Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 68

Morgunblaðið - 12.04.2003, Page 68
DAGBÓK 68 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ör- firisey, og Freri koma í dag. Árni Friðriksson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sarfaqittuk kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Áhuga- fólk um boccia, skrán- ing í bocciaklúbb, í Hraunseli sími 555 0142. Félagsheimilið Hraunsel er opnaðð kl. 9 mánudaga, miðviku- daga og fimmtudaga, og alla daga vikunnar frá kl. 13–17. Kaffi á könnunni kl. 15–16.30. Gerðuberg, félags- starf. Á mánudögum og föstudögum kl. 9.39 sund og leikfimiæfing- ar í Breiðholtslaug. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunn- ar. Létt leikfimi, bak- leikfimi karla, vefja- gigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnað- arins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamarkað- ur í Kattholti, Stangar- hyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14– 17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Kvenfélag Grensás- sóknar. Fundur verður í safnaðarheimilinu mánudaginn 14. apríl kl. 20. Páskaeggja- bingó. Barðstrendingafélag- ið heldur skemmtun, félagsvist og dansleik, í Breiðfirðingabúð í kvöld laugardaginn 12. apríl. Félagsvistin hefst kl. 20.30. Minningarkort Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minningar- kort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og lang- veika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgar- nes: Dalbrún, Bráka- braut 3. Grundarfjörð- ur: Hrannarbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykk- ishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silfurgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Aðalstræti 18. Strandasýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugar- holti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Mið- vangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strand- götu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hafnar- braut 37. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 12. apríl, 102. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: En mikillega bið ég yður, bræður, fyrir sakir Drottins vors Jesú Krists og fyrir sakir kærleika andans, að þér stríðið með mér með því að biðja til Guðs fyrir mér. (Rómv. 15, 30.)     Á vefritinu Múrnumstanda menn ekki beinlínis á öndinni yfir fregnum af væntanlegu framboði Nýs afls. Í pistli Ármanns Jakobssonar múrverja segir: „Seinustu ár hefur ekki verið kosn- ingavor án þess að hópur „valinkunnra“ karlmanna sem komnir eru af létt- asta skeiði kæmi saman og „hótaði“ framboði. Meðal fastagesta hafa verið þeir Jón [Magnús- son] og Guðmundur [G. Þórarinsson], auk Ellerts Schram og Valdimars Jó- hannssonar. Jón í Járn- blendinu var stundum með áður en hann fór yfir til Sverris.     Helsta einkenni hópsinser að í honum eru einvörðungu karlmenn og þeir hafa allir annaðhvort setið á þingi en horfið þaðan ósáttir, án þess að fá tilhlýðleg sendiherra- og bankastjóraembætti, eða að þeir hafa boðið sig fram í ófáum prófkjörum en ekki fengið braut- argengi. Jafnvel fyrir for- setakosningar hefur grái fiðringurinn pólitíski gripið suma af þessum körlum, a.m.k. man ég ekki betur en að Ellert B. Schram hafi þá verið orð- aður við framboð. Það er því afar gott að þeir skuli loksins hafa látið til skar- ar skríða.     Einhvern veginn lyktaraðferðin samt ekki lít- ið af „elítisma“. Í fregn- um af þessu kemur alltaf fram að hér séu „valin- kunnir“ menn á ferð, öf- ugt við sauðsvartan al- múgann. Og stundum er engu líkara en hæfileikar þessara manna séu aðal- atriðið. Um hvað verður svo boðið fram? Væntan- lega á svipuðum forsend- um og Kristján Pálsson og Frjálslyndi flokkurinn –og hver veit nema reynt verði að sækja fylgi til Samfylkingarinnar, sem hafði jú hirt óformlegan leiðtoga hópsins frá hon- um.“     Áfram heldur Ármann:„Svo má spyrja sig hvort hópur sextugra kvenna mundi nokkurn tímann bjóða sig fram og stofna flokk á svipuðum forsendum. Sæju menn fyrir sér flokk þar sem Guðrún Agnarsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Sigríð- ur Dúna, Kristín S. Kvar- an, Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir stæðu saman um að koma sér öllum á þing? Gætu menn séð fyrir sér hóp „40 valinkunnra kvenna“ senda frá sér ávarp til þjóðarinnar og fara svo í framboð?“     Annars er nafnið Nýttafl ekki mjög nýtt, heldur þvert á móti notað. Nýtt afl bauð fram í bæj- arstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi 1990, und- ir forystu Sivjar nokk- urrar Friðleifsdóttur. STAKSTEINAR Hótanir karla kominna af léttasta skeiði Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur alltaf fundistborgarbúar undarlega áfjáðir í að vera með neglda hjólbarða undir bílum sínum, sérstaklega í ljósi þess að í borginni festir varla snjó og það er aðeins örsjaldan sem hált er svo heita megi. Af þessum sökum hefur Víkverji lagt metnað sinn í að aka á naglalausum hjólbörðum árið um kring, gjarnan á svokölluðum heils- ársdekkjum. Hann hefur fagnað hugmyndum um að setja sérstakan naglaskatt innan borgarinnar enda bölvað í hljóði þeim óþverra sem spænist upp af götunum vetur hvern og leggst á vit þeirra sem hætta sér út fyrir bifreiðar sínar, að maður tali nú ekki um allan skítinn sem sest á bílana sjálfa. x x x SÍÐAN gerðist það skömmu fyrirsíðastliðin jól að einn morguninn gerði lymskuhálku, sem Víkverji átt- aði sig ekki á þar sem hann var á ferð sinni, og varð hún til þess að einn ljósastaurinn í Hafnarfirði gerði skyndiárás á jeppabifreið hans. Sem betur fer var Víkverji á afskaplega lítilli ferð þegar þetta gerðist, þannig að engin slys urðu á Víkverja og fjölskyldu hans en öllum var verulega brugðið. Enda skemmdist bíllinn töluvert og reynd- ist reikningurinn fyrir viðgerðinni vera vel yfir hálfa milljón króna. Sem betur fer féll það að mestu leyti í skaut tryggingafélags Víkverja að punga út fyrir herlegheitunum. Þá má þess geta að ljósastaurinn hallaði ofurlítið undir flatt eftir þetta óvænta stefnumót. Það verður að segjast eins og er að eftir þetta var Víkverji á nálum í umferðinni í hvert sinn sem föl kom á jörðu, enda hafði hann gert skyndi- könnun á hjólbörðunum sínum eftir atvikið og komist að því að líklega væru fínu heilsársdekkin hans ekk- ert sérlega heilsárs lengur heldur hentuðu kannski fyrst og fremst til sumaraksturs. Eftir nokkra ígrund- un var því ákveðið að ráðast í kaup á lítið notuðum vetrardekkjum, af- bragðsfínum en þó var sá ljóður á ráði þeirra að þau voru negld í bak og fyrir. Verður Víkverji að viður- kenna að hann þurfti að kyngja tals- verðu stolti áður en hann játaði sig sigraðan og pungaði út fyrir gödd- uðum hjólbörðunum. x x x ÞAÐ tók síðan svolítinn tíma áðuren dekkjunum atarna var komið fyrir undir bifreiðinni. Reyndar þótti frekar lítil ástæða til þess þar sem sannkallað sumarfæri var í borginni í langan tíma eftir að dekkin voru keypt en loks kom eitthvað í átt við kuldakast og fínu hjólbörðunum var snarað undir eðalvagninn. Kuldakastið varði óskaplega stutt – eiginlega varla miklu lengur en í fáeina klukkutíma. Síðan hafa komið nokkur kuldaköst, álíka langvarandi. Þess á milli sargar Víkverji upp mal- bikið í borginni á meðan samvisku- bitið nagar hann sjálfan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nagladekk eða ekki – það er efinn! LÁRÉTT 1 bernska, 8 skynfærið, 9 bárur, 10 iðja, 11 skepn- an, 13 líffærið, 15 þekkja, 18 smala, 21 flaut, 22 mastur, 23 umhyggjan, 24 sjúkdómur. LÓÐRÉTT 2 mein, 3 róin, 4 röng, 5 dásemdarverk, 6 hand- festa, 7 margvís, 12 greinir, 14 fiskur, 15 ýlda, 16 tittur, 17 lausa- grjót, 18 þriðjungur úr alin, 19 snjóa, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hagga, 4 skúfs, 7 fúlar, 8 ruddi, 9 ský, 11 iðni, 13 snös, 14 loðin, 15 mögl, 17 æpti, 20 hal, 22 gubba, 23 játar, 24 rósin, 25 tæran. Lóðrétt: 1 hafni, 2 galin, 3 aurs, 4 strý, 5 úldin, 6 seims, 10 koðna, 12 ill, 13 snæ, 15 mögur, 16 gabbs, 18 pútur, 19 iðrun, 20 hann, 21 ljót. Krossgáta MIG langar að benda á frá- bæra þjónustu og góðar verslanir sem eru í Hóla- garði, v/Lóuhóla, efra Breiðholti. Þar er ein besta snyrti- vöruverslun bæjarins, þar sem maður er alltaf leystur út með gjöfum, frábær kvenfataverslun sem er með fréttabréf á Netinu og myndir, blómabúð til sóma, ritfanga-, íþrótta- og ljós- myndaverslun þar sem allt mögulegt er að fá. Einnig er þar innrömmun, fata- hreinsun og snyrtistofa sem ekki eru síðri. Það sem er einkennandi fyrir þessar verslanir er hið góða viðmót sem mætir manni. Allir svo glaðir og ánægðir og er eins og við- skiptavinirnir hafi komið á hverjum degi í fjöldamörg ár. Þið sem vinnið þarna, hafið þökk fyrir gott og vin- samlegt viðmót, það er svo sannarlega mannbætandi að koma í Hólagarð. Viðskiptavinur. Hegnt fyrir að safna ÉG var sjómaður með góð- ar tekjur og safnaði í lífeyr- issjóð. En vegna þess að ég notaði lífeyrisréttindi þeg- ar ég varð öryrki duttu ör- orkubætur niður. Finnst mér ósanngjarnt að vera hegnt fyrir að hafa safnað lífeyrissjóðsréttindum. Þorlákur Hannesson. Ríkisútvarpið – Skert þjónusta SEM dyggur hlustandi Ríkisútvarpsins í meira en hálfa öld er mér ekki sama þegar ég er svipt einum af þeim dagskrárliðum sem ég met mest og hlusta oft- ast á – en það er morgunút- varpið milli 7 og 9. Nú hef- ur klukkutími verið klipinn úr miðjunni svo þátturinn er núna hvorki fugl né fisk- ur og fullkomlega eyðilagð- ur. Í staðinn kom kjafta- þáttur um menn og málefni. Ég á það sammerkt með mörgum að finnast gott að koma mér í gang á morgn- ana við ljúfa tónlist og kynningar í lágmarki. Allar umræður – viðtöl og samtöl – og hvað þetta nú allt er kallað um hin ýmsu málefni – vil ég heyra á öðrum tím- um dagsins. Þessi kjafta- þáttur sem var skellt inn í miðjan morgunþáttinn er fluttur á samtengdum rás- um Ríkisútvarpsins. Og ég spyr – hvað á það að þýða? Af hverju megum við, hlustendur Ríkisút- varpsins, ekki eiga val? Eina valið sem núna er í boði er að slökkva. Ég skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að breyta þessu til baka og lofa morg- unútvarpinu á rás 1 að vera í friði. Jórunn Sörensen. Tapað/fundið Úr í óskilum ÚR fannst á Höfðanum skammt frá Odda sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 567 5768. Gleraugu týndust FJÓLUBLÁ gleraugu týndust við Nóatún 26 seinnipart sl. þriðjudags. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 0261 eða 824 2821. Grár bakpoki týndist GRÁR bakpoki týndist úr bíl við Hagkaup, Skeifunni, miðvikudaginn 9. apríl sl. Í honum eru tvennar æfing- arbuxur og astmalyf eig- anda. Þeir sem vita um af- drif pokans vinsamlega skilið honum í Hagkaup, Skeifunni eða hringið í síma 824 2890. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Góð þjónusta Morgunblaðið/Golli 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.