Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 6

Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Eldhúsinnréttingar • Baðinnréttingar • Fataskápar I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is 25% afslá tturl „HÁHYRNINGARNIR gengu mjög skipulega til verks. Þeir komu fjórir saman og þegar þeir komu auga á æðarkollurnar köfuðu þeir og komu svo upp undir fuglunum og gleyptu þá. Það sem þeir náðu ekki með kjaftinum börðu þeir með bægslum og sporðum.“ Þann- ig lýsir Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari á Ísafirði, sjón sem blasti við honum í gærmorgun, en hann varð vitni að því þegar há- hyrningavaða veiddi sér til matar skammt frá landi við svokallað Skarfasker þar sem hin gamla sorpeyðingarstöð Ísfirðinga er. Halldór varð var við háhyrn- ingavöðuna snemma í gærmorgun. Dýrin voru þá að „leika sér“ að sel. „Háhyrningarnir höfðu verið að kasta selnum á milli sín og bíta hann. Selurinn slapp við illan leik milli skerja,“ sagði Halldór sem rétt missti af tækifæri til að mynda samskipti háhyrninganna og selsins. Halldór sagði að eftir að há- hyrningarnir höfðu lokið „þessari morgunleikfimi“, eins og hann kemst að orði, syntu þeir út með Óshlíð og sneru sér að æðarkoll- unum. „Þeir tíndu upp hverja ein- ustu kollu sem þeir sáu. Þetta var greinilega morgunverðarhlað- borðið þeirra.“ Halldór horfði á þessar aðfarir ásamt hópi Ísfirðinga. Hann sagði að háhyrningarnir hefðu gleypt tugi fugla meðan hann fylgdist með þeim. Halldór er einn reyndast kajak- ræðari landsins og hefur víða far- ið um Ísafjarðardjúp. Hann sagð- ist hafa séð háyrninga áður, en aldrei séð aðrar eins aðfarir. Ekki áður verið myndað hér við land Gísli Víkingsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að það væri þekkt að háhyrningar ætu sjófugla og væru að atast í sel, en hann sagðist ekki vita til þess að þetta hefði nokkrum tímann áð- ur verið myndað hér við land. „Háhyrningar lifa í föstum fjöl- skylduhópum og í Kyrrahafinu hafa rannsóknir bent til að það sé sérhæfing milli hjarðanna. Sumir hópar éti önnur sjávarspendýr og þá allt upp í stærstu hvali, seli, sæ- ljón og fugla. Síðan eru aðrir hóp- ar háhyrninga sem sérhæfa sig í fiski. Við vitum ekki hvort þetta er eins hér við land, en þær tak- mörkuðu upplýsingar sem við höf- um benda til þess að þetta kunni að vera eins hér,“ sagði Gísli. Æðarkollurnar voru skelfingu lostnar og reyndu að flýja undan háhyrningunum í ofboði, en fæstum þeirra tókst það. Háhyrningarnir gengu mjög skipulega til verks við veiðarnar. Gleyptu skelfdar æð- arkollurnar Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns FJÓRAR umsóknir bárust félags- málaráðuneytinu um stöðu ríkissátta- semjara, en Þórir Einarsson er að láta af störfum sökum aldurs. Um- sækjendur eru Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri og fv. forseti ASÍ, Jörundur Ákason, kenn- ari í Reykjavík, og Kristján Pálsson, fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins. Umsóknarfrestur um stöðu fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu rann út á sama tíma og vegna sáttasemj- ara, eða 10. september. Níu umsóknir bárust ráðuneytinu og umsækjendur eru Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðu- maður á Akureyri, Kristín Ólafsdótt- ir, jafnréttisráðgjafi í Reykjavík, Margrét María Sigurðardóttir, lög- maður á Húsavík, Rósa G. Erlings- dóttir, jafnréttisfulltrúi í Reykjavík, Steinar Almarsson, mannfræðingur á Akranesi, Steinunn Ketilsdóttir, við- skiptafræðingur í Danmörku, Stein- unn Snæland, fluggagnasérfræðingur á Egilsstöðum, Svala Jónsdóttir, jafn- réttisráðgjafi í Kópavogi, og Þórður B. Sigurðsson, mannfræðingur í Reykjavík. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra mun skipa í báðar þessar stöð- ur. Fjórir sækja um stöðu ríkissátta- semjara Níu vilja stýra Jafnréttisstofu MARGIR hafa lagt leið sína og skoð- að bíla á bílaútsölu Toyota sem stendur yfir á efsta bílaplaninu í Kringlunni. „Það hefur verið mjög fjörlegt frá því við byrjuðum með út- söluna og það seldust um hundrað bílar fyrsta daginn sem er mjög gott,“ segir Björn Víglundsson, sölu- stjóri notaðra bíla hjá Toyota. „Við ætlum að hætta á sunnudag- inn eða þegar allt verður búið. En það er alls ekki allt farið og enn hægt að gera góð kaup enda fengjum við ekki svona viðbrögð nema að vera með sérstaklega góð tilboð. Við erum að losa bíla sem við höfum átt of lengi á lager og gerum það sem þarf til þess að selja þá. Ódýrustu bílarnir kosta frá 250-290 þúsund en þeir dýrustu 4,5 milljónir þannig að það er allur skalinn,“ segir Björn. Seldu hundrað bíla fyrsta daginn Morgunblaðið/Kristinn ÁRIÐ 2002 var nýgengi kamfýló- baktersýkinga það lægsta sem mælst hefur eftir að það náði há- marki árið 1999. Þetta kemur fram í ársskýrslu Landlæknisembættisins fyrir árið 2002. Yfirdýralæknir hefur fylgst með kamfýlóbaktermengun í kjúklinga- rækt og sláturhúsum hér á landi með kerfisbundnum hætti með það að markmiði að koma í veg fyrir að mengaðir ófrosnir kjúklingar komist á markað. Þessi aðferð hefur skilað þeim árangri að kamfýlóbaktertil- fellum í mönnum hefur fækkað und- anfarin ár, segir í ársskýrslunni. Nýgengi kamfýlóbakter- sýkinga lágt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.