Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 330. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is „Skítuga stríðið“ Kissinger hvatti herforingjastjórn- ina í Argentínu til dáða | 16 Lesbók og börn í dag Lesbók | Þankar um trú, hugmyndafræði og þunglyndi  Rit- dómur um Öxina og jörðina  Suðupottur í Nýlistasafninu Börn | Bakað fyrir jólin  Fagur fiskur í sjó  Smáfólk, Grettir SENDINEFND Bandaríkjastjórnar sem hef- ur það hlutverk að fjalla um endurskipulagn- ingu bandaríska heraflans utan Bandaríkj- anna, kemur til Íslands nk. fimmtudagskvöld til viðræðna við íslenska ráðamenn um varnarsam- starf ríkjanna. Mun hún eiga fund á föstudag með Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra og embættis- mönnum úr utanríkisráðu- neyti og forsætisráðuneyti. Halldór Ásgrímsson hitti Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, stutt- lega að máli sl. fimmtudag í tengslum við fund utanrík- isráðherra NATO sem fram fór í Brussel. Hall- dór segir bandarísku sendinefndina vera á ferð um 13 aðildarlönd NATO í Evrópu vegna við- ræðna um herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Marc Grossman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer fyrir sendinefndinni. „Það hefur ekkert verið ákveðið fyrirfram heldur vilja þeir ræða sínar hugmyndir við sín- ar helstu samstarfsþjóðir en það eru uppi hug- myndir um að fækka verulega og færa til í her- afla Bandaríkjanna í Evrópu, jafnvel inn á ný svæði vegna breyttra aðstæðna í heiminum. Það er greinilegt að þeir vilja nálgast málið út frá ástandi heimsmála almennt en ekki út frá ákveðnum svæðum,“ segir Halldór. „Hér er um opnun að ræða sem ég tel já- kvæða en það verða engar niðurstöður á þess- um fundi. Þeir munu skýra sín sjónarmið og við munum skýra okkar,“ sagði hann. „Það kemur skýrt fram af þeirra hálfu að þeir munu standa við sínar pólitísku skuldbind- ingar,“ segir Halldór Ásgrímsson. Bandarísk nefnd um endurskipulagningu heraflans væntanleg „Hér er um opnun að ræða sem ég tel jákvæða“ Halldór Ásgrímsson ÞESSIR ólíku kumpánar mættust í blíðunni í Austurstræti þegar sá blái var að dytta að skreytingum í kringum þann rauða, en borg- son í Austurstræti síðustu ár að láta brúðu- jólasveina hanga, spranga og príla utan á búðinni, skrýtna og skemmtilega á að líta. arstarfsmenn hafa í nógu að snúast við að lagfæra og snurfusa skreytingar í mið- bænum. Það hefur verið hefð hjá Eymunds- Morgunblaðið/Ásdís Ólíkir kumpánar í Austurstræti STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa gefið út nýjar reglur um úthlutun aflaheimilda innan lögsögu lands- ins og við veiðar innan lögsögu annarra þjóða samkvæmt fisk- veiðisamningum. Í þessum reglum er að mestu horfið frá uppboðum á aflaheimildum, hlut- ur hvers og eins mun byggjast á aflareynslu síðustu þriggja ára og svo virðist sem heimilt verði að leigja og eða selja heimildirnar. Reglur um það liggja hins vegar ekki fyrir enn. Því má segja að kerfið sé byggt á svipuðum grunni og fiskveiðistjórnun við Ísland. Samkvæmt samþykkt rúss- nesku ríkisstjórnarinnar frá 20. nóvember síðastliðnum munu nýju reglurnar nema úr gildi fyrri reglur um úthlutun veiðiheimilda, þar með talin uppboð á þeim. Heimildir til veiða úr nýjum fiski- stofnum eða veiðum, sem eru að þróast, verða þær einu, sem verða boðnar upp. Sá sem hnossið hreppir heldur þá heimildunum til næstu fimm ára. Byggt á veiðireynslu Hið opinbera ákveður árlega hve mikið verður leyft að veiða af hverri fisktegund og skal sú ir ekki helming heimildanna í tvö ár samfellt. Frjálst framsal? Reglur um úthlutun veiða á grunnsævi byggjast hins vegar á löndunarskyldu í hverju strand- héraði fyrir sig, en hlutdeildinni er einnig úthlutað til fimm ára. Reglur um viðskipti með afla- heimildir innan greinarinnar munu liggja fyrir fyrir 1. febrúar á næsta ári. Allar líkur eru á því að framsal svipað og hér á landi verði heimilað. Þá er enn ekki ljóst hvað þarf að greiða fyrir aflaheimildir, en talað er um 13.000 krónur fyrir tonn af þorski og um 9.000 fyrir tonn af ýsu, hvort tveggja í Barentshafi. ákvörðun liggja fyrir fyrir 20. nóv- ember ár hvert. Nú verður að sækja um heimildir til veiða til sérstakrar nefndar. Hún veitir þeim, sem fá úthlutað ákveðinni hlutdeild úr heildinni, sem byggist á veiðireynslu þeirra síðustu þrjú árin, hvort sem er að ræða úthlut- aðar aflaheimildir, aflaheimildir keyptar á uppboði eða afla vegna rannsókna. Sömu reglur gilda um úthlutun veiðiheimilda, sem Rúss- ar hafa samið um innan lögsögu annarra ríkja. Aflahlutdeildinni er úthlutað til fimm ára í senn, en ákveðnar regl- ur eru settar um meðferð afla- heimildanna. Sem dæmi um það má nefna að hlutdeildin verður felld niður ef handhafi hennar nýt- Rússar taka upp svipað kvótakerfi og á Íslandi Rætt um að veiðigjald verði 13.000 krónur fyrir hvert tonn af þorski Rússnesk fiskiskip á kolmunnaslóðinni austur af Íslandi. ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra segir það ánægju- legt ef Rússar telji sig geta notað fiskveiðistjórn-unarkerfi á borð við það sem hér er við lýði. „Ég vona að það henti þeim eins vel og það heftur hentað okkur,“ segir Árni. Hann segir að sú staðreynd að Rússar hafi fallið frá því að bjóða upp veiðiheim- ildir segi töluvert um þannig út- hlutun aflaheimilda. „Uppboð aflaheimilda er afskaplega erfitt í framkvæmd fyrir atvinnugrein- ina sjálfa, þó að aðferðin sem slík geti hljómað vel á blaði.“ Árni segir að Rússar hafi ekki leitað beinlínis eftir upplýs- ingum eða ráðgjöf frá Íslend- ingum. „Við höfum átt mikið og gott samstarf við Rússa á sviði sjávarútvegs. Rússar hafa því haft aðgang að miklum upplýs- ingum um fiskveiðistjórn- unarkerfi okkar og þeir hafa alltaf verið mjög jákvæðir gagn- vart því sem við höfum gert í þessum efnum,“ segir Árni. Hentar Rúss- um vonandi vel TALSMENN samtaka sænskra íhaldsmanna, sem eru tortryggin í garð Evrópusambandsins (ESB), tilkynntu í gær að þau væru að íhuga stofnun nýs stjórnmálaflokks sem bjóða myndi fram fyrir næstu kosningar til Evrópuþings- ins, sem fram fara í júní á næsta ári. Margit Gennser, forseti Borgara gegn EMU, samtaka sem börðust gegn því að Svíar sam- þykktu aðild að myntbandalagi ESB í þjóð- aratkvæðagreiðslu í september, tjáði AFP- fréttastofunni að yrði sænskum kjósendum neitað um réttinn til að kjósa um væntanlegan stjórnarskrársáttmála ESB mundu samtökin alvarlega íhuga að stofna nýjan flokk. Honum yrði ætlað að vera málsvari þeirra kjósenda sem eru ósammála ESB-hliðhollri stefnu sænsku „meginstraums“-flokkanna (hægri- manna, frjálslyndra og sósíaldemókrata) en vilja ekki greiða ESB-gagnrýnum vinstriflokk- um græningja eða sósíalista atkvæði sitt. Sænskir ESB-efasemda- menn á hægri vængnum Hyggja á framboð Stokkhólmi. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.