Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.04.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 33 Þrátt fyrir allt fer því þó fjarri að allt það ferskvatn sem notað er í heiminum fari til al- mennrar neyslu einstaklinga. Sú neysla nemur einungis um 10% af heildarvatnsnotkuninni. Iðn- aður er mun frekari á vatn, en um 20–25% af ferskvatnsnotkuninni má rekja til iðnaðar. Þörf- in á því sviði eykst einnig með ári hverju og er búist við að með sama áframhaldi tvöfaldist hún fram til ársins 2025. Barlow og Clarke nefna nokkur dæmi til að sýna fram á hversu iðnaður er vatnsfrekur; það þarf t.d. 400.000 lítra af vatni til að framleiða einn bíl. Þau benda einnig á hversu mikið vatn þarf til að framleiða tölvur; í Bandaríkjunum einum saman er talið að tölvu- iðnaðurinn noti fast að 1.500 milljörðum lítra af vatni, og framleiði jafnframt 300 milljarða lítra af menguðu vatni, á ári. Þessar staðreynir eru ógnvænlegar, ekki síst þar sem vonir manna stóðu til þess að tölvuiðnaðurinn yrði mun um- hverfisvænni en annar iðnaður hafði verið fram að því, en reynslan hefur leitt annað í ljós þó tölvuöldin eigi sér ekki langa sögu. SIWI-stofnunin í Stokkhólmi bendir á að allir sem láta sig framtíðina varða verði að gera sér gleggri grein fyrir staðreyndum á borð við þá að 65–70% af öllu ferskvatni, þ.e. allt sem eftir er af árlegri ferskvatnsneyslu mannkyns, fer í áveitur vegna landbúnaðar. Nokkur hluti af því vatni er notaður af smábændum, ekki síst í þriðja heim- inum, en hlutur landbúnaðar sem líkja má við iðnað fer mjög vaxandi og þar fer langmest vatn til spillis. Einkavæðing vatnsveitna Einkavæðing á vatns- veitum og holræsa- kerfum hefur aukist mjög mikið á síðustu 10–15 árum í heiminum, og sem dæmi má nefna að í Englandi og Wales sjá nú 10 fyrirtæki um þær vatnsveitur og holræsakerfi sem þjónusta almenning, auk fleiri fyrirtækja sem einvörð- ungu sjá um dreifingu á vatni. Þessi einkareknu fyrirtæki tóku við af opinberum aðilum sem sáu um þessa þjónustu á hverju svæði fyrir sig fram til ársins 1989, þegar einkavæðingin hófst. Í Skotlandi og á Norður-Írlandi gegnir þó öðru máli, því þar sjá opinberir aðilar enn um þennan málaflokk. Samkvæmt rannsókn BBC, sem vísað var til hér að ofan, greiða heimili í Englandi og Wales um 44% meira fyrir þjónustu vegna vatns- veitna og holræsakerfa eftir einkavæðinguna heldur en áður en hún átti sér stað. Ljóst er að samfara hækkun gjalda hefur þjónusta við al- menning batnað nokkuð þegar á heildina er litið, en víða er þó enn pottur brotinn varðandi þjón- ustu þessara fyrirtækja í Englandi og BBC segir þann ávinning sem unnist hefur á heildina leiða athyglina frá vandamálum á einstökum svæðum, sem ekki hafa verið leyst með viðunandi hætti. Í „Blue Gold“ er sagt frá skýrslu sem dr. Dav- id McDonald, vann um einkavæðingarferli tveggja stærstu fyrirtækja heims á þessu sviði, Suez og Vivendi, á vatnsveitum og holræsakerfi Buenos Aires í Argentínu. Skýrslan, sem hann lauk vorið 2001, var fyrsta skýrsla óháðs aðila um þetta mál, og hún var fyrst kynnt í Jóhann- esarborg í Suður-Afríku, þar sem hennar var beðið með eftirvæntingu að sögn Barlow and Clarke, ekki síst þar sem öðru þessara fyrir- tækja, Suez, hafði þá nýlega verið úthlutað sér- leyfi til að taka yfir þjónustu við vatnsveitu og holræsakerfi Jóhannesarborgar. Einkavæðing- arverkefnið í Buenos Aires var hið stærsta sinn- ar tegundar í heiminum og hafði allt frá því það hófst árið 1993, verið álitið fyrirmyndardæmi um það hverju einkavæðing gæti komið til leiðar á þessu sviði. Skýrsla McDonalds leiddi þó í ljós að kostnaður almennings hækkaði upp úr öllu valdi þótt þarna væri um grunnþjónustu að ræða sem enginn gat verið án. Þannig var hagnaður vatns- fyrirtækjanna í Buenos Aires árið 1997 tvisvar til þrisvar sinnum meiri en t.d. í Englandi og Wales, þar sem hann var þó 9,6% að meðaltali á árunum 1998–9. Hverjum til- heyrir vatnið? Reynsla þeirra sem þegar hafa reynt einkavæðingu á þessu sviði sýnir að þau fyr- irtæki sem sjá um vatnsveiturnar vilja, rétt eins og önnur einkarekin fyrirtæki, ná sem mestum hagnaði. Samkeppnin er engin í reynd því við- skiptavinurinn hefur ekki val um að beina við- skiptum sínum þangað sem varan er ódýrust, í það minnsta ekki hvað viðkemur kaupum á því vatni sem kemur í hús hans í gegnum vatns- lagnir. Þeir sem hafa mestar áhyggjur af því hvernig neyslu á vatni er stýrt í heiminum halda því fram að einkarekin stórfyrirtæki á borð við Suez og Vivendi í Buenos Aires – sama hversu vel þau standa sig í þjónustu – reyni alltaf að græða á því að selja almenningi þjónustu sem opinberir aðilar ættu með réttu að bera ábyrgð á að veita öllum án þess að gerð sé krafa um hagnað. Í „Blue Gold“ er bent á að „slík einkafyrir- tæki eru ekki byggð upp með það fyrir augum […] að þjóna hagsmunum almennings. Né held- ur eru þau skipulögð þannig að þau séu sjálfbær og fær um að varðveita auðlindina. Þar sem sí- auknar kröfur um hagnað leiða til þess að hvatt er til aukinnar neyslu, verða einkafyrirtæki á sviði vatnsveitna aldrei fær um að minnka neysluna. Á sama tíma og þetta á sér stað eru ríkisstjórnir í auknum mæli að láta af því hlut- verki að vernda það sem allir hafa átt í samein- ingu um aldaraðir – þær auðlindir sem eru grundvallarforsenda sameiginlegrar velferðar og tilheyra öllum jafnt. […] Í hnotskurn er mál- um þannig háttað, að „blátt gull“ er óðum að verða sá fjárfestingakostur stórfyrirtækja, er verður enn vænlegri samfara því að vatn er orð- ið söluvara á heimsmarkaði“. Sameiginleg auðlind Indíánar Norður- Ameríku umgengust umhverfi sitt með því hugarfari að enginn gæti haft óskoraðan eignarrétt yfir lofti, vatni eða landi, þar sem allir þyrftu að reiða sig á þessa grunnþætti jarðlífsins til lífsviðurværis. Þetta viðhorf var þeirra veiki blettur í viðskipt- um þeirra við Evrópubúa og ein ástæða þess að menning þeirra leið undir lok. Sú hugsun verð- ur tæpast innleidd í heiminum héðan af að ekki sé hægt að eiga land, en sá tími virðist vera í sjónmáli að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir því að vatn og loft eru sameiginleg auðlind allra jarðarbúa. Að meðferð okkar á andrúmsloftinu og ferskvatninu snertir alla jafnt þar sem vatnið og loftið lúta ekki manngerðum landamærum. Allar ríkisstjórnir munu þurfa að taka af- stöðu til þess hvernig því ferskvatni sem lönd þeirra búa yfir er ráðstafað, hverju er hægt að deila með öðrum og hvernig hægt er að nota vatn á sjálfbæran hátt til að tryggja framtíðina. Um leið er orðið ljóst að umræður um einka- væðingu á vatnsveitum í heiminum snúast nú orðið einnig um siðferðisleg spursmál; um það hvort aðgangur að vatni sé hluti af þeim grund- vallarmannréttindum sem ekki sé hægt að framselja og tryggja beri öllum jarðarbúum, eða hvort aðgangur að vatni sé einungis þörf sem þeir einir geti fullnægt sem eigi til þess næga peninga. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Brunnur í Tete-héraði í Mósambík, byggður fyrir fé frá Hjálparstofnun kirkjunnar. …umræður um einkavæðingu á vatnsveitum í heim- inum snúast nú orð- ið einnig um siðferð- isleg spursmál; um það hvort aðgangur að vatni sé hluti af þeim grundvallar- mannréttindum sem ekki sé hægt að framselja og tryggja beri öllum jarðar- búum, eða hvort að- gangur að vatni sé einungis þörf sem þeir einir geti full- nægt sem eigi til þess næga peninga. Laugardagur 12. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.