Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 11 Ingvar Helgason F í t o n F I 0 0 7 7 1 9 Ingvar Helgason hf. · Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is frá 3.289.000 kr. TERRANO frá 4.590.000 kr. PATROL frá 2.490.000 kr. DOUBLE CAB frá 2.760.000 kr. X-TRAIL frá 3.860.000 kr. MAXIMA frá 2.260.000 kr. PRIMERA frá 1.650.000 kr. ALMERA frá 1.390.000 kr. MICRA Hann er japanskur og var valinn áreiðanlegasti bíll í sínum flokki af bresku neytendasamtökunum. Könnunin tók til bilanatíðni og gangsetningar og það var okkar bíll, Nissan Almera sem náði hæstu einkunn, einfaldlega 100% áreiðanlegur bíll. Nissan Almera er á einstöku verði miðað við búnað, þægindi og aksturseiginleika. Komdu í reynsluakstur, 100% bíllinn stendur þér til boða fyrir aðeins 29.929 kr. á mánuði. ÞETTA ER BÍLLINN NISSAN ALMERA frá 29.929 á rekstrarleigu í 3 ár. kr./mán. Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Consumers’ Association 100% Var valinn áreiðanlegastibíll í sínum flokki af breskuneytendasamtökunum áreiðanlegur MOKVEIÐI hefur verið í Laxá í Dölum að undanförnu og tölurnar þar hækka afar hratt. Skv. saman- tekt kokksins, Gylfa Ingasonar, veiddust alls 280 laxar frá hádegi 4. september til hádegis 11. septem- ber. Sum sé, 280 laxar á sex dögum, en veitt er á sex stangir í ánni. Þetta gerir meðaldagveiði á stöng milli sjö og átta, en það gerist varla betra í laxveiði. Á umræddum veiðidögum hækk- aði talan í ánni úr 862 löxum í 1.142, en allt síðasta sumar veidd- ust í ánni 880 laxar. „Þetta er algert mok, það er að veiðast bæði á maðk og flugu, bæði stór fiskur og smár og bæði ný- genginn og leginn. Þaulvanir menn segja að þeir hafi ekki séð annað eins af laxi í ánni í mörg ár. Það kom einn 21 punds fyrir nokkrum dögum og hann er stærstur í sum- ar,“ sagði Gylfi. Enn eru allmargir veiðidagar eftir, það stefnir því í mun hærri tölu í ánni en í fyrra. Septemberskotin í Stóru-Laxá í Hreppum eru byrjuð, en hópur sem var í einn dag á svæðum 1–2 um síð- ustu helgi fékk þrettán laxa og hóp- ur sem tók við og var í tvo daga fékk fimmtán stykki. Voru þar með komnir 89 laxar á land af svæðinu og talsvert af laxi á ferðinni. Svæði 3 var með um sjötíu laxa um mán- aðamótin og ný tala af efsta svæð- inu hljóðar upp á 104 laxa. Veitt er fram eftir september og að sögn Bergs Steingrímssonar hjá SVFR er þetta verulega betri veiði en á sama tíma í fyrra. Á sama tíma herma fregnir að menn séu að lenda í skemmtilegum skotum á Iðu. Blanda komin í fjóra stafi Blanda er eina áin norðan heiða sem hefur gefið vel og þótt vertíðin hafi verið brokkgeng á köflum er áin nú búin að rjúfa fjögurra stafa múrinn skv. fréttum frá leigutaka hennar, fyrirtækinu Lax-á. Í lok vikunnar voru komnir rétt rúmlega 1.100 laxar á land, en alls veiddust í ánni 833 laxar í fyrra. Efri svæðin hafa verið gjöful síðustu daga. Mokveiði í Laxá í Dölum undanfarið Ljósmynd/Jón G. Stefánsson Hannes V. Ólafsson, Stefán Hallur Jónsson og Friðleifur Stefánsson ánægð- ir austur á Iðu, enda fengu þeir væna fiska í veiðiferðinni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þrír ættliðir í Stóru Laxá, Sigmundur Ófeigsson, Eyþór Sigmundsson yngri og Eyþór Sigmundsson eldri við Hólmahyl. Eyþór eldri með 7 punda lax. ÞEIM sem greiða tekjuskatt til rík- isins hefur farið fjölgandi á síðustu árum og eru þeir nú rúmlega 60% af framteljendum. Rúmlega þriðjungur framteljenda greiðir hins vegar eng- an tekjuskatt og barna- og vaxta- bætur greiða allan tekjuskatt fyrir tæplega 6% framteljenda. Því greiða yfir 42% framteljenda engan tekju- skatt. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Nær allir framteljendur greiða útsvar til sveit- arfélaga, annaðhvort sjálfir eða rík- issjóður greiðir útsvarið ef tekjur viðkomandi ná ekki skattleysismörk- um. Mun færri framteljendur greiða hins vegar tekjuskatt til ríkissjóðs eða rétt rúmlega 60%. Hlutfallið var nálægt 50% á samdráttarárunum 1990–1995 en hækkaði síðan sam- hliða auknum kaupmætti á hagvaxt- arskeiðinu á árunum 1995–2001. Sérstakan tekjuskatt, svonefndan hátekjuskatt, hafa 6–7% framtelj- enda þurft að greiða undanfarin ár eða um 9% þeirra sem borga hinn al- menna tekjuskatt. Almennur eignar- skattur hefur verið lagður á um eða innan við 30% allra framteljenda en sérstakur eignarskattur náði til tæp- lega 15% þeirra þegar mest var. Hann hefur nú verið lagður en var lagður á allt að helming þeirra sem yfirhöfuð greiddu eignarskatt. Fjármagnstekjuskattur var lagð- ur á rúmlega þriðjung framteljenda þegar mest var en hlutfall þeirra hef- ur farið lækkandi undanfarin ár. 40% fram- teljenda borga ekki tekjuskatt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.