Morgunblaðið - 12.04.2003, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 49
✝ Dr. Zhi LanWang fæddist í
suðausturhluta Kína
1928. Hún lést eftir
skamma sjúkralegu á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut laugar-
daginn 5. apríl síðast-
liðinn.
Hún bjó lengst af í
borginni Anshan þar
sem hún bjó ásamt
manni sínum og
fimm börnum. Börn-
in flugu úr hreiðrinu
eins og gerist, fyrst
sonurinn og svo hver dóttirin af
annarri. Þrjú þeirra áttu það sam-
eiginlegt að velja sér Ísland sem
sitt nýja heimaland og þangað var
Zhi Lan loksins komin þegar veik-
inda hennar, sem
drógu hana til
dauða, varð vart.
Zhi Lan missti ást-
sælan eiginmann
sinn langt fyrir ald-
ur fram og þá kom
sér vel að hafa lagt í
„lífeyrissjóð“. Í Kína
eru börnin lífeyris-
sjóður foreldra
sinna og það kom sér
vel að hafa lagt ríku-
lega í þann sjóð þó
rekstrar- og fórnar-
kostnaður hans í
formi háskólanáms
barnanna hafi verið hár. Hún vissi
að þeir vextir kæmu síðar.
Útför Zhi Lan fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Allt hennar líf gekk út á að
hjálpa öðrum og lækna eða draga
úr þjáningum samborgara sinna. Á
tímum Menningarbyltingarinnar
starfaði hún í sveitum landsins við
lækningar, oft við bágan kost, van-
þakklæti þeirra sem landinu
stjórnuðu, hörmungar fátæktar og
stríðs, en alltaf með hlustunarpíp-
una í eyrunum þó engin hefði hún
launin á þeim tíma.
Það er einkennandi fyrir hana að
fjögur af fimm börnum hennar
skuli hafa fetað í fótspor hennar og
lært kínverskar lækningar til að
viðhalda og tryggja áframhaldandi
þróun og útrás þeirrar þekkingar
sem safnast hafði saman frá kyn-
slóð til kynslóðar.
Með staðfestu, nægjusemi og
ákveðinni stjórnun tókst henni að
koma þeim öllum til mennta og
samhent fjölskyldan byggði upp og
rak sitt eigið sjúkrahús, sem síðar,
með dugnaði og útsjónarsemi
barna hennar byggðist upp til virð-
ingar og velgengni og tryggði þeim
sess í kínversku þjóðfélagi. Útrás
skyldi það vera – lífið gekk ávallt
út á að koma öðrum til bata og
betra lífs – slíkar hvatir þekkja
engin landamæri.
Elsku mamma – ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér. – Þó að samskipti okkar hafi
verið í gegnum túlk og staðið of
stutt er leitun að annarri eins
hjartahlýju og þú hefur sýnt mér.
Mér er í fersku minni heimsókn
mín til Anshan fyrir þremur árum
og okkar fyrstu kynni. Þar áttum
við tvö ein kyrrðarstund þar sem
þögnin flutti tilfinningar okkar og
hugsanir og okkur fannst báðum
við hafa átt langar og málefnalegar
samræður.
Nú ert þú farin frá okkur – nú
ert þú farin á vit horfinna ástvina
og aftur til upphafsins – eins og
Lao Tse orðaði það. Megi friður
vera með sálu þinni og megi reitur
sá er við höfum þér valið á hinni
nýju fósturjörð umlykja þig og
vernda. Ég vil gera orð hins mikla
kínverska heimspekings og rithöf-
undar Lao Tse að síðustu kveðju
minni til þín:
,,Þegar maður hefur tæmt sig af
öllu, mun friðurinn mikli koma yfir
hann. Allir hlutir koma fram í til-
vistina, og menn sjá þá hverfa aft-
ur. Eftir blóma ævinnar fer hvað-
eina aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins er
friðurinn; það að hafa náð tak-
marki tilvistar sinnar.“
Guð geymi þig.
Jóhannes Valdemarsson.
Móðirin gengur hægum skrefum
að matarborðinu þar sem systkinin
kýta um eitthvað eins og systkina
er siður. Án þess að segja eitt
aukatekið orð tekur hún eina mat-
arprjóna, lyftir þeim upp milli
handa sinna og brýtur þá, flís úr
bambusprjóni stingst í hana þann-
ig að blæðir úr. Systkinin líta í for-
undran á móður sína, telja hana
e.t.v. hafa misst vitið. Þá tekur hún
prjóna þeirra allra fimm og reynir
að brjóta þá. Henni tekst ekki ætl-
an sín þótt hún hafi tekið töluvert
á. Börnin lúta höfði, skömmustuleg
og reyna að ráða í skilaboðin. Þau
þekkja móður sína, vita að hún vill
að þau finni það sjálf út hvað hún
er að fara með þessu. Eftir dágóða
stund segir bróðirinn í hópnum að
hann skilji hvað hún sé að meina
og best sé að systur hans fylgi sér.
Hann muni sjá til þess að þessum
skilaboðum verði fylgt í framtíð-
inni.
Þessi litla dæmisaga um Nei-nei
(föðuramma) eins og hún hefur
ætíð verið kölluð á mínu heimili
finnst mér lýsandi fyrir hennar
stóru sál. Nærvera hennar var svo
sterk. Þó við hefðum ekki getað
spjallað eins mikið saman og ég
hefði viljað vegna ólíkra tungu-
mála, þá var líkt og orð væru ekki
þörf. Hún sagði að við skildum al-
veg hvor aðra. Allt sem hún sagði
var af yfirvegun og hnitmiðað.
Maður fylltist á einhvern óútskýr-
anlegan hátt friði og ró í nálægð
hennar. Þegar dóttir mín, sonar-
dóttirin, fæddist hafði ég aldrei
hitt hana. Lönd og höf skildu á
milli. Síðar þegar við heimsóttum
hana sá ég hversu mikilli um-
hyggju og ástúð þessi gamla kona
bjó yfir. Til þess að ná sambandi
við barnið, þá eins árs gamalt, náði
hún í bala með vatni í, sápu og
óhreina flík. Síðan sátu þær langa
stund á parketgólfinu, sulluðu og
hlógu, engu máli skipti þótt gólfið
og þær yrðu blautar því þær
skemmtu sér svo vel. Dóttursyn-
irnir og dótturdóttirin sóttu mikið í
að vera hjá ömmu, enda átti hún
að kínverskum sið stóran þátt í
uppeldi þeirra. Margar góðar
minningar á ég frá henni. Einu
sinni þegar allir þrír strákarnir
voru hjá henni og áttu að vera
háttaðir upp í risastóra rúmið
hennar ömmu, heyrðust mikil læti
innan úr herberginu hennar. Hún
opnar dyrnar og sér þá að dreng-
irnir eru í koddaslag. Í stað þess
að sussa á þá og segja þeim að
hætta, hló hún með þeim og lokaði
dyrunum.
Hún var stöðugt vakandi yfir
börnum og síðar barnabörnum.
Þegar amma talaði þögnuðu allir
og hlustuðu af andakt. Þegar sest
var við matarborðið sást vel
hversu gagnkvæm umhyggja var í
hennar garð. Alltaf voru bestu bit-
arnir valdir og lagðir á diskinn
hennar, hún spurð hvort hana
vantaði eitthvað. Gamla fólkið
gengur fyrir og óumdeilanleg virð-
ing borin fyrir því í kínverskri
menningu. Hennar skilaboð til af-
komenda sinna voru fyrst og
fremst þau að standa sig vel í námi
og komast í bestu skólana. Þær
gífurlegu þjóðfélagsbreytingar
sem urðu í Kína á öldinni sem leið
settu mark sitt á lífshlaup hennar.
Hún var komin af gamalli yfir-
stéttarfjölskyldu í Dalian. Faðir
hennar og afi og langafi langt aftur
í aldir voru læknar, þar sem faðir
kenndi syni og varð að sverja að
kenna aldrei neinum utan fjöl-
skyldu leyndarmál lækninganna.
Pabbi hennar átti þrjár konur, sem
hún sagði að hefðu verið eins og
systur. Hún var dóttir fyrstu konu.
Móðir hennar vildi alltaf að dóttir
sín lærði að lesa því hún geymdi
bunka af bréfum frá föður sínum
sem biðu aflestrar. Fyrstu tvær
konurnar voru ólæsar, ekki þótti
við hæfi að senda stúlkur til náms.
Sú þriðja var læs. Nei-nei var sí-
spyrjandi og fylgdi föður sínum
eins og skugginn við vinnu hans.
Hann vildi ekki að hún, stúlkan,
lærði lækningar, það væri hlutverk
sonarins. En enginn sonanna hafði
nokkurn áhuga á læknisfræði, ein-
göngu kaupsýslu. Þegar faðirinn
varð var við að dóttirin hafði víð-
tæka þekkingu á læknisfræði taldi
hann hana búa yfir yfirnáttúruleg-
um hæfileikum. Hann vissi ekki að
þriðja konan hafði kennt henni að
lesa og skrifa og hún stúlkan, hafði
legið í ævafornum lækningabókum
fjölskyldunnar. Seinna eftir langa
umhugsun hóf hann að kenna
henni lækningar, leyndarmál nál-
astungnanna, heimspekina þar að
baki og jurtalækningarnar auk
þess sem hún lærði anatómíu í
skóla síðar. Faðir hennar kenndi
henni flest það sem sneri að
vandamálum kvenna, þótti það við
hæfi. Eftir að Japanar hertóku
Mansjúríu leyfðu þeir öllum stúlk-
um er það vildu að fara í skóla og
naut hún þess. Átti hún fyrir hönd-
um langt og farsælt starf sem
læknir, kínverskur læknir, tók hún
fram. Þegar hún var orðin gömul
og þreytt varð hún að gefa út op-
inbera yfirlýsingu þess efnis að
hún væri hætt störfum því fólkið
hætti ekki að streyma til hennar.
Skrítið er til þess að hugsa að
þegar Nei-nei var lítil voru fætur
hennar vafðir. Þrjiðja konan losaði
reyndar oft um vafningana því
henni þótti svo vænt um hana og
vildi ekki að hún kveldist. Nei-nei
minntist eldri systur sinnar sem
bað hana um að hjálpa sér að fyr-
irfara sér vegna þeirra kvala sem
hún hafði í fótunum, skinnið flagn-
aði af þegar skipt var um umbúðir
og það skein í hvít beinin. Þvílíkar
voru þjáningarnar sem konur af
þessari kynslóð í Kína þurftu að
þola. Móðir þeirra sagði að enginn
maður myndi líta við þeim systrum
ef þær fengju stóra fætur og ef
stúlka fyrirfæri sér væri það merki
um að henni hefði verið nauðgað.
Hún minntist einnig ömmu sinnar
sem var með tíu cm langar fætur.
Tveimur árum seinna eða þegar
Japanar komu bönnuðu þeir að
fætur stúlkna væru vafðir þannig
að hennar fætur voru óskaddaðir.
Líf hennar reyndist oft á tíðum
erfitt og fjölskyldan missti allt sitt
í menningarbyltingunni. Hún vildi
ekki tjá sig um þetta erfiða tímabil
í ævi sinni, þar sem fólk svalt heilu
hungri, sagði bara að allt væri gott
núna. Hún var m.a. send í 11 mán-
uði í endurhæfingarbúðir, maður-
inn hennar sem var hershöfðingi
fór í fangelsi og börnin máttu sjá
um sig sjálf heima. Hún sagðist
reyndar hafa byrjað að gera leik-
fimisæfingar á hverjum degi eftir
þetta tímabil, því hún hafi verið
svo illa farin.
Að lokum vil ég þakka fyrir að
hafa verið svo lánsöm að kynnast
þessari góðu konu og minnist
hennar haldandi á trésverðinu sínu
með rauða dúskinum í taj-thi æf-
ingum snemma morguns.
Rannveig Hallvarðsdóttir.
ZHI LAN
WANG
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURVEIG HALLDÓRSDÓTTIR,
áður Dvergabakka 36,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni
fimmtudagsins 10. apríl.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mið-
vikudaginn 16. apríl kl. 13.30.
Stefán V. Skaftason, Sigríður R. Hermóðsdóttir,
Halldór Skaftason, Ína Gissurardóttir,
Gyða Thorsteinsson,
Rósa Thorsteinsson, Árni S. Björnsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT LILJA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 10. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 16. apríl kl. 10.30.
Sveinn Herjólfsson, Ólöf Zóphóníasdóttir,
Margrét Ólöf Sveinsdóttir,
Soffía Björg Sveinsdóttir.
Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar systur minnar,
JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR
hjúkrunarkonu
Laugarnesvegi 40.
Þökkum starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Skjóli
fyrir umönnun síðustu mánuði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Björnsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
SIGURÐUR HALLGRÍMSSON
vélfræðingur,
Granaskjóli 24,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu-
daginn 10. apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 10.30.
Elín Aðalsteinsdóttir,
Hallgrímur Sigurðsson,
Rannveig Sigurðardóttir,
María Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
GUÐLAUG HELGA SVEINSDÓTTIR,
Suðurhólum 26,
lést á Landspítala Landakoti aðfaranótt föstu-
dagsins 11. apríl.
Fyrir hönd ættingja,
Sigríður R. Ólafsdóttir,
Jón Ólafsson.
Elskulegur sambýlismaður minn, sonur og
bróðir okkar,
HÉÐINN ARASON,
Otrateigi 34,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 8. apríl.
Jarðsungið verður frá Laugarneskirkju mið-
vikudaginn 16. apríl kl. 15.00.
Kristín Ólafsdóttir,
Hildegard Stein Björnsson
og systkini hins látna.