Morgunblaðið - 13.04.2003, Side 23

Morgunblaðið - 13.04.2003, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 23 Styrkur til tónlistarnáms Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2003-2004 Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Nú er rétti tíminn til að panta húsbíl fyrir sumarleyfið Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík - Íslandi, símar 567 2357 og 893 9957. Húsbílar Starfsmannafélög athugið Upphaflega var ráðgert að hafa nýja brú nær gömlu brúnni yfir Þjórsá en þegar farið var að skoða jarðlagasniðin komu í ljós hinar sér- stöku aðstæður sem leiddu til hinnar háu hröðunar sem mældist í vestur- stöpli gömlu brúarinnar. Rannsóknir og kjarnaboranir leiddu síðan til þess að brúnni var valinn staður um 700 metrum neðan gömlu brúarinnar þar sem undirstöður brúarinnar eru á grágrýti beggja vegna árinnar. Slíkar rannsóknir eru í raun nauðsynleg for- senda fyrir svona framkvæmdum í dag. Til styrktar gegn jarðskálfta- árauninni eru settar inn 6 til 8 metra langar járnstangir, svokallaðar berg- festur, í undirstöðu brúarinnar. Að þessum upplýsingum fengnum er ljóst að mikið starf mun fara fram við gerð hinnar nýjar Þjórsárbrúar í vor og sumar og ef allt gengur upp verður hún vígð í vetrarbyrjun. En þótt sá áfangi í brúargerð á Íslandi sé að baki verður ekki hlé á starfi Ein- ars Hafliðasonar og samstarfsmanna hans á brúadeild Vegagerðarinnar, þar er jafnan í mörg horn að líta. Og þótt þetta starf fari ekki eins hátt í umræðunni og margt annað í sam- félaginu er nauðsyn þess mikil og vaxandi. Brýrnar tengja byggð við byggð, gera mönnum hér alla vegi færa og bera ekki síst glöggt vitni hagleiks og hugsunar hönnuða og handverksmanna. Tölvuteikning/Vegagerðin Ljósmynd/Vegagerðin Bogabrúin yfir Hvítá í Borgarfirði þykir ein fegursta brú landsins. Ljósmynd/Þjóðminjasafn fyrstu íslensku verkfræðingarnir. Ljósmynd/Vegagerðin Fnjóskárbrúin var byggð 1908 og var þá lengsta steypta bogabrú á Norðurlöndum. tugar og fallegar gudrung@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.