Morgunblaðið - 13.04.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 13.04.2003, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2003 57 þar á meðal framúrskarandi skemmtilega safnskífu með Los Zaf- iros, vinsælustu hljómsveit Kúbu um miðjan sjöunda áratuginn. Tón- listarstjóri og gítar- og hljómborðs- leikari Los Zafiros var Manuel Galbán sem kom einnig við sögu í Buena Vista sveitinni og lék inn á nokkrar af þeim skífum sem komið hafa út í kjölfar Buena Vista- disksins fræga, en hann er líka áber- andi á nýrri skífu Ry Cooders, Mambo Sinuendo. Af smekkvísi sinni leyfir Cooder Galbán og að ráða ferðinni að miklu leyti á Mambo Sinuendo en þeir Galbán semja flest laganna en önnur eru eftir ýmsa. Cooder heldur og vel utan um allt saman og skreytir af snilld þó gítarleikur Galbán sé yf- irleitt í aðalhlutverki. Galbán varð frægur fyrir það á Kúbu á sjöunda áratugnum að hljóma eins og Duane Eddy og líkt og Buena Vista- diskurinn hljómaði eins og upptökur frá liðnum tíma er hljómurinn í gítar Galbáns frábærlega gamaldags. Sektaður um milljónir Litlu munaði að Cooder fengi ekki að ljúka við skífuna með Galbán því eins og flestir eflaust þekkja þá er í gildi viðskiptabann á Kúbu sem Bandaríkjamenn hafa sett. Þannig er bandarískum þegnum óheimilt að eiga samskipti við Kúbverja á Kúbu Að sögn Cooders urðu vinsældir Buena Vista-skífanna til þess að vekja athygli manna á því að hann væri sífellt að fara til Kúbu og vinna þar með þarlendum tónlist- armönnum, en verst af öllu fannst mönnum að hann skyldi græða á öllu saman þegar Buena Vista Social Club tók að seljast í bílförmum. Í kjölfarið fóru menn að kvarta við stjórnvöld og á endnum var Cooder sektaður um hálfa þriðju milljón 1999. Ekkert varð því úr frekari upp- tökum í bili, en síðustu daga sína í embætti var Bill Clinton duglegur við að gefa mönnum upp sakir og leyfa sitthvað sem áður var bannað. Cooder, sem er stuðningsmaður demókrata vestan hafs, var með á teikniborðinu tvær plötur sem hann langaði að gera, Mambo Sinuendo sem áður er getið og einnig plötu með Ibrahim Ferrer, Buenos Hermanos. Hann sótti því um leyfi til forsetans að fá að ljúka við þær tvær og Clinton brást vel við; skrif- aði minnisblað til viðeigandi yf- irvalds um að Cooder ætti að fá leyfi til gera það á Kúbu sem hann vildi og upp úr krafsinu hafði Cooder árs starfsleyfi sem dugði til að ljúka við skífurnar tvær. Með bestu söngvurum heims Ibrahim Ferrer er í miklu stuði á Buenos Hermanos og röddin jafn- ævintýralega tær og sterk og alltaf. Mannskapurinn á plötunni er sá sami og á Mambo Sinuendo, Cooder og Galbán með þá Orlando „Cach- aíto“ López, Miguel Angá Díaz, Jim Keltner og Joachim Cooder sér til halds og trausts, en allt er svo kryddað með skemmtilegum gestum eins og Blind Boys of Alabama, Chucho Valdes og Jon Hassell. Fyr- ir vikið er platan býnsa ævintýraleg á köflum, ekkert verið að hanga í gamla tímanum, en þó er kúbverska sveiflan grunnþátturinn í öllu sem fram fer. Ibrahim Ferrer getur sungið hvað sem er og sannar það rækilega á plötunni að hann er með bestu söngvurum heims nú um stundir, kominn hátt á áttræðis- aldur. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ibrahim Ferrer SNYRTIVÖRUFYRIRTÆKIÐ No Name stendur fyrir förðunar- keppni í samvinnu við Freshlook- linsur í Vetrargarðinum í Smára- lind sunnudaginn 18. maí næstkom- andi. Tilgangur keppninnar er að gefa öllum, sem lært hafa förðun tækifæri til að koma sér á framfæri. „Þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi er haldin á landinu. Mikill fjöldi fólks á öllum aldri hefur lært förðun í hinum ýmsu skólum og er þetta tækifæri fyrir það til að sýna hvað í því býr,“ útskýrir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar. Keppt er í fjórum flokkum: „Smokey“, tískan í dag , ljós- myndaförðun og brúðarförðun. Dregnir verða út tíu manns til að keppa í hverjum flokki í beinni út- sendingu í þættinum Fólk með Sirrý á SkjáEinum hinn 30. apríl en umsóknarfrestur rennur út daginn áður. Lilja Nótt útskýrir að aðeins megi sækja um í einum flokki þar sem keppt verði í þeim öllum sam- tímis og bætir við að vegleg verð- laun verði í boði. „Einnig verður unglingaflokkur fyrir krakka á aldrinum 14-16 ára því gífurlegur áhugi á allskyns förðun er í grunnskólum landsins,“ segir hún og bætir við að þemað sé náttúran og verðlaunin séu nám í Förðunarskóla No Name. Förðunarskólinn var settur á laggirnar af stofnanda No Name, Kristínu Stefánsdóttur. Skólinn er að útskrifa yfir 100 nemendur á ári, segir Lilja Nótt, sem dæmi um mik- inn áhuga á förðun hérlendis. Hún segir að mestmegnis konur sæki skólann en sífellt fleiri karl- menn stundi förðunarnám. Hún nefnir lærðan bílasprautara, sem dæmi, en hann er ennfremur nýút- skrifaður förðunarfræðingur. Hann ætlar að mála bíl á nýstárlegan hátt í keppninni í Smáralindinni. Keppendur koma með eigin fyr- irsætur á staðinn og stendur þeim til boða að skipta ekki bara um svip á þeim með förðun heldur einnig augnlit. „Við verðum með allskonar litalinsur og partýlinsur frá Freshlook á staðnum. Keppend- urnir fá að nýta sér þetta í keppn- inni en heildarútlitið gildir,“ segir Lilja Nótt en áætlað er að keppnin verði árlegur viðburður. No Name stendur fyrir förðunarkeppni Öllum gefið tækifæri Morgunblaðið/Jim Smart Kristín Stefánsdóttir, stofnandi No Name, og Lilja Nótt Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar. Keppnin verður haldin í Vetrargarð- inum í Smáralind 18. maí. Umsókn- arfrestur rennur út 29. apríl. TENGLAR ..................................................... www.noname.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.