig lagðar
undir „fréttir“ af landsfundinum
um sjö fréttasíður og samtals heil
forsíða. Auk þessa var opnað sér-
stakt vefsetur á forsíðu mbl.is
„Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins“. Myndir taka mikið rými á
síðunum og eru þær fjórtán tals-
ins. Alls taldi ég um fjögur hundr-
uð tuttugu og fimm manns, sem
sáust á smærri og stærri hóp-
myndum, auk þrjátíu og fjögurra
einstaklinga á ýmsum nærmynd-
um.
Til samanburðar mældi ég frétt-
ir Morgunblaðsins af vorþingi
Samfylkingarinnar 4. –5. apríl. Á
þremur dögum birtust „fréttir“ og
myndir á samtals fjögur hundruð
og tuttugu dálksentímetrum, þar
af tuttugu og fjórir dálksentimetr-
ar á forsíðu. Samtals er þetta tæp-
ur eindálkur á forsíðu og tvær inn-
síður í blaðinu. Myndir eru fjórar
nærmyndir af átta einstaklingum,
en á tveimur þeirra sjást átján
einstaklingar í bakgrunni.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins var sem sagt um þrisvar sinn-
um fréttnæmari en vorþing Sam-
fylkingarinnar og þátttakendur
þar tæplega tuttugu sinnum frétt-
næmara myndefni en þau fimm til
sex hundruð manns sem sóttu vor-
þing Samfylkingarinnar. Umfjöll-
unin var að vísu á fjórum dögum
um landsfundinn en þremur um
vorþingið.
Myndaval af þessum tveimur
fundum er síðan kapítuli út fyrir
sig, en allir vita að fjöldi lesenda
skoðar aðeins myndir og les fyr-
irsagnir. Þetta veit Morgunblaðið
og er hinn ótrúlegi fjöldi litmynda
sem birst hefur af Sólveigu Pét-
ursdóttur dómsmálaráðherra í
blaðinu órækt vitni þess, en Sól-
veig er ásamt eiginmanni sínum
einn af eigendum blaðsins. Af vor-
þingi Samfylkingarinnar birtist ein
svart-hvít mynd af Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur talsmanni og for-
sætisráðherraefni Samfylkingar-
innar. Af Davíð Oddssyni birtust
tvær stórar myndir á forsíðu, auk
allmargra inná fréttasíðunum.
Hér skal ekki reynt að meta efni
þessara „frétta“ Morgunblaðsins,
en sér ekki hvert mannsbarn
hversu lítið er að marka Reykja-
víkurbréfið þann 30. mars um að-
skilnað fréttamats blaðsins og
stjórnmálaskoðana ritstjórnenda
þess?
Sitja „allir við
sama borð“?
Nú munu Sjálfstæðismennirnir
sem skipa ritstjórn Morgunblaðs-
ins segja við framangreindum rök-
semdum: Vorþing flokks er eitt,
landsfundur allt annað. Lands-
fundinn sóttu helmingi fleiri og
hann stóð í fjóra daga, en vorþing-
ið í tvo. Þar var kosin ný forysta,
en ekki á vorþinginu. Það réttlætir
þrisvar sinnum fleiri dálksentí-
metra, myndaval sem gefur til
kynna að annar fundurinn hafi
verið fjöldafundur, en hinn fremur
fámennur, auk sérstaks vefseturs
fyrir landsfund Sjálfstæðisflokks-
ins.
Við þessum röksemdum skal
endurtekið það sem áður sagði.
Báðum þessum flokksþingum var
ætlað það meginhlutverk að móta
kosningastefnuskrá flokkanna,
annað sóttu um tólf hundruð
manns, en hitt fimm til sex hundr-
uð manns. Til annars var kosið, en
hitt var opið öllum flokksmönnum.
Annað kaus forystu flokksins en
hitt ekki. Sú kosning var þó ekki
aðalatriði heldur kosningastefnu-
skráin eins og fréttamat Morg-
unblaðsins bar glögglega með sér.
Kosningar landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins á forystu og miðstjórn
fengu um tuttugu dálksentimetra
af þeim þrettán hundruð fjörutíu
og átta sem lagðir voru undir
landsfundinn og sýnir það vel vægi
þeirra á þessum tiltekna fundi.
Ég hef ekki undir höndum gögn
til að bera saman fundi annarra
flokka eða fundi fyrr á árum, en
fundir rúmum mánuði fyrir kosn-
ingar hafa aðra stöðu, en tíðinda-
litlir fundir á miðju kjörtímabili.
SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
URINN OG „FRÉTTIR“
MORGUNBLAÐSINS
Eftir Kristján
Ara Arason
„Ég er í hópi
þeirra sem
telja að
Morgunblað-
ið breytist í
„flokksmálgagn Sjálf-
stæðisflokksins“ þegar
líður að kosningum.“
Höfundur er blaðamaður og kennari
í fjölmiðlafræði.
Fréttnæmi landsfundar Sjálfstæðisflokks að mati Morgunblaðsins saman-
borið við vorþing Samfylkingar, mælt í dálksentimetrum. Ath. að umfjöll-
un um landsfund var í fjóra daga, en vorþingið í þrjá.
arráðuneytis og Landsvirkjunar beita
nafnlausum áróðri gegn þingmönnum
og störfum þeirra?
Fyrirsögnin „Ungt fólk á Austur-
landi er hlynnt Kárahnjúkavirkjun“
vísar í skoðanakönnun. Rúmur helm-
ingur er fylgjandi virkjun, heil 34%
eru á móti og það á Austurlandi. Eru
þessi 34% óvinir Austurlands?
Draumar ungra Austfirðinga eru
væntanlega jafn fjölbreyttir og fram-
tíðardraumar ungmenna á öllu Ís-
landi en enginn virðist spyrja hvort í
unga fólkinu búi sú framtíðarsýn eða
frumkraftur sem gæti breytt sam-
félaginu. Menn fá svörin sem þeir
vilja: 60% töldu sig vilja vinna í álveri.
Getur verið að af öllum heimsins
tækifærum hafi 60% ungmenna sett
ál í fyrsta sæti? Er „hvað langar þig
að verða …?“ of opin og hættuleg
spurning?
Það er sama hvar borið er niður.
Ómar Ragnarsson er sagður í „heil-
ögu stríði gegn virkjunum og stór-
iðju“. Steinunn Sigurðardóttir er sögð
hafa „hallað réttu máli“ í Kastljósinu.
María Ellingsen er sögð hafa farið
með ósannindi á Bylgjunni. Toyota-
umboðið er hvatt til að „láta auglýs-
ingamanninn Egil Ólafsson lesa með
tilþrifum“ tilkynningu þess efnis að
Toyota hafi ekki styrkt Umhverfis-
vini og þar með Jakob Frímann. For-
maður Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands fær verstu útreiðina, orð hans
eru sögð „þvæla og vitleysa“ og þarna
má sjá fyrirsagnir eins og „Enn
skrökvar Árni Finnsson og það dug-
lega“. „Árni Finnsson, formaður NSÍ,
hikar ekki við að fara langt út af braut
sannleikans í baráttu sinni gegn virkj-
unum.“ Vitnað er í Friðrik Sófusson
sem segir Náttúruverndarsamtök Ís-
lands vera handbendi útlendinga og
vinna gegn „íslenskum hagsmunum“.
Eiga forstjórar ríkisfyrirtækja að
nota svona þjóðernislega orðræðu og
sníða „íslenska hagsmuni“ að sínum
eigin?
Enginn fær að svara fyrir sig en
öllu sem snertir virkjun og stóriðju er
snúið á jákvæðan og nánast trúarleg-
an veg. „Hér hitti ég bara brosandi
fólk,“ segir Smári Geirsson. „Á sama
tíma og flestir landsmenn fögnuðu
undirskrift“ flögguðu landverðir í
Drekagili í hálfa stöng. „Á sama tíma
og þorri íslensku þjóðarinnar fagnar
ákvörðun stjórnar Alcoa …“ Fær
enginn gæsahúð? Erum við í Norður-
Kóreu? Ósjálfstæðisbaráttan gengur
lengst þegar vitnað er með lotningu í
Alcoa-menn: „Þá er rétt að minna á
þau orð upplýsingafulltrúa Alcoa,
Jake Siewert að í allri nálgun Alcoa að
málinu hafi verið tekið mjög mikið
mið af umhverfisþáttum.“ Var hann
að tala um stóru strompana? Var
hann að hrósa tálbeitu iðnaðarráðu-
neytisins: „hagkvæmar umhverfis-
kröfur“? Var hann að tala um land,
ímynd og áhættu sem er einskis met-
in?
Star.is er opinbert vald sem beitir
sér gegn nafngreindum persónum og
starfsheiðri þeirra, leggur fæð á
stjórnmálamenn og frjáls félagasam-
tök og ónafngreindir skrifarar kalla
nafngreinda menn lygara. Þarna er
beitt orðum og aðferðum sem síðasta
öld á að hafa kennt okkur að nota ekki
og það sem verra er: Hagsmunahópur
skrumskælir tjáningarfrelsið með því
að hertaka orðið „Austfirðingur“ og
nota sem samnefnara yfir „eina þjóð
með einn vilja“ þrátt fyrir að margir
hörðustu fylgismenn verndunar séu
einmitt þeir Austfirðingar sem
þekkja landið best og ættu að öllu
eðlilegu að vera gild rödd í sínu sam-
félagi. Á star.is er orðsending Félags
um verndun hálendis Austurlands
sögð „taktlaus“ og gefið í skyn að á
bak við hana standi „einhverjir aðrir
en Austfirðingar“.
Málflutningur star.is nær fjögur ár
aftur í tímann og hann ætti að fá
menn til að íhuga alvarlega hvaða að-
ferðum og valdi var beitt til að veita
þessum framkvæmdum brautar-
gengi, hversu margir hafa kosið að
þegja í stað þess að segja hug sinn op-
inberlega og hversu mikið mark er
takandi á þeim upplýsingum og rann-
sóknum sem aðstandendum STAR
var falið að afla og miðla. Fari endur-
menntunarnámskeið í taugarnar á
mönnum getur fátt verið heilagt í
samskiptum við vísindamenn með
óþægilegar niðurstöður. Star.is er að-
eins toppurinn á ísjakanum, aðeins
brot af þeim tugmilljónum sem hefur
verið eytt til að að koma „upplýsing-
um“ til almennings gegnum almanna-
tengslafyrirtæki þar sem fyrrverandi
fréttamenn virðast lausir undan siða-
reglum blaðamanna. Áróðurinn er
greiddur af þjóðinni til að tryggja
vilja meirihlutans og þar með „lýð-
ræðislega niðurstöðu“. Menn hljóta
að spyrja hverjir skrifa þennan nafn-
lausa áróður, hvað hann hefur kostað
þjóðina og hvaða stjórnmálamenn
bera ábyrgð á þessari hræðilegu þró-
un.
Forstjóri Alcoa sagði að það væri
„alltaf til fólk sem er á móti framför-
um“. Ef star.is er aðferðin til að keyra
framfarir í gegn þá er fórnin ekki að-
eins náttúra Íslands heldur lýðræðið
sjálft.
Höfundur er rithöfundur.