Morgunblaðið - 13.04.2003, Side 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 45
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar,
HANNESAR A. GUÐMUNDSSONAR
frá Húsatúni,
Haukadal í Dýrafirði,
síðast til heimilis
á Hrafnistu Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks bráðamóttöku
Landspítalans við Hringbraut fyrir kærleiksríkt viðmót.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Ásrún Sigurbjartsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem
okkur hefur verið sýndur við andlát og útför
elskulegs föður okkar, bróður, mágs og vinar,
PÁLS SÖLVA PÁLSSONAR,
Kleppsvegi 66,
Reykjavík.
Páll Óskar Pálsson,
Gunnar Már Pálsson,
Guðríður Pálsdóttir, Kristbjörn Þorkelsson,
Halldór Pálsson,
Hjörleifur Pálsson,
Einar Pálsson,
Reynir Pálsson, Marie La Cour,
Erla Björk Sverrisdóttir.
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
S. KRISTÍNAR ELÍASDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Trausti Jóhannsson, Jastrid J. Andersen,
Þorlákur Jóhannsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu, móður og systur,
HULDU G. HARÐARDÓTTUR,
sem var jarðsungin 17. mars í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar Karitas.
Meyvant Meyvantsson,
Sigurður Frímann Meyvantsson,
Guðmundur Meyvantsson,
Anna Meyvants, Beuford Kervin,
Erla Harðardóttir, Þórður Walters
og aðrir ættingjar.
Alla Kalla mátti treysta.
Þetta var á bernskuárum sam-
starfs sveitarfélaganna á Suðurnesj-
um. Á þeim tíma þurfti að taka á
mörgu sem síðar varð að sameigin-
legum verkefnum. Má þar nefna
brunavarnir, sorpeyðingu, heilbrigð-
iseftirlit og Hitaveitu Suðurnesja.
Eins og ég nefndi fyrr var ekki alltaf
skráð það sem fór manna á milli. Orð
stóðu og sveitarstjórnirnar treystu
sínum starfsmönnum. Efst í huga er
þó undirbúningingur og fyrstu ár
Hitaveitu Suðurnesja, sem nú er orð-
ið eitt öflugasta orkufyrirtæki lands-
ins. Þar lagði Alli Kalli sitt af mörk-
um, sem stjórnarmaður og formaður
um tíma. Ráð hans og tillögur verða
seint fullmetin. Hvar stæðu Suður-
nesin í dag ef ekki hefði tekist jafn
vel til? Þá er mér kunnugt að störf
hans sem bæjarstjóri í Njarðvík voru
árangursrík og vel metin.
Alli Kalli fylgdi Sjálfstæðisflokkn-
um af lífi og sál en aldrei varð ég þess
var að stjórnmálaskoðanir hefðu
áhrif á samstarf okkar. Þá áttum við
Alli Kalli góð kynni í einkalífinu og
héldum alltaf góðu sambandi. Alli
Kalli var góður íþróttamaður á sín-
um yngri árum og liðtækur golfleik-
ari. Hann var mikill félagsmálamað-
ur. Ég hef áður minnst á vettvang
sveitarstjórnarmála, en hann var
einnig öflugur félagi í Lionshreyfing-
unni og Oddfellowreglunni.
Ekki má gleyma að nefna að hann
var leikari af guðs náð og margs að
minnast í afrekum hans á því sviði.
Eitt atvik stendur þó uppúr í mínum
huga. Við vorum staddir í París.
Sendiherrann, barnabarn Einars
Benediktssonar skálds, bauð okkur
heim. Alli Kalli teygði sig upp í bóka-
hillu og tók fram ljóðabók eftir stór-
skáldið. Hann valdi sér kvæði og las
af slíkri innlifun og snilld að við-
staddir felldu tár.
Þetta var eftirminnilegt kvöld.
Við hjónin þökkum Alla Kalla sam-
ferðina og færum Siggu eiginkonu
hans og börnum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð blessi
ykkur.
Jóhann Einvarðsson.
Góður félagi rafiðnaðarmanna hef-
ur kvatt okkur. Albert, eða Alli Kalli
eins við kölluðum hann alltaf, var eitt
af þessum félagsmálatröllum, hann
hafði djúpan félagslegan þroska,
ákaflega góða yfirsýn, var hreinlynd-
ur, heilsteyptur og góður drengur.
Einn af þessum mönnum sem dró til
sín verkefnin og vann að lausn
þeirra. Þurfti ekki að olnboga sig
áfram, það var leitað til hans. Alli
Kalli nam rafvirkjun á Ísafirði og tók
sveinspróf 1951. Hann flutti suður
1963 og settist að í Njarðvík og vann
lengst af hjá Varnarliðinu, en var
bæjarstjóri í Njarðvík 1974–1986,
mikill sjálfstæðismaður og vann mik-
ið fyrir flokkinn og sat nánast í öllum
stjórnum og nefndum sjálfstæðis-
manna á Suðurnesjum. Eftir að hafa
látið af störfum sem bæjarstjóri tók
hann við starfi veitustjóra á Kefla-
víkurflugvelli og var þar til hann fór
á eftirlaun.
Nánast sama dag og Alli Kalli kom
suður voru starfsfélagar hans búnir
að átta sig á að þarna var á ferðinni
góður félagsmálamaður og fólu hon-
um margs konar trúnaðarstörf. Á
þeim tíma var Félag íslenskra raf-
virkja landsfélag, en unnið var að
undirbúningi stofnunar Rafiðnaðar-
sambands Íslands. Alli Kalli tók
mjög virkan þátt í þeirri vinnu.
Stofnað var Rafiðnaðarfélag Suður-
nesja úr Félagi íslenskra rafvirkja
fyrir það svæði og Alli Kalli varð
fyrsti formaður þess. Hann sat í und-
irbúningsstjórn RSÍ og tók sæti í
fyrstu miðstjórn RSÍ við stofnun
þess 1970 og sat þar til 1976. Hann
hafði mikinn áhuga á að efla mennt-
un rafiðnaðarmanna og tók þátt í því
starfi og var m.a. í sveinsprófsnefnd.
Óhætt er að fullyrða að Alli Kalli
hafði mjög mikil áhrif á mótun skipu-
lags og innra starfs RSÍ. Skipulag
RSÍ er með töluvert öðrum hætti en
hjá öðrum stéttarfélögum, en þetta
skipulag hefur reynst ákaflega far-
sælt og þeir sem lögðu þann grunn
hafa greinilega haft djúpan skilning
á félagslegu starfi og verið framsýn-
ir.
Fljótlega eftir að ég tók sveinspróf
var ég kominn í trúnaðarráð og í
samninganefnd. Ég kynntist Alla
Kalla í samningunum löngu þegar
nánast gjörvöll verkalýðsforystan
hélt til á Hótel Loftleiðum í tvær vik-
ur 1974. Mestur tíminn fór í bið og
sátum við löngum stundum við að
spila bridge og fylgdumst með gangi
mála í útvarpsfréttum, þær sögðu
okkur oft meir hvað væri að gerast í
húsinu en við vissum þótt við værum
þarna á staðnum. Það geislaði af Alla
Kalla og hann var hrókur alls fagn-
aðar en eldsnöggur að setjast að
þeim málum sem undir okkur voru
borin og fljótur að átta sig á hvaða af-
stöðu við ættum að taka.
Fyrir hönd rafiðnaðarmanna
þakka ég góð kynni og gott framlag
til okkar samtaka. Rafiðnaðarmenn
senda fjölskyldu Alla Kalla hugheilar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Gunnarsson,
form. Rafiðnaðar-
sambands Íslands.
Það er ekki ætlunin að rekja hér
æviferil Alberts K. Sanders, heldur
aðeins með fáum orðum minnast á
það mikla og óeigingjarna starf, sem
hann vann fyrir félagið og íþrótta-
hreyfinguna á Ísafirði á sínum yngri
árum, allt þar til hann flutti frá Ísa-
firði 1962.
Á ýmsum tímamótum eru rifjaðir
upp margir atburðir í sögu íþrótta-
hreyfingarinnar á Ísafirði. Þá er
minnst sigra sem ósigra og mikils
starfs fyrir æskufólk. Þar hafa marg-
ir lagt hönd á plóginn, bæði við æf-
ingar og keppnir innanlands sem ut-
an og verið félagi sínu og bæjarfélagi
til sóma. Engu ómerkari eru þó störf
þeirra, sem valdir hafa verið til for-
ustu í félaginu um lengri eða
skemmri tíma, á þeim hefir hvílt mik-
il ábyrð og jafnframt geysimikið og
tímafrekt starf. Engum Harðverja er
gert rangt til, þótt því verði haldið
fram að þar beri hvað hæst nafn Al-
berts K. Sanders, en hann var um
langt árabil í forustuliði félagsins og
formaður þess í nokkur ár. Alli Kalli
eins og hann var oftast nefndur hér
vestra var fulltrúi félagsins í mörg-
um stjórnum og ráðum innan íþrótta-
hreyfingarinnar í bænum, má þar
m.a. nefna skíðaráð, frjálsíþróttaráð
og knattspyrnuráð svo og stjórn
Íþróttabandalagsins. Albert Karl var
fjölhæfur íþróttamaður, hann lagði
stund á ýmsar íþróttagreinar og náði
langt í þeim á sínum yngri árum, má
þar m.a. nefna; hástökk, handknatt-
leik, knattspyrnu og fimleika. Það er
nokkuð víst að hans mikla fimi og
hversu góður fimleikamaður hann
var nýttist honum vel í öðrum
íþróttagreinum. Ísfirskir íþrótta-
menn áttu því láni að fagna að hann
aflaði sér þekkingar um þjálfun á
ýmsum námskeiðum bæði hér heima
og erlendis og tók að sér þjálfun
knattspyrnumanna á Ísafirði í mörg
ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi í
Herði 1969, fyrir vel unnin störf.
Harðverjar og íþróttafólk á Ísa-
firði þakka Albert Karl Sanders af
alhug öll hans miklu störf í þágu fé-
lagsins og íþróttamála á Ísafirði.
Jafnframt eru eftirlifandi eiginkonu
hans Sigríði Friðbertsdóttur, börn-
um þeirra og öðru venslafólki færðar
innilegar samúðarkveðjur.
K.s.f. Hörður,
Jens Kristmannsson, ritari.
Albert Karl var einn þeirra manna
sem á sínum tíma vöktu áhuga minn
og nokkurra skólafélaga minna í
Njarðvík á stjórnmálum. Yfir honum
var bæði ákveðni og virðing sem
vöktu aðdáun ungra manna en um
leið kraftur sem þurfti til að koma
hlutum í framkvæmd.
Þrátt fyrir að hafa verið heimilis-
vinur á Hraunsveginum frá tæplega
10 ára aldri voru mín fyrstu alvöru
kynni af Alberti þegar ég tók þátt í
baráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir
sveitarstjórnarkosningar 1986. Þá
strax varð mér ljóst hversu vel hann
var inni í málum og hversu auðvelt
hann átti með að setja hlutina í gott
og skiljanlegt samhengi. Þegar ég
stjórnaði kosningabaráttu flokksins
fyrir kosningarnar 1990 leitaði ég
mjög oft til Alberts og fékk frá hon-
um góð ráð og athugasemdir um það
sem betur mætti fara. Sem ungum og
óreyndum manni þá í bæjarmálum
var það mikils virði að fá að ganga í
slíkan brunn upplýsinga í öllum mál-
um og var Albert ávallt tilbúinn að
veita þær upplýsingar. Hann gaf sér
jafnframt þann tíma sem til þurfti í
útskýringar og upplýsingagjöf
Hin síðari ár áttum við oft góð
samtöl sér í lagi um málefni flokksins
sem hann hafði staðfastar skoðanir á.
Með Alberti er genginn öflugur og
tryggur liðsmaður Sjálfstæðisflokks-
ins til margra ára en umfram allt
góður félagi sem vann vel fyrir sveit-
arfélag sitt og bar hag þess og vel-
ferð ávallt í brjósti.
Fjölskyldu Alberts færi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Böðvar Jónsson.
Ég hafði starfað hjá Njarðvíkur-
hreppi skamma hríð þegar kosningar
voru haldnar og nýr sveitarstjóri tók
við. Ég var víst einn af fáum sem
þekktu hann ekki, en hann var kall-
aður Alli Kalli og sagt var að hann
væri bæði frekur og fyrirferðarmik-
ill. Þetta var ekki tilhlökkunarefni
ungum og óreyndum verkfræðingi.
En ég hefði ekki þurft að hafa
áhyggjur. Við áttum eftir að vinna
saman í tólf ár og samstarf okkar var
slíkt að aldrei bar skugga á. Alli Kalli
var góður stjórnandi. Hann kunni þá
list að fá starfsfólkið með sér og
braut aldrei þær reglur sem hann
setti öðrum. Hann var pólitískur
fram í fingurgóma í besta skilningi
þess orðs og kunni að ná fram góðum
málum bæði með krafti og lagni.
Hann var ekki framagjarn maður og
skeytti minnst um eigin hag hvorki
fjárhagslega né að hreykja eigin per-
sónu, en var óþreytandi að hugsa um
hag sveitarfélagsins. Oft gaf hann
öðrum hugmyndir og jafnvel úthugs-
aðar áætlanir, sem þeir gerðu að sín-
um, og fengu hrós fyrir. Í bernsku
samstarfs sveitarfélaganna á Suður-
nesjum var hann oftar en ekki hug-
myndasmiðurinn. Hann var á þess-
um árum öll félagsmálastofnun
sveitarfélagsins. Hugsjón hans var
skýr, að hjálpa fólki til að hjálpa sér
sjálfu. Þeir sem lentu í erfiðleikum
en vildu verða sjálfbjarga á ný gátu
alltaf treyst á stuðning hans. Hann
kenndi mér margt sem ég hef búið að
alla ævi. Við Tóta höfum síðan notið
vináttu þeirra Siggu og átt margar
góðar samverustundir. Við sendum
henni og fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning góðs vinar.
Magnús R. Guðmannsson.
Kveðja frá
Lionsklúbbi Njarðvíkur
Horfinn er á braut góður Lions-
félagi Albert Karl Sanders.
Á síðasta fundi sem hann mætti á
var hann búinn að starfa með okkur í
45 ár í Lionsklúbbi Njarðvíkur og í
tilefni þess voru honum þökkuð vel
unnin störf í þágu Lionshreyfingar-
innar. Því kom það sem reiðarslag að
morgni næsta dags að hann væri lát-
inn.
Við höfum misst traustan og starf-
saman félaga, sem alltaf var reiðubú-
inn að ljá góðum málum lið.
Hann gegndi margvíslegum trún-
aðarstörfum fyrir klúbbinn og naut
virðingar allra, einstakt ljúfmenni og
traustur félagi, sem gott var að leita
ráða hjá.
Hann var sæmdur æðsta heiðurs-
merki Lionshreyfingarinnar Melvin
Jons skildinum árið 1994.
Góður félagi er genginn yfir móð-
una miklu, hans verður sárt saknað.
Við Lionsfélagarnir sendum eigin-
konu, börnum og öðrum ættingjum
einlægar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Ragnar Halldórsson, form.
Látinn er sómamaðurinn, Albert
K. Sanders, fyrrum bæjarstjóri hér í
Njarðvík. Það kom sem þruma úr
heiðskíru lofti þegar við félagar og
samstarfsmenn til margra ára frétt-
um það að vinur okkar væri látinn.
Við félagarnir sátum saman Lions-
fund kvöldið áður þar sem Albert var
heiðraður fyrir 45 ára óeigingjarnt
og öflugt starf í þágu klúbbsins.
Hann var sæll og glaður nýkominn
úr vetrarfríi frá Spáni með sinni ást-
kæru eiginkonu, Sigríði Friðberts-
dóttur. Okkur óraði ekki fyrir því að
kveðjustundina bæri svona brátt að.
Alli Kalli, eins og hann var ávallt
kallaður, flutti frá Ísafirði til Suður-
nesja árið 1963 ásamt fjölskyldu og
gerðist þá framkvæmdastjóri. Þegar
hann settist að hér í Njarðvíkum þá
hlóðust fljótlega á hann ýmis störf,
maðurinn félagsvanur, traustur,
hraðmælskur og ræðumaður góður.
Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur
naut góðs af svo sterkum liðsmanni
enda fljótlega formaður fulltrúaráðs
og kjördæmaráðs. Síðan í stjórn
kjördæmaráðs Reykjaness og í
flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1972–
1980.
Bæjarstjóri var hann í Njarðvík
frá 1974–1986. Í stjórn sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum, sjúkra-
hússtjórn, hitaveitustjórn, Vinnueft-
irliti ríkisins, safnaðarfulltrúi svo
eitthvað sé nefnt. Alls staðar kraft-
mikill og ötull málsvari þess sem
hann vann við og fyrir.
Alli Kalli var traustur drengskap-
armaður sem vildi öllum vel og gerði
mannlífið fegurra. Alli Kalli var góð-
ur leikari og sagði skemmtilega frá,
það væri hægt að skrifa langt mál um
störf hans, svo víða kom hann við á
lífsleiðinni. Við félagarnir sem höfum
starfað með honum í tugi ára þökk-
um góðum og traustum félaga sam-
fylgdina og biðjum góðan Guð að
blessa minningu hans.
Kæri vinur og félagi, nú er komið
að kveðjustundinni. Við viljum þakka
vináttuna sem aldrei bar skugga á,
það verður ávallt bjart yfir minning-
unum.
Við viljum votta Sigríði og fjöl-
skyldu innilegustu samúð okkar.
Ingólfur Bárðarson,
formaður Njarðvíkings,
og Áki Gränz.