Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 24
BRESKA hljómsveitinIncredible String Bandvar flestum gleymd í ára-raðir, en á sínum mekt-arárum var hún þó ekki bara með vinsælustu hljómsveitum Bretlandseyja, heldur hafði hún líka talsverð áhrif á þróun þjóðlegrar tónlistar í Bretlandi og víðar og að auki á svo ólíka listamenn sem John Lennon, Mick Jagger og Robert Plant, að því er þeir sjálfir segja í það minnsta. Síðasta eiginlega plata Incredible String Band kom út 1974 og árum saman var tónlistin ófáan- leg. Þegar hún var svo loks gefin út á geisladisk fyrir nokkrum árum af Elektra-útgáfunni bandarísku bar aftur á móti svo við að plöturnar seldust betur en nokkuð annað af gamalli tónlist sem Elektra var með á sínum snærum; kom í ljós að tón- listin hafði enn skírskotun til áheyr- enda. Fyrir þremur árum tóku hljómsveitarmeðlimir svo þráðinn upp að nýju, endurvöktu nafnið og hófu tónleikahald meðfram öðru starfi að tónlist, og 30. maí næstkom- andi leikur Incredible String Band á tónleikum í Íslensku óperunni. Þjóðlagavakningin mikla vestan hafs í upphafi sjöunda áratugarins hafði líka áhrif á Bretlandseyjum þótt þar væru menn að sækja í nokk- uð annan sjóð; að vísu sameiginlegan að því leyti að bresk þjóðlagahefð er auðgreinanleg í þeirri tónlist sem leikin var í fjallahéruðum miðvest- urríkjanna vestan hafs. Reyndar má færa rök fyrir því að einmitt þar hafi breska þjóðlagahefðin varðveist mun betur en í heimalandinu, upp- runalegri og tærari að mörgu leyti. Hvað sem því leið varð vakningin vestan hafs meðal annars til þess að menn tóku að leggja við hlustir á Bretlandseyjum og frægir voru út- varpsþættir sem byggðust á því að ræða við alþýðutónlistarmenn og leyfa þeim að spila og syngja af hjartans lyst. Robin Williamson hef- ur lýst því hve mikið áhrif þetta hafi haft á hann, ekki síst í ljósi þess að fram að þessu voru slíkir tónlist- armenn litnir hornauga, taldir ómerkilegir músíkantar, engir tón- listarmenn og gott ef þeir voru ekki betlarar og fyllibyttur þar sem þeir blésu í sínar flautur eða sungu þjóð- vísur á krám og götum úti. Keltnesk dulúð og andblær forneskju Sextán ára gamall hreifst Robin Williamson af þjóðlagatónlistinni og þá helst keltneskri sem honum þótti gædd dulúð og andblæ forneskj- unnar. Hann fór að troða upp einn, yfirleitt að leika eigin lög í bland við þjóðvísur, og spilaði á krám í Ed- inborg aukinheldur sem hann fór í ferðir til Lundúna að leika á klúbb- um þar, þar á meðal með hinum goð- sagnakennda Bert Jansch. 1965 var hljóðfærasmiðurinn og banjóleik- arinn Clive Palmer á ferð um Ed- inborg og rakst inn á knæpu þar sem Williamson var að spila. Svo vel fór á með þeim eftir tónleikana að þeir ákváðu að spila saman. Palmer var þá búinn að fást við tónlist alllengi og rak meðal annars frægan klúbb í Glasgow, The Incredible Folk Club, sem var víst rekinn á mjög frjálslega vísu. Að því Williamson hefur lýst léku þeir írsk og skosk þjóðlög sem væru þau leikin í skugga Appalachi- an-fjallgarðsins. Þeir félagar kölluðu sig Robin and Clive og nutu tals- verðrar hylli. Um það leyti sem The Incredible Folk Club var lokað 1966 bankaði Joe Boyd, útsendari bandarísku út- gáfunnar Elektra, uppá hjá Palmer, en Boyd er ekki síst minnst fyrir það að hafa stýrt upptökum hjá Soft Machine og Pink Floyd og fyrir að hafa haft gríðarleg áhrif á þjóðlaga- byltinguna bresku á sjöunda og átt- unda áratugnum. Boyd hafði frétt af Robin og Clive og var kominn til Skotlands til að bjóða þeim að taka upp plötu fyrir Elektra. Ekki leist þeim illa á það en fannst vænlegra að bæta við manni og eftir nokkrar vangaveltur fengu þeir til liðs við sig gítarleikarann og söngvarann Mike Heron, sem þekkti vel til þeirra, enda var hann einlægur aðdáandi. Heimildir herma að þeir hafi fengið Heron til liðs við sveitina til að vera andlit hennar út á við, hann átti svo gott með að ná til áheyrenda og gaf þeim Williamson og Palmer frið til að fást við hljóðfærafjöld. Þegar haldið var til Lundúna að taka upp skífuna var svo komið nýtt nafn á fé- lagsskapinn, The Incredible String Band eftir klúbbnum sáluga og fyrsta skífan, samnefnd sveitinni, kom svo út 1966. Þótt þeir væru komir á plötu sem seldist þokkalega, ákváðu menn að taka sér hlé um hríð; Palmer leist ekki á blikuna að hljómsveitin væri að verða vinsæl og fór til Afganistan og Williamson leigði út herbergið sem hann bjó í og fluttist til Marokkó að læra á flautu að því hann sagði, en hann ætlaði sér ekki að snúa aftur til Bretlands um hríð að minnsta kosti og helst aldrei. Heron hélt áfram að fást við tónlist heima fyrir og spilaði meðal annars í hljómsveitum; Rock Bottom og The Deadbeats. Robin Williamson var ekki búinn að vera lengi að læra á flautu í Mar- okkó er bresk stjórnvöld breyttu lögum á þann veg að ekki var lengur heimilt að senda fé úr landi á þann hátt sem Williamson hafði komið í kring. Eftir að hafa harkað af sér auraleysið um stund hrökklaðist hann aftur til Skotlands og haustið 1966 ákváðu þeir Heron að taka upp þráðinn án Palmers, enda var hann enn í Afganistan og engar líkur á honum heim í bráð. Fullt af framandlegum hljóðfærum Fyrsta plata Incredible String Band, sem áður er getið og er býsna góð, var nokkuð hefðbundin þjóð- lagaskífa en þegar þeir félagar tóku til við að hljóðrita nýja plötu var ann- að uppi á teningnum; Williamson kom með fangið fullt af fram- andlegum hljóðfærum frá Marokkó og var búinn að tileinka sér nýja háttu í vinnubrögðum, glamraði gjarnan á gítar sem hann var búinn að afstilla til að leita að sem nýstár- legustum hljómum, eða þá að hann glímdi við hljóðfæri sem hann ekki kunni á til að finna eitthvað nýtt. Heron var ekki síður spenntur fyrir nýjungum og ekki hafði minnst að segja að á þessum tíma neyttu menn ýmissa efna til að skerpa á skynj- uninni eða rugla hana alveg. Önnur plata Incredible String Band fékk það sérstaka nafn The 5000 Spirits or the Layers of the Onion og umslagið var rækilega sýrt, mun sýrðara reyndar en tónlistin á plötunni sem var létt þjóðlagatónlist skreytt með ótrúlegu safni af sér- kennilegum hljóðfærum og slagverki frá Afríku og Indlandi. Platan kom út 1967 og þeir eru margir sem skipa henni á sess með miklum tímamóta- verkum sem komu út þetta ár, Bítla- plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, plötu Pink Floyd The Piper at the Gates of Dawn og Forever Changes með Love – gott ár 1967. Það má reyndar til sanns vegar færa því þó Incredible String Band hafi nánast gleymst á þeim áratug- um frá því sveitin hætti þar til hún tók upp þráðinn að nýju voru áhrifin því meiri undir lok sjöunda áratug- arins og í upphafi þess áttunda –þarf ekki annað en hlusta á það sem kom í kjölfarið í bresku þjóðlagapoppi / -rokki, en einnig má halda því fram að þeir Williamson og Heron hafi verið brautryðjendur í þeirri gerð tónlistar sem markaðsmenn kalla heimstónlist, þjóðlegu poppi sem sækir áhrif til ólíkra menningar- heima. Fjórða söluhæsta hljómsveit Bretlands Platan seldist mjög vel, ekki síst fyrir lag Williamsons First Girl I Loved, og í kjölfarið fóru þeir félagar að leika á mörgum af helstu tónleika- klúbbum Bretlands á þessum árum, UFO og Middle Earth til að mynda, og léku þar með sveitum á við Pink Floyd og fleiri tilraunasveitum. The 5000 Spirits er tímamótaplata og stenst tímans tönn allvel en enn betri var næsta plata, The Hangman’s Beautiful Daughter, sem kom út 1968, hálfu ári á eftir The 5000 Spir- its. Á henni voru hljóðfærin hálfu fleiri en líka hafði fjölgað í sveitinni, nýir meðlimir voru sambýliskonur þeirra félaga Licorice McKechnie, sem lék á hljómborð og fiðlu, og Rose Simpson, sem lék á bassa og slagverk, en báðar sungu þær bak- raddir. The Hangman’s Beautiful Daughter naut hálfu meiri hylli en The 5000 Spirits, svo mikillar hylli reyndar að Incredible String Band varð fjórða söluhæsta hljómsveit Bretlands, næst á eftir Bítlunum, Cream og Rolling Stones. Tónlistin naut einnig hylli meðal annarra tón- listarmanna og þannig lýstu þeir John Lennon, Mick Jagger og Ro- bert Plant sérstöku dálæti sínu á sveitinni og töldu hana meðal áhrifa- valda sinna, hvernig sem gengur svo að finna því stað í öllum tilvikum. Um þetta leyti bjuggu þeir félagar Williamson og Heron í kommúnu í Wales með kærustunum og voru illa undir það búnir að verða rokk- stjörnur, ekki síst í ljósi þess að tón- listin sem sveitin lék hentaði illa fyr- ir stóra tónleikastaði eins og vinsældirnar kölluðu á. Boyd, sem var orðinn umboðsmaður sveit- arinnar, hélt þó sínu striki, bókaði hana sem víðast og oftast til að treysta hana í sessi. Wee Tam And Strengjasveitin ótrúlega Enn eimir eftir af þjóðlagavakningunni miklu vestan hafs og austan á sjöunda ára- tugnum. Árni Matthíasson segir frá Incredible String Band sem var fremst meðal jafningja í þjóðlaga- tónlistinni á sínum tíma, en sveitin leikur hér á landi í lok maí. Incredible String Band 2003: Mike Heron, Clive Palmer og Lawson Dando. Umslagið súra á The 5000 Spirits or the Layers of the Onion. Þeir félagar Mike Heron og Robin Williamson um það leyti sem 5000 Spirits kom út. 24 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.