Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 47

Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 47 Kennsla í byrjenda- og framhaldsflokkum hefst dagana 22. til 27. september nk. 10 vikna námskeið. Stúlknaflokkur Íslandsmeistari kvenna, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir annast kennslu. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00 - 19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00 - 12.30 um helgar. Kennslugögn innifalin í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn VERSLUNIN Next í Kringlunni náði nýlega þeim áfanga að taka á móti þrjúhundruðþúsundasta við- skiptavininum frá því verslunin var opnuð 10. apríl í vor. Af þessu tilefni var efnt til fjöl- skylduhátíðar í versluninni og þrjúhundruðþúsundasta gestinum var fagnað með gjafakörfu og 30.000 kr. vöruúttekt í Next. Á myndinni sjást Sigríður Vil- hjálmsdóttir og Ólafur Arnar Friðbjörnsson taka við verðlaun- unum ásamt tveggja ára dóttur sinni Arndísi Birtu úr höndum Ragnhildar Önnu Jónsdóttur og Sverris Berg Steinarssonar, eig- enda Next. 300.000. viðskipta- vininum fagnað TVÖ heimsmeistaramót í samkvæm- isdönsum í flokki fullorðinna 35 ára og eldri verða haldin um helgina og munu 3 danspör frá Íslandi taka þátt í þeim. Í dag, laugardeginum, 13. sept- ember, verður keppt í sígildum sam- kvæmisdönsum og taka 2 danspör þátt í þeirri keppni fyrir Íslands hönd. Það eru Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar og Jón Eiríksson og Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi. Á morgun, sunnudaginn 14. sept- ember verður keppt í suður-amerísk- um dönsum og taka einnig 2 danspör þátt í þeirri keppni fyrir Íslands hönd. Það eru Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar, og Eggert Cla- essen og Sigrún Kjartansdóttir, Dansdeild ÍR (Íþróttafélags Reykja- víkur). Keppnin er haldin rétt fyrir utan Prag í Tékklandi, í borginni Ústí nad Labem. Keppa í samkvæm- isdönsumBJÖRN Thoroddsen gítarleikari og danski klarinettuleikarinn Jörgen Svare leika ásamt bassaleikaranum Jóni Rafnssyni á tónleikum á Búð- arkletti í Borgarnesi í kvöld. Efnis- skráin samanstendur að mestu af þekktum djasslögum auk nokkurra frumsaminna ópusa, en nú í vikunni kom út með þeim félögum geisla- diskurinn „Jazz airs“. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðasala við inn- ganginn. Svare-Thoroddsen- tríó í Borgarnesi EFTIRFARANDI athugasemd hef- ur borist frá Jóni Kristjánssyni fiski- fræðingi: „Athugasemd við málflutning Hjálmars H. Árnasonar í Morgun- blaðinu 5. september sl. Í frásögn frá opnum stjórnmálafundi Framsóknar- flokksins á Egilsstöðum er haft eftir honum: „Við erum með Jón Krist- jánsson fiskifræðing og vísindamenn- ina á Hafrannsóknastofnun og þessir aðilar eru að veita ráðgjöf eftir bestu þekkingu og sannfæringu. Vandinn er að vísindin eru svo ónákvæm og margir þættir sem spila saman. Því eigum við að fá erlendan þriðja aðila til þess að fara yfir þetta.“ Með þessu er hann að gefa í skyn að ég hafi kom- ið að stjórn fiskveiða. Sannleikurinn er sá að ég hef ekki veitt honum eða öðrum er tengjast stjórn fiskveiða neina ráðgjöf. Hins vegar hef ég gagnrýnt núverandi ráð- gjöf Hafró um langt sinn, talið hana ranga og bent á hvernig mætti gera betur. Ekkert hefur verið eftir því farið, helst að ég hafi hlotið bágt fyrir. Huggun er þó harmi gegn ef fram- sóknarmenn vilja nú skreyta sig með mínum fjöðrum.“ Athugasemd Skyndihjálpardagur Rauða kross- ins er í dag, laugardaginn 13. sept- ember, en dagurinn er liður í al- þjóðlegu átaki sem nær til 100 landa. Í tilefni af skyndihjálpardegi Rauða krossins verða fjölmörg samtök, stofnanir og fyrirtæki með kynn- ingar í Smáralind í Kópavogi í dag, þeirra á meðal Slysavarnafélagið Landsbjörg, Blóðbankinn, Neyð- arlínan, Lögreglan, Vegagerðin, Landspítalinn - háskólasjúkrahús, Toyota, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Engey og Hvellur, auk Rauða kross Íslands. Býflugur og hunang í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Egill Sig- urgeirsson, formaður hins Íslenska býflugnaræktendafélags, og Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður FHG, halda síðari kynningu sína og fræðslu á íslenskri býflugnarækt í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í dag, laugardag, kl. 14.30 til 15.30. Þar gefst fólki tæki- færi að sjá og fræðast um lifandi bý- flugur í lokuðu sýningarbúri og smakka hunang frá tveimur íslensk- um býflugnabúum. Annað búið er frá Rúnari Óskarssyni á Kjalarnesi og hitt frá Agli sem er með bú á Vatnsenda. Gestum gefst kostur á að bera hunangið frá þessum tveimur búum saman og kaupa litla krukku á kr. 300. Hunangið verður til sölu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum meðan birgðir endast. Kynningin verður haldin í Vísinda- veröldinni við Kaffihúsið. Haustgönguferðir á Þingvöllum Í dag, laugardaginn 13. september, verður farið í gönguferð með strönd Þingvallavatns þar sem hugað verð- ur að litbrigðum haustsins en einnig fjallað um lífríki Þingvallavatns. Gönguferðin hefst kl. 13 við Öx- arárbrú hjá Valhöll og verður gengið í Lambhaga. Gönguferðin tekur um 2 klst. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í þjónustumiðstöð og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Bindindisfélag ökumanna, BFÖ, efnir til norrænnar ráðstefnu á Hótel Örk helgina laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. september undir yfirskriftinni „Sober in traffic, sa- fety and responsibility“. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 50 ára afmæli BFÖ á þessu ári. Á ráðstefnunni verða m.a. flutt erindi um umferð- aröryggi, atferli manna í umferðinni og ölvunarakstur. Í DAG Dansnámskeið hjá Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur Gömlu- dansanámskeið eru á mánudags- kvöldum kl. 20, frá 29. september. Kennd eru undirstöðuatriði í gömludönsunum og farið í gegnum ýmis afbrigði af þeim. Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og þá sem kunna gömlu dansana. Verð fyrir 10 skipti er kr. 6.000 og er veittur 10% hjónaafsláttur. Barna- og unglinganámskeið eru á þriðjudögum frá 30. september. Kennt er í mörgum aldurhópum frá 5 ára aldri. Kenndir eru gömlu dansarnir, þjóðdansar, söngdansar o.m.fl. Námskeiðin eru í 10 skipti og er veittur systkinaafsláttur. Þjóðdansar eru á fimmtudögum kl. 20, frá 2. október, og er ekkert þátttökugjald. Opið hús er haldið hjá félaginu annað hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30-23, frá 30. október. Gömlu dansarnir dansaðir og dansstjóri stjórnar. Verð fyrir kvöldið er kr. 500. Dansnámskeið á vegum félagsins eru fyrir alla aldurshópa og fara fram í húsnæði félagsins á Álfa- bakka 14a. (Fyrir ofan sparisjóð- inn.) Allar nánari upplýsingar og innritun hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Þjóðdansafélag Reykjavíkur var stofnað 17. júní 1951. Megin hlut- verk félagsins er að kanna og kynna þann menningararf sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu sem að þeim lýtur. Félagið mun m.a. standa fyrir Norrænu þjóð- dansamóti í júní á næsta ári. Einn- ig leigir félagið út þjóðbúninga og er búningaleigan opin á mánudög- um og fímmtudögum kl. 17-19 seg- ir í fréttatilkynningu. Opið golfmót Samfylkingar í Hafnarfirði verður haldið föstu- daginn 19. september á golfvelli Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Leikið eftir Texas Scramble, betri bolti. Byrjað að ræsa kl. 12. Skráningu lýkur miðvikudaginn 17. september. Verðlaun verða veitt. Þátttaka tilkynnist á netfang skrifstofa@xs.is Feldenkrais-námskeið verður haldið helgina 20.-21. september, í sal FÍH, Rauðagerði 27 í Reykja- vík. Leiðbeinandi verður Sibyl Ur- bancic. Á námskeiðinu verður kennt eftir hópkennsluaðferð Moshe Feldenkrais: „Awareness through Movement“ (skynjun gegnum hreyfingu). Hver og einn athugar hreyfivenjur sínar og kynnist öðrum valkostum með hjálp leiðbeinandans. Feldenkrais- aðferðin nýtist öllum sem áhuga hafa á líkamsbeitingu. Námskeiðið fer fram á íslensku og er öllum opið, byrjendum sem lengra komnum. Þrjár kennslu- stundir verða hvorn dag: kl. 10.30- 12, kl. 12.30-14 og kl. 14.30-16. Þeir sem áhuga hafa á einkatímum geta sótt þá virka daga fyrir há- degi frá 15. september til 3. októ- ber í Söngskólanum í Reykjavík Snorrabraut 54. Verð er kr. 5.000 fyrir allt námskeiðið, kr. 2.500 fyr- ir einn dag og kr. 1.000 fyrir stak- an tíma. Skólaafsláttur er 50%. Upplýsingar og skráning: Á skrifstofu Félags íslenskra hljómlistarmanna (Björg). Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.