Morgunblaðið - 13.04.2003, Page 35

Morgunblaðið - 13.04.2003, Page 35
nefnt, sem brýnt er að leysa strax, en hús Ísfélagsins sem er tak- markað notað er mjög aðgengilegt til þess að gera stórkostlega hluti í fyrrgreindum atriðum fyrir lág- markskostnað. Með því að hnýta saman hraunbyggingu og salthúsið sem er vítt og hátt til lofts er auð- velt að gera einingu sem hver ein- asti ferðamaður sem til Vest- mannaeyja kemur myndi heimsækja og til dæmis með 500 kr. gjaldi fyrir þennan fjölþætta pakka má afskrifa á innan við 10 árum þann kostnað sem nú liggur fyrir að Eyjamenn hyggist setja í framkvæmdina á móti ríkinu og er þá ennþá óskrifað blað hvað Við- lagatrygging leggur í dæmið og hugsanlega fleiri aðilar sem málið er skylt. Eyjamenn hafa sjálfir svarað náttúruhamförunum 1973, mesta áfalli í sögu einnar byggðar á Íslandi síðan Tyrkjaránið 1927 dundi einnig á Eyjamönnum. Þeir hafa svarað þessu áfalli með upp- byggingu stærstu verstöðvar landsins, uppbyggingu aðstöðu og þjónustu sem er í fremstu röð í byggðum landsins með dyggri að- stoð ríkisvaldsins, en það er held- ur engin ástæða til þess að gleyma því að bætur til Vestmannaeyja og einstaklinga og fjölskyldna á sín- um tíma voru til skammar og að minnsta kosti 1.700 Eyjamenn sneru ekki aftur heim til Eyja vegna þess að þeir fengu svo lé- legar og ósanngjarnar bætur fyrir horfnar eignir sínar og heimili. Þetta er búið og gert, en nú er einstakt tækifæri til þess að setja hattinn á höfuð gostímabilsins með einstæðu gosminjasafni og menningarhúsi inni í hraunmass- anum. Þetta verkefni getur þannig verið klárt gróðafyrirtæki ef menn þora að gera það með stíl og sér- stöðu. Þá er jafnframt eftir sá möguleiki að fleiri aðilar komi inn í verkefnið og ef það er gert þann- ig að um einstætt verkefni sé að ræða, engu líkt, þá hefur það aldr- ei staðið í framfaramönnum að leysa slíkt. Tækifæri fyrir Viðlaga- tryggingu að setja punktinn yfir gosið Til að mynda var rætt við for- svarsmenn Viðlagatryggingar þeg- ar bæjarstjórn Vestmannaeyja lét vinna þær teikningar sem liggja fyrir og tóku viðlagatryggingar- menn mjög jákvætt í að koma að verkefninu þegar endanleg ákvörð- un yrði tekin, enda rennur Við- lagatryggingu aldeilis blóðið til skyldunnar. Viðlagatrygging varð til vegna Vestmannaeyjagossins og hét þá Viðlagasjóður. Eyjagosið kostaði á sínum tíma um 8.000 milljónir króna en aðeins rétt lið- lega 2.000 milljónir króna skiluðu sér til Vestmannaeyja. Um millj- arður fór í vexti til bankanna, 500 hús voru reist víðs vegar á fasta- landinu en ekkert í Vestmanna- eyjum svo dæmi séu nefnd. Hraunhreinsun í hraunkantinum að bænum lauk aldrei, en Viðlaga- sjóður átti að sjá um það og auð- vitað er eðlilegt að afkomandi Við- lagasjóðs ljúki nú sínum skyldum myndarlega með því að sjá að minsta kosti um þann kostnað menningarhússins sem varðar gosminjasafnið. Til þess að góðir hlutir gerist þurfa góðir menn og framsýnir að koma að málum, leggja hönd á plóginn, því það er lykillinn að því að metnaðarfull verkefni nái fram að ganga. Það er engin ástæða til þess að van- treysta stjórn og forsvarsmönnum Viðlagasjóðs í þessu sambandi. Rökin eru klár fyrir hendi um þátttöku Viðlagasjóðs og það hlýtur að vera þeirra metnaður að nýta það tækifæri sem nú gefst til þess að tryggja á einstæðan hátt gosminjasafn inni í sjálfu gosinu þótt það hafi kólnað nokkuð sem betur fer. Viðlagatrygging býr yfir milljörðum króna, hún á eftir að setja amenið á eftir efninu, allt viðfangsefnið sem hefur verið kallað Eyjagosið einu nafni á það einfaldlega inni hjá Viðlagatrygg- ingu að stofnunin verði ekki eft- irbátur ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Fyrir um 500-600 milljónir er leikandi hægt að sníða alla þessa möguleika saman og leggja þannig áherslu á sérstöðu Vestmannaeyja um leið og þetta myndi lyfta Grettistaki í styrkingu ferðaþjón- ustu í Vestmannaeyjum. Ef við ætlum að setja hrygg í eflingu og atvinnusköpun við ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum verðum við að gera það svo að eftir verður tekið, fara upp úr hefðbundnu og áhættulausu hjólfari og þetta á við um landið allt. Gott dæmi er Geys- isstofa og menningarhúsið hjá Geysi í Haukadal, stórkostlegt framtak einstaklinga, nútímalegt, frumlegt og eftirsótt þannig að dýr hugmynd og framkvæmd skil- ar rífandi tekjum, en flöt hugmynd og framkvæmd hefði orðið fjár- hagslegur baggi. Að byggja úr „1.140 gráðu“ heitu byggingarefni Á Akureyri ætla heimamenn að byggja glæsilegt nýtt menningar- hús út í höfnina eins og gert verð- ur í Reykjavík, á Ísafirði ætla heimamenn að hnýta menningar- húsið saman með elstu byggingum bæjarins frá síðustu öldum og gamla sjúkrahúsinu sem er glæsi- leg bygging, á Austfjörðum ætla heimamenn að tengja saman nýt- ingu safnahúsa í hinum sameinuðu byggðum í eitt sveitarfélag og er það skiljanlegt, en ekkert byggð- arlag býr yfir jafn stórkostlegum möguleika og Vestmannaeyjabær að byggja upp einstakt hús sem í sjálfu sér er spegilmynd af sögu og náttúru Vestmannaeyja og byggingarefnið rann 1.140 gráðu heitt af 40 km dýpi í jarðskorpunni fyrir 30 árum. Er hægt að bera ábyrgð á því að ganga fram hjá þessum möguleika. Það eina sem borgar sig og er samboðið Vest- mannaeyjum er að hugsa stórt. Það hafa Eyjamenn alltaf gert í gegn um tíðina og þess vegna hafa Vestmannaeyjar alltaf verið eins öflugar og raun ber vitni þótt það gangi að sjálfsögðu á skin og skúr- ir, eins hjá öllum sem búa við þær aðstæður að þurfa að taka áhættu. Að taka áhættu er aðalsmerki veiðisamfélagsins, en það er engin tilviljun að Vestmannaeyjar hafa í aldir gengið undir nafninu Gull- kista Íslands. Stolt heimamanna og landsmanna allra í húfi Þegar við fórum af stað með byggingu Stafkirkjunnar á Skans- inum og endureisn Skansins vakti það talsverðar deilur og margir létu sér fátt um finnast. Í dag er líklega ekki hægt að finna nokkurn mann sem vildi að því verkefni hefði verið sleppt. Með tilkomu menningarhúss sem byggist á sér- stöðu Vestmannaeyja inni í 30 ára gömlu hrauni sem ruddi hluta mið- bæjarins undir sig er verið að fjalla um hugmynd sem á eftir að verða stolt allra í framtíðinni, heimamanna sem landsmanna allra, og með þessari hugmynd má með sanni segja að menningar- húsið í Vestmannaeyjum sé eina menningarhúsið af fyrrgreindum menningarhúsum sem sé sérstak- lega í þágu þjóðarinnar allrar, því það er skylda Íslendinga að tryggja með glæsibrag tengingu eldgossins í Heimaey fyrir kom- andi kynslóðir. Minnumst þess að allir vildu Eddu kveðið hafa. Það hefur heldur ekkert farið á milli mála að Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra er mjög hlynntur hugmyndinni um bygg- ingu inn í hraunið og sama er að segja um forsætisráðherra og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar og það hefur ugglaust skipt máli í for- gangsröðun um framlög ríkis- valdsins til verkefnisins. Það vegur hins vegar þyngst vilji heima- manna og ég veit að þeir ágætu menn sem munu takast á við við- fangsefnið hafa allir þann metnað sem þarf til þess að leysa viðfangs- efnið með þeim glæsibrag sem vera ber. Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. STJÓRN efnahagsmála hefur ekki verið fyrirferðarmikil í um- ræðunni í yfirstandandi kosninga- baráttu enda er málefnastaða rík- isstjórnarinnar sterk þegar kemur að því að leggja mat á efnahags- stjórn síðasta kjörtímabils og reyndar síðasta áratugar. Ríkis- stjórnin hefur fengið góða einkun hjá erlendum bönkum og reyndar öllum þeim alþjóðastofnunum sem um efnahagsmál fjalla. Gott umhverfi, sem skapað hef- ur verið, hefur skipað íslenskum atvinnuvegum í fremstu röð í al- þjóðlegum samanburði. Árið 2001 voru Íslendingar t.d. með 6. hæstu þjóðartekjur á mann í heiminum. Eftir verðbólgubál og sveiflur í efnahagsmálum, sem einkenndu framsóknaráratuginn áður en rík- isstjórnir Davíðs Oddssonar tóku við, hefur allt þjóðfélagið færst í átt til frjálsræðis, fjölbreytni í at- vinnulífinu hefur aukist og sterk- ari stoðum verið skotið undir at- vinnuvegina. Iðnfyrirtæki hafa verið einka- vædd með góðum árangri og hlut- ur ríkisins seldur og má þar nefna t.d. Áburðarverksmiðjuna, Stein- ullarverksmiðjuna, Kísiliðjuna, Járnblendiverksmiðjuna og nú síð- ast hafa Sementsverksmiðjan og Íslenskir aðalverktakar verið sett í sölumeðferð. Skrefið í þá átt að opna efna- hagslífið og alþjóðavæða hefur haft í för með sér jákvæðar breyt- ingar á flestum sviðum. Fjöldi öfl- ugra íslenskra iðnfyrirtækja, sem byggð eru upp á hugviti, eru orðin alþjóðleg og selja mikinn meiri hluta sinnar framleiðslu á erlend- um mörkuðum. Þetta eru fyrirtæki eins og Marel, Össur og Pharma- co. Hagstætt skattaumhverfi hefur átt verulegan þátt í að bæta sam- keppnisstöðu þessara fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Iðnfyrirtæki á heimamarkaði hafa átt undir högg að sækja, en hafa mætt aukinni samkeppni með hagræðingu og oft með samein- ingum eins og t.d. málningarfyr- irtækin, kaffibrennslur, brauð- framleiðsla, prentsmiðjur, málm- iðnaðarfyrirtæki o.fl. Hagvöxt og áframhaldandi vel- ferð verður að sækja með auknum útflutningi. Það sem skiptir mestu máli í því sambandi er sú upp- bygging, sem átt hefur sér stað í orkufrekum iðnaði með uppbygg- ingu Norðuráls, stækkun Alcan (ISAL) og síðan með áformum um byggingu stóriðju á Austurland. Ekki er langt síðan íslenskt at- vinnulíf var mjög einhæft og allur almenningur fann harkalega fyrir óhjákvæmilegum sveiflum, sem stundum urðu í sjávarútvegi. Uppbygging í sjávarútvegi með stækkun fyrirtækja og núverandi kvótakerfi hefur gert útgerðarfyr- irtækjum mögulegt að skipuleggja starfsemi sína þannig að mikið hefur dregið úr sveiflum. Aukin framleiðni og tæknivæð- ing hafa hins vegar haft í för með sér að starfsfólki þessara fyrir- tækja hefur fækkað stórlega á undanförnum árum þó svo að fyr- irtækin hafi eflst og stækkað. Það er því fremur sú þróun en kvóta- kerfið, sem haft hefur áhrif á at- vinnuástand í sumum þeim sam- félögum, sem byggt hafa framtíð sína á útgerð og vinnslu sjávaraf- urða. Ný atvinnutækifæri hafa hins vegar orðið til á ýmsum sviðum, sem skjóta fleiri og sterkari stoð- um undir íslenskt efnahagslíf, þá helst í iðnaði og ferðaþjónustu. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa verið staðfastar í að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu stóriðju og fyrirtækja á sviði hátækni. Ár- angurinn er hvarvetna sýnilegur, m.a. í nýjum atvinnutækifærum og vaxandi kaupmætti. Kjósendur ættu að hafa hugfast að láta Sjálfstæðisflokkinn njóta verka sinna þegar gengið verður að kjörborðinu hinn 10. maí nk. og tryggja þannig að haldið verði áfram á sömu braut. Eftir Bergþór Konráðsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur. „Árangurinn er hvarvetna sýnilegur, m.a. í nýjum atvinnutæki- færum og vaxandi kaupmætti.“ Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar skilar góðu búi SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 35 HINN 27. desember sl. birtist greinarkorn, „TF-LIF verður seld“, eftir undirritaðan á síðum þessa blaðs. Þar velti ég upp ýmsum spurn- ingum varðandi framtíð Landhelgis- gæslunnar (LHG), rekstur hennar og hver framtíðarsýn ráðamanna væri þar að lútandi. Voru margir sem hvöttu mig til að skrifa meira um þetta mál, sögðu greinina hafa verið beitta, harðorða, galsafulla, sumir sögðu jafnvel kjaftfora. En ég get fullvissað þá, sem hugsanlega nenna að lesa þessi skrif, um að meiningin var ekki að reyna að vera fyndinn eða hnyttinn, hvað þá kjaftfor. Ef það að kasta fram spurningum og tjá skoð- anir sínar á kjarnyrtri íslensku er að vera kjaftfor, galsafullur og harðorð- ur þá viðurkenni ég það vel, og skal ég glaður verða slíkur persónuleiki fram á fund minn við Lykla-Pétur, sjáum svo til hvora leiðina hann sendir mig, upp eða niður. Ég sagði í greininni að sennilega myndi ég skrifa meira í fyll- ingu tímans, en í sannleika sagt von- aði ég að tónninn í þeim skrifum gæti orðið eitthvað jákvæðari og bjart- sýnni en í fyrri grein. Svo er því miður ekki, ef eitthvað er þá er óvissan meiri í hugum starfsmanna en áður varð- andi framtíð LHG. Nú jæja, að efninu. Ég var eigin- lega búinn að ákveða að vera málefna- legur og færa rök fyrir máli mínu með talnaspeki, tilvitnunum í ráðamenn og niðurstöðum opinberra skýrslu- gerða varðandi LHG, en mér finnst þau vopn og þær verjur hafa verið slegin úr höndum mér með aðgerðum ráðamanna síðustu vikurnar. Svo mikil er þversögnin í aðgerðum rík- isstjórnarinnar að maður veit ekki lengur hvort hlæja skal eða hágrenja. Hvernig er þetta hægt, að fullyrða við öll tækifæri að hér sé allt í góðu, rík- issjóður í bullandi plús, hagnaðurinn af sölu ríkisfyrirtækja að redda öllu? Á sama tíma eru ríkisstofnanir sem ekki eru gróðavænlegar og einkavæð- ingarvænar, heldur nauðsynlegar fyrir rekstur þjóðfélagsins, krafðar um aðhald í rekstri, hreinlega sveltar fjárhagslega. Er þetta einhver reikni- list sem ekki er kennd í venjulegum skólum? Eru þetta einhverjar hunda- kúnstir sem menn læra bara í pólitík? Og fyrir skömmu tilkynnir svo okkar hæstvirt ríkisstjórn að fundist hafi í mögrum góðærisríkissjóði ónotaðir 6 milljarðar (6000 millj.!!) og ríflega það, og skulu þessir aurar sem fund- ust svona óvænt í buddunni fara í göt- ur og göng, framkvæmdir sem eru umfram það sem áður var áætlað. Rausnarlegt, svona rétt fyrir kosn- ingar. En þetta eru engir smáaurar og vildi nú sjálfsagt einhver tauga- trekktur og aðþrengdur fjármála- stjórinn hjá fjársveltri ríkisstofnun fá smá sneið af þeirri girnilegu hnall- þóru... Ef við tökum dæmi, þá hefði 1% (u.þ.b. 60 milljónir) af þessu gert margt fyrir stofnun eins og LHG, t.d. að koma varðskipinu Óðni aftur í rekstur, nú eða að greiða reikninga, og fyrir þetta prósent hefði mátt greiða fyrir allt umstangið og vinnuna varðandi nætursjónaukana góðu. Þá hefði verið hægt að geyma betli- stafinn aðeins lengur og nota þegar allt annað er þrotið. Ég minni á að varðskipinu Óðni, þessari gömlu stríðshetju, var lagt vegna þess að kostnaður við viðgerð og viðhald var talinn of mikill, auk þess sem „aðhald í ríkisrekstri“ krafðist þess að 2% flatur niðurskurður útgjalda skyldi fram ganga. Ég hef dulítið velt fyrir mér hvernig staða LHG gagnvart rík- inu sé orðin, og dettur mér þá helst í hug að líkja LHG við mink sem fastur er á einni löppinni í boga. Mér lærðist sem ungum veiðimanni fyrir vestan, að minkurinn nagar af sér löppina frekar en að láta ná sér. Akkúrat svona sýnist mér staðan vera, við nög- um af okkur Óðin, hvað næst? Það sem verra er, eðlileg viðbrögð við sparnaðaráformum eru oftast talin þau að djöflast á starfsfólkinu og reyna að minnka launakostnað vegna ofborgaðra ríkisstarfsmanna, og þá byrjað á þeim sem lægst hafa launin. Eða hvað? Þetta málefni, varsla landhelginnar, er ekkert og á ekki að vera neitt flokks- pólitískt gæluverkefni. Þetta er graf- alvarlegt hagsmunamál allrar þjóðar- innar, varsla fjöreggsins og þjónusta við þá sem bera björg í bú á að vera hafin yfir svona auratalningu og titt- lingaskít. Flestir Íslendingar skilja þetta, þó ekki allir. Það er algerlega óásættanlegt í mínum huga að ráða- menn sýni þessu ekki skilning, þetta er grundvallaratriði sjálfstæðis okkar. Í fyrri grein minni auglýsti ég at- kvæði mitt í komandi kosningum til sölu fyrir rétt verð. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég er nánast tilbúinn að gerast „pólitísk flokkshóra“ ef ein- hver flokkurinn gefur fyrirheit um að leysa málin. Enn er tími fyrir núver- andi ráðamenn að henda til mín ein- hverri gulrót, ég hef sett x-ið við D-ið síðustu árin, en það er líklegt til að breytast nú. Ég kann því nefnilega ekki vel að láta segja mér að staðan eigi að vera svona, kann því reyndar illa. Ef ráðamenn átta sig ekki á því að þeir eru búnir að pissa í báða skóna sína, og reyna að koma sér á þurrt sem fyrst, þá fer illa hjá þeim. Og dettur mér þá í hug þessi gamla vísa: Iss, piss og pelamál púðursykur og króna. Þegar mér er mikið mál pissa ég bara í skóna. Iss, piss og pelamál… Eftir Friðrik Höskuldsson Höfundur er stýrimaður/ sigmaður LHG. „...varsla landhelg- innar er ekk- ert og á ekki að vera neitt flokkspólitískt gæluverkefni.“ UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.