Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 19

Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 19 BANDARÍKJASTJÓRN hefur varað Ísraelsstjórn við því að flæma Yasser Arafat Palestínuleiðtoga í út- legð; slíkt myndi aðeins skapa honum „breiðari vett- vang“ til stjórnmálaafskipta, að því er Scott McClell- an, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær. Ákvörðun öryggisráðs Ísraels, sem skipað er öllum æðstu mönnum öryggismála landsins undir forsæti Ariels Sharon forsætisráðherra, um að Arafat skyldi „fjarlægður“, hefur kallað fram sterk viðbrögð ráða- manna út um allan heim. Ákvörðunin var tekin á fimmtudagskvöld sem liður í viðbrögðum við sjálfs- morðssprengjuárásum sem bönuðu 15 ísraelskum borgurum í vikunni. „Stríðsyfirlýsing gegn friðarferlinu“ Leiðtogar arabaríkja og aðrir talsmenn ólíkra hópa araba, háir sem lágir, sýndu sjaldgæfan einhug í for- dæmingu á ákvörðuninni í gær. Hisham Youssef, tals- maður Arababandalagsins, sagði þessa ákvörðun Ísr- aela „jafngilda stríðsyfirlýsingu“ gegn friðarferlinu í Mið-Austurlöndum. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði að yrði Arafat flæmdur brott frá Palest- ínu myndi það hafa víðtækar og alvarlegar afleið- ingar. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skoraði á Ísraelsstjórn að endurskoða þessa ákvörðun sína; það yrði „hættulegt og óskynsamlegt“ að reyna að gera Arafat útlægan. Ahmed Qurei, tilvonandi forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, sagðist myndu hefja um helgina viðræður um myndun nýrrar stjórnar „í fullri stærð“, eftir að tillaga hans um myndun sex manna bráðabirgðastjórnar náði ekki fram að ganga vegna andstöðu forystu Fatah-flokks Arafats, sem ræður yf- ir meirihluta á heimastjórnarþinginu. Markmið Qur- eis með skyndimyndun bráðabirgðastjórnar miðaði að því að fylla sem fyrst upp í það valdatómarúm sem af- sögn Mohammeds Abbas úr forsætisráðherraembætt- inu hefur haft í för með sér. Myndun fullskipaðrar heimastjórnar, með um 20 ráðherrum, gæti tekið nokkrar vikur. AP Palestínumaður hrópar vígorð til stuðnings Yasser Arafat í Nuseirat-flóttamannabúðunum á Gazasvæðinu í gær. Hótun Ísraela um Arafat fordæmd Ramallah, Ein El-Hilweh, Fort Stewart. AP, AFP. FRANSKA stjórnin kvaðst í gær ætla að styðja tillögu um að örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna aflétti refsiaðgerðum gegn Líbýu eftir að líbýsk stjórnvöld undirrituðu samn- ing um auknar bótagreiðslur til fjölskyldna 170 manna sem fórust þegar frönsk farþegaþota var sprengd í loft upp yfir Níger árið 1989. Dominique de Villepin, utanrík- isráðherra Frakklands, sagði að Frakkar væru nú ekki lengur and- vígir því að refsiaðgerðunum yrði aflétt og vildi að atkvæðagreiðslan færi fram sem fyrst. Búist er við að öryggisráðið greiði atkvæði í dag um ályktunar- tillögu þess efnis að ellefu ára refsi- aðgerðum gegn Líbýu verði aflétt. Bretar höfðu viljað að atkvæða- greiðslan færi fram á þriðjudaginn var eftir að samkomulag náðist um bætur milli stjórnarinnar í Líbýu og fjölskyldna 270 manna sem fór- ust þegar bandarísk farþegaþota var sprengd í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Hótuðu að beita neitunarvaldi Atkvæðagreiðslunni var frestað eftir að Frakkar hótuðu að beita neitunarvaldi sínu gegn tillögunni nema fjölskyldur þeirra sem fórust með frönsku þotunni fengju svip- aðar bætur og fjölskyldur þeirra sem létu lífið í Lockerbie-tilræðinu. Áður hafði verið samið um miklu minni bætur vegna frönsku þot- unnar. Ekki var skýrt frá því hversu miklar bætur fjölskyldur farþega frönsku þotunnar fá. Talsmaður þeirra sagði að með samningnum hefðu þær afsalað sér rétti til frek- ari lögsókna. „Samningurinn leiðir til algjörra sátta og tengslum verð- ur aftur komið á milli Líbýu og Frakklands,“ sagði talsmaðurinn. Líbýumenn semja um bætur vegna sprengjutilræðis Frakkar styðja af- nám refsi- aðgerða París. AFP. ADRIENNE Clarkson, land- stjóri í Kanada, sætir nú harðri gagnrýni heimafyrir vegna væntanlegr- ar heim- sóknar hennar til Íslands, Finnlands og Rúss- lands. Ferðalagið þykir kosta skattborg- arana óþarf- lega háar fjárhæðir og ýmsir eiga líka erfitt með að sjá hvað Kanada geti mögulega grætt á því að landstjórinn heimsæki einmitt þessi þrjú lönd. Clarkson leggur upp í ferða- lag sitt 23. september nk. og mun það vara meira en þrjár vikur. Eiginmaður hennar, John Ralston Saul, verður með í för en einnig 59 aðrir máls- metandi Kanadabúar, bæði úr viðskipta- og menningarlífinu. Ferðalagið er sagt munu kosta meira en eina milljón kanad- ískra dollara, tæplega 60 millj- ónir íslenskra króna, að því er fram kemur í frétt The Gazette, og hefur John Williams, for- maður þingnefndar sem eftirlit hefur með fjárreiðum hins op- inbera, kallað ferðina „rándýra skemmtireisu“. Hefur líka verið gagnrýnt hvernig staðið var að vali þeirra, sem boðið er með í ferð- ina, en gefið hefur verið í skyn í kanadísku blöðunum að flestir ferðalanganna séu vinir land- stjórans eða vandamenn. Ætti að borga ferðina sjálf Í leiðara The National Post í gær kemur fram að Clarkson hafi réttlætt ferðina með því að tala um nauðsyn þess að Kan- adamenn leggi rækt við nor- ræna arfleið sína, sem þeir deili með Íslendingum, Finnum og Rússum. Leiðarahöfundur blaðsins segir að auðvitað sé enginn mótfallinn því að embættis- menn fari í ferðalög til Evrópu ef tilgangurinn er mikilvægur – t.d. ef með þeim má efla vöruút- flutning frá Kanada til viðkom- andi landa eða ef ráðamenn eru að koma fram fyrir hönd lands- ins á fundi alþjóðastofnana. Leiðarahöfundurinn segir hins vegar að Kanada eigi ekkert meira sameiginlegt með Rúss- landi, Finnlandi og Íslandi en t.d. Nýja Sjálandi, Ísrael eða Möltu. „Ísland, Finnland og Rúss- land eru allt áhugaverðir ferða- mannastaðir og flestir venju- legir Kanadabúar myndu hafa mikinn áhuga á að heimsækja þessi lönd. Venjulegir Kan- adabúar myndu hins vegar auð- vitað verða að greiða fyrir ferðalagið sjálfir. Þar sem ekki er hægt að sjá að væntanleg skemmtireisa frú Clarkson hafi neinn lögmætan tilgang þá ættu hún og hennar vinir að gera slíkt hið sama,“ segir síð- an í leiðara The National Post. Íslands- heimsókn gagnrýnd Adrienne Clarkson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.