Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 17
Ég sé nú sérstaklega eftir einni sem hét Fýkur yfir hæðir. Það var frekar stór mynd og ég var voðalega lengi að mála hana. Þegar ég var bú- inn setti ég hana upp á loftið í Verts- húsinu þar sem ég og Yngvi bróðir vorum með eitt herbergi og Sigga systir með annað. Ég reisti myndina upp við klæðaskápinn á meðan hún var að þorna. Upp á skápnum var stór og þungur þríarma kertastjaki úr tini. Svo um morguninn heyrum við einhvern gauragang og sjáum stjakann detta ofan af skápnum og skera myndina í tvennt. Ég var nú heldur sár út af því. En það var ekki nóg með það heldur er Sigga systir þarna með gifsmynd af Venusgyðj- unni á gólfinu inni í sínu herbergi. Heldurðu að það detti ekki niður mynd sem hékk uppi á vegg og höggvi hausinn af gyðjunni. Skömmu síðar kemur maður í heim- sókn og spyr hvort Gerðar-Móri hafi nokkuð gert vart við sig áður en hann kom. Þegar við sögðum honum frá óförum okkar sagði hann okkur að Gerðar-Móri fylgdi ætt sinni og hefði hann eflaust valdið þessum usla enda væri hvítalogn úti.“ Jón fluttist til Reykjavíkur árið 1953 með Yngva bróður sínum en settist fljótlega að í Kópavogi. Ástæða þess var sú að hann kvæntist á sama ári Guðrúnu Berglindi Sig- urjónsdóttur ljósmóður en henni hafði Jón kynnst tveimur árum áður á balli í Breiðfirðingabúð. Guðrún var búsett í Kópavogi ásamt fjöl- skyldu sinni en það mætti með sanni kalla þau ein af frumbyggjum þess bæjarfélags. Jón tók sig síðan til og teiknaði og byggði í Kópavogi tveggja hæða hús fyrir þau hjónin án þess að hafa nokkuð smíðað áður annað en þrjá árabáta (eða jullur eins og Jón segir) í Flatey. Hann var rúm þrjú ár að þessu og var þetta afar erfitt verk sérstaklega þar sem Jón þjáðist illa af millirifjagigt á þeim tíma. Jón og Guðrún bjuggu í þessu húsi í 36 ár og eignuðust fimm börn. Í dag býr elsta dóttir þeirra í húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni. Guðrún lést í nóvember 2001. Jón reri út með Yngva bróður sín- um fyrstu árin en vann síðan ýmiss konar verkamannavinnu. „Ég hef t.d. unnið í gólfteppagerð, skóverksmiðju, á Kópavogshæli og sem handlangari þegar verið var að byggja Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Þeir voru sex múrararnir en við vorum tveir að hræra steypu og höfðum enga talíu. Við þurftum að sækja allan sand og vatn út, hræra á fyrstu hæð og hlaupa út um allt og upp alla stiga með föturnar fullar af steypu. Þetta var það erfiðasta starf sem ég hef unnið. Grúskið Jón hóf störf hjá Hafrannsókna- stofnun við rannsóknarstörf árið 1972 en þá hafði hann lengi starfað sjálfstætt að söfnun skeldýra og ann- arra sjávarlífvera. „Ég var alltaf að grúska og var bú- inn að koma upp nokkru safni heima en það jókst til muna eftir að ég fór að fara á sjóinn hjá Hafrannsókn. Ég starfaði við kvarnalestur en það er að vita hvað fiskurinn er gamall og hve oft hann hafi hrygnt. Ég fór í rannsóknarferðir og notaði tækifær- ið þegar ég gat til þess að safna dýr- um. Ég skráði hvert einasta dýr, fundarstað, staðarákvörðunina og stundum hitastigið líka. Ég gerði þetta bara sér fyrir mig, þetta var mitt áhugamál.“ Bogaskjöldur Í grúski sínu hefur Jón m.a. fundið nokkur hundruð tegundir dýra sem ekki voru þekktar áður frá Íslandi og nokkra tugi tegunda sem aldrei höfðu fundist áður í heiminum, að- allega skeldýr en einnig krabbadýr. Þá hefur heil ættkvísl skeldýra verið nefnd í höfuðið á honum og er lat- neska heitið á henni Bogasonia. „Jú, ég hef fundið mörg dýr sem áður voru óþekkt fyrir vísindin. Það hafa tvö verið nefnd eftir mér, skelin Bogaskjöldur (Xeno donta bogasoni) og kuðungurinn Bogabrynja (Boga- sonia volutoides), en sænski vísinda- maðurinn A. Varen gaf dýrunum þessi nöfn. Svo fann ég eina tegund sem talin var löngu útdauð (Micro- pilina Minuta), það var minn merk- asti fundur. Ég fann átta lifandi ein- tök af henni á tveimur stöðum á Suður- og Vesturlandi. Þær tegundir höfðu áður fundist í steingervingum sem voru 350 milljóna ára gamlir. Síðan er ekkert vitað um tegundina fyrr en ég fann hana lifandi.“ Þrotlaust starf þakkað Jón hafði áður látið hluta af safni sínu til Náttúrufræðistofunnar í Kópavogi en hann afhenti síðan Náttúrufræðistofnun Íslands safnið til varðveislu árið 1998 ásamt öllum gögnum sem því fylgja. Í því voru þá um það bil 2.000 tegundir hryggleys- ingja úr sjó, skeldýr, þ.e.a.s. kuðung- ar og samlokur, krabbadýr, bursta- ormar, skrápdýr og aðrir smærri hópar. Jón Gunnar Ottósson fyrrum forstöðumaður Náttúrufræðistofn- unarinnar sagði í ávarpi sínu, við at- höfn þar sem Jón var heiðraður, að safnið væri merkasta safn íslenskra hryggleysingja úr sjó sem einstak- lingur hefur dregið saman og varð- veitt. Þótt Jón sé nú orðinn 80 ára gamall er hann fráleitt hættur að safna. „Ég sá nú svolítið eftir því að láta þetta. Ég hefði viljað teikna upp svo mörg af þessum dýrum. Ég er með töluvert heima af nýjum dýrum, nýj- um tegundum. Þegar ég fór á eft- irlaun hélt ég áfram að grúska og safna dýrum og svo fór ég að teikna þau upp í fyrravetur. Ég teiknaði alltaf tvær myndir á dag meðan birt- an var í skammdeginu. Ég hafði þó alltaf teiknað eitthvað af myndum sem fóru í upplýsingamöppur en ekkert að ráði. Ég skoða dýrin í smásjá, teikna þau á blað og læt ljós- rita myndirnar svo þær verði allar í svipaðri stærð. Þær eru allar í rétt- um hlutföllum, það er allt mælt. Síð- an mála ég grunninn með vatnslitum og nota svo tréliti til þess að skyggja þær. Ég er að byrja að verða skjálf- hentur og þá reikna ég nú með að ég fari að hætta. “ Jón hefur hlotið fjölmargar viður- kenningar fyrir ævistarf sitt. Hann hlaut viðurkenningu frá Háskóla Ís- lands 1993 fyrir afrek við þrotlausa söfnun á botndýrum við Ísland. Þá hlaut hann viðurkenningu Starfs- greinasjóðs Rotary á Íslandi og heið- ursviðurkenningu Lýðveldissjóðs fyrir rannsóknir á vistfræði sjávar. Árið 1998 var Jón sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu vegna rannsókna sinna á botndýrum við Ísland. „Já, það er nú margt sem mér hef- ur tekist þrátt fyrir að hafa aðeins klárað barnaskóla. En mér finnst ég nú varla eiga þetta skilið, þetta er nú einu sinni bara áhugamál,“ segir Jón að lokum og horfir út um eldhús- gluggann á íbúð sinni á efstu hæð fjölbýlishúss við Sæbólsbrautina í Kópavogi. Þar hefur hann útsýni yfir hafið og fjöruna og að sjálfsögðu er kíkir í glugganum. alli“ Micropilina Minuta. Sú tegund var tal- inn útdauð er Jón fann hana á Suður- og Vesturlandi. Bogaskjöldur (Xeno donta bogasoni) er skírður í höfuðið á Jóni. Jón við stærstu skel í heimi (Tridacna gigas) sem Náttúrufræðistofa Kópavogs geymir. Myndin var tekin um 1983. Kuðungurinn Bogabrynja (Bogasonia volutoides) dregur einnig nafn sitt af finnandanum. Teikning/Jón Bogason Höfundur er útskrifuð úr hagnýtri fjöl- miðlun frá Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.